Morgunblaðið - 16.11.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 29
dagseftirmiðdag Ýmislegt tínist nið-
ur í innkaupakörfuna. Kjúklinga-
bringur, ½ kg á í 243 kr., hálft kíló
blandað nauta- og svínahakk á 164
kr. og Bratwurst á 152 kr. „Mér
þykja þýsku pylsurnar svo góðar,“
segir Óli, en Edda er greinilega ekki
sama sinnis. Óli er líka kaffimað-
urinn á heimilinu og grípur hálfs kíló
kaffipakka sem kostar 258 kr. og
segir um leið að hann setjist oft við
eldhúsborðið á morgnana eftir að
Anna Líf sé farin í skólann, drekki
hvern kaffibollann af öðrum, og lesi
fyrir skólann.
Edda hefur ákveðið að bjóða upp á
grænmetislasagna í kvöldmat. La-
sagneblöðin kosta 87 kr. pakkinn,
brokkólíið 51 kr. og gulræturnar 43
kr. kílóið. Svo ætlar Edda að bera
fram hvítlauksbaguette sem hún hit-
ar í ofni og það kostar 30 kr. stykkið.
Til þess að gefa ögn gleggri mynd af
verðlaginu má nefna að kartöflu-
kílóið kostar 44 kr., kíló af tómötum
173 kr., kíló af papríku 224 kr. og
venjulegir bananar, þ.e.a.s. ekki líf-
rænt ræktaðir, 54 kr. kg.
Í Plus eru til ýmsar vörur merktar
Bio-Bio, en Óli segist nú stundum
velta því fyrir sér hversu miklu betri
þær séu en aðrar vörur sem ekki séu
með þennan lífræna stimpil. Fyrir
nokkru sá hann nefnilega þátt í sjón-
varpinu um lífrænt ræktaðar vörur
og þar komu fram efasemdir um
ágæti þeirra, og ekki talið öruggt að
þær væru allar svo miklu betri en
venjulegar vörur, ó-bio-merktar.
„Það vilja áreiðanlega margir vita
hvað bjórinn kostar,“ segir Óli og
bendir okkur á að ódýrasta hálfslítra
flaskan af Starra Bohemia, sem er
frá Tékklandi kosti 22 kr. en það sé
nú enginn gæðabjór. Sá næst-
ódýrasti, Sternburg frá Leipzig,
kostar 30 kr. „Það mætti kalla þetta
eins konar pönkarabjór því varla
sést mynd af pönkara nema með
Sternburg-bjór í hendinni.“
Edda segist vera mikil ostamann-
eskja. Ostar séu ódýrir í Plus og því
leyfi hún sér að kaupa meira af þeim
en annars væri. Þannig kostar 200 g
Brie ostur ekki nema 87 kr., 250 g af
niðursneiddum osti er á sama verði
og 300 g rjómaostur á 74 kr. Dansk-
ur Hofmeier ostur, 200 g, kostar 112
kr.
Bannað að mynda
Þegar við komum að kassanum og
ætlunin er að smella þar mynd af
fjölskyldunni og matarbirgðunum
kemur babb í bátinn. Kassadaman
tilkynnir okkur höstug að allar
myndatökur séu stranglega bann-
aðar og henni er alveg sama þótt
henni sé sagt að ætlunin sé að birta
myndirnar í Morgunblaðinu heima á
Íslandi! Sem betur fer veit hún ekki
að nokkrar myndir hafa verið teknar
á meðan á innkaupunum stóð.
Þegar heim er komið er Edda ekki
lengi að töfra fram frábært græn-
metislasagna en á meðan hún er að
matreiða fáum við ost, kex og vínber.
TUC kexpakkinn kostar í Berlín 69
kr. og vínberjakílóið 87 kr.
Grænmetislasagna
200 g laukur
200 g spergilkál
200 g paprika
200 g gulrætur eða bara hvaða
grænmeti sem er
1–2 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk. tómatpúrra
2 tsk. oregon
2 tsk. basil
salt og pipar
2 dósir sýrður rjómi
ostur
lasagnaplötur
Allt grænmetið og hvítlauksrif
eru steikt í ólívuolíu. Niðursoðnir
tómatar, tómatpúrra, oregon, basil,
salti og pipar er bætt á pönnuna og
þetta látið krauma við vægan hita í
45 mín. Hrært í. Setja má vatn út í ef
þetta þykknar. Sett í eldfast mót,
fyrst hluti af grænmetisblöndunni,
þá lasagna plötur, aftur grænmetis-
blanda o.s.frv. Svo er sýrði rjóminn
settur ofan á efstu grænmetisblönd-
una og ostur þar yfir. Bakað í 30-40
mínútur við 180°C.
Ljósmyndir/ Fríða Björnsdóttir
Grænmetislasagna Gómsætur
kvöldverður að hætti Eddu.
HOLLENSKA flugfélagið KLM hef-
ur nú opnað heimasíðu til að auð-
velda viðskiptavinum að bóka ferð-
ir með KLM til allra átta.
Nýja heimasíðan gerir ferðabók-
anir auðveldari fyrir íslenskt ferða-
fólk nú en áður og býst flugfélagið
við miklum áhuga vegna allra
þeirra áfangastaða sem í boði eru í
Asíu, Afríku og Austurlöndum nær,
að sögn Hervé Kozar, fram-
kvæmdastjóra hjá KLM, fyrir Dan-
mörk og Ísland.
Yfir 550 flugvélar
Í gegnum alþjóðaflugvöllinn
Schiphol í Amsterdam er KLM með
daglegt flug til vinsælla staða á
borð við Hong Kong, Manilla, Tók-
ýó, Osaka, Dubai, Accra og Lagos
og að auki flýgur félagið mörgum
sinnum í viku til Kúveit, Abú Dabí,
Arúba og Shanghæ. Air France og
KLM, sem hafa sameinað krafta
sína, flytja yfir 65 milljónir farþega
á hverju ári. Fyrirtækin hafa sam-
an yfir að ráða meira en 550 flug-
vélum sem fljúga til 235 áfanga-
staða um allan heim.
Alls eru farnar 2.200 flugferðir
daglega.
KLM opnar heima-
síðu fyrir Íslendinga
Framkvæmdastjórinn Hervé Koz-
ar segir síðuna auðvelda bókanir.
TENGLAR
.....................................................
www.klmiceland.is
ÍSLENDINGAR eyða að meðaltali
meira fé í Bretlandi en aðrir erlendir
ferðamenn, að því er fram kemur í
frétt breska dagblaðsins The Indep-
endent.
Gestir frá Íslandi eyddu að með-
altali 126 pundum, sem svarar
15.200 krónum, á dag á síðasta ári.
Ferðamenn frá Póllandi og Jamaíka
eru sparsamastir allra erlendra
gesta í Bretlandi og eyða aðeins
nítján pundum, eða 2.500 krónum, á
dag að jafnaði. Flestir þeirra gista
hjá vinum eða ættingjum, að sögn
The Independent.
Að meðaltali eyða erlendir ferða-
menn 57 pundum, eða 7.500 krónum,
á dag í Bretlandi og dvelja þar í átta
daga að meðaltali. Íslendingar eyða
því helmingi meira fé en meðal-
ferðamaðurinn.
Íslendingar
eyða mestu
í Bretlandi
Morgunblaðið/Ómar