Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 40

Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 40
40 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fallstjórn Fjölmörg sagnorð í ís-lensku geta ýmist tekiðmeð sér þolfall eðaþágufall í ólíkri merk- ingu, t.d. ausa bátinn en ausa vatninu; sópa gólfið en sópa rusl- inu; ryðja götuna en ryðja e-u burt; hella e-n/sig fullan en hella víninu og moka tröppurnar en moka snjónum. Í fyrra tilvikinu vísar þolfallið til kyrrstöðu (það sem sópað er hreyfist ekki) en þágufallið vísar oftast til ‘hreyf- ingar’. Merkingarmunur er jafn- an skýr og málkennd bregst sjaldan en lengi er von á einum eins og sagt er: NN vinnur á vörubíl, nokkurs konar saltbíl, sem saltar götuna og ryður snjó- inn [Þ.e. snjónum] (22.11.06). Óskýrt orðalag Eiður Guðnason sendir eft- irfarandi dæmi og segist hafa hrist hausinn að lestri loknum: Veðurstofu Íslands hafa borist fyrirspurnir varðandi (‘um’) meinta jarðskjálfta með stærðir yfir 4 (‘fjórum’) á Richter kvarða og staðsetningu á Vesturöræfum ... Veðurstofan segir að til að taka af allan misskilning þá séu þetta ekki raunverulegir skjálft- ar, heldur orsakir bilunar á einni jarðskjálftastöð (14.12.06). Umsjónarmaður tekur undir með Eiði að dæmið sé óskýrt og illa orðað. Venjulega er talað um upptök jarðskjálfta en ekki stað- setningu þeirra og þeir eru af tilteknum styrkleika en ekki ‘með stærðir’. þá er venja að komast svo að orði að koma í veg fyrir misskilning og taka af allan vafa en í tilvitnuðu dæmi virðist þessu hafa slegið saman. Aðsent bréf Halldór Þorsteinsson skrifar: ,,Það kemur því miður æði oft fyrir að menn rati ekki á rétt fall nafnorða þegar þeir tala op- inberlega ... þetta henti nýlega .... [mann] nokkurn ... er haft var við hann viðtal ... þar var honum tíðrætt um fjáröflun til styrktar Háskóla Íslands ... og þá varð honum á að segja afla fé í stað þess að segja afla fjár, ekki einu sinni heldur þrisvar sinnum. En hann er áreiðanlega ekki einn um það að hafa farið flatt á þessu eins og gamalt og gott dæmi úr þættinum Daglegt mál í RÚV sýnir en honum stjórnaði Guðni Kolbeinsson á sínum tíma. Þar greindi hann m.a. frá því að fjármálaráðherra ... hefði sagt í miðri ræðu afla fés í stað afla fjár og í beinu framhaldi af því velti hann því fyrir sér hvort ráðherrann vildi ef til vill láta kalla sig fésmálaráðherra. Sýnir þetta ekki okkur og sannar að eignarfallið af fé geti reynst mörgum fjárans erfitt.“ Umsjónarmaður þakkar Hall- dóri skemmtilegt bréf. Vegna, vegna, vegna ... Umsjónarmaður hefur nokkr- um sinnum vikið að því á þess- um vettvangi að honum finnst forsetningin vegna ofnotuð í nú- tímamáli. Hann hefur reynt að halda til haga dæmum af þess- um toga og skulu nokkur þeirra tilgreind (innan hornklofa eru sýndar þær fs. sem vænta mætti): í mótmælaskyni vegna [við e-ð] þriggja leikja bannsins sem hann þarf að afplána (21.8.06); Saddam Hussein bíður enn dóms vegna [fyrir brot sín, sakir e-s] ásakana um að hafa borið ábyrgð á (13.9.06); Sam- komulagið náði þó ekki til kostnaðar vegna [við e-ð] hjúkr- unarheimila (12.10.06); Þegar hafið undirbúning vegna [fyrir e-ð] hvalveiða (14.9.06); Hafin er vinna vegna [við e-ð] jarðganga (14.9.06); Hún á auðvitað að uppskera vegna [í samræmi við e-ð] þess [reynslu og þekkingar] (4.11.06); gagnrýna e-n vegna e-s [fyrir e-ð] (26.11.06); Biskup Íslands segir vegið að æru sinni vegna [með e-u] ásakana um meint afskipti af ráðningu tengdasonar síns (17.12.06); Út- gjöld vegna [á fjárlögum] fjár- laga hækka (23.11.06); Óttast að fólk um allt land muni ekki kjósa D vegna [af e-u] ótta um að uppbótaratkvæði gætu ratað í Suðurkjördæmi (29.11.06); hljóta dóm vegna [fyrir e-ð] fíkniefnamála (20.11.06); Litv- inenkó kynni að hafa veikst vegna [af e-u] blöndu af þallíni og öðru eiturefni (22.11.06) og Frank D. Wuterich ... er í hópi hermanna sem voru ákærðir vegna [fyrir e-ð] árásarinnar (22.12.06). Í sumum ofangreindra dæma og öðrum áþekkum kann að vera um álitamál að ræða, um það dæmi hver fyrir sig. Enginn vafi getur hins vegar leikið á því að notkun fs. vegna hefur aukist mjög á kostnað annarra forsetn- inga. Hafa skal það er sannara reynist Í síðasta pistli var fjallað um ópersónulegar orðskipanir og tilgreind dæmi þar sem umsjón- armaður taldi að vikið væri frá málvenju. Eitt dæmanna var: Er Afríka að blása upp? Ragnar Böðvarsson, Selfossi, skrifar þættinum og segir að foreldrar sínir og aðrir fulltíða menn hefðu sagt: Haginn er að blása upp. Hann tilgreinir enn fremur önnur traust dæmi um slíka notkun, t.d. Eftir að Þjórs- árdalur blés upp og þegar heiðin blés upp. Umsjónarmaður kann- aði þetta nánar og þá kom í ljós að hvort tveggja styðst við mál- venju. Í elstu hliðstæðum sem umsjónarmanni eru tiltækar er notuð ópersónuleg orðskipun og um hana eru traustar heimildir fram til nútímamáls. Frá 18. öld eru hins vegar öruggar heim- ildir um persónulega notkun og miðað við dæmi í seðlasafni Orðabókar Háskólans virðist hún algengari en ópersónuleg notkun. Umsjónarmaður þakkar Ragnari kærlega fyrir réttmæta ábendingu. Niðurstaðan er þessi: Sumir segja Dysina blés upp en aðrir Dysin blés upp og því er ekkert athugavert við dæmið Er Afríka að blása upp? Úr handraðanum Nafnorðið áfellisdómur merk- ir ‘dómur um sekt sakbornings’ og orðasambandið áfellisdómur yfir e-m/e-u er talsvert mikið notað í nútímamáli, t.d.: kveða upp áfellisdóm (yfir e-m/e-u); dómur Hæstaréttar er áfell- isdómur yfir réttarfarinu í hér- aði; Er hún [skýrslan] sögð mik- ill áfellisdómur yfir ríkisstjórn GWB og raunar öllum sem við sögu koma (16.2.06) og áfell- isdómur yfir ítalskri knatt- spyrnu (15.7.06). Úr Jónsbók (lögbók Íslendinga frá 1281) er eftirfarandi dæmi: Friðsemi á að varðveita þar til er réttur dóm- ur fellur á, að eigi verði með bræði ákafur áfellisdómur á lagður. Þessi viska virðist enn eiga fullt erindi til okkar. Í nú- tímamáli vísar áfellisdómur oft til þess sem veldur hnekki eða hneykslanlegt má þykja. Vera má að sú merking kalli á af- brigðið áfallsdómur. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 96. þátur. GÓÐIR Hafnfirðingar og aðrir lesendur! Nú þegar tillaga að deili- skipulagi fyrir stækkun álversins í Straumsvík liggur fyrir og það sem meira er, pólitísk sam- staða er innan bæj- arstjórnar og í sátt við eigendur álversins: Takið eftir að þeir sem segjast vera á móti hafa ekki lagt fram annan valkost. Hver er þá staða málsins? Jú, það á eftir að kjósa um deiliskipulagið meðal bæjarbúa. Nú er búið að landa öðrum málum sem skipta máli eða eru á lokastigi, sem eru:  Land fyrir stækkun, útlitshönnun, flutn- ingur Reykjanes- brautar, starfsleyfi og rafmagn. Ég vil hér gera grein fyrir öðrum hagsmunum sem skipta miklu við ákvarðanatöku, fyr- irtækið hefur starfað hér í 40 ár og skiptir máli fyrir þjóðfélagið í heild, Hafnarfjörð, við- skiptaaðila, fé- lagasamtök og okkur starfsmenn sem vinna þar. Það á ekki að vera þörf á að minna á að við orkuöflun hefur það skipt Landsvirkjum miklu að hafa svo stóran orkukaupanda og skilað því að Landsvirkjun á orkuverin. Hafn- arfjarðarhöfn á höfnina í Straums- vík. Álverið hefur reynst traustur við- skiptaaðili þar sem greiðslur skila sér á réttum tíma. Skoðum einnig styrki til fé- lagasamtaka, Alcan er orðið sýni- legra í okkar samfélagi og þið munið að það var kvartað á árum áður um frekar lítinn stuðning frá álverinu, en hér hefur orðið veruleg breyting á til mikilla hagsbóta fyrir hin ýmsu félagasamtök. Ég hvet þig, lesandi góður, til að hafa samband t.d. við ÍBH og leita upplýsinga um málið og fá þar hlutlausar upplýsingar. Við starfsmenn eru ekki bara starfsmenn Alcan, við erum Íslend- ingar, við erum margir Hafnfirð- ingar, margir búa í nágrenni álvers- ins, við erum flest foreldrar og höfum því margháttaðra hagsmuna að gæta í nútíð og framtíð. Við starfsmenn höfum mikil áhrif á okkar vinnustað m.a. í gegnum okkar kjarasamning, þar sem:  Gerður hefur verið heild- arkjarasamningur frá upphafi og er fyrirmyndarsamningur, og er fyrirmynd fjölda annarra samn- inga.  Það er minni launamunur en þekkist milli sambærilegra starfs- hópa í þjóðfélaginu, mesti munur er um 36% og það er ekki til kynjamunur í okkar kjarasamn- ingi.  Við sömdum um heilbrigðis-, holl- ustu- og öryggismál t.d. ári áður en Vinnuverndarlögin voru sam- þykkt, við eigum fulltrúa í örygg- isnefnd fyrirtækisins og fleiri nefndum þar sem við höfum áhrif á okkar vinnuumhverfi.  Við sömdum um menntun fyrir ófaglærða og nefni ég þar Stór- iðjuskólann sem fyr- irtækið hefur af miklum metnaði sinnt betur en nokk- urt annað fyrirtæki á Íslandi og fengið m.a. margháttaða við- urkenningu fyrir.  Starfsmenn geta far- ið í hlutastarf við 55 ára aldur og flýtt starflok við 65 til 67 ára aldur þar sem starfsmaður fær ákveðna greiðslu í 3 ár, sama greiðsla til allra, nú um 130 þús- und á mánuði frá Alc- an og fullur lífeyr- isréttur tryggður  Við erum með bón- usa þar sem greitt er fyrir gæða-, um- hverfis- og örygg- isvitund og mæld eingöngu atriði sem starfsmenn sjálfir hafa áhrif á og eru til hagsbóta fyrir starfs- menn og fyrirtækið.  Lægstu byrjunar- mánaðarlaun í dag- vinnu brúttó eru um 220.000.  Meðal-mánaðarlaun fastráðinna starfsmanna nú eru kr. 341.000.  Einnig er frír vinnufatnaður, frítt fæði og fríar ferðir.  Starfsaldur er hár, nú 15,5 ár, og meðalaldur starfsmanna er 47 ára, þessar staðreyndir segja sína sögu. Starfsmenn, fulltrúar þeirra og verkalýðsfélög starfsmanna hafa staðið sig vel við samningsgerð, vörslu réttinda og er þeim best treystandi til þess að svo verði áfram sem hingað til. Það á að gera kröfur um:  rafmagnsverð, í skattamálum, í umhverfis og mengunar-málum og það liggur allt fyrir.  til ríkisstjórnar og Alþingis að samþykkja ILO samþykktina um vörn gegn óréttmætum upp- sögnum.  til ríkisstjórnar og Alþingis að raf- orkuver verði áfram í eigu okkar Íslendinga og að þeim verði ekki komið í hendur annarra eigenda eða breytingar á eignaraðild. Ég nefni þessi atriði öll, því öll skipta miklu máli, því stækkun skap- ar möguleika fyrir okkur öll og okk- ar afkomendur beint og óbeint, því þarna eru tækifæri, þarna eru störf fyrir ófaglærða sem síðan m.a. geta bætt við sig menntun í fyrirtækinu, iðnaðarmenn, tæknimenntað fólk á ýmsum sviðum. Hér er verið að tala um að fjölga starfsmönnum um 300 og síðan er hægt að reikna áfram um afleidd störf o.s.fv. Ég skora á alla þá sem í raun bera umhyggju fyrir innra og ytra um- hverfi að standa með okkur að stækkun, því það tryggir að góður vinnustaður verði enn betri. Tryggjum möguleika á stækkun og þróun fyrirtækisins og tryggjum áframhaldandi rekstur næstu 50 ár í það minnsta. Við eigum samleið, því þarna er um að ræða sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar, Hafnarfjarðar og Hafn- firðinga, félagasamtaka, við- skiptaaðila og starfsmanna nú og í framtíð. Ég heiti á alla Hafnfirðinga, því við eigum samleið í kosningunum, að segja já við deiliskipulagi sem sam- þykkt hefur verið af bæjarstjórn að leggja fram vegna stækkunar ál- versins í Straumsvík Við eigum samleið í álinu Gylfi Ingvarsson fjallar um álverið í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson »Ég skora áalla þá sem í raun bera um- hyggju fyrir innra og ytra umhverfi að standa með okk- ur að stækkun, því það tryggir að góður vinnu- staður verði enn betri. Höfundur er aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík. LÖGÐ hefur verið fram þings- ályktunartillaga þess efnis að kosn- ingaaldur verði 16 ár í stað 18 ára. Í grein- argerð með tillögunni segir að „árið 1984 hafi almennur kosn- ingaaldur á Íslandi ver- ið lækkaður úr 20 árum í 18 og nú sé tími til að færa aldurinn niður í 16 ár“. Þar segir jafnframt: „Rök gegn því að ungt fólk fái kosningarétt eru til dæmis þau að börn og unglingar búi ekki yfir vits- munaþroska til að taka afstöðu í þjóð- málum eða sveitarstjórnarmálum, að þau láti tilfinningar sínar ráða fremur en dómgreindina og séu líkleg til að verða fórnarlömb áróðursmeistara. Flutningsmenn tillögunnar segja að þessi rök lýsi vantrausti á ungt fólk og hafi einmitt verið notuð áður fyrr til að koma í veg fyrir að konur, eignalausir, undirokaðir kynþættir og jafnvel almenningur hljóti kosninga- rétt eins og segir orð- rétt í þingsályktun- artillögunni. Málið er að ofan- greind rök eru einmitt rökin fyrir því að kosningarétturinn er 18 ára en ekki 16 ára. Sú ákvörðun hefur hins vegar ekkert að gera með vantraust. Ekki er heldur hægt að leggja þessi rök að jöfnu við rök eða öllu heldur rök- leysu liðinna tíma sem flutningsmenn segja að hafi verið notuð til að koma í veg fyrir að ýmsir minnihlutahópar hlytu kosn- ingarétt. Sá hópur sem þessi þings- ályktunartillaga fjallar um eru börn en ekki fullorðið fólk. Lítum nú nánar á þetta tímaskeið. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á þeim tímamótum að þeir eru að velta vöngum og taka ákvarð- anir um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Einstaklingar á þessum aldri eru afar mislangt á veg komnir í þroska og munar mikið um hvert ár. Veiga- mestu verkefni þessa tímaskeiðs eru leit að lífsstíl og mótun sjálfsmyndar. Tómstundaiðkun og vinahópurinn eru jafnan ofarlega á forgangslist- anum. Verkefnin eru því næg þótt 16 ára börnum sé ekki líka ætlað að hafa Að færa kosningaaldurinn niður í 16 ár væru mistök Kolbrún Baldursdóttir fjallar um kosningaaldur » Í þeirri samkeppnisem skellur á í að- draganda kosninga er ekki erfitt að sjá það fyrir að einhver stjórn- málaöfl vilji beita ýms- um ráðum til að fanga atkvæði ómótaðra 16 ára unglinga … Kolbrún Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.