Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 32

Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 32
KJÓLLINN heldur sínu striki sem einhver helsta flík- in í fataskápi kvenna ef miðað er við nýafstaðna tísku- viku í New York. Nú gefst tækifæri til að skyggnast til framtíðar því hönnuðir sýndu tísku komandi hausts og vetrar, þegar almennir tískuborgarar hafa ekki einu sinni ákveðið í hverju þeir ætla að vera næsta sumar. Kjóllinn er ekki lengur ætlaður eingöngu til nota á hátíðisdögum heldur er hann fjöl- breyttari en svo. Hann gengur auðveldlega í vinnuna við þykkar sokkabuxur eða leggings, þá helst svartar en líka má nota málmliti eða hvítar. Margar útgáfur eru með ermum, bæði stuttum og síðum. Þó skorti ekki síðkjólana en þar var hvítur algengur litur. Í kvöldkjólatískunni verða einnig gull- og silfurkjólar áberandi næsta vetur, skemmtileg og upplífgandi tíska. Dökkir og djúpir litir hafa líka skotið upp kollinum, til dæmis djúpfjólublár, plómulitur og dökkblár. Nokkrir hönnuðir hafa líka not- að skæra liti til að lífga upp á fremur daufa eða dökka liti. Erfitt að komast á blað Tískuvikan í New York er umfangsmikil en 221 hönnuður sýndi sköpunarverk sín í síðast- liðinni viku. Sýningar standa yfir frá níu á morgnana til níu á kvöldin og stundum eru sex sýningar á sama tíma. Því er erfitt að komast á blað hjá tískuritstjórunum og bar- áttan um athygli fjölmiðla er mikil. Fyrir ára- tug voru sýningarnar aðeins 91. Margir ungir og upprennandi hönnuðir eru á meðal þessara tvö hundruð og hefur það þótt vera styrkur New York-tískunnar. Nú er þó svo komið að fjöldinn er orðinn dragbítur og farinn að vinna gegn New York sem tískuborg. Þótt margir hönnuðanna í New York séu ungir eru það gömlu jaxlarnir sem láta oft hvað mest til sín taka. Sýning hins þekkta Oscars de la Renta þótti með eindæmum vel heppnuð. Oscar virðist vera yngri í anda en margir kollegar hans þótt hann sé allavega helmingi eldri en flestir þeirra. Einkennis- merki hans er sígild tíska fyrir vel stæðar kon- ur, falleg og klæðileg föt. Annar sjóaður hönnuður sem herjar á sama markað er Carolina Herrera. Loðfeldi og loð- bryddingar var að finna í báðum þessum sýn- ingum en loðfeldir, bæði gervi og ekta, eru nauðsynlegir samkvæmt New York- tískuvikunni. Þrátt fyrir að New York sé nokkuð sterk tískuborg er viðurkennt viðhorf að fátt frétt- næmt gerist fyrr en á tískuvikunum í Evrópu, sem taka við næstu vikur. Verður spennandi að sjá hvernig straumarnir vestan megin Atl- antsála standast samanburðinn við það sem er í vændum. ingarun@mbl.is Max Azria Mjúkar og fínar línur, gylltar og glansandi í þessum kjól. Monique Lhuillier Flott á rauða dregilinn. Thakoon Passlega vítt hálsmál og fallegar og klæðilegar ermar. Carolina Herrera Hér eru tvær tískuflugur slegnar í einu höggi. Luca Luca Mjög töff en ekki fyrir alla að vera í þessu. Matthew Williamson Hettan ljáir kjólnum afslappaðan blæ. Behnaz Sarafpour Skyrtan breytir yfirbragði kjólsins. Oscar de la Renta Smekklegt, stíl- hreint og klæðilegt. Marc Jacobs Þessi djúpi litur fer fyrirsætunni Shalom Harlow vel. Doo.Ri Þessi nýliði í tískuheiminum hefur vakið mikla athygli. Tracy Reese Einliturinn skapar langa línu í gegnum líkamann. Kjólar af öllum stærðum og gerðum voru áberandi á tískuviku í New York sem var að ljúka. Inga Rún Sigurðardóttir fann fjársjóð úr gulli og silfri og nokkur loðin skilaboð úr djúpinu. Marchesa Merkið hefur nýlega notið hylli á rauða dreglinum. Skilgetin afkvæmi stórborgarinnar APBill Blass Ekki er hægt að láta þessa dramatík í hvítu framhjá sér fara. tíska 32 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.