Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 60

Morgunblaðið - 29.12.2006, Side 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 363. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Ómissandi í partíið! 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan 8–15 m/s, hvassast sunnantil. Tals- verð rigning eða súld suðaustantil en annars úrkomuminna. » 8 Heitast Kaldast 10°C 5°C LOKIÐ var síðdegis í gær við að dæla olíu úr tönkum flutningaskipsins Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. Í skip- inu er eftir olíublandaður sjór í lestarrými og hefur hann pumpast þangað úr rifnum botntönkum. Áætlað magn þeirrar olíu sem þar er eftir er 10–15 tonn. Segir Um- hverfisstofnun, að hreinsun olíunnar úr lestarrýminu kalli á annars konar aðgerð- ir og geti tekið nokkra daga en ekki sé lengur bráð hætta af olíunni sem eftir er í skipinu á meðan það stendur af sér veður og sjógang. Olíudælingunni lauk kl. 15.45 í gær. Alls var dælt um 95 tonnum af olíu í land og var staðið sleitulaust við í 30 stundir. Umhverfisstofnun segir ljóst, að talsvert magn af olíu, 60–70 tonn, hafi farið í sjó- inn þegar skipið strandaði en óveður og mikill sjógangur fyrstu sólarhringana eft- ir strandið hafi hjálpast að við að koma ol- íunni á haf út og brjóta hana niður. Lítil sjáanleg ummerki hafi fundist um olíu- mengun í fjörum í nágrenni við strand- staðinn og hafi tekist að langmestu leyti að koma í veg fyrir frekari olíuleka frá skipinu á strandstað. Morgunblaðið/ÞÖK Hreinsun 10–15 tonn af sjómettaðri olíu eru enn um borð í skipinu en bráðameng- unarhætta er yfirstaðin. 95 tonn af svartolíu náðust á land Olíudælingu úr Wil- son Muuga lauk í gær FASTEIGNAMAT hækkar um 20% á atvinnu- húsnæði og atvinnulóðum í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ, Hafnarfirði, Egilsstöð- um og Fellabæ, samkvæmt ákvörðun yfirfast- eignamatsnefndar. Almennt mun matsverð íbúð- arhúsa og íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða, sumarhúsa og sumarhúsalóða, matsverð bújarða ásamt íbúðar- og útihúsum og matsverð hlunninda hækka um 10%. Frá þessari almennu hækkun eru nokkrar und- antekningar aðrar en greint er frá í upphafi frétt- arinnar. Þannig hækkar fasteignamatsverð um 15% á íbúðarhúsum og íbúðarlóðum í Garðabæ, Grindavík, Vogum, Borgarnesi, Stykkishólmi, á Sauðárkróki, Hvammstanga, Skagaströnd, Dalvík, Húsavík, Reyðarfirði, Egilsstöðum, í Fellabæ, á Flúðum í Hrunamannahreppi og í þéttbýli í Snæ- fellsbæ. Matsverð atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða á Álftanesi, í Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi og á Selfossi hækkar einnig um 15%. Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða í Grundar- firði og Bolungarvík hækkar um 5%. Engin breyting verður á matsverði íbúðarhúsa og íbúðarlóða á Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suður- eyri, Hnífsdal, Grímsey, Flatey á Skjálfanda, Kópa- skeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði, Vopna- firði, Bakkagerði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Matsverð at- vinnuhúsa og -lóða verður og óbreytt í þéttbýli á Vestfjörðum frá Gilsfirði að Hrútafjarðarbotni, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Grímsey og Grýtu- bakkahreppi, í þéttbýli á Norður- og Norðaustur- landi frá Kinnarfjöllum að og með Mjóafirði. Einnig í þéttbýli frá og með Breiðdalshreppi að og með Mýrdalshreppi og í Vestmannaeyjum. Fjármálaráðherra hefur staðfest nýtt mat. Aug- lýsingin um fasteignamatið er dagsett 15. desember sl. en nýtt matsverð tekur gildi nú á gamlársdag. Fasteignamat hækkar um allt að fimmtung Almennt mun matsverð fasteigna og hlunninda hækka um 10% milli ára Í HNOTSKURN » Matsverð fasteigna verður óbreyttt.d. víða á Vestfjörðum, eins víða á Norðausturlandi, sunnanverðum Aust- fjörðum og í Vestmannaeyjum. » Fasteignamat ríkisins hefur samiðnýja fasteignaskrá. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is YFIRSTJÓRN utanríkisráðuneytisins rannsak- ar nú hvernig það kom til að upplýsingar úr afrit- um af bréfum, sem sýslumaðurinn á Keflavík- urflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, sendi til norsku herleyniþjónustunnar og varnamálaráðu- neytisins í Noregi, var lekið í Blaðið. Gert var að umtalsefni í Blaðinu, 20. og 21. des- ember sl., að enskt starfsheiti greiningardeildar, sem sýslumannsembættið hefur rekið á vegum utanríkisráðuneytisins, og sinnir hættumati fyrir Íslensku friðargæsluna, hafi verið Icelandic In- telligence Service-NATO. Þýðir Blaðið þetta starfsheiti sem „Íslenska leyniþjónustan“. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að þessi umfjöllun og gagnalekinn bendi til að einhver vilji gera störf hans tortryggileg. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneyti, staðfestir að þar sé verið að grennslast fyrir um málið. „Það er augljóst að ef upplýsingar úr gögnum ráðuneytisins leka út úr húsinu án vitundar yfirstjórnar ráðuneytisins er það mjög alvarlegt mál,“ sagði hann. Sagði Grétar að hann hefði þegar talað við alla starfsmenn sem haft hefðu aðgang að þessum gögnum. Enginn þeirra kannaðist við málið. Ekki margir hefðu haft aðgang að þeim en þeir gætu verið á fleiri stöðum en í utanríkisráðuneytinu. Leki tekinn til rannsóknar í utanríkisráðuneytinu  Vildu senda mann | 12 GUÐJÓN Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður með þýska liðinu Gummersbach, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Guðjón Valur hlaut 405 stig í fyrsta sætið en mest var hægt að fá 460 stig. Eiður Smári Guðjohn- sen, knattspyrnumaður hjá Barcelona og handhafi titilsins síðustu tvö árin, varð annar með 333 atkvæði og handknattleiks- maðurinn Ólafur Stefánsson, handhafi titilsins síðustu tvö ár þar á undan, varð í þriðja sæti með 188 stig, en Ólafur leikur með Ciudad Real á Spáni. Alls hlutu 22 íþróttamenn úr 13 grein- um atkvæði í kjörinu að þessu sinni, sex konur og sextán karlar. Morgunblaðið/Arnaldur Guðjón Val- ur íþrótta- maður ársins Tveggja manna tak Guðjón Valur tekur við gripnum af Þorsteini Gunnarssyni, formanni Samtaka íþrótta- fréttamanna og Bjarni Ármannson og Jón Karl Ólafsson fylgjast sposkir með. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið veiðikvóta hreindýra árið 2007. Alls verður leyft að veiða 1.137 hreindýr á næsta ári, 577 kýr og 560 tarfa, en í ár var kvótinn alls 909 hreindýr. Fylgi kálfar veiddum kúm á einnig að veiða þá. Verð veiðileyfa og umsóknarfrestur um veiðileyfi verða auglýst í byrjun árs 2007, að því er fram kemur á hreindýrasíðu veiðistjórnunarsviðs UST (www.hrein- dyr.is). Þar má einnig sjá hvernig kvót- anum er skipt á milli veiðisvæða. Hreindýra- kvótinn eykst um 25% ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.