Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. Eragon kl. 3.40, 5.50, 8 og 10:10 B.i. 10 ára The Holiday kl. 5.40 og 8 Saw 3 kl. 10.30 B.i. 16 ára Casino royale (Síðasta sýning) kl. 3 B.i. 14 ára Deck the halls kl. 1.40 (450kr.) Hnotubtjóturinn og músak. kl. 1.30 (450kr.) Eragon kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 10 ára Eragon LÚXUS kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 The Holiday kl. 8 og 10:45 Casino Royale kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 14 ára Borat kl. 10.10 B.i. 12 ára Hátíð í bæ / Deck the halls kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8 Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 1.30 og 3.20 Mýrin kl. 5.40 B.i. 12 ára Skógarstríð m.ísl.tali kl. 1.50 og 3.40 JÓLAMYNDIN Í ÁR Cameron Diaz Kate Winslet Frábær rómantísk gamanmynd frá Nancy Meyers leikstjóra What Women Want og Something´s Gotta Give. Jude Law Jack Black - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM Þegar myrkrið skellur á...hefst ævintýrið! Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók JÓLAMYNDIN 2006 47.000 MANNS Sími - 564 0000Sími - 462 3500 staðurstund Komið er að síðasta upplestrinum að sinni í stofunni á Gljúfrasteini í dag, sunnudag, kl. 16. Sem fyrr er að- gangur ókeypis og allir velkomnir. Dagskráin er sérlega fjölbreytt í þetta skiptið og samanstendur af skáldsögu, ljóðabókum og ævisög- um. Bragi Ólafsson les úr skáldsög- unni Sendiherrann, Kristín Ómars- dóttir úr ljóðabókinni Jólaljóð, Ingunn Snædal úr ljóðabókinni Guðlausir menn – hugleiðing um jökulvatn og ást, Sigríður Dúna Kristmundsóttir les úr ævisögu Ólafíu Jóhannsdóttur og Þórunn Valdimarsdóttir les úr ævi- sögu Matthíasar Jochumssonar, Upp á Sigurhæðir. Af þessum fimm bókum eru þrjár tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, en Sendiherrann og Guðlausir menn eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta og Upp á Sig- urhæðir í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gljúfrasteinn er kominn í hátíðarbúning, búið er að dekka borðstofu- borðið að hætti Auðar Laxness og litla dúkkuhúsið er komið á sinn stað í borðstofunni. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Bækur Fjölbreytt upplestrar- dagskrá á Gljúfrasteini Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Café Rosenberg | Erik Qvick og Jazz- sendiboðarnir sunnudag kl. 22. Snorri Sig- urðarson, trompet, Ólafur Jónsson, ten- órsax, Agnar Már Magnússon, píanó, Þor- grímur Jónsson, bassi, Erik Qvick, trommur. Erik Qvick tekur ofan hattinn fyrir goðsögninni Art Blakey ásamt vaskri sveit. Vinsælustu lög Blakey. Fríkirkjan í Reykjavík | Jólaljós – Styrkt- artónleikar: Tónleikar kirkjukórs Lágafells- sóknar í Mosfellsbæ verða haldnir í Frí- kirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20. desember kl. 20. Tónleikarnir eru til styrktar Grétu Rósný Jónsdóttur í Innri- Njarðvík og þremur dætrum hennar. Þeir sem koma fram eru: Diddú, Jóhann Frið- geir, Bergþór Pálsson, Margrét Eir, Mar- grét Árnadóttir, Ívar Helgason, Hanna Björk, Björg Birgisdóttir, Anna Sigga, Hjör- leifur Valsson, Egill Ólafsson, Eva Harð- ardóttir, Sigrún Harðardóttir, Sveinn Birg- isson og margir fleiri. Grafarvogskirkja | Jólatónleikar Breiðfirð- ingakórsins sunnudaginn 17. desember kl. 20. Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng með kórnum. Kórstjóri er Hrönn Helgadóttir og undirleikari Peter Máté. Miðaverð 2.000 kr., en í forsölu hjá kórfélögum á 1.500 kr., frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Norræna húsið | „Það besta við jólin“. Í dag 17. desember verða jólatónleikar 15:15-hópsins haldnir í Norræna húsinu kl. 15.15. Þórunn Guðmundsdóttir og fleiri flytja jólalög Þórunnar. Aðgangseyrir 1.500/750 kr. Seltjarnarneskirkja | Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Olivers Kentish og Pavels Manásek heldur tónleika í dag kl. 17. Fluttur verður konsert fyrir tvær fiðlur eftir Bach og verk eftir Wagner og Ibert. Þá syngur Kór Seltjarnarneskirkju jólalög. Einleikarar eru Guðný Guðmunds- dóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir. Myndlist Anima gallerí | Bjarni Sigurbjörnsson, Jón Óskar og Kristinn Már. Til 23. desember. Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd- listarmaður sýnir teikningar og myndband á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Til áramóta. Nánar á www.artotek.is Bananananas | Hye Joung Park sýnir verkið Einskismannsland í Bananananas um helgina, opið verður frá kl. 16–18, laug- ardaga og sunnudaga til og með 23. des- ember. Bananananas er á horni Laugaveg- ar og Barónsstígs, gengið inn um gula hurð Barónsstígsmegin ofan við Lauga- veg. Café 17 (verlsunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er æv- intýri út af fyrir sig. Álfar og litir eru ein- kenni mynda Mæju. Allir velkomnir. Café Mílanó | Ingvar Þorvaldsson er með málverkasýningu. Sýnd eru 10 ný olíu- málverk. Sýningin stendur til áramóta. DaLí gallerí | Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir með sýningu á grafíkverkum sín- um til 17. desember. Opið föstudaga og laugardaga kl. 14–18. Gallerí – Skálinn | Gallerí – Skálinn, Seyð- isfirði. Garðar Eymundsson og Rúnar Loft- ur sýna teikningar, pastelmyndir, vatns- litamyndir og olíumyndir. Opið eftir hádegi alla daga til jóla. Gallerí Stígur | Ingunn Jensdóttir sýnir vatnslitamyndir í Gallerí Stíg, Skólavörðu- stig 22, Reykjavík. Galleríið verður opið frá 11–22. Gallery Turpentine | Jólasýning Gallery Turpentine „… eitthvað fallegt“ er samsýn- ing með listamönnum gallerísins auk gesta. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson. Sýningin stendur til 18. des. Opn- unartími er sem hér segir: þri.–fös. kl. 12– 18, laug. kl. 12–16. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1.000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og gaman sem starf- ræktar voru sumrin 1988–2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safninu til lengri eða skemmri tíma. Sýn- ingin stendur til 21. janúar. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti 8 ára skóla- börnum í samstarfi við Borgarbókasafnið. Hugarheimar – Guðrún Bergsdóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og forma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tjáningu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Samsýning 20 fé- lagsmanna í íslenskri grafík. Opið fimmtu- daga–sunnudaga frá kl. 14–18. Grafíksafn Íslands – salur Íslenskrar grafíkur er í Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin er sölusýning og stendur til 23. desember. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“ og kem- ur út nú fyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg hefur fengið sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannsfólksins. Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, sýnir í Sverr- issal og Apóteki. Á sýningunni verða stein- leirsmyndir og verk unnin á pappír með akríl, olíukrít, pastel og bleki. Hafnarfjörður | Ólöf Björg, Svava og Alice verða með opna vinnustofu á horni Brekkugötu og Lækjargötu. Þær hafa stundað nám við Listaháskóla Íslands og á Akureyri, á Spáni og S-Kóreu. Allir vel- komnir í notalegheit, fallega myndlist og veitingar sem gefa yl í takt við stemningu jólanna. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista, Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Kaffi Sólon | Elena Fitts sýnir málverk á Sólon. Verkin eru unnin með olíu á striga. Elena fæddist 1984 í Úkraínu, byrjaði að teikna mjög ung. Hún flutti til Íslands 1999 og ári síðar hóf hún að nota olíuliti. Til 5. janúar. Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í des- ember og janúar. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946– 2000). Sýningarlok 17. desember. Opið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Íslands | Frelsun litarins/Regard Fauve, sýning á frönskum expressjónisma í upphafi 20. aldar. Sýningin kemur frá Mu- sée des beaux-arts í Bordeaux í Frakk- landi, 52 verk eftir 13 listamenn. Sýning á verkum Jóns Stefánssonar í sal 2. Opið 11– 17 alla daga, lokað mánudaga. Ókeypis að- gangur. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn- ingunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu röð innan hins alþjóðlega myndlistarvett- vangs. Sýningin hefur farið víða um heim, m.a. til New York og Lundúna. Listasetur Lafleur | Sölusýning stendur nú yfir í Listasetri Lafleur á myndverkum Benedikts S. Lafleur. Benedikt sýnir þar myndaskúlptúra sína og glerlistaverk. Myndaskúlptúrarnir eru nýjung í myndlist þar sem þau sameina listform á frumlegan hátt. Gestir geta notið bókakaffis Lafleur- útgáfunnar og slakað á í jógarými. Til 23. des. Norræna húsið | Sýningin Exercise in To- uching, Æfing í að snerta, er opin alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýnd eru verk Borgny Svalastog sem eru unnin í ýmsa tækni. Sýningin stendur til 17. desember. Ófeigur listhús | Skólavörðustig 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýningin stendur til áramóta og er opin á versl- unartíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir „Fram- köllun“ í Skaftfelli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnuteikningar; „ég missti næstum vitið“ á Vesturveggnum. www.skaftfell.is Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Text- ílvinnustofa Katrínar og Stefáns, Hlaðbæ 9, Reykjavík, verður opin um helgina. Unn- ið er með vaxteikningu (batik) sem er út- fært í myndverkum með þjóðlegu ívafi og fatnað. Það nýjasta frá vinnustofunni eru borðdúkar í ýmsum stærðum og vesti úr ull og silki sem þæft er saman. Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóðminjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingi- mundar og Kristjáns Magnússona. Mynd- irnar fanga anda jólanna á sjöunda ára- tugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekk- ir þar vafalaust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Mynd- irnar tók hann við störf og ferðalög á tímabilinu 1946–60. Þær eru eins og tíma- sneið frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóð- arinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handaverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni út- saumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fortíðarinnar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð, sýningin „… hér er hlið himinsins“ sem Borgarskjalasafn Reykja- víkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Að- gangur ókeypis, allir velkomnir. Til 7. jan. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.