Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SUNNUDAGINN 14. janúar 2007 birti Morgunblaðið ályktun frá félagsfundi Barnageðlæknafélags Íslands sem send hafði verið til Sivj- ar Friðleifsdóttur heilbrigð- isráðherra nokkrum vikum fyrr. Birting yfirlýsingarinnar var í tengslum við umfjöllun blaðsins um húsnæðis- og rekstrarvanda Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL). Í yfirlýsingu barnageð- læknanna segir að augljóst ætti að vera „að sérfræðiþjónusta verður einungis veitt af viðurkenndum sér- fræðingum. Þess vegna hefur það vakið furðu félagsins að heilbrigð- isráðherra hefur tekið þá ákvörðun að vísa frumgreiningu og meðferð vægari geð- og hegðunarvandamála hjá börnum á höfuðborgarsvæðinu að 18 ára aldri til Miðstöðvar heilsu- verndar barna. Engin sérfræðiþekk- ing á sviði barna- og unglingageð- lækninga er við stofnunina. Og félagsfundurinn mótmælir þess vegna „þeirri leið sem ráðherra hef- ur valið að fara með því að flytja barna- og unglingageðlækningar til starfsmanna sem hafa ekki formlega menntun eða starfsreynslu í geðheil- brigðismálum barna og unglinga.“ Félag sérfræðinga í klínískri sál- fræði (FSKS) tekur undir ályktun fundarins um að sérfræðiþjónusta ætti einungis að vera veitt af við- urkenndum sérfræðingum, en gagn- rýnir annars vegar fullyrðingar um að við greiningu og meðferð geð- og hegðunarvandamála þurfi nauðsyn- lega að vera til staðar sérfræðiþekk- ing á sviði barna- og unglingageð- lækninga og hins vegar að á Miðstöð heilsuverndar barna í Reykjavík sé ekki að finna starfsmenn sem hafa formlega menntun eða starfsreynslu í geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Stjórn Félags sérfræðinga í klín- ískri sálfræði vill benda á að með ályktun barnageðlæknanna sé verið að dusta rykið af gömlum og úrelt- um stjórnunarháttum sem staðið hafa geðheilbrigðisþjónustunni í landinu meira fyrir þrifum en verið til framdráttar. Ályktun fundarins snýst um hagsmunagæslu starfs- stéttarinnar og er ekki leiðbeinandi um nútímaleg og fagleg vinnubrögð. Látið er að því liggja að læknar með sérfræðileyfi í barnageðlækningum sé eina fagstéttin sem tekið geti ábyrgð á greiningu og meðferð barna og ungmenna með geðrask- anir og þar af leiðandi sé ótækt að starfandi sé þjónustukjarni sem ekki lúti þeirra ábyrgð og stjórn. Með þessum hætti geta barna- og unglingageðlæknar ekki eignað sér greiningu og meðferð barna og ung- linga með geðræn vandamál. Félag sérfræðinga í klínískri sál- fræði vill benda á nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag geðheilbrigðisþjónustu hvort sem hún á við börn eða full- orðna: 1) Ýmsar fagstéttir koma að með- ferð og greiningu geðrænna vanda- mála hjá börnum og unglingum. Má þar nefna lækna, hjúkrunarfræð- inga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og þroskaþjálfa. Faglegar áherslur í grunnámi þessara starfs- tétta eru ólíkar og engin nálgun er betri eða réttari en önnur. Engin ein fagstétt býr yfir þeirri heildarsýn í geðheilbrigðisfræðum að hún geti vegna þess talist vera hin útvalda stétt og beri því að hafa ábyrgð fram yfir allar aðrar stéttir á geðheil- brigðisþjónustunni. Slík ábyrgð er frekar lagaleg, en fagleg. Eðlilegra og í anda nútíma stjórnunarhátta er að ýta undir samvinnu þessara fag- stétta undir stjórn fólks sem til þeirra verka hefur lært. 2) Samkvæmt reglugerð frá 1990 öðlast sálfræðingur sérfræðiréttindi eftir að hafa uppfyllt víðtæk skilyrði um nám og starfreynslu í a.m.k. fjögur og hálft ár eftir að hafa hlotið embættispróf. Sálfræðingur getur öðlast sérfræðiviðurkenningu á fjór- um sviðum: Klínískri sálfræði (barna eða fullorðinna), uppeldis- og skólasálfræði, fötlunarsálfræði og vinnu- og skipulagssálfræði. Að und- anskildum vinnu- og skipulags- sálfræðingum starfa ofantaldir sér- fræðingar við greiningu og meðferð í geðheilbrigðis-, félagsmála- og skólakerfinu. 3) Sálfræðingar hafa þróað og rannsakað mats- og greiningartæki sem eru notuð við greiningu geð- ræns vanda og við val meðferð- arúrræða. Vandaðar geðgreiningar geðlækna eru gjarnan að verulegu leyti byggðar á greiningum sálfræð- inga sem hlotið hafa sérstaka þjálf- un og tilskilin leyfi til að nota þessi matstæki. 4) Í meðferðarstarfi nota sálfræð- ingar aðferðir sem byggjast á sál- fræðilegum lögmálum og sem hafa verið árangursmældar. Það með- ferðarform sem helst er mælt með í dag, hugræn atferlismeðferð, nota sálfræðingar með góðum árangri eftir tveggja ára þjálfunarnám. Full- yrða má að sálfræðingar nota öflug meðferðarúrræði fyrir börn, ung- linga og foreldra, úrræði sem m.a. geðlæknar vísa skjólstæðingum sín- um gjarnan á. 5) Eðlilegt er að geðheilbrigð- isþjónusta sé í boði á fleiri stigum en á bráða- og sérfræðisviði. Á þessu sviði hefur álag verið mikið síðustu árin, samanber barna og unglinga- geðdeildina, m.a. vegna þess að önn- ur úrræði hafa verið takmörkuð. Auka þarf vægi grunnþjónustunnar í geðheilbrigðisþjónustunni eins og t.d. við heilsugæsluna og í skólakerf- inu. Þar þarf að skapa aðstæður svo hægt sé að sinna frumgreiningu og forvinnu þegar um flóknari geðræna kvilla er að ræða og meðferð við vægari tilfellum. Því ber að fagna ákvörðun heilbrigðisráðherra að vísa frumgreiningu og meðferð væg- ari geð- og hegðunarvandamála hjá börnum á höfuðborgarsvæðinu að 18 ára aldri til Miðstöðvar heilsuvernd- ar barna, en þar starfa m.a. klínískir sálfræðingar með formlega mennt- un og mikla starfsreynslu varðandi geðheilbrigðismál barna og ung- linga. Stjórn Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði. Athugasemd við ályktun um geðheil- brigðismál barna og unglinga DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ís- lands dundaði sér við það á blogg- síðu sinni þann 21. janúar sl að vara lesendur Morgunblaðsins al- varlega við því að lesa greinaflokk minn um Venesúela, sem undanfarið hefur birst í Lesbókinni, þar sem ég væri „gam- alkunnugur komm- únisti“. Orðið kommúnisti heyrði ég fyrst, barn á skólavelli, er hópur stráka króaði mig af og argaði í sífellu: Pabbi þinn er komm- únisti. Ég vissi ekki hvað þetta orð merkti en það var augljóslega eitthvað hræðilegt. Orðið negldi mig nið- ur á staðnum. Senni- lega hefði ég sokkið í jörð nema hvað ég sá allt í einu glettinn föð- ur minn fyrir mér og svo kom kappinn hann stóribróðir minn aðvíf- andi og flæmdi í burtu ófreskjurnar. Hegðan þessara stráka átti sér náttúrulega eðli- legar skýringar. Þeir áttu foreldra. Faðir minn hafði skömmu áður náð sæti sem fulltrúi sósíalista í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þess gróna krata- veldis. Kratar sátu í ríkisstjórn sem beygt hafði sig undir banda- ríska hersetu hér, þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það hent- aði sumum mönnum vel er sátu í ríkisstjórninni að gleypa hrátt of- sóknaræði McCarthys og nota það til að þagga niður í þeim sem þeir töldu á einhvern hátt ógna hags- munum sínum og faðir minn var einn þeirra sem urðu fyrir þessu æði. Sennilega var það þennan sama vetur sem honum var sagt fyr- irvaralaust upp störfum á Reykja- víkurflugvelli og varð atvinnulaus svo mánuðum skipti. Ég áleit lengi vel að ástæðan hefði verið sú að hann tók þátt í stofnun félags flug- vallarstarfsmanna og var fyrsti for- maður þess. Kratar hefðu staðið á bak við það. En nú virðist önnur skýring komin í ljós í þeim gögn- um sem Guðni Th. Jóhannesson og Þór Whitehead hafa dregið fram um þessa tíma. Í Þjóðmálagrein Þórs kemur fram heimild fyrir því að dómsmálaráðuneytið íslenska hafi, að undirlagi Bandaríkja- stjórnar, safnað gögnum og skráð lista yfir „hættulega“ Íslendinga; þá mátti ekki ráða eða átti að reka úr vissum störf- um á vegum ríkisins og féll flugvall- arstarfsemi þar undir. Tel ég allt benda til þess að áðurnefnd uppsögn föður míns á Reykjavíkurflugvelli eigi rót sína að rekja til þeirra lista. Af þeim ástæðum hef ég nú ritað bréf til Páls Hreinssonar, for- manns úrskurð- arnefndar um upplýs- ingamál. Þar spyrst ég fyrir um téða lista og hvort nafn föður míns kunni að vera meðal nafna þess fólks er íslenska ríkið, að undirlagi erlends ríkis, beitti atvinnuofsókn- um vegna skoðana á þessum tíma. Of- annefnd ummæli um sjálfa mig á bloggsíðu dómsmálaráðherra hafa sömuleiðis knúið mig til að spyrjast fyrir um það hvort starfssvið nefndarinnar fáist ekki víkkað og það einnig rannsakað hvort dómsmálaráðu- neytið haldi enn lista yfir stjórn- málaskoðanir fólks? Það skal tekið fram að í dag fell- ur mér það ekki illa að Björn Bjarnason skuli sjá rautt og arga þegar minnst er á mig. Graf- alvarlegt mál er það hins vegar að í lýðræðisríki í upphafi 21. aldar skuli í starfi dómsmálaráðherra sitja eftirlegustrákur úr kalda stríðinu sem ekkert hefur lært á langri ævi og dundar sér við það á síðkvöldum að skrá niður hverja hann telur vera „hættulega“ og hverja ekki er skrifa í dagblöð. Dómsmálaráð- herra sér rautt María Kristjánsdóttir gerir at- hugasemd við skrif Björns Bjarnasonar á bloggsíðu hans » Orðið komm-únisti heyrði ég fyrst, barn á skólavelli, er hópur stráka króaði mig af og argaði í sífellu: Pabbi þinn er kommúnisti. María Kristjánsdóttir Höfundur skrifar leiklistargagnrýni í Morgunblaðið og er annars leikstjóri m. meiru. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MIKIÐ hefur verið skrifað um byggingarlóðina Miðskóga 8, Álfta- nesi. Eiganda lóðarinnar hefur verið synjað um byggingarleyfi á lóð sinni, þrátt fyrir að byggingarleyf- isumsókn sé í samræmi við lög og reglur og lóðin samþykkt sem bygg- ingarlóð. Ljóst er að bygging á lóðinni rýr- ir útsýni og umhverfisleg gæði lóðar forseta bæjarstjórnar en það var augljóst þegar forsetinn reisti sitt hús. Forseti bæjarstjórnar, Kristján Sveinbjörnsson, fullyrðir í röksemd- um sínum fyrir því, að ekki skuli byggt á lóðinni Miðskógum 8, sé ekki af eigingirni eða hags- munagræðgi, heldur sé hann að gæta hagsmuna íbúa Álftaness. Við höfum búið að Miðskógum 16 í þrjá- tíu ár og var okkar hús byggt eftir sama deiliskipulagi og gildir um um- rædda lóð á Miðskógum 8. Við íbúar við Miðskóga höfum ekki óskað breytinga á því ágæta deiliskipulagi, sem umhverfissinninn Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt gerði. Auk þess skal haft í huga að Miðskógar eru fullbyggðir að frátöldum tveim- ur lóðum og því nokkuð seint að hugleiða að breyta deiliskipulagi nú. Eftir að hafa lesið skrif ættingja Kristjáns Sveinbjörnssonar (Morg- unblaðið 13. janúar 0́7 „Bréf til blaðsins“ „Um lóð á Álftanesi“) blöskrar okkur, íbúum að Mið- skógum 16, gerræðisleg framganga forseta bæjarstjórnar Álftaness, sem hefur staðið yfir í mörg ár, þar með talin málsókn á hendur ætt- ingja sinna, sem hann tapaði bæði fyrir héraðsdómi sem og Hæsta- rétti. Þar að auki leyfir forsetinn sér að stelast inn á lóð Henriks Thor- arensens og ráðast þar í fram- kvæmdir, auðvitað án tilskilinna leyfa sveitarfélagsins. Þá er raunalegt að fylgjast með hvernig skipulagsnefnd, bæj- arstjórn og bæjarstjóri hafa stutt forseta bæjarstjórnar i þessu sið- leysi og lögleysu. Okkur er það ljúft að fullvissa þig, Henrik E. Thorarensen, eig- anda byggingarlóðarinnar að Mið- skógum 8, að við bjóðum þig og fjöl- skyldu þína velkomna að Miðskógum 8. Þessi lóð þín er ein af bestu lóðum á Álftanesi, íbúar eru í mjög nánum tengslum við náttúr- una, fjöruna og fuglalífið. Síðustu daga hafa tveir selir flatmagað á steinum í tjörninni. Við höfum þá trú að réttlætið sigri og pólitík geti ekki haft þetta mál undir verndarvæng sínum áfram. JYTTE og BJARNI FRÍMANNSSON, Miðskógum 16, Álftanesi. Byggingarlóðin að Mið- skógum 8 á Álftanesi Frá Jytte og Bjarna Frímannssyni: Jytte og Bjarni Frímannsson AÐ UNDANFÖRNU hafa dekkja- naglar verið nokkuð til umræðu og þá m.a. vegna þess að þeir spæna upp malbiki. Við það myndast ör- fínt ryk sem hangir í loftinu vegna þess hve kornin eru smá. Kornin geta komist inn í blóðrás manna gegnum öndunarveginn og valdið ýmsum kvillum, allt frá nefrennsli uppí krabbamein. Þegar dekkj- anaglar voru fyrst búnir til, fyrir ca. 50 árum, voru snjódekk að verða til og nöglunum bætt við til að auka gripið. Á þessum árum voru nánast allir bílar með aft- urdrifi og tromlubremsum. Vegna afturdrifsins voru bílarnir svo léttir að aftan að þeir gátu spólað í sára- litlum halla en þá björguðu oft naglarnir. Tromlubremsur virka þannig að þegar stigið er á pedalann færðust bremsuborðarnir út í skálarnar og viðnámið milli borða og skálar þrýsti borðunum að skálinni. Þann- ig bjuggu bremsurnar til megnið af kraftinum sem þurfti til að bremsa. Tromlubremsur virkuðu vel á þurru malbiki en gátu verið stór- hættulegar við allar aðrar að- stæður. Til að bæta úr þessu var farið að nota diskabremsur. Með þeim var bremsukrafturinn í beinu hlutfalli við þrýstikraftinn á bremsupedalann og bílstjórinn gat nú ráðið heilmiklu um það hvernig hann hægði á sér. Svo kom örtölv- an, hún var tengd bremsukerfinu í bílunum og virkaði þannig að ef einhver hjól snerust hægar en önn- ur þá létti tölvan á þeim. Bremsu- getan er með því hámörkuð. Svona búnaður er kallaður ABS. Sá er þetta ritar eignaðist nýlegan bíl í ársbyrjun 2002. Sá er framdrifinn með ABS. Bíllin var á „radial“- sumardekkjum. Vegna þess að veð- ur var hlýtt og þurrt voru ekki sett strax undir vetrardekk. Svo kom snjór og hálka, allt gekk prýðilega á sumardekkjum allt árið. Haustið 2005 (eftir 3 ár án óhappa) sögðu skoðunarmennirnir að mynstrið í dekkjunum væri orðið of grunnt. Voru þá sett undir ný vetrardekk að framan og sumardekk að aftan. Það eina sem þetta breytti var að nú var léttara að komast gegnum snjóruðninginn inn á lóð. Þegar heiðskírt er á vetrum geislar yf- irborð jarðarinnar varma út í geim- inn. Þar sem vegir eru lagðir yfir hraunfyllingar sem eru gott ein- angrunarefni og hafa litla varma- rýmd getur yfirborðið kólnað hratt og dregur til sín raka úr loftinu sem verður að ís. Þekktastur svona staða er Kúagerði þar sem rakt loft frá sjónum getur myndað hálku- blett snemma hausts löngu áður en leyfilegt er að nota nagladekk. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Naglar Frá Gesti Gunnarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.