Morgunblaðið - 16.11.2006, Side 31
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 31
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Neytendur á landsbyggð-inni geta í mörgum til-fellum ekki halað jafn-hratt niður eða upp
gögnum á Netinu og íbúar á höf-
uðborgarsvæðinu. Á heimasíðu
Neytendasamtakanna kemur fram
að fjöldi landsbyggðarfólks hefur
haft samband við samtökin þar sem
það getur ekki nýtt sér tilboð net-
þjónustufyrirtækja um hröðustu
gagnaflutninganna vegna þess að há-
hraðatenging er einfaldlega ekki í
boði í byggðarlaginu. Finnst fólkinu
ósanngjarnt að greiða sama gjald og
Reykvíkingar og fá ekki sömu þjón-
ustu.
Neytendasamtökin taka dæmi af
Ísfirðingi og Reykvíkingi sem kaupir
þjónustuleiðina „Bestur“ hjá Síman-
um en hraðinn á gagnaflutningunum
þar er „allt að“ 8 Mb/s eins og segir
neðanmáls, gagnamagn sem hægt er
að sækja er ótakmarkað og kostar
pakkinn 5.990 kr. á mánuði. Raun-
veruleikinn er hins vegar sá að tengi-
hraðinn sem Ísfirðingurinn fær er
ekki nema 4 Mb/s þrátt fyrir að
greiða hið sama og Reykvíkingurinn.
Fellur ekki undir alþjónustu
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, sem sér
um framkvæmd fjarskiptalaga og er
ráðgefandi fyrir samgöngu-
ráðuneytið í fjarskiptamálum, segir
að 8% landsmanna hafi ekki aðgang
að háhraðatengingu. „Í lögum og
reglugerðum um alþjónustu í fjar-
skiptum segir að ákveðnir afmark-
aðir þættir fjarskipta skuli standa
öllum notendum til boða óháð land-
fræðilegri búsetu þeirra, á viðráð-
anlegu verði. Undir þá þjónustu fell-
ur talsímaþjónusta ásamt
gagnaflutningum með allt að 128
KB/s hraða. Háhraðatengingar falla
ekki undir alþjónustu eins og hún er
skilgreind í lögum og reglugerðum.“
Netþjónustufyrirtækjum er því ekki
skylt að bjóða upp á háhraðateng-
ingar. Það hvílir engin lagaleg kvöð á
þeim til þess, þetta er spurning um
þjónustu.
Ríkið bætir fyrir markaðsbrest
Hrafnkell segir að vandinn sé bæði
tæknilegs eðlis en eins sé kostnaður-
inn við uppsetningu háhraðatenginga
hindrun fyrir fyrirtæki á markaði.
„Það er ekki jafnhagkvæmt fyrir net-
þjónustufyrirtæki að veita sömu
þjónustu alls staðar á landinu, sums
staðar er það dýrara. Ísland er sjötta
strjálbýlasta land í heimi og það er
stórt verkefni að tryggja fullkomn-
ustu fjarskipti sem völ er á á öllum
landsvæðum. Við Íslendingar stönd-
um samt vel að vígi miðað við margar
aðrar þjóðir. Um 62% heimila í land-
inu eru nú áskrifendur að háhraða-
þjónustu og er það með því mesta
sem gerist í heiminum.
Ríkisvaldinu er aðeins leyfilegt að
veita þjónustu á svæðum þar sem tal-
inn er markaðsbrestur, þ.e. þar sem
fyrirtæki á markaði sjá sér ekki hag í
eða fært að veita þjónustu en talið er
að um 1.000 heimili á landinu falli
undir þá skilgreiningu. Í fjarskipta-
áætlun, sem samþykkt var á Alþingi
vorið 2005, kemur fram að það er
markmið stjórnvalda að allir lands-
menn, sem þess óska, geti tengst há-
hraðaneti og notið hagkvæmrar og
öruggrar fjarskiptaþjónustu. Alþingi
ákvað að verja 2,5 milljörðum af sölu-
andvirði Símans til þess að bæta fjar-
skipti í landinu. Hluta af því fé verð-
ur varið í háhraðatengingar og hefur
stjórn fjarskiptasjóðs yfirumsjón
með verkinu.“
Ísfirðingur fær verri net-
þjónustu en Reykvíkingur
Morgunblaðið/Ómar
Hraði Fjöldi landsbyggðarfólks á þess ekki kost að nýta sér tilboð netþjón-
ustufyrirtækja um hröðustu gagnaflutningana vegna þess hluti af lands-
byggðinni á einfaldlega ekki kost á háhraðatengingu.
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
frá 13.200
3 dagar í Danmörku
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
Bíll úr flokki A
50 50 600 • www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
3
15
83
1
1/
06
Hörður Hauksson gsm 896 5486
Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. og löggiltur FFS.
Höfum til sölu fjölmörg góð fyrirtæki, jafnt á höfuðborgarsvæðinu
sem og á landsbyggðinni. Jafnframt leitum við að fyrirtækjum á
ýmsum sviðum atvinnulífsins fyrir viðskiptavini okkar.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
15% afsláttur
af öllum
stökum jökkum