Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 64
64 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
eins og yfirlýst mark-
mið Kaupáss er getur
samkeppnisstaða Bón-
uss orðið erfið. Þótt
Bónuskeðjan sé með
heldur lægra verð en
Krónan bætir Krónu-
verzlunin í Mosfellsbæ
það upp með því um-
hverfi, sem við-
skiptavinum er boðið
upp á. Enda herma
heimildir Víkverja í
Mosfellsbæ að Krónan
hafi tekið umtalsverð
viðskipti frá keppn-
inaut sínum í því bæj-
arfélagi.
Verðsamkeppnin á
milli lágvöruverðsverzlana hefur
legið niðri um skeið og sennilega
hafa þær allar verið að hækka verðið
hjá sér smátt og smátt. Nú stefnir
allt í það, að neytendur fylgist
grannt með verðbreytingum hinn 1.
marz n.k. og næstu vikur og mánuði
á eftir. Þá má gera ráð fyrir að þessi
samkeppni blossi upp á ný.
En hvað sem því líður er ánægju-
legt að fylgjast með framþróun í
matvöruverzlun hér sem Krónan í
Mosfellsbæ er skýrasta dæmið um.
Fyrr eða síðar verða keppinaut-
arnir að mæta þessari þróun. Neyt-
endur eru kröfuharðir. Þeir vilja
lágt verð og aðlaðandi umhverfi.
Hin nýja verzlunKrónunnar í
Mosfellsbæ markar
tímamót í skipulagi
matvöruverzlana hér
og framsetningu á
þeim vörum, sem þar
eru boðnar til sölu.
Vilji menn sjá framtíð-
ina í slíkum verzlunum
hér á landi er ástæða
til að taka sér ferð á
hendur og skoða sig
um í Krónunni í Mos-
fellsbæ.
Þetta er glæsileg
matvöruverzlun enda
augljóst að hún dregur
að sér mikinn fjölda
viðskiptavina.
Ef rétt er skilið er hér um skýra
stefnumörkun Kaupáss, sem rekur
Krónuna, að ræða. Svona verða allar
verzlanir Krónunnar í framtíðinni.
Pálmi heitinn Jónsson í Hagkaup
var að sjálfsögðu frumkvöðull á
þessu sviði hér á Íslandi.
Jóhannes Jónsson, stofnandi Bón-
uss hafði forystu um uppbyggingu
lágvöruverðsverzlana hér og hefur
enn.
Nú er Jón Helgi í Kaupási að
blanda sér í þessa baráttu með mjög
afgerandi hætti. Haldi Krónan
áfram uppbyggingu sambærilegra
verzlana og er risin í Mosfellsbæ
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn
er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta
mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.)
Í dag er laugardagur
10. febrúar, 41. dagur
ársins 2007
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Kjaftaskurinn
og öræfaþögnin.
Það er grátbroslegt að heyra í
Ómari Ragnarssyni þessa dagana,
nú ætla hann og Andri Snær að
friða náttúru Íslands og úthýsa
hvers konar atvinnustarfsemi í
landinu. Hér á bara að vera óspillt
náttúra, engir vegir eða mannvirki
og fólkið í landinu á að lifa á nátt-
úrufegurðinn og öræfaþögninni
einni saman. Þessi sami Ómar
stundaði ólöglegt lágflug yfir Vest-
uröræfum, Snæfells- og Brúar-
öræfum síðastliðið sumar, eins og
oft áður. Það virðast engin lög ná
yfir atferli þessa manns, ég varð
oft vitni að þessu lágflugi Ómars
yfir Hafrahvammagljúfri síðast lið-
ið sumar, hann kom ítrekað í lág-
flugi aftan að fólki sem stóð á
barmi gljúfursins og það var ekki
honum að þakka að enginn missti
fótana. Þegar kvartað var við flug-
turninn í Reykjavík skelltu þeir á
þegar þeir heyrðu hver flugmað-
urinn var, Ómar má brjóta öll lög
og allar reglur. Þessi sami Ómar
er svo að blása sig út í sjónvarps-
viðtali í dag (6. febrúar) að það
megi ekki rjúfa öræfakyrrðina,
hún er svo dýrmæt, en ekki heyrð-
ist mannsins mál fyrir flugvélagný
við Hafrahvammagljúfur í sumar
og ferðafólk starði skelfingu lostið
á hrægamminn sem ógnaði öryggi
þeirra. Ég ber ekki mikla virðingu
fyrir þeim sem boða eitt en fram-
kvæma annað.
Þráinn Skarphéðinsson,
svæðisleiðsögumaður á Austurlandi
Silfur Egils
Er verið að svæla Egil Helgason
frá Stöð 2. Nú kemur það í ljós að
hætt er að endurflytja þátt hans
sem sendur er út á sunnudögum.
Hver er skýringin?
Áhorfandi.
Þakkir til Bjarneyjar
Ég vil þakka Bjarneyju Garð-
arsdóttur fyrir pistil hennar í Vel-
vakanda í dag 8. febrúar, þetta eru
sorglegar staðreyndir sem bætast
nú við allan þann ljótleika, sem
undanfarið hefur dunið yfir okkur.
Elín Sigurðardóttir.
Gospelkórinn á Omega
Fyrir nokkru skrifaði kona í Vel-
vakanda um norskan gospelkór
sem hún hafði hlustað á í Grens-
áskirkju 16. des. sl. Hún var mjög
hrifin af og vonaðist til að hann
kæmi aftur.
Ég vil geta þess að hægt hefur
verið að hlusta á þennan sama kór
daglega á Sjónvarpsstöðinni
Omega.
Hlustandi.
Hjól fannst
Nýlegt 24 gíra karlmannshjól, af
gerðinni Sierra Giant, fannst við
Hofgarða á Seltjarnarnesi. Upplýs-
ingar í síma 8236782
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
80 ára af-mæli. Átt-
ræður er í dag
Hjörtur Þór-
arinsson, fyrr-
verandi skóla-
stjóri og
framkvæmda-
stjóri Sunn-
lenskra sveitar-
félaga. Hann verður að heiman.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sínum
að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka daga
og þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-1100,
senda tilkynningu og mynd á
netfangið ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og mynd í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is,
og velja liðinn "Senda inn efni".
Einnig er hægt að senda vélritaða
tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið
skal stíla á:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
ALPHA DOG kl. 8 - 10:30 B.i. 16
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:30 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ
APOCALYPTO kl. 10:30 B.i. 16
LITTLE CHILDREN kl. 8 B.i. 14
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK
PERFUME kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
BLOOD DIAMOND kl. 10 B.i. 16 ára
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
FORELDRAR kl. 8 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRIPERFUME kl. 6 - 9 - 10:30 B.i. 12 ára
DREAMGIRLS kl. 6 - 9 LEYFÐ
BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 8 LEYFÐ
BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
STRANGER THAN FICTION kl. 5:50 B.i. 16 ára
ÓSKARSTILNEFNINGAR2
eeee
Þ.T. KVIKMYNDIR.IS
FORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
eeee
H.J. MBL.
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
FRÉTTABLAÐIÐ
BYGGÐ Á METSÖLUSKÁLDSÖGU
PATRICK SUSKIND
SJÁIÐ EINA MERKUSTU MYND
ÁRSINS EN MYNDIN HEFUR
SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU
ATH! BÓKIN HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN Í TENGSLUM VIÐ FRUMSÝNINGU MYNDARINNAR
HVERSU LANGT ERTU TILBÚINN AÐ GANGA
TIL AÐ HYLJA GLÆP
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
GOLDEN GLOBE TILNEFNING
BESTI LEIKARI : WILL FERRELL
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
RÁS 2
FYRSTA KVIKMYND BYGGÐ Á RAUNVERULEGU SAKAMÁLI SEM ER FRUMSÝND ÁÐUR EN MÁLIÐ HEFUR VERIÐ TEKIÐ FYRIR Í DÓMSSAL