Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 40. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FRÆGÐ OG FÁNÝTI SUMIR KOMAST Í SVIÐSLJÓSIÐ FYRIR HÆFI- LEIKA, AÐRIR FYRIR ALLT ANNAÐ >> 57 MAURAR OG MÖGU- LEIKAR Í BOMBAY ESKIMO LÍFSSTÍLL >> 26 FRÉTTASKÝRING Sigmundur Ó. Steinarsson sos@mbl.is TÍMAMÓT verða hjá Knattspyrnusam- bandi Íslands á 61. ársþingi sambandsins í dag á Hótel Loftleiðum. Þá mun nýr for- maður taka við starfi Eggerts Magnússon- ar, sem hefur stjórnað knattspyrnuhreyf- ingunni á farsælan hátt í 17 starfsár, eða frá því að hann tók við formennsku í desember 1989. Undir stjórn Eggerts hefur stjórn KSÍ lyft grettistaki sem skilaði níutíu millj- óna króna hagnaði á síðasta starfsári. Þrír hafa gefið kost á sér til að taka við starfi Eggerts. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, Jafet Ólafsson, við- skiptafræðingur og stjórnarmaður í VBS fjárfestingabanka og Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu. Geir hefur forskot Það er ljóst að Geir hefur mikið forskot á Jafet og Höllu, þar sem hann hefur starfað að knattspyrnumálum í 26 ár. Fyrst hjá KR og hjá KSÍ hefur hann starfað síðan 1986, sem framkvæmdastjóri frá 1997. Fyrir liggur, að töluverðar breytingar verða á aðalstjórn KSÍ í dag. Ágúst I. Jóns- son gaf ekki kost á sér til endurkjörs á dög- unum og á stjórnarfundi hjá KSÍ í gær til- kynnti Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ frá 1999, að hann drægi framboð sitt til baka og það gerði Dalvíkingurinn Björn Friðþjófsson einnig. Að undanförnu hefur verið kallað á ákveðnar breytingar hjá KSÍ. Það má segja að stjórnin sjálf hafi átt ákveðið frumkvæði að breytingum með ákvörðunum í gær. Fimm berjast um fjögur sæti Fjögur sæti eru laus í aðalstjórn KSÍ en fimm gefa kost á sér. Halldór B. Jónsson, varaformaður sambandsins, Guðrún Inga Sívertsen hagfræðingur og lögmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Stefán Geir Þór- isson, öll frá Reykjavík, og Vignir Már Þor- móðsson, Akureyri, fasteignasali. Þegar Eggert Steingrímsson dró fram- boð sitt til baka í gær höfðu menn það á til- finningunni að hann hefði staðið upp fyrir Guðrúnu Ingu, sem er fyrrverandi gjaldkeri aðalstjórnar Þróttar. Vignir Már tekur lík- lega sæti norðanmannsins Björns, Halldór B. nær öruggri kosningu. Þannig að það verða þeir Guðjón Ólafur og Stefán Geir sem berjast um fjórða sætið, sem laust er í aðalstjórn. AP Sautján ár Eggert Magnússon lætur af störfum sem formaður KSÍ. Tímamót hjá KSÍ Stjórnin með frum- kvæði að breytingum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is BYLTING hefur orðið í gerð gervihanda und- anfarin ár. Fólk sem hefur fæðst fatlað eða orðið fyrir handarmissi á þess kost að fá hend- ur sem gerðar eru að fyrirmynd hinnar heilu handar einstaklingsins. Sigríður Jónsdóttir hefur verið fötluð frá fæðingu, á hana vantar hægri höndina rétt fyrir neðan olnboga. Hún segir nýjustu gerðir gervihanda hafa í för með sér ólýsanlegan mun fyrir þá sem þurfa á slík- um höndum að halda. Þeir sem sækja um hönd með hágæðaútliti til Tryggingastofnunar ríkisins þurfa hins vegar að skila til stofnunarinnar vottorði frá geðlækni eða sálfræðingi um að þeir þurfi á hendinni að halda til þess að rjúfa fé- lagslega einangrun. Fáránleg skilyrði Sigríður kveðst telja það fáránlegt að TR setji slík skilyrði þótt vitað sé að hvaða sálfræðingur eða geðlæknir sem er myndi skrifa upp á slíkt vottorð fyrir fólk sem eftir því óskar, enda viti þeir hvað það skiptir miklu máli fyrir vellíðan fólks að hafa gervi- hönd sem það er sátt við. „Það er enginn sem sækir um slíkar hendur nema hann þurfi á þeim að halda. Það eru ekki svo margir einstaklingar sem eru að sækja um svona,“ segir Sigríður og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að flóð- gátt opnist ef skilyrðin verða afnumin. „Allt manns líf snýst um það að taka þátt í þessu samfélagi eins og hver annar. Að þurfa að skila inn opinberu vottorði upp á það að mað- ur búi við félagslega einangrun til þess að fá að nýta sér þessa tækni og framfarir finnst mér vera alveg fyrir neðan allar hellur.“ Sigríður segir það skoðun sína að ákveði ríkið að bjóða upp á þjónustu við fatlaða, líkt og að gefa þeim kost á hágæðagervi- handleggjum, eigi verð þeirra ekki að skipta máli. | 34 Þurfa vottorð frá geðlækni Ekki er sjálfgefið að fólk sem fæðst hefur fatlað eða orðið fyrir handarmissi fái notið afraksturs nýjustu framfara í smíði gervihandleggja Sigríður Jónsdóttir AUÐVELT er að láta ímyndunar- aflið hlaupa með sig í gönur og telja sér trú um að Páll Melsteð, forseti þjóðfundarins 1851, hafi lagt við hlustir þegar Páll Hreinsson og Anna Agnarsdóttir kynntu nið- urstöður svokallaðrar kalda- stríðsnefndar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Í tillögum nefndarinnar að frum- varpi til laga um breytingu á lögum um Þjóðskjalasafn Íslands er lagt til að komið verði á sérstöku örygg- ismálasafni sem varðveiti öll skjöl og skráðar heimildir sem verið hafa í vörslu skilaskyldra aðila og snerta öryggismál Íslands á árunum 1945- 1991. Ráðgert er að almenningur hafi óheftan aðgang að um 95% gagnanna. | 6 Morgunblaðið/RAX Veggirnir hafa augu og eyru Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli ákæru- valdsins gegn þremur núverandi og fyrrverandi forstjórum olíufélag- anna Essó, Olís og Skeljungs vegna ólöglegs samráðs. Forsendur úr- skurðarins lúta m.a. að því að ekki sé hægt að sækja einstaklinga til saka fyrir þau brot, sem ákært var fyrir. Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Að mati héraðsdóms veitti 10. gr. samkeppnislaga ekki viðhlítandi lagastoð til að unnt væri að refsa ein- staklingum fyrir þá háttsemi, sem þar er lýst, en ákærðu ættu að njóta alls skynsamlegs vafa í því sam- bandi. Dómurinn féllst á það með ákærðu að verknaðarlýsing ákæru væri í heild svo óljós, þegar kæmi að tilgreiningu á háttsemi þeirra, að ekki væri unnt að verjast henni á fullnægjandi hátt. Augljós og hrópleg mismunun Varðandi ónóga rannsókn sakar- gifta segir í úrskurðinum, að ákærðu hefðu ekki, enn sem komið væri, bent á nein þau gögn, sem ákæru- valdið hefði vanrækt að leggja fyrir dóminn. Mat á árangri lögreglu- rannsóknar og þeim atriðum, sem vísað væri til, biði því efnismeðferð- ar og sætti ekki frávísun vegna ágalla á formhlið máls. Þá segir í úrskurði að ákæruvald- ið hafi byggt ákæru á því að ákærðu bæru refsiábyrgð á háttsemi nafn- greindra undirmanna, þar á meðal fjölmargra framkvæmdastjóra olíu- félaganna þriggja, sem ákæruvaldið teldi viðriðna ætluð brot ákærðu og í augum margra myndu teljast sekir, ef ekki jafnsekir og ákærðu, um sum þau brot, sem lýst væri í ákæru. Yrði því vart dregin önnur ályktun en að sömu einstaklingar hefðu gerst sek- ir um brot á 10. gr. samkeppnislaga. Eins og saksókn í málinu væri háttað væri um svo augljósa og hróplega mismunun að ræða í skiln- ingi stjórnsýslulaga og jafnræðis- reglu stjórnarskrár, að ekki yrði við unað, enda lægju engin rök fyrir í málinu, sem réttlætt gætu eða skýrt á haldbæran hátt af hverju ákærðu sættu einir ákæru, þrátt fyrir yfir- lýsingu ákæruvaldsins um refsiverð brot annarra yfirstjórnenda olíufé- laganna. Hér væri um að ræða ber- sýnilegan annmarka við útgáfu ákæru, sem fæli ekki aðeins í sér brot á lögum um meðferð opinberra mála, heldur einnig brot á jafnræð- isreglu og leiddi af þeim sökum einn sér til þess að vísa ákærunni frá dómi. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Olíumálinu vísað frá Úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur verður kærður til hæstaréttar  Reynir á | 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.