Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 47 Eitt sinn hlustaði ég á erindi skipu- lagsfræðings sem taldi það einkenni íslenskrar ákvarðanatöku að hún færi fram eftir skoðanaskipti almennings og stjórnmálamanna. Sérfræðingum á viðkomandi sviði væri ýtt til hliðar og ekki á þá hlustað. Þetta kemur upp í hugann nú þegar rætt er um vegabæt- ur á Suðurlandsvegi. Umferð og viðeigandi vegir Við skulum áður en lengra er haldið átta okkur á umferðinni til og frá borginni árið 2005. Sjá töflu. Ádu er meðalumferð á dag allt árið. Sdu er með- alumferð á dag á sumr- in. Jafnframt skulum við skoða við hvaða um- ferð hver veggerð hent- ar að mati verkfræðinga og annarra sérfræðinga (eftirfarandi tölur eru fengnar úr tveimur skýrslum Línuhönn- unar). Venjulegur 1+1 vegur getur annað að hámarki 15.000 bílum á dag en þegar umferð fer að nálgast þessa tölu verður framúrakstur nánast óframkvæmanlegur og að- stæður til framúraksturs verða auðvit- að erfiðar og hættulegar miklu fyrr. 2+1 vegur hentar vel þegar umferð er orðin ádu 5.000 eða sdu 8.000. Slíkur vegur getur annað umferð upp að 15.000–20.000 bílum á dag. 2+2 vegur getur annað umferð upp að 45.000– 55.000 bílum á dag. Hvaða veggerð er hentugust á Suðurlandsvegi? Krafan um vegabætur á Suður- landsvegi snýst fyrst og fremst um aukið umferðaröryggi. Fram hefur komið að umferðaröryggi sé næstum eins mikið með 2+1 vegum og með 2+2 vegum enda er í báðum tilvikum skilin að umferð úr gagnstæðum átt- um. Með það í huga sem og tölurnar um umferð, hvaða veggerð er þá hent- ugust á Suðurlandsvegi? Vart þarf að taka fram að 2+1 vegur er dýrari en 1+1 vegur og 2+2 vegur er miklu dýr- ari en 2+1, sérstaklega ef gerðir eru tveir sjálfstandandi vegir hlið við hlið. Ekki verður annað séð en 2+1 veg- ur henti fyrir allar þrjár meginleið- irnar frá borginni. Ósjálfrátt verður manni hugsað til þess fólks sem nú væri enn á lífi ef fjármunirnir sem voru notaðir til að tvö- falda Reykjanesbraut- ina hefðu verið notaðir til að leggja 2+1 vegi bæði til Keflavíkur og Selfoss. Það kann þó að vera að það hafi verið skynsamlegt að taka skrefið strax í 2+2 veg til Keflavíkur þar sem umferðin er orðin það mikil og vaxandi að hún er að komast á seinni helming flutningsgetu 2+1 vegar. Umferð um Suðurlandsveg er minni. Ef litið er á þann kafla Suðurlandsvegar sem er á milli Þrengslavegar og Selfoss virðast eng- in rök mæla með því að þar verði gerð- ur 2+2 vegur í stað 2+1 vegar. Tillaga Vegagerðarinnar um að Suðurlands- vegi verði breytt í 2+1 veg þar sem fyrirfram verði gert ráð fyrir breikk- un í 2+2 veg síðar hljómar því afar skynsamlega. Nú eru tvö ljón í veginum Tvennt gerir það að verkum að nú virðist erfitt að taka ákvörðum um 2+1 veg. Annars vegar er það sú stað- reynd að lítil sem engin reynsla er af 2+1 vegi á Íslandi og ýmsar rang- hugmyndir virðast vera á sveimi um slíka vegi. Nokkurra kílómetra kafli hefur verið í rúmlega ár á Suðurlands- vegi en það er ekki nóg. Hins vegar, að of lengi hefur verið beðið með ákvörðun um hvað skuli gera á Suðurlandsvegi þannig að óþol- inmæði vegfarenda hefur nú breyst í reiði og tilfinningahita sem erfitt er að rökræða á móti. Þessi tilfinningahiti hefur af einhverjum ástæðum allur farið í þann farveg að 2+2 vegur sé eina lausnin. Síðan verður slys þar sem tveir vegfarendur látast. Öllum hlýtur að vera ljóst hversu slæm sú staða er að fara fyrst að huga að ákvörðunartöku við þessar aðstæður. Tvær tillögur Til þess að ákvarðanir um vegakerf- ið lendi ekki í sömu ógöngum í fram- tíðinni eru hér settar fram tvær til- lögur: 1. Gerður verði 2+1 vegur á löngum kafla þar sem umferð er mikil en þó ekki það mikil að þörf sé á taf- arlausum úrbótum. Með öðrum orðum sé nægur tími til að taka yfirvegaða ákvörðun. Þetta verði gert til að fá mikla reynslu af 2+1 vegi. Lagt er til að slíkur vegur verði lagður á milli Borgarness og Hvalfjarðarganga en þar er umferðin nú um eða undir 4.000 bílum á dag. 2. Samgönguyfirvöld setji sér ein- falda reglu um það hvenær breytt sé um veggerð. Ef umferð fer t.d. yfir ádu 5.000 skuli veginum breytt í 2+1 veg og ef umferð fer t.d. yfir ádu 12.000 skuli veginum breytt í 2+2 veg. Þessum mörkum má síðan breyta með tímanum í ljósi reynslunnar. Vegaumræða missir jarðtengingu Jón Þorvaldur Heiðarsson fjallar um umferðaröryggi og vegagerð »Krafan um vegabæt-ur á Suðurlandsvegi snýst fyrst og fremst um aukið umferðarör- yggi. Jón Þorvaldur Heiðarsson Höfundur er sérfræðingur hjá RHA – Rannsókna og þróunarmiðstöð Há- skólans á Akureyri. Umferð árið 2005 ádu sdu Reykjanesbraut (Hafnarfj.-Vatnsleysa) 9.700 11.000 Vesturlandsvegur (Mosfellsb.-Grundarhv.) 6.400 8.000 Suðurlandsvegur (Reykjav.-Þrengslav.) 7.800 10.200 Suðurlandsvegur (Þrengslav.-Hveragerði) 6.100 7.900 Suðurlandsvegur (Hveragerði-Selfoss) 6.500 8.400 Fyrst voru það Orðin tóm og nú Glamm!! Þetta er diskurinn sem allar hugsandi konur og allir hugsandi karlar vilja fá undir geislann. Á þessum nýja og glæsilega geisladiski les Jón Norland 24 ljóð eftir sjálfan sig sem sonur hans, Sverrir Norland, hefur samið skemmtilega og kröftuga tónlist við. Sverrir leikur auk þess á kassa- og rafgítara, bassagítar og slagverk. Geisladiskur handa öllum þeim sem unna íslenskri tungu og góðri tónlist. Hér ræður engin hálfvelgja ríkjum! Diskurinn fæst í öllum helstu bókaverslunum og plötubúðum. Forlag misskilinna skálda X S TR E A M D E S IG N S N 0 6 11 0 03 mbl.issmáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.