Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 26
Fermingarkjólar Eskimo ætlar að setja á markað hér- lendis nokkur eintök af þessum kjólum sem Ásgrímur Frið- riksson fatahönn- uður hefur hannað fyrir ferm- ingarnar. |laugardagur|10. 2. 2007| mbl.is daglegtlíf Kíkt í heimsókn í hundrað ára bárujárnshús vestur í bæ sem er svo lítið og krúttlegt að það minnir á dúkkuhús. » 28 lifun Garðyrkjubændurnir Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigur- mundsdóttir bjóða nú upp á ís- lenskt pokasalat. » 31 neytendur Kjólar verða áberandi í fata- skápum kvenna næsta haust ef tekið er mark á nýafstaðinni tískuviku í New York. » 32 tíska Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is M aður verður að geta leyst úr ýmsum vandamálum,“ segir framkvæmdastjórinn verald- arvani Ásta Kristjánsdóttir og hlær. Hún hefur ásamt fleirum sem komið hafa að rekstri Es- kimo Group sett á stofn skrifstofur í eins ólíkum löndum og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi. „Þetta byrjaði auðvitað allt hér heima, á Íslandi, fyrir um tíu árum með rekstri Eskimo Models en við höfum smátt og smátt verið að færa út kvíarnar. Bæði hefur fyrirtækið sjálft verið að stækka en eins erum við að víkka út starfsviðið.“ Ásta segir að fyrir nokkru hafi breskt fjár- festingarfyrirtæki, EES, lagt fé í dótturfyrir- tækið Eskimo Branding, og nú sé unnið að því að byggja upp vörumerkið Eskimo og mark- aðssetja vörur sem tengjast tísku og lífsstíl undir því í löndum þar sem Eskimo er með starfsemi. „Indland er reyndar svo gríðarlega stórt þannig að við ætlum að einbeita okkur að Mumbai, borginni sem áður hét Bombay, en þar búa um 18 milljónir. Við höfum verið með skrifstofur þar í 11⁄2 ár og höfum áhuga á að þróa snyrtivörulínu sem og að leita eftir sam- starfsaðilum í fataframleiðslu og dreifingu. Möguleikarnir á þessum slóðum eru margir og fjölbreyttir. Við erum ekkert að finna upp hjól- ið. Það er til fullt af fatnaði í heiminum en það er staðreynd að flestir velja fatnað eftir merk- inu.“ Baráttan við sjálfstæða straujara og maurana í tölvunni – En hvernig er tískan á Indlandi? „Hún er litrík og hefur hingað til svolítið tek- ið mið af hinum indverska sarí. Það er svolítið mikið um hvers kyns vafninga.“ segir Ásta og brosir. „Vestrænir straumar eru hins vegar farnir að hafa áhrif á tískuna og þekkt vöru- merki eins og Prada og Levi’s. Vörumerkið Es- kimo hefur hins vegar forskot á mörg önnur ókomin fatamerki í Mumbai því það er þekkt- ara í gegnum starf fyrirtækisins í tískuiðn- aðinum.“ Það er þó ekki beinn og breiður vegur að vel- gengni í viðskiptum í Indlandi og aðstæður mjög ólíkar því sem fólk á að venjast hér á landi. „Stundum eru þetta undarlegir hlutir eins og þegar tölvan manns fyllist af maurum,“ seg- ir Ásta hlæjandi og segir nánar frá. „Það gerð- ist þegar við vorum að koma húsnæði fyr- irtækisins, þriggja hæða einbýlishúsi, í það horf sem við vildum. Aðstæður voru ekki sem bestar og það var til dæmis enginn loftkæling í húsinu. Mér hafði vitanlega aldrei dottið í hug að ég þyrfti að gera sérstakar varúðarráðstaf- anir til þess að maurar kæmust ekki í tölvuna mína, í orðsins fyllstu merkingu.“ – Og hvað gerðirðu? „Ég leitaði ráða hjá heimamönnum og keypti sérstakt ilmreykelsi sem mér skildist að fældi frá maura og plantaði hjá tölvunni. Það virkaði – og svo fengu við loftkælinguna.“ Og Ásta kann fleiri skrítnar sögur frá Mumbai. „Lífið þar er stundum algjört kaos, a.m.k. hristir maður oft hausinn. Um daginn var straujari nokkur með sjálfstæðan atvinnu- rekstur búinn að planta strauborðinu sínu og straujárni fyrir framan skrifstofurnar okkar, beinlínis fyrir framan skiltið okkar. Þangað streymdi fólk með þvottinn sinn og fékk hann straujaðan gegn gjaldi. Það var alveg sama hvernig við reyndum að ræða við straujarann, hann skildi ekki okkar sjónarmið og fannst hann hafa fullan rétt á að vera þarna. Þegar við ætluðum að stugga við honum og láta færa hann, fékk hann bara vini sína, kunningja og kunningja þeirra, sem var stór hópur, til þess að mæta á staðinn og mótmæla. Við vorum al- veg ráðalaus. Í Indlandi er oft erfitt að fá greitt úr flækjum sem þessum eftir lögform- legum leiðum. Niðurstaðan var sú að hann færði sig fyrir húsendann og fékk að vera þar gegn því að strauja fyrir okkur,“ segir Ásta sem nú orðið lætur ekkert setja sig út af laginu og stefnir á að leggja Mumbai undir Eskimo. Eskimo Þessi hönnun er undir merki Eskimo. Liturinn er andstæða ímyndarinnar um eskimóa og það var með ráðum gert. Hönn- uðurinn er Ásgrímur og gert er ráð fyrir að sjá hvernig fatnaðurinn mælist fyrir á íslensk- um markaði áður en farið verður erlendis. Ætlar að leggja Bombay undir Eskimo Morgunblaðið/Árni Sæberg Brautryðjandi Ásta Kristjánsdóttir hefur verið í farsælli útrás á framandi stöðum og lent í mörgum ævintýrum. Nú stefnir hún á nýtt með markaðsetningu vörumerkisins Eskimo. Sumir menn eru einfaldlegaof góðir til að það geti ver-ið satt, svo segja að minnsta kosti vísindamennirnir við University of Central Lancas- hire í Bretlandi. Þannig virka karlmenn sem eru myndarlegir, einhleypir og í vel launuðum störfum ekki jafnaðlaðandi á kon- ur og myndarlegir menn með meðalgóða vinnu. Daily Telegraph greinir frá því hvernig vísindamennirnir rann- sökuðu á hvern hátt konur mátu líkamlegt aðdráttarafl karl- manna, sem og félags- og fjár- hagslega stöðu þeirra þegar þær veltu fyrir sér langtíma- samböndum. Upplýsingum var safnað frá konum úr röðum há- skólanema, um 23 ára aldur, víðs- vegar að um Bretland og þeim gefnar grunnupplýsingar um mennina líkt og í einkamála- auglýsingum. Þær áttu síðan að raða þeim niður eftir því hve góður kostur þeir væru sem maki til lengri tíma litið. Myndunum var skipt í þrjá hópa eftir myndarleik – í mjög myndarlega menn, aðlað- andi menn og óaðlaðandi menn og voru þeim gefin átján ólík starfsheiti af handahófi – for- stjóri, arkitekt, póstur, þjónn, garðyrkjumaður o.s.frv. Það kom vísindamönnunum mjög svo á óvart að mennirnir í meðalgóðu störfunum skyldi mæl- ast betri kostur en þeir sem höfðu góðu störfin og velta vís- indamennirnir þeirri hugmynd nú fram að konur líti málin einfald- lega þeim augum að mjög mynd- arlegir menn í góðu starfi séu líklegri til að halda fram hjá og séu þar af leiðandi „of góðir til að það sé satt“. Of góður til að það geti verið satt? Reuters Jude Law Myndarlegur, í góðu starfi …og sekur um framhjáhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.