Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þið hefðuð nú átt að láta stöðugleikaprófa hann hjá Siglingastofnun áður en þið fóruð að rugga dallinum strákar, það er ekki bara að hann velti eins og korktappi, hann rúllar líka eins og lýsistunna. VEÐUR Áhugaverð deila er risin millistjórnarformanns Baugs Group og saksóknara efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra um hver lak ákveðnum upplýsingum um skatta- rannsókn í fjölmiðla, alla vega Rík- isútvarpið og hugsanlega fleiri fjöl- miðla.     Hreinn Lofts-son, stjórn- arformaður Baugs, segir í yf- irlýsingu hér í blaðinu hinn 7. febrúar sl.: „Enn á ný hef- ur það gerst í Baugsmálinu, að embætti Ríkislögreglustjóra lekur upplýsingum til fjölmiðla í því skyni að koma höggi á fyrrverandi og núverandi starfsmenn félags- ins....“     Helgi Magnús Gunnarsson, hinnnýi saksóknari efnahagsbrota, svarar fullum hálsi og segir í Morg- unblaðinu í gær: „Líklegt er að annar tveggja manna, sem tilheyrðu þeim hópi 9 einstaklinga, sem nefndir hafa ver- ið í umræðunni og höfðu fengið umrædd gögn afhent hjá skatt- rannsóknarstjóra ríkisins eins og þeir höfðu rétt á samkvæmt stjórn- sýslulögum, hafi afhent frétta- mönnum gögnin eða þeir komist yf- ir þau með öðrum hætti frá þeim.“     Sagt er, að hringurinn þrengist íkringum þann sem lak.     Hann hafi dottið í þann pytt aðleka skjölum, sem hafi verið auðrekjanleg og þess vegna sé vit- að hver lak.     Fer ekki bezt á því að veita þess-um aðila sakaruppgjöf?!     Þá geta þeir hætt að rífast,Hreinn Loftsson og Helgi Magnús. STAKSTEINAR Hver lak? SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -/ -' -0 -0 -' +'1 +-1 +- +2 '0 )*3! 3! 4 3! ) % 5  4 3! ) %      4 3! 3! 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +6 +-6 1 0 7 ( ' / / 7 +-' 4 3! ) % 3! 3! 3! 8 *%   3!  !  ! 4 3!  !4 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) - / +( +6 ' +-- +-/ 0 1 +. +' 4 3! 3! ) % 3! 3! 3!      )*3! 3! 3! 3! 9! : ;                        ! "#$"  %$  "%& $  #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:     7- =         5     *       < )   =   ;       <   5 >   % :!   0;-/9< -/;-.?   *% 4   ;       <  %  !  @  / -. <   %   !! A -/;-(9 )    A;    ?  A;  4  ;   < %  !    B %   ?   A; @  - -/ <       ; C;    D? *3  *C    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" .-0 ''. -<1 /<7 ---( /.6 0.- (/7 -6'7 6-6 2.- -1'' '0.2 -0-' -7/2 '/.- 21- 2.( 21' 2-0 -611 -606 -6-2 -6-/ -2'( ''/. '<2 -<. -</ -<0 -<1 /<6 /<1 /<7 '<2 -<. /<2 -<1 /<6 /<.           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Atli Fannar Bjarkason | 8. febrúar Fyrir plebba? Ég sé að viðskipta- plebbaauglýsingarnar, eða „who cares“ aug- lýsingar eins og ég kalla þær, hafa komið sér vel fyrir í nýju Við- skiptablaði. Lands- bankinn óskar blaðinu til hamingju á síðu þrjú og B&L auglýsir plebba- jeppann Land Rover á síðu sjö. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að hin bílaauglýsingin í blaðinu sé frá Lexus. Augljóst er að markhópurinn fer ekki milli mála. Meira: atlifannar.blog.is Sverrir Þorleifsson | 9. febrúar Anna Nicole Smith Anna blessunin var ekki eins og fólk er flest, ætli sé einhver eins og fólk er flest – jú Kínverjar! Þetta sló mig aðeins þegar ég las þetta – ég hélt að hún væri hætt öllu sukki og núna snerist lífið um litla barnið hennar, hún varð fyrir miklu áfalli þegar sonur hennar lést fyrir 2-3 mánuðum, minnir að hann hafi tekið eigið líf, allavega dó hann. Guð blessi þig, Anna mín. Meira: sverrir.blog.is Guðrún Ögmundsdóttir | 9. febrúar Slúðrandi strákar En margt er bloggið og skrifin á síðum blað- anna um menn og mál- efni. Ekki síst um kon- ur og þá sérstaklega konur sem „vilja upp á dekk“. Hvað skyldu þær vilja þangað? Þar eru strákar á fleti fyrir og finnst sér greinilega ógnað. Allt er tínt til, svei mér þá. Þeir segja að baklandið í Samfylk- ingunni sé í hættu, hópar flokks- manna séu með valdarán í huga og gvöð má vita hvað... Meira: truno.blog.is Einar Mar Þórðarson | 9. febrúar Geir, komdu líka með lausnir! Það er fagnaðarefni að forsætisráðherra skyldi minna stjórnendur fyr- irtækja landsins á að kynbundinn launamun- ur er til staðar og mikilvægt sé að stjórnvöld og fyr- irtæki taki höndum saman og útrými honum. Gefum Geir orðið: „[...] Í þessum sal situr áreið- anlega enginn sem mundi segja við dóttur sína að hún eigi að fá lægri laun en skólabræður hennar af því að hún sé kona. Samt er þetta sums staðar þannig og því er hægt að breyta. Mannauður kvenna er jafn verðmætur mannauði karla.“ Ég hefði samt viljað sjá Geir setja fram ákveðnar lausnir í þessu sam- hengi eins og hann gerði þegar að kom að umfjöllun um samkeppn- ishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar fjallaði forsætisráðherra um nauð- syn þess að lækka skatta á fyrirtæki og einfalda löggjöf. Án þess að ætla að leggja mat á tillögur Geirs í þess- um efnum þá er það ekki tilfinning mín né annarra að íslensk fyrirtæki séu sérstaklega illa haldin um þess- ar mundir. Kynbundinn launamunur er svartur blettur á íslensku við- skiptalífi og samfélaginu öllu og því ættu raunhæfar lausnir til að út- rýma honum að vera forsætisráð- herra ofar í huga en hvort fyrirtæki græði milljón til eða frá. Meira: politik.blog.is Guðfríður Lilja | 9. febrúar Fótbolti í fyrndinni Það er sagt að indíánar Norður-Ameríku hafi spilað eins konar fót- bolta í upphafi 16. ald- ar. Þeir eiga að hafa spilað á söndunum við sjóinn með um einn og hálfan kílómetra á milli marka. Þetta var í þá daga þegar fólk þjáð- ist ekki af hreyfingarleysi. Allt að 1000 manns tóku þátt í leiknum hverju sinni, dulbúnir með grímum, málningu og skrauti. Stundum tók leikurinn tvo daga en að leik loknum var slegið upp gríðarlegum hátíða- höldum. Það fylgir ekki sögunni hvort konur máttu vera með. Meira: vglilja.blog.is BLOG.IS PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að komið hafi inn allnokkrar ábending- ar frá almenningi um hugsanleg samkeppnislagabrot eða samkeppn- ishömlur, en stofnunin hefur óskað eftir ábendingum frá almenningi um grunsemdir um brot á samkeppnis- lögum. „Þetta er, eins við vissum, hjálp- legt tæki, enda góð reynsla af því er- lendis. Það er ekki eins og þetta sé nýtt. Samkeppnisyfirvöld hafa tekið við ábendingum um langa hríð og nú í tæpt ár í gegnum heimasíðu stofn- unarinnar. Á síðasta ári fengum við tæplega 30 ábendingar gegnum heimasíðuna.“ Neytendasamtökin hafa birt upp- lýsingar um verðhækkanir á vörum undanfarnar vikur. Samtökin hafa hvatt almenning til að vera á verði gagnvart verðbreytingum. Páll Gunnar sagði að Samkeppniseftirlit- ið væri að skoða þessi mál út frá samkeppnislögum, þ.e. hvort verið væri að brjóta þau. Aðhald Neyt- endasamtakanna væri hins vegar al- mennara og snerist m.a. um upplýs- ingagjöf til neytenda. Hækkanir verði dregnar til baka vegna gengisþróunar Neytendasamtökin segja í nýrri frétt að hrina hækkana dynji nú á neytendum og sú skýring að gengi krónunnar hafi lækkað standist ekki. Birta samtökin útreikninga sem sýna að krónan hefur styrkst um- talsvert frá áramótum eða um 5,4% gagnvart bandaríkjadal og 6,7% gagnvart evru. Hvetja þau birgja til að endurskoða hækkanir hjá sér. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri FÍS, segir hækkanir sem greint var frá um og upp úr ára- mótum, yfirleitt frá 3-5%, endur- spegla m.a. veikingu krónunnar á seinustu mánuðum nýliðins árs. T.d. hafi þá allir gjaldmiðlar nema dollar styrkst gagnvart krónunni um 8%. Auk þess hafi átt sér stað gífurlegar erlendar hækkanir, m.a. hafi heims- markaðsverð á kornvörum hækkað um 65-70% frá nóvember 2005 til nóv. 2006 og sykurverð um 40-45%. Ábendingar frá almenningi Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.