Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 45 Í MORGUNBLAÐINU 5. desem- ber sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ásbjörn Björgvinsson formann Hvalaskoðunarsam- taka Íslands undir yf- irskriftinni ,,Hvernig er best að nýta hvalina?“. Ég er sammála Ásbirni að hvalaskoðun sé já- kvæð leið til að nýta hvalastofnana þótt rök hans séu ekki trúverð- ug varðandi það að hvalaskoðun og sjálf- bærar hvalveiðar geti ekki farið saman hér eins og í öðrum löndum þar sem báðar þessar atvinnugreinar eru stundaðar t.d. í Noregi, Bandaríkj- unum, Japan, Grænlandi og Rúss- landi. Reynslan af hvalveiðum síð- ustu fjögurra ára hefur með óyggjandi hætti sýnt að hrakspár um væntanlegan skaða af þeim völdum hafa ekki verið á rökum reistar. Fyrir mér sem náttúruvernd- arsinna er sjálfbærni aðalatriðið í umræðu um ábyrga nýtingu nátt- úruauðlinda en einhverra hluta vegna hefur farið mjög lítið fyrir því hugtaki í umræðunni um hvalveiðimál hér á Íslandi undanfarið. Sú umræða hefur einkum snúist um markaðsmál og hvort hvalveiðar skaði þá ímynd af Íslandi og Íslendingum sem seld hef- ur verið erlendis. Það er umræðuefni út af fyrir sig hvernig sölumenn ferðaþjónustunnar taka sér það vald að selja tiltekna ímynd af Íslandi, t.d. um ósnortna náttúru, almenna álfa- trú og lausláta kvenþjóð (sbr. auglýs- ingu Icelandair ,,dirty weekend in Iceland“) og ætlast síðan til að lands- menn lagi sig að þeim væntingum ferðamanna sem hingað koma á þeim forsendum. Vegna þess hlutverks míns að veita vísindalega ráðgjöf um verndun og nýtingu hvalastofna hef ég hef hingað til forðast að taka þátt í umræðunni um hvalveiðimál á pólitískum og efnahagslegum forsendum, og ætla ekki að byrja á því hér. Hins vegar eru í grein Ásbjarnar svo margar staðreyndavillur og rangfærslur sem snúa beint að ummælum mínum og hvalarannsóknum þeim sem ég er í forsvari fyrir, að nauðsynlegt er að leiðrétta þær. Þetta er fyrri grein af tveimur. Ásbjörn vitnar í þau ummæli mín í útvarpsviðtali 1. nóvember sl. að mið- að við núverandi þekkingarstig get- um við ekki sagt fyrir um áhrif hvala- stofna á fiskistofna með vissu þótt það séu vissulega vísbendingar í þá átt. Að venju sparar Ásbjörn ekki stóru orðin og kallar þetta ,,söguleg tíðindi“ og ,,stórmerkileg ummæli“. Fyrir utan efasemdir um að hugleið- ingar mínar í útvarps- viðtali um eigin rann- sóknir geti almennt talist söguleg tíðindi, er mér fyrirmunað að skilja hvernig Ásbjörn kemst að þessari nið- urstöðu, því þessu hef ég alla tíð haldið fram. Þetta var í raun meg- inniðurstaða rannsókna vísindamanna á Haf- rannsóknastofnuninni sem birtist í tveim vís- indagreinum í erlendu tímariti fyrir um ára- tug. Þótt sýna megi fram á að hvalir hér við land éti tvö- til þrefalt það magn sem íslenski fiskiskipaflotinn veiðir og að það geti skipt verulegu máli fyrir afrakstur fiskistofna hvort hvalastofnar séu nýttir eða ekki, er talsverð óvissa um samspil hvala- stofna og fiskistofna hér við land. Einn stærsti óvissuþátturinn varðar fæðuval hrefnu, ekki síst hlutdeild þorsks í fæðunni, og er því sér- staklega mikilvægt að afla frekari upplýsinga um fæðuvistfræði þessa meginspendýrs í náttúru Íslands. Meginmarkmið yfirstandandi hrefnurannsókna er einmitt að afla slíkra gagna og leiða þær vonandi til upplýstari umræðu um þessi mál. Ásbjörn telur það sýna áhrifaleysi hvala í vistkerfinu að heildarneysla þeirra sé einungis ,,brot af þeim líf- massa sem lifir á landgrunni Ís- lands“. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann útreikninga sérfræðinga á Haf- rannsóknastofnuninni. Þeir útreikn- ingar snúast reyndar um framleiðni þörunga og slíkur samanburður segir ekkert um samspil dýra ofar í fæðu- keðjunni en eins og flestum ætti að vera kunnugt eru hvalir ekki græn- metisætur. Með slíkum rökum mætti allt eins halda því fram að fiskveiðar hafi engin áhrif á fiskistofnana og all- ar takmarkanir því óþarfar, en ekki trúi ég að Ásbjörn haldi slíku fram. Ábyrg veiðistjórnun og CITES-listinn Ásbjörn vitnar til þess að hvalir séu á lista CITES yfir tegundir í út- rýmingarhættu og þess vegna sé óá- byrgt að stunda hvalveiðar þótt lög- legt sé, því Íslendingar hafi gert fyrirvara við alla hvalastofna (sem reyndar er ekki rétt). Í þessu felst að Hafrannsóknastofnunin mæli með veiðum sem leitt geti til útrýmingar hrefnu og langreyðar. Það er auðvit- að víðs fjarri raunveruleikanum eins og hverjum manni er ljóst sem kynnt hefur sér rannsóknir á hvalastofnum hér við land. Staðreyndin er sú, að öf- ugt við aðra hópa dýra og plantna, eru hvalir flokkaðir á CITES- listanum á pólitískum forsendum en ekki vísindalegum, þ.e. með beinni skírskotun til hvalveiðibanns Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Samkvæmt síðustu talningum eru um 44 þúsund (95% öryggismörk 30–63 þús.) hrefn- ur og um 24 þúsund (95% örygg- ismörk 18–32 þús.) langreyðar hér við land. Að mati Hafrannsóknastofn- unarinnar eru veiðar á 150 lang- reyðum og 400 hrefnum á ári innan marka sjálfbærni. Mér er ekki kunn- ugt um neina líffræðinga sem gætu fallist á að veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum séu ekki sjálfbærar í líf- fræðilegum skilningi. Sjálfbærar veiðar og söguleg tíðindi Gísli Arnór Víkingsson gerir athugasemdir við grein for- manns Hvalaskoðunarsamtaka Íslands »Reynslan af hval-veiðum síðustu fjög- urra ára hefur með óyggjandi hætti sýnt að hrakspár um vænt- anlegan skaða af þeim völdum hafa ekki verið á rökum reistar. Gísli Arnór Víkingsson Höfundur er hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni. smáauglýsingar mbl.is Laugavegur 63 • S: 551 4422 Gæðakápur Pelskápur Pelsjakkar Hettukápur Kasmír-cape Loðhúfur Höfuðbönd Sjöl Ekta skinn Veittu vellíðan – gefðu gjafakort í NordicaSpa Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf. Við bjóðum upp á fyrsta flokks snyrtimeðferðir fyrir andlit og líkama og ýmsar tegundir af nuddi. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð, í tiltekna meðferð og ýmsa spa pakka. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í heilsuræktina – meðlimakort, einkaþjálfun eða námskeið. Við aðstoðum þig við að finna réttu gjöfina handa þeim sem þú vilt gleðja. Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er Nordica Spa heimur út af fyrir sig. Opnunartímar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.