Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 16

Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MYNDIR af sex plötual- búmum Bítlanna prýða frímerki sem verða gefin út í Bretlandi eftir ára- mót og verður þetta í fyrsta sinn sem þessi frægasta popphljóm- sveit heims birtist á frí- merkjum. Bítlarnir hafa verið í sviðsljósinu vítt og breitt um heiminn í meira en fjóra áratugi, þó hljómsveitin hafi leyst upp 1970. Síðsumars völdu Bretar Bítlaplötuna Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band uppáhalds plötuna sína í könnun á vegum breska ríkisútvarpsins, BBC, í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá því byrjað var að birta opinbera vinsældalista í landinu. Fyrir rúm- um mánuði kom nýjasta Bítlaplatan, Love, út í Bretlandi, en um er að ræða tilrauna- kenndar endurhljóðblandanir tuttugu og sex kunnra Bítlalaga. Maðurinn á bak við plötuna er George Martin, oft kallaður „fimmti bítillinn“ en Bítlana skipuðu John Lennon, sem var myrtur 1980, George Harrison, sem dó úr krabbameini 2001, Ringo Starr og Paul McCartney. Bítlarnir loks á frímerki Abbey Road Plötu- albúmið á frímerki. Myndir af sex plötual- búmum prýða merkin TILRAUNIR með nýja tegund af megr- unarpillum benda til þess að hún gefist betur en vísindamenn höfðu gert sér vonir um og frekari tilraunir eru fyrirhugaðar, að því er fram kom í frétt breska dag- blaðsins The Daily Telegraph í gær. Pillan nefnist excalia og er tekin dag- lega. Blaðið segir að pillan hafi hjálpað fólki að léttast um 12% af líkamsþyngd sinni á tæpu ári. Pillan hefur þau áhrif að fólki finnst það verða mett fyrr en ella og hún hraðar jafn- framt efnaskiptum. Hún kemur þannig í veg fyrir að líkaminn bregðist við megr- uninni með því að hægja á efnaskiptunum, að sögn The Daily Telegraph. Í pillunni eru tvö lyf. Annað þeirra hef- ur verið notað við flogaveiki og hitt hefur verið notað til að draga úr löngun í nikó- tín. Í tilraunum í Bandaríkjunum léttust þátttakendurnir um 9,2% af líkamsþyngd sinni að meðaltali á 24 vikum en þeir sem fengu gervilyf urðu 0,4% léttari. Þátttak- endurnir losnuðu alls við um 12% af þyngd sinni á 48 vikum. Megrunarpilla reynist vel ♦♦♦ BJÖRGUNARHUNDUR stekkur í gegnum gjörð á æfingu slökkviliðs í Peking í gær. Hundar slökkviliðsins í kínversku höfuðborg- inni voru meðal annars æfðir í því að stökkva í gegnum eld og að bjarga fólki úr logandi byggingum. Reuters Hundakúnstir á slökkviliðsæfingu í Kína Mogadishu. AP, AFP. | Hersveitir bráðabirgðastjórnar Sómalíu og eþíópískir hermenn réðust í gær inn í Mogadishu, höfuðborg lands- ins, án þess að mæta mótspyrnu, að sögn forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar, Mohameds Alis Gedis. Nokkrum klukkustund- um áður höfðu leiðtogar hreyfing- ar, sem hafði reynt að stofna ísl- amskt ríki í Sómalíu, hörfað frá borginni. Hreyfingin segist ætla að halda áfram baráttunni gegn bráðabirgðastjórninni í sunnan- verðu landinu. „Við erum komnir til Mogad- ishu,“ sagði Gedi eftir að hafa rætt við leiðtoga ættflokka um samstarf við að koma bráðabirgðastjórninni til valda í höfuðborginni án blóðs- úthellinga. Tugir ættflokkaleið- toga frá Mogadishu tóku á móti Gedi í nálægum bæ, Afgoye, ásamt hundruðum eþíópískra og sóm- alskra hermanna sem hafa barist gegn hreyfingu íslamista í rúma viku. Rán og gripdeildir Vopnaðir menn rændu og rupl- uðu í Mogadishu eftir að liðsmenn íslömsku hreyfingarinnar hörfuðu úr borginni. Hleypt var af byssum víða í borginni og hermt er að fjórir borgarbúar hafi beðið bana. Forsætisráðherra Eþíópíu, Mel- es Zenawi, hét fullnaðarsigri yfir hreyfingu íslamistanna og kvaðst vona að átökunum lyki „á næstu dögum eða vikum“. „Við erum að ræða leiðir til að tryggja að glund- roði taki ekki við í Mogadishu,“ sagði forsætisráðherrann. „Við ætlum ekki að láta Mogadishu brenna.“ Einn af forystumönnum ísl- ömsku hreyfingarinnar, Abdir- ahman Janaqow, kvaðst hafa fyr- irskipað liðsmönnum hennar að hörfa frá Mogadishu til að afstýra blóðsúthellingum í borginni. Sóm- ali, sem sagði skilið við íslömsku hreyfinguna í gær, sagði að aðeins hörðustu stuðningsmenn hennar hygðust halda baráttunni áfram gegn bráðabirgðastjórninni. Hann taldi þá vera um 3.000 og sagði þá ætla að safnast saman í hafnar- borginni Kismayo, sunnan við Mo- gadishu. Íslamska hreyfingin náði Kismayo á sitt vald í september og segist ekki ætla að fara þaðan án mótspyrnu. Hersveitir stjórnarinnar komnar til Mogadishu Íslamistar flúðu frá sómölsku höfuðborginni án þess að veita mótspyrnu Í HNOTSKURN » Líklegt er að ætt-flokkaleiðtogar í Mogad- ishu ráði úrslitum um hvort hægt verði að afstýra glund- roða í höfuðborginni. » Ættflokkarnir steyptueinræðisherranum Mohamed Siad Barre af stóli 1991 en hófu síðan blóðuga valdabaráttu. Íslamistar komu á friði í Mogadishu og óttast er að ættflokkarnir berist aftur á banaspjót og hafni bráðabirgðastjórninni. Jerúsalem. AP, AFP. | Stjórnvöld í Egyptalandi hafa sent örygg- issveitum Mahmouds Abbas, for- seta Palestínumanna, miklar birgðir af byssum og skotfærum með sam- þykki Ísraelsstjórnar, að sögn ísr- aelskra embættismanna í gær. Með þessu eru Egyptar og Ísraelar sagðir vilja sýna stuðning sinn við Abbas og tilraunir hans til að hefja friðarviðræður við Ísraelsstjórn. Embættismenn í Jerúsalem sögðu að stjórn Ísraels hefði sam- þykkt að Egyptar sendu örygg- issveitum Abbas 2.000 sjálfvirka riffla, 20.000 skothylki og tvær milljónir byssukúlna. Embætt- ismennirnir vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að stjórnvöld í Ísrael, Egyptalandi og á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna höfðu ekki staðfest fréttina. Abbas hefur átt í harðvítugri valdabaráttu við Hamas-hreyf- inguna og lengi reynt að efla örygg- issveitir sínar. Ísraelsstjórn færðist í fyrstu undan því að samþykkja vopnasendinguna þar sem hún hafði áhyggjur af því að vopnin kynnu að verða notuð gegn Ísraelum. Afstaða Ísraelsstjórnar virðist hafa breyst vegna vinsamlegra viðræðna Abbas við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, auk þess sem henni er í mun að Abbas hafi betur í valdabar- áttunni við Hamas. Samdi við Olmert Ísraelska dagblaðið Haaretz sagði að Olmert og Abbas hefðu samið um vopnasendinguna á fyrsta fundi sínum í Jerúsalem á laug- ardaginn var. Hamas og Fatah-hreyfing Abbas hafa tekist á um völdin frá því að Hamas sigraði í þingkosningum í janúar. Sautján manns hafa beðið bana og tugir manna særst í átök- um milli öryggissveita Abbas og vopnaðra liðsmanna Hamas eftir 16. desember þegar palestínski forset- inn boðaði til kosninga eftir árang- urslausar tilraunir til að mynda samsteypustjórn með Hamas. Egyptar senda liði Abbas vopn Ísraelar sagðir hafa samþykkt vopnasendinguna til að efla öryggissveitir Abbas AP Brugðið á leik Liðsmenn öryggissveita Mahmouds Abbas í snjókasti fyrir utan höfuðstöðvar palestínska forsetans í Ramallah á Vesturbakkanum. Manila. AFP. | Talið er að yfir 3.000 manns hafi látið lífið í náttúruham- förum á Filippseyjum á árinu, að sögn þarlendra yfirvalda í gær. Fjórir fellibyljir á síðustu þremur mánuðum ársins og nokkrar aur- skriður kostuðu að minnsta kosti 1.312 manns lífið og 1.859 til viðbótar eru taldir af, að sögn almannavarna- stofnunar Filippseyja. Talið er að 2.050 manns hafi farist í fellibyljunum fjórum og aurskrið- um sem fylgdu þeim í október til des- ember. Ennfremur er talið að 1.122 hafi látið lífið í aurskriðu sem féll á bæinn Guinsaugon á eyjunni Leyte eftir monsúnrigningar í febrúar. Áætlað er að efnahagslega tjónið af völdum fellibyljanna og skriðufall- anna nemi rúmum 20 milljörðum pesosa, sem samsvarar rúmum 30 milljörðum króna. Yfir 3.000 fórust í hamförum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.