Morgunblaðið - 29.12.2006, Síða 41
✝ Samúel Ólafs-son fæddist í
Grunnavíkurhreppi
29. ágúst 1928.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 20.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur
Matthías Sam-
úelsson frá Skjalda-
bjarnarvík á
Ströndum, f. 1890,
d. 1960 og Guð-
mundína Ein-
arsdóttir frá Dynj-
anda í Grunnavíkurhreppi, f.
1901, d. 1987. Systkini Samúels í
aldursröð eru: Guðný, f. 1919, d.
1969, Kristín Bjarney, f. 1922, d.
1998, Inga Hanna, f. 1923, d. 2005,
Hallgrímur, f. 1924, Magna, f.
1926, d. 1997, Einar Jakob, f.
1928, d. 1929, Einar Bæring, f.
1930, d. 1965 og Kristján Hergeir
Bjarni, f. 1941.
Samúel kvæntist hinn 10. apríl
1955 S. Fjólu Sigurðardóttur, f. á
Skagaströnd 8. ágúst 1926. For-
eldrar hennar voru Sigurður
Þorsteinsson sem er í sambúð með
Bertu Ellertsdóttur, sonur þeirra
er Ellert Kári. Fyrir átti Árni þrjú
börn.
Samúel ólst upp til 14 ára ald-
urs í Furufirði á Ströndum, þá
flutti fjölskyldan á Ísafjörð. Þar
var hann á sjó jafnframt því sem
hann lauk vélstjóranámi. Hann
flutti til Reykjavíkur þar sem
hann keyrði m.a. leigubíl á
Hreyfli og stundaði líka sjó-
mennsku. Samúel og Fjóla hófu
búskap á Akranesi árið 1951 og
bjuggu lengst af á Esjubraut 22. Á
þeim tíma var Samúel mest á sjó,
bæði á fiskiskipum frá Haraldi
Böðvarssyni en líka á milli-
landaskipum. Hann vann einnig
sem vélstjóri í frystihúsi Haraldar
Böðvarssonar um nokkurra ára
skeið. Um tíma gerði Samúel út
sendiferðabíla en árið 1979 hóf
hann störf hjá íslenska járnblendi-
félaginu á Grundartanga og vann
þar til starfsloka. Árið 1982 fluttu
þau Samúel og Fjóla að bænum
Tungu í Hvalfjarðarsveit þar sem
þau hafa búið síðan. Síðustu fimm
mánuðina hafa þau hjónin dvalið
á E-deild Sjúkrahúss Akraness.
Útför Samúels verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Finnbogason Júl-
íusson, f. 1888, d.
1980 og Guðbjörg
Guðjónsdóttir, f.
1892, d. 1965. Börn
Samúels og Fjólu
eru: 1) Sigurður Kári
f. 17. júlí 1951, d. 28.
mars 1974. Dóttir
hans og Sigríðar
Jónsdóttur er Berg-
þóra, gift Róberti
Reynissyni og eiga
þau tvær dætur; Sig-
ríði Birnu og Hall-
dóru. 2) Linda Guð-
björg, f. 29. júní 1956, gift Guðna
Þórðarsyni og eiga þau sex börn;
a) Fjóla Lind, dóttir hennar er
Ester Þóra, b) Sigurður Kári, son-
ur hans er Enrique, c) Þórður, í
sambúð með Ernu Gylfadóttur,
dóttir þeirra er Evlalía Lind, d)
Guðný Kristín, í sambúð með
Brynjari Ottesen, sonur þeirra er
Arnfinnur Guðni, e) Guðbjörg Rós
f) Linda Björg. 3) Ólöf Húnfjörð, f.
7. október 1961, gift Árna Að-
alsteinssyni, sonur þeirra er J.
Aðalsteinn. Fyrir átti Ólöf Samúel
Elsku pabbi.
Þá er enn einn Hornstrendingur-
inn fallinn frá. Þeim fer óðum fækk-
andi sem upplifðu og muna þá oft á
tíðum hörðu lífsbaráttu sem háð var í
afskekktum og harðbýlum sveitum
þessa lands. Þú varst alla tíð mjög
duglegur við að segja okkur frá lífinu
fyrir vestan og varst stoltur af upp-
runanum. Ég er afskaplega þakklát
fyrir að hafa komist með þér tvisvar
sinnum norður í Furufjörð og það á
hestum. Þetta voru nokkurs konar
pílagrímsferðir í þínum huga, að
komast á æskustöðvarnar og geta
sýnt okkur þær. Sömuleiðis kenndir
þú okkur að meta og virða landið
okkar og njóta þess að ferðast og
kanna ókunnar slóðir. Þú varst líka
duglegur við að kynna okkur matar-
venjur og siði ykkar fyrir vestan sem
mörgum í dag myndi nú sennilega
þykja æði skringilegar, eins og að
borða selspik o.fl.
Minningarnar hrannast upp þegar
sest er niður og litið yfir farinn veg
en einhvern veginn eru þær flestar
tengdar hestum og ferðalögum af
ýmsu tagi (þessi ferðalög voru oftast
á hestum, með hesta eða til að skoða
hesta). Þú varst mikill hestamaður í
bókstaflegri merkingu orðsins, hafð-
ir gott auga fyrir gæðingsefnum,
hugsaðir afskaplega vel um þá, fórst
alltaf vel að þeim og fyrir bragðið
náðir því besta út úr þeim. Þú starf-
aðir líka mikið á vettvangi hesta-
mennskunnar, varst virkur félagi í
hestamannafélaginu Dreyra, sast
þar í ýmsum nefndum og stjórn og
varst meðal annars formaður fé-
lagins um tíma. Þú varst líka dómari
á mörgum hestamannamótum um
allt land. Alls staðar vel liðinn og
þokkaður.
Mér er ofarlega í huga þolinmæði
þín og seigla, við kölluðum það
stundum í gamni vestfirsku þrjósk-
una, þú gafst aldrei upp við neitt
verkefni, sama hversu snúið það gat
virst í fyrstu. Allt virtist leika í
höndum þér, þú smíðaðir það sem
þurfti að smíða, bjóst til beisli og
fleira úr leðri, tamdir hesta og gerð-
ir einhvern veginn allt. Það var líka
gaman að heyra þig spila á harm-
onikkuna þína, þá varst þú í essinu
þínu.
Fyrir mér varst þú klettur, ein-
hver sem ég gat alltaf leitað til og tal-
að við enda áttum við oft góðar
stundir saman.
Ég gæti eflaust skrifað heila bók
en einhvers staðar verð ég að láta
staðar numið.
Ástarkveðjur, elsku pabbi, fyrir að
hafa verið til, þú varst góður faðir og
vinur.
Það er ákaflega erfitt að kveðja en
þetta er víst lífsins gangur.
Mig langar fyrir þína hönd að
þakka starfsfólki E-deildar sjúkra-
húss Akraness fyrir frábæra umönn-
un á meðan þú dvaldir þar.
Farðu í friði pabbi, þín
Ólöf, Árni og
Aðalsteinn.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku afi minn, þá er hún víst kom-
in kveðjustundin. Ég er búinn að
hugsa mikið til þín undanfarna daga,
bæði um allar stundirnar sem við
eyddum saman við leik og störf í
sveitinni sem og allar sögurnar sem
þú sagðir mér og þá sérstaklega sög-
urnar úr Furufirði. Það er leitun að
öðrum eins sögumanni og þér og þar
sem ég sit hér og rita þessi fátæklegu
orð, sé ég þig fyrir mér, hvernig þú
lifðir þig inn í sögurnar sem allflestar
vöktu mikla kátínu viðstaddra. Ég er
heppinn að hafa fengið að kynnast og
alast upp hjá þér og ömmu í sveitinni,
afi minn, og fyrir alla þá ást og hlýju
sem þið hafið veitt mér get ég seint
fullþakkað ykkur. Mér verður hugs-
að til þess hversu góður og þolinmóð-
ur þú varst við alla sem þú umgekkst,
bæði menn og dýr. Það er ég viss um
að ef allir kæmu jafn vel fram við
náungann og þú gerðir, þá væri
heimurinn betri staður. Eitt sinn
verða allir menn að deyja, söng Vil-
hjálmur og það á víst við um okkur
öll, hvort sem okkur líkar betur eða
verr. Ég veit að þér hefur verið tekið
höfðinglega hinum megin, sennilega
hafa þeir beðið þín, Glæsir og Grási,
og flutt þig á tölti í Furufjörðinn. Það
er sárt að kveðja en að lokum vil ég
þakka þér fyrir allt. Ég mun aldrei
gleyma þér, elsku afi minn.
Þú, sem eldinn átt í hjarta,
yljar, lýsir, þó þú deyir.
Vald þitt eykst og vonir skarta,
verk þín tala, þótt þú þegir.
Alltaf sjá menn bjarmann bjarta
blika gegnum húmsins tjöld.
(Davíð Stefánsson)
Samúel.
Farinn er á vit feðra sinna, Samúel
Ólafsson, eða Sammi í Tungu eins og
hann var kallaður í seinni tíð.
Samúel var fæddur og uppalinn í
Furufirði á Hornströndum en kom
ungur á Akranes til sjós, var hann
skipverji með frænda mínum Begga
frá Ísafirði. Beggi var maður Jönu
frænku Samúels.
Á fyrstu árum Samúels á Skagan-
um varð hann heimilisvinur foreldra
minna sem hélst alla tíð síðan, sú vin-
átta var ávallt djúpstæð og góð hjá
Samma blessuðum.
Samúel stundaði sjómennsku í
mörg ár, síðan kom hann í land og
stundaði störf tengd útgerð.
En kynni okkar Samma hófust á
sjöunda áratuginum þegar Sammi
starfaði við sendibílaakstur hér á
Skaga í mörg ár. Þá var verið að
byggja sjúkrahús Akraness, nýbygg-
inguna. Þar kom Sammi mjög við
sögu, flutti mikið á sínum sendibíl í
bygginguna og tók oft til hendinni
enda duglegur karl þar á ferð. Hann
stóð ekki álengdar og beið eftir að
bíllinn væri lestaður eða tæmdur
heldur tók fullan þátt með okkur
starfsmönnunum.
Svo þróaðist vinátta okkar í gegn-
um hestamennskuna hér á Skaga og
því félagslífi sem því fylgdi enda þau
hjón, Sammi og Fjóla, miklir og góðir
félagsmenn í hestamannafélaginu
Dreyra.
Sammi var oft fulltrúi Dreyra á
landssambandsþingum hestamanna
víðsvegar um landið og var hann þar
góður fulltrúi félagsins.
Samúel og Fjóla voru samrýnd
hjón, áhugamálin þau sömu, þau voru
með hesthús í Kalmansvík, síðar
byggðu þau sér hesthús í Æðarodda
og voru þau þar í nokkur ár áður en
þau keyptu og fluttu að Tungu í
Svínadal. Þar voru Sammi og Fjóla á
heimavelli eins og sagt er, því þau
hjón voru miklir útivistar- og nátt-
úruunnendur. Í Tungu voru þau
komin í nána snertingu við náttúr-
una, það líkaði þeim best þó oft hafi
verið mikið að gera „venur“, eins og
Sammi blessaður var vanur að segja.
Gott var að koma til þeirra hjóna,
hvort heldur var á Esjubrautina þar
sem þau bjuggu lengi eða í Tungu,
alltaf var vel tekið á móti öllum. Þau
hjón ferðuðust mikið, einnig á hest-
um, og eigum við hjónin margar góð-
ar minningar úr slíkum ferðum, bæði
á hestamannamótum og úti í nátt-
úrunni til fjalla og dala.
Frásagnahæfileikar Samúels voru
miklir, sagði hann vel frá og var oft
gaman að heyra frásögn hans, hvort
sem var af Hornströndum, sjónum,
hestamennsku eða daglegu amstri.
Það væri hægt að skrifa endalaust
um margar góðar stundir með þeim
hjónum í Tungu en látum þetta gott
að sinni.
Þökkum Samma fyrir allt og allt.
Við hjónin vottum Fjólu og ætt-
ingjum hennar okkar dýpstu samúð.
Ómar, Anna og fjölskylda.
Nú er Samúel föðurbróður minn
farinn á annan stað. Stórt skarð er
komið í líf okkar í fjölskyldunni sem
aldrei verður fyllt. Þegar ég sest nið-
ur til að setja á blað hinstu kveðju
mína er mér efst í huga þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa Samma sem
frænda minn sem alltaf var gott að
leita til.
Gleði, dugnaður og húmor var ein-
kenni Samma.
Sem krakki fannst mér alltaf vera
ævintýraljómi yfir Samma frænda.
Það var gaman að hlusta á sögurnar
hjá frænda.
Minnisstætt er mér síðasta kvöldið
sem ég átti með Samma og Fjólu fyr-
ir um ári síðan, ég átti leið um Svína-
dalinn og hugsaði með mér að það
væri ekki hægt að fara fram hjá
Tungu nema koma við hjá Samma og
Fjólu. Það var mikið hlegið í eldhús-
inu í Tungu. Fyrir þessa minningu er
ég ævinlega þakklátur.
Gleði og hlátur hefur mér alltaf
fundist vera einkenni hjá Samma og
Fjólu.
Ég þakka samfylgdina við Samúel
frænda minn og sendi Fjólu, Lindu,
Ólöfu og börnum mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Einnig vil ég votta Kristjáni og
Hallgrími, frændum mínum, mína
dýpstu samúð, en þeir eru tveir einir
eftir af hinum samhenta systkina-
hópi frá Furufirði á Ströndum.
Sigurður H. Einarsson.
Samúel Ólafsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 41
Gunnar á Lindarbrekku,“ og þá
snerist fólki oft hugur. Þetta voru
frábærar ferðir og var mikið sofið í
rauða pallbílnum til baka. Svo
varstu alltaf að kenna okkur ým-
islegt í þessum ferðum; nöfnin á
fjöllum, bæjum, svo allar drauga-
sögurnar sem þú kunnir um marga
staði. Þú varst vel að þér í íslensku
og kenndir okkur endalaust af vís-
um og erindum sem ég get nú ekki
sagt að ég muni mikið eftir nema
eitt sem þú kenndir okkur og áttum
við að segja það eins hratt og við
gátum en það þurfti samt að vera
skiljanlegt. Ég man vel eftir því
þegar ég var að æfa mig í laumi og
ætlaði svo alltaf að verða betri og
betri í hverri ferð sem við fórum.
Ég gæti örugglega skrifað heila
bók um stundirnar sem ég átti með
þér. Þú varst alltaf brosandi og það
var alltaf sama hlýjan í kringum þig
enda maður með stórt og mikið
hjarta. Þú gast alltaf komið mér til
að brosa og hlæja þegar ég var eitt-
hvað súr. Elsku afi, það er komið að
kveðjustund hjá okkur en ég veit að
þú munt alltaf vaka yfir okkur.
Hvíldu í friði elsku afi, þín verður
sárt saknað. Knús og kossar.
Snjólaug Eyrún
Guðmundsdóttir.
Gunnar bróðir minn er látinn. Það
er alltaf eins og það komi manni að
óvörum að heyra lát einhvers ná-
komins, sama þótt hinn látni hafi
verið fárveikur og allir hafi vitað að
hverju stefndi. Í fyrstu opnast
kringum mann eitthvert tómarúm,
síðan flögra að óteljandi minningar
og myndir, sem fylla loks allt upp og
þröngva sér að úr öllum áttum, svo
annað kemst ekki auðveldlega að.
Mér finnst elstu myndirnar úr
hugskoti mínu af Gunnari vera af
fullorðnum manni sem flest gat
gert. Það var hetja sem gekk í bæ-
inn seint á vöku með þunga rjúpna-
byrði innan úr Axlarfjalli og var
horfinn áður en ég vaknaði að
morgni, svo dæmi sé tekið. Tíu ára
aldursmunur skýrir þessa sýn að-
eins að hluta. Hitt er að Gunnar hef-
ur þá verið eins og alla tíð síðan
ákveðinn, röskur, vinnusamur og
verklaginn að hverju sem hann
gekk.
18 ára fór Gunnar í Héraðsskól-
ann á Laugum. Þegar heim kom
þótti okkur krökkunum það undur
að hann gat gengið um á höndunum,
tekið alls konar stökk og synt í sjón-
um og í hyljum í ánni. Slíkt höfðum
við aldrei séð fyrr. Annan vetur var
hann aftur á Laugum og þá í smíða-
deild. Ekki voru þá komnar til skjal-
anna trésmíðavélar en hann kom þá
heim með forláta hefilbekk úr harð-
viði, skíði, borðstofuborð og stóla,
koffort og töskur. Næstu árin smíð-
aði Gunnar mörg koffort, töskur,
eldhúskolla o.fl. og seldi. Hann sagði
að það væri dagsverk að smíða koff-
ort og tveggja tíma verk að smíða
tösku.
Í mikið var ráðist þegar byrjað
var að stofna nýbýlið Lindarbrekku
á Selnesinu sem var að hluta í landi
Fossárdals og að hluta úr Beru-
fjarðarlandi. Allt byggingarefni í
stórt steinhús þurfti að flytja á hest-
um frá sjó, meira að segja sand og
möl í steypuna. Það eina sem nóg
var af í nágrenningu var grjót sem
brotið var niður með sleggju, til að
drýgja steypuna. Ræktanlegt land
þurfti að þurrka, en fyrsti töðuvöll-
urinn var þúfnakargi kringum fornt
býli, Selnesbæ, framar á nesinu. En
með fádæma eljusemi hafðist þetta
allt saman og Lindarbrekka varð
fyrirmyndarbýli á margan hátt.
Á frumbýlingsárunum var stund-
aður sjór á vorin og saltfiskur verk-
aður, ræktaðar rófur og kartöflur
og unnið að smíðum eins og áður
segir.
Gunnar var snemma kosinn til
margvíslegra félagsstarfa og ein-
hver sagði að þá hefði verið hlustað
þegar Gunnar tók til máls.
Mér, sem þetta ritar, var, svo
lengi sem við vorum nágrannar og
jafnvel lengur, mikill styrkur að
hjálp og leiðsögn elsta bróður míns.
Þórdísi, börnum og öðru vensla-
fólki Gunnars votta ég samúð mína.
Hermann
Guðmundsson.
✝
Innilegar þakkir til ættingja, vina og allra þeirra sem
sýndu okkur ómetanlega hlýju og samúð í gegnum
veikindi, andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU SIGURÐARDÓTTUR STRANGE.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi svo og
starfsfólki deildar 11-E á Landspítalanum við
Hringbraut fyrir alúð og góða umönnun.
Egill Ólafur Strange,
Greta Strange, George Hunter Young,
Sæunn Strange, Brian Docherty,
Victor Strange, Anna Berglind Arnardóttir,
Egill Strange, Sveinbjörg Bergsdóttir,
Ómar Strange,
María Strange,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir færum við ykkur öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýju við fráfall móður okkar og
tengdamóður,
INGILEIFAR ÞÓRU STEINSDÓTTUR
frá Kollabæ,
Fljótshlíð,
Hvassaleiti 25,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu
Lundi, Hellu, fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Við óskum ykkur öllum farsældar á komandi ári.
Guð blessi ykkur öll.
Steinunn D. Sveinsdóttir, Jón Stefánsson,
Sigríður Sveinsdóttir, Ágúst Ólafsson,
Sigurbjörg Sveinsdóttir, Viðar Pálsson.