Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 71 menning Fréttir á SMS FUTURE Future er hressandi rokkhljómsveit sem spilar metn- aðargjarna tónlist sem er líka skemmtileg. Ýmis áhrif er að greina og þá sérstaklega seiðandi harðkjarna undir frekar fáguðu yfirborði nýstárlegrar rokk- tónlistar. Umslag geisladisksins er ótrú- legt. Á því (og reyndar í meðfylgj- andi bæklingi líka) er mjög graf- ísk mynd af innyflum. Ég verð að segja að þetta er eitt af því ógeðs- legasta sem ég hef séð á sama tíma og það er glæsilega unnið. Mjög áhrifaríkt. En þetta er engin myndlist- argagnrýni og því vil ég minnast aðeins á framsetningu tónlistar Future Future. Mér finnst það alltaf athyglisvert þegar ráðist er í gerð alvarlegra rokkplatna. Það krefst mikils kjarks vegna þess að það er mjög erfitt að gera það vel. Hættan á tilgerð er mikil. Stund- um tekst Future Future að leysa verkefnið vel en stundum fara þeir alveg yfir strikið og verða svolítið klisjukenndir. Málið er að það virðist samt sem áður vera mark- miðið. Það er eins og Insight sé tilraun til þess að gera frekar staðlaða rokkplötu en að leika sér innan þeirra viðja og athuga hversu mikið sé hægt að teygja formið. Hljómur plötunnar er furðu kunnuglegur á köflum, mér fannst ég kannast við mörg gítarriff og skiptingar. Söngurinn er þræl- merkilegur. Hann er allt á milli stórkostlegs og ægilegs. Stundum er hann svo vondur að hann hrein- lega eyðileggur lögin en við önnur tækifæri er hann hrikalega flottur og rennur vel saman við tónlistina. Málið er þetta: Í þeim lögum og/eða bútum úr þeim sem Future Future tekst að láta dæmið ganga upp eru þeir þrælfínir. Sér- staklega þegar þeir missa sig í harðkjarnann. Þegar þeim tekst það ekki verður tónlistin krað- aksleg og þvæld. Engu að síður ágætisplata sem þjónar sínum stíl ágætlega. Geisladiskur Future Future – Insight  Helga Þórey Jónsdóttir Sérstakir „Söngurinn er þrælmerkilegur. Hann er allt á milli stórkostlegs og ægilegs.“ Geislaplata Future Future nefnd Insight. Í FutureFuture eru Eiður Steindórsson, Sigurður Oddsson, Brynjar Konráðsson Árni Hjörvar Árnason og Arnar Ingi Við- arsson. Tónlistin er eftir þá sjálfa. Hljóð- ritað af Didda og Eiði Steindórssyni. Upptökustjórn var í höndum Didda og Eiðs Steindórssonar. Upptökur fóru f ram í Hljóðrita og Egginu. Diddi sá um tónjöfnun en hún fór fram í Rauða torginu. Future Future gefa sjálfir út. 12 Tónar sjá um dreifingu. Þveginn harðkjarni TÓNLIST Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Harðar - fisléttar - sterkar Léttustu ferðatöskurnar! ® 75x57x34 4kg kr. 17.900 62x47x28 3,2kg kr. 15.500 53x37x23 2,4kg kr. 8.500 5 ára ábyrgð! Um allan heim bíða lesend- ur í ofvæni eftir hverri nýrri bók metsöluhöfundarins Mary Higgins Clark. Sem fyrr fer þessi vinsæli höfundur á kostum og má fullyrða að nýja bókin hennar „Heima er engu öðru líkt“ gefur fyrri bókum hennar ekkert eftir. Alþjóðlegur metsöluhöfundur: Mörkinni 1 • Sími 588 24 00 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Vinsælustu gjafakortin Opið í dag frá kl. 12-18 Dansk julegudstjeneste holdes i domkirken, søndag den 24. december 2006 kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavik. Dönsk jólaguðsþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni á aðfangadag, 24. desember kl. 15.00. Prestur verður séra Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.