Morgunblaðið - 10.02.2007, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 10.02.2007, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eee V.J.V. - TOP5.IS eee S.V. - MBL eee Ó.H.T RÁS 2 eeee -ROKKLAND Á RÁS2 eeeee BAGGALÚTUR.IS ÓSKARSTILNEFNINGAR3 eeee L.I.B. - TOPP5.IS ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN HJÁLPIN BE RST AÐ OFAN 8 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA eee S.V. - MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 3 VIKUR Í RÖÐ Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 4, 4.40 og 5.20 STUTTMYND The Pursuit of Happyness kl. 8 og 10.20 Dreamgirls kl. 5.40 og 8 Rocky Balboa kl. 6 og 10.30 B.i. 12 ára Kirikou og villidýrin m/ísl. tali kl. 4 (450 kr.) The Pursuit of Happyness kl. 5.30, 8 og 10.30 The Pursuit of Happyness LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Rocky Balboa kl. 8 og 10.20 B.i. 12 ára Vefurinn hennar Karlottu m/ísl. tali kl. 1 og 3.10 Night at the Museum kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Anna and the moods m/ensku tali kl. 1, 2, 3, 4, 6 og 7 STUTTMYND/ótextuð Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 1, 2, 3, 4 og 5 STUTTMYND Apocalypto kl. 10.10 B.i. 16 ára Köld slóð kl. 5.45 og 8 B.i. 12 ára Síðasta lotan! EKKI MISSA AF ÞESSARI! eee H.J. - MBL eee DÓRI DNA - DV eeee VJV - TOPP5.IS “Stallone lokar seríunni með glæsibrag” Frá framleiðendum Litlu lirfunnar ljótu! Frábær ný íslensk teiknimynd fyrir alla fjölskylduna Byggð á sannri sögu um manninnn sem reyndi það ómögulega! Frábær stórmynd sem slegið hefur í gegn með Will Smith sem tilnefndur er til Óskars- verðlauna fyrir leik sinn í myndinni 700 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn 450 KR Sími - 564 0000Sími - 462 3500 1TILNEFNING TIL ÓSKARSVERÐLAUNA staðurstund Kristín Helga Káradóttir opnar sýningu íGalleriBOX á Akureyri í dag kl. 16, á verki sem hún nefnir „At Quality Street“ eða „Við Gæðagötu“. Um langt skeið hafa Íslendingum borist margvíslegir Mackintosh (Quality Street) sælgætismolar í skrautlegum dósum með mynd af hermanni og hefðarkonu í bún- ingum fyrri tíðar. Þetta var hið klassíska „spari-sælgæti“ margra. Fjölskyldan átti sér- stakar gæðastundir þegar Mackintosh-konfekt var á boðstólnum og hver og einn seildist eftir sínum uppáhaldsmola. Og konfekt þetta er enn vinsælt. Við Gæðagötu Kristínar Helgu ber ýmislegt á góma sem minnir á þessa Mackintosh-hefð okkar Íslendinga en jafnframt er skyggnst inn í heim barna í Afríku þar sem listakonan var við störf. Hvítklæddur trúður leikur listir sín- ar með gamlar Mackintosh-dósir og kunnugleg fröken hringsnýst við tónlist eftir Bjarna Guðmann Jónsson. Sýningin felur í sér fortíðarþrá en einnig brennandi spurningu um gæði og fáránleika tilverunnar. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga frá 14–17 og stendur til 3. mars. Myndlist At Quality street / Við Gæðagötu Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Hjálpræðisherinn á Íslandi | Stykkishólms- kirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 20. Miriam Óskarsdóttir, Óskar Jakobsson og Íris Guð- mundsdóttir syngja og leika sálma af geisla- diskinum sem Hjálpræðisherinn á Íslandi gaf út fyrir jól. Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona verður kynnir. Norræna húsið | Söng- og kammertónleikar nemenda úr Tónlistarskólanum í Reykjavík verða haldnir í dag kl. 14. Enginn aðgangs- eyrir. Seltjarnarneskirkja | Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson syngja með Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna sunnudaginn 11. febrúar kl. 17 verk eftir Händel, Haydn og Mozart. Einnig verður fluttur Brandenborg- arkonsert nr. 6 eftir Bach. Stjórnandi er Óli- ver Kentish. Myndlist 101 gallery | Stephan Stephensen, aka president bongo. If you want blood... You’ve got it! Sýningin stendur til 15. febrúar. Opið þriðjudaga til laugadaga kl. 14–17. Anima gallerí | Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Lágmyndir. Sýningin stendur til 24. febrúar. Opið þri.-lau. kl. 13–17 www.animagalleri.is Artótek Grófarhúsi | Borgarbókasafni. Sýn- ing á verkum Guðrúnar Öyahals myndlist- armanns. Á sýningunni eru lágmyndir unnar í tré og ýmis iðnaðarefni s.s. gler, nagla, sand og rafmagnsvír. Sjá nánar á www.arto- tek.is Til 18. febrúar. Café Karólína | Sýning Kristínar Guðmunds- dóttur samanstendur af textaverkum á gla- samottur og veggi. Café Mílanó | Faxafeni 11. Flæðarmálið – Ljósmyndasýning Rafns Hafnfjörð. Opið kl. 8–23.30 virka daga, kl. 8–18 laugardaga og kl. 12–18 sunnudaga. DaLí gallerí | Brekkugötu 9, Akureyri. Linda Björk opnar í dag kl. 17 málverkasýninguna ,,Kona“. Allir eru velkomnir á opnunina. Sýn- ingin stendur til 25. febrúar. Energia | Haf og Land. Málverkasýning Steinþór Marinó Gunnarsson. Sýningin er opin frá kl. 8–20 og stendur til 1. mars. Gallerí Lind | Kópavogi. Kjartan Guðjónsson er listamaður febrúarmánaðar. Kjartan er fæddur 1921 og var einn af upphafsmönnum Septembersýningarinnar sem hélt uppi merkjum afstrakt málverksins á árunum 1947–1952. Til 23. febrúar. Gallerí Úlfur | Baldursgötu 11. Sýning Þór- halls Sigurðssonar – Fæðing upphafs. Til 20. febrúar. Opið mán.–föst. kl. 14–18, laug. og sun. kl. 16–18. Gerðuberg | RÚRÍ: Tími – Afstæði – Gildi. Sýning frá glæstum listferli. Opin virka daga kl. 11–17, um helgar kl. 13–16. Til 15. apríl. Grafíksafn Íslands | „Ljósmyndir“, sýning Soffíu Gísladóttur þar sem hún hefur notað tölvu bæði sem grafískt verkstæði og staf- rænt myrkraherbegi. Opið fimmtud.– sunnud. kl. 14–18. Til 12. febrúar. Hafnarborg | Hrafnhildur Inga Sigurð- ardóttir sýnir tæplega 40 málverk, máluð á þessu ári og því síðasta og eru öll verkin ol- íumálverk. Myndirnar eru minningabrot frá ferðalögum um Ísland. Til 4. mars. Yfirlit yfir listferil. Dröfn Friðfinnsdóttir (1946–2000) lét mikið að sér kveða í ís- lensku listalífi og haslaði hún sér völl í einum erfiðasta geira grafíklistarinnar, tréristunni. Til 4. mars. Hallgrímskirkja | Mynd mín af Hallgrími. 28 íslenskir myndlistarmenn sýna útfærslur sínar á hinni alkunnu mynd Hjalta Þor- steinssonar af Hallgrími Péturssyni. Hrafnista Hafnarfirði | Olga Steinunn Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 2. mars. i8 | Sýning á verkum Kristins E. Hrafssonar stendur yfir til 24. febrúar. Opið þri.–föst. kl. 11–17 og laug. kl. 13–17. Karólína Restaurant | Listagilinu á Ak- ureyri. Jónas Viðar sýnir málverk. Sýningin stendur til 4. maí. Nánar á www.jvd.is Kling og Bang gallerí | Helgi Hjaltalín og Pétur Örn sýna tvær einkasýningar í sam- vinnu. Þar fara saman ný verk og verk sem eru endurgerð að þau verða jafnný og ógerðu verkin sem kvikna með bygg- ingavörubæklingnum. Þar verður sýningin sjálf endurgerðin frekar en verkin sjálf. Listasafn ASÍ | Leiðsla. Eygló Harðardóttir sýnir skjáverk, málverk á pappír, teikningar og þrívíð verk, unnin með safnrýmið í huga. Til 25. feb. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Óskars – Les Yeux de Ĺombre Jaune og Adam Batemans – Tyrfingar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gull- pensillinn sýnir ný málverk undir samheitinu Indigo í Gerðarsafni. Í Gullpenslinum eru nokkrir af þekktustu málurum þjóðarinnar. Boðið er upp á leiðsögn listamanna á sunnudögum kl. 15. Safnbúð og kaffistofa. Til 11. febrúar. Listasafn Reykjanesbæjar | Duushúsum. Sýning Hlaðgerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys Sverrissonar. Sýningin ber heit- ið Tvísýna. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ingin samanstendur af 100 vatns- litamyndum sem voru málaðar á árunum 1981–2005. Myndirnar eru flestar í eigu Errós og hafa ekki verið sýndar hér á landi áður. Myndefnið er fjölbreytt og byggist á klippimyndum. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. D er ný sýningaröð sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill safnið vekja athygli á efnilegum myndlist- armönnum. Fyrst til að sýna verk sín í sýn- ingaröðinni er Birta Guðjónsdóttir. Gestir eru boðnir velkomnir í sunnudags- leiðsögn kl. 15. Skoðaðar verða sýningar safnsins í fylgd starfsfólks. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | K- þátturinn. Einar Garibaldi Eiríksson sýning- arstjóri tekur þátt í leiðsögn um sýninguna. Þar eru verk og ferill Kjarvals skoðuð út frá hugarheimi Kjarvals í því skyni að varpa nýju ljósi á verk hans fyrir samtímann. Myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi Eiríks- son sem hefur í verkum sínum kannað sýn Íslendinga á náttúruna og verk Kjarvals. Kjarval og bernskan. Sýning í norðursalnum sem sérstaklega er ætluð börnum og ung- mennum þar sem ýmsir forvitnilegir snerti- fletir Kjarvals við æskuna eru skoðaðir. Börnin fá að teikna sjálfsmynd í anda Kjar- vals og rætt verður um muninn á þeim litum og áhöldum sem Kjarval notaði og því sem börn nota í dag. Verkin á sýningunni varpa ljósi á og eru uppspretta hugleiðinga um ólíkar aðstæður barna fyrr og nú. Alla sunnudaga kl. 14 er dagskrá fyrir börn í salnum. Opið öllum. Á sýningunni Foss eru tengsl listar og nátt- úru rannsökuð í gegnum verk fjögurra lista- manna sem nálgast viðfangsefnið á afar ólíkan máta. Listamennirnir eru: Hekla Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, bandaríska listakonan Pat Steir og Rúrí. Sýningarstjórinn Hafþór Yngvason ræðir við Pat Steir, einn myndlistaramannanna á sýningunni Foss. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Nánar á www.lso.is Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þver- holti 2. Sýning Bryndísar Brynjarsd. „Hið óendanlega rými og form“ er samspil áhrifa listasögunnar og minninga frá æskuslóðum hennar þar sem leika saman form og rými. Sýningin stendur til 17. feb. Opið virka daga kl. 12–19, lau. 12–15, er í Bókasafni Mosfells- bæjar. Reykjavíkurborg | Ullarvettlingar Myndlist- arakademíu Íslands 2007 verða afhentir verðugum íslenskum myndlistarmanni á Næsta Bar í kvöld kl. 20–22. Athöfnin mun einkennast af þjóðlegu umkomuleysi hinnar íslensku landnámsrollu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Skaftfell | Framköllun, sýning Haraldar Jónssonar hefur verið framlengd til 20. febrúar. Sýningin er opin kl. 13–17 allar helg- ar eða eftir samkomulagi. www.skaftfell.is Suðsuðvestur | Listamennirnir Hye Joung Park og Karl Ómarsson hafa dregið fram óræð mörk þar sem sýningargestir eiga þess kost að skima eftir snertingu verka sem teygja sig og vaxa. Sýningin verður op- in á föstudögum milli kl. 16 og 18 og um helgar milli kl. 14 og 17.30 til 25. febrúar. Þjóðarbókhlaðan | Sigurborg Stefánsdóttir sýnir bókverk 25. janúar–28. febrúar. Bók- verk eru myndlistarverk í formi bókar, ýmist með eða án leturs. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og þýsku. Margmiðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is. Sími 586 8066. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Að- alstræti 16, er lokuð í janúar og febrúar vegna lokaáfanga forvörslu skálarúst- arinnar. Opnað að nýju 3. mars. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Spari bækur. Sýning Sigurborgar Stef- ánsdóttur Bókverk eru myndverk í formi bókar. Í bókverki eru eiginleikar bókarinnar, svo sem umfang, band, síður, og svo fram- vegis notaðir í myndlistarlegum tilgangi. Bókverkin eru einstök verk eða framleiddar í takmörkuðu upplagi. Sýning Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson Matthías Jochumsson var lykilmaður í „þjóðbyggingu“ 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein en skáldpresturinn skildi eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn- ingin stendur út febrúar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Á árunum 1965–1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Græn- lands með Hasselblad-myndavél sína. Af- rakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýning- unni. Til 18. febr. Skotið: Menjar tímans – Sissú. Sýningin fjallar um áferð og athafnir sem verða til við breytingar í umhverfi mannsins og eru myndirnar brotabrot af menjum og tíma- sveiflu í byggðu umhverfi á Reykjavík- ursvæðinu. Til 20. febr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.