Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 17 Eftir Rósu Erlingsdóttur rosa@rosaerlings.com ÍSLENSKT hagkerfi er lítið og opið og íslenska krónan því lítill og óstöð- ugur gjaldmiðill sem mun líklegast með tímanum hverfa. Þetta sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, við danska fjölmiðla í tengslum við mál- þing í Kaupmannahöfn í gær sem Dansk Industri og Dansk-íslenska viðskiptaráðið efndu til um íslensk fyrirtæki og frumkvöðla. Mælti Sig- urður með því að Íslendingar tækju þátt í myntsamstarfi Evrópu og tækju upp evru sem gjaldmiðil. Aðrir ræðumenn voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Hannes Smárason, forstjóri FL Gro- up, og Hörður Arnarson, forstjóri Marel. Þinginu var stýrt af Uffe Ell- eman-Jensen, fv. utanríkisráðherra Danmerkur. Uffe Ellemann sagði við opnun málþingsins að Danir væru yfirleitt ánægðir ef aðrar þjóð- ir væru taldir minni en þeir og sú væri rótgróin ímynd Íslands í hugum margra Dana. Staðreynd væri hins vegar að Íslendingar væru flestir í tveimur störfum, hvergi væru jafn- margar konur á vinnumarkaði, at- vinnuleysi vart mælanlegt og vinnu- dagur væri langur. Væri horft til alls þessa væru Danir ekki lengur mörg- um sinnum fleiri en Íslendingar. Laus við skrifræðisbákn Forseti Íslands rakti í ræðu sinni ýmis sérkenni íslensks viðskiptalífs sem gert hefðu íslenskum athafna- mönnum kleift að vinna marga sigra í samkeppni við stærri fyrirtæki á heimsmarkaði. Þar kæmi einkum til vinnusemi þjóðarinnar, áhersla á skjót viðbrögð, stuttar boðleiðir, trúnaður í samskiptum einstaklinga og sú staðreynd að þjóðin hefði verið blessunarlega laus við þau svifaseinu skrifræðisbákn sem hömluðu fram- för í öðrum löndum. Ólafur Ragnar sagði að önnur smærri ríki Evrópu hefðu náð góð- um árangri og nefndi þar lönd eins og Slóveníu, Slóvakíu og Eistland. Hann fjallaði í ræðu sinni um stjórn- málatengsl Íslands við fjölmenn ríki Asíu, Kína og Indland og sagði frá ferð sinni til Kína með íslenskum at- hafnamönnum. Þess utan hefði al- þjóðavæðingin og byltingin í upplýs- ingatækni gefið athafnamönnum og frumkvöðlum tækifæri til að ná ár- angri á heimsmarkaði. Lítill heima- markaður væri ekki lengur sú hindr- un sem áður var. Hann sagði að góða menntun þeirrar kynslóðar sem nú hefði mest áhrif á Íslandi skipta miklu. Í raun væri hægt að halda sambærileg málþing á öllum Norð- urlöndunum, Þýskalandi, Frakk- landi og í Bandaríkjunum. Sterkar tilfinningar Sigurður Einarsson rakti upp- byggingu Kaupþings og ytri skilyrði, sérstöðu íslenska hagkerfisins og breytingar á íslensku viðskiptalífi síðastliðin ár sem rekja mætti til að- ildar Íslands að EES, upptöku kvótakerfisins í sjávarútvegi, einka- væðingu ríkisfyrirtækja og erlendra fjárfestinga í áliðnaði. Íslenska hag- kerfið hefði ásamt hinu írska á síð- astliðnum árum þanist meira út en nokkurt annað í heiminum. Hannes Smárason sagðist vilja gera sitt til að bæta ímynd íslenskra fyrirtækja í Danmörku. Hann hefði sterkar tilfinningar til Kaupmanna- hafnar sem hann sagði vera alþjóð- legustu borg Norður-Evrópu og þannig hefði hún verið góður út- gangspunktur fyrir íslensk fyrirtæki sem vildu fjárfesta erlendis. Hörður Arnarson fjallaði um stofnun og vöxt Marels og sérstak- lega um kaup fyrirtækisins á danska fyrirtækinu Scanvægt og samein- ingu rekstursins á síðasta ári. Hans Skov Christensen, forstjóri Dansk Industrie, átti lokaorð mál- þingsins þar sem hann sagði einn helsta kost íslenska vinnumarkaðar- ins vera sveigjanleika. Hann tók dæmi af Þorsteini Pálssyni en hann kynntist Þorsteini þegar hann var formaður Vinnuveitendasambands- ins. Síðan þá hefði Þorsteinn verið þingmaður, ráðherra, sendiherra og nú ritstjóri hjá þeim sem standa að baki útgáfu fríblaða. Slíkur starfs- ferill væri nærri óhugsandi á dönsk- um vinnumarkaði. Krónan of lítil og mun hverfa Morgunblaðið/Rósa Erlingsdóttir Málþing Ólafur Ragnar Grímsson var frummælandi á málþingi Dansk Ind- ustri og Dansk-íslenska viðskiptaráðsins í Kaupmannahöfn í gærmorgun. ● RÍKISKAUP hafa opnað tilboð í eldsneyti fyrir flugvélar og skip á veg- um Landhelgisgæslunnar, Hafrann- sóknastofnunar og Flugmálastjórnar. Útboðinu var skipt upp í þrjá vöru- flokka; skipaolíu, flugvélaeldsneyti og smurolíur. Samkvæmt útboðinu er miðað við afhendingu til kaup- enda á þremur svæðum; höfnum við Faxaflóa, austurströnd Íslands og Færeyjar. Alls bárust sjö tilboð til Rík- iskaupa frá jafnmörgum félögum. Ákveðið var að taka tilboði Atlants- olíu í skipaolíu á Faxaflóasvæðinu en á Austurlandi og í Færeyjum frá Ís- lenskri olíumiðlun. Skeljungur átti besta boð í flug- vélaeldsneytið og Kemi í smurolíur og smurefni. Olíuútboð fyrir flug- vélar og skip ríkisins AFL OG HAGKVÆMNI SAMEINAST TÆKNIUNDRIÐ TDI® DÍSILVÉLIN EYÐIR AÐEINS 4,9 LÍTRUM SIMPLY CLEVER GullnaStýrið Skoda Octavia hefur meðal annars hlotið Gullna stýrið, einhver eftirsóttustu bílaverðlaun heims. SkodaOctavia Skoda Octavia með 1,9 lítra TDI® dísilvél sannar að afl og hagkvæmni getur farið saman. Vélin skilar 105 hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum akstri á hverja 100 km. Svo er Octavia TDI® einnig fáanleg fjórhjóladrifin og meira en tilbúin í átök vetrarins. Hvort sem hindrunin er háir snjóskaflar eða hátt eldsneytisverð þá ertu í toppmálum á Skoda Octavia TDI®. Í ágúst 2006 tókst Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra FÍB blaðsins, að ná eyðslu bílsins í 3,63 lítra þegar hann ók rúmlega hringveginn, alls 1.515 km, í áheitaakstri HEKLU fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.