Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 56
|laugardagur|10. 2. 2007| mbl.is staðurstund Kristín Gunnlaugsdóttir og Lár- us Húnfjörð Vilhjálmsson eru gestir útvarpsþáttarins Orð skulu standa í dag. » 58 útvarp Jóhann Bjarni Kolbeinsson fjallar um leikkonuna og leik- félagann Önnu Nicole Smith sem lést í fyrradag. » 57 af listum Jennifer Lopez kveðst vera tilbúin til að fjölga mannkyn- ingu með eiginmanni sínum, Marc Anthony. » 59 fólk Bandaríska myndlistarkonan Pat Steir sýnir stór og persónu- leg málverk á sýningunni Foss á Kjarvalsstöðum. » 59 myndlist Miðasala á Blúshátíð í Reykja- vík er hafin. Hátíðin er með glæsilegra móti í ár og ljóst að blúsáhugamenn kætast. » 57 blús Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Síðastliðinn mánudag hófSjónvarpið sýningar á sjón-varpsþáttunum PlanetEarth (Jörðin) sem BBC framleiðir. Óhætt er að fullyrða að þar eru á ferðinni náttúrulífsþættir sem eiga sér enga hliðstæðu í sjón- varpssögunni. Vinnan við þættina 11 tók fimm ár en yfirumsjón var í höndum Alistairs Forthegills. Við gerð þáttanna heim- sóttu 40 tökumenn 62 lönd og upp- tökustaðirnir urðu á endanum 204 talsins. Fimm ár virðast kannski ekki langur tími fyrir jafn umfangs- mikið verkefni en til að glöggva sig betur á vinnunni sem að baki er má til dæmis nefna að kvikmyndatöku- maðurinn Wade Fairley dvaldi í heilt ár á suðurskautinu til að fylgj- ast með keisaramörgæsum, en af- rakstur ársdvalarinnar mátti sjá í þættinum sem sýndur var síðastlið- inn mánudag. Í næsta þætti má svo sjá ljón veiða fíl í sameiningu, nokkuð sem aðeins örfáir jarðarbúar höfðu orðið vitni að áður. Til að ná myndum af því þurfti tökuhópurinn að vakta ljónin í sex vikur í stundum 50° heitu lofts- laginu í skógum Afríku. Leitin að Bin Laden Í Jörðinni er líf kannað frá botni dýpsta hellis jarðar, í Mexíkó, að toppi Himalajafjallanna, og allt þar á milli. Það sem gerir þættina sérstæða er að í þeim er að finna upptökur af stöðum og dýrum sem til þessa hafa aldrei náðst á filmu áður. Má þar til dæmis nefna sandref í Tíbet og snjó- hlébaraða í Himalajafjöllunum auk nýuppgötvaðrar tegundar hellafisks í Taílandi. Leitin að Osama bin Lad- en fléttaðist óvænt inn í tökur þátt- anna þegar tökulið var beðið að hverfa af vettvangi þar sem þeir höfðu beðið vikum saman eftir að ná myndum af snjóhlébarðanum veiða fjallageit í hlíðunum milli Afganist- ans og Pakistans. Líklegt þótti að Bin Laden ætti felustað í nágrenni hlébarðans og svæðið því talið hættulegt. Einnig náðu tökumenn myndum af ýmiskonar háttsemi dýra sem ekki var mönnum kunn áður, eða hafði ekki áður náðst á filmu. Í ein- um þáttanna má til að mynda sjá bleika höfrunga í tilhugalífinu en þeir gefa tilvonandi maka sínum steina í gjafir. Ný upptökutækni Þessar einstöku myndir má þakka nýrri tækni við upptökur. Mikið er tekið úr lofti, og sumt jafnvel utan úr geimnum í fullkomnum mynd- gæðum, að því er virðist. Einnig not- uðust tökumenn við búnað sem gerir kleift að ná myndum af snöggum at- burðum eins og hvítahákarli að hrifsa til sín sel, en sýna þá hægt svo mannsaugað geti betur greint hvað þarna fer fram. Þá notuðust menn við háþróaðar neðansjávarmyndavélar og urðu sérhæfðir í að taka upp í myrkri. Allar miðuðust myndatökurnar svo við að lífverurnar sem verið var að mynda yrðu þeirra ekki varar og héldu áfram sínu daglega amstri. Þættirnir fjalla um jörðina okkar, íbúa hennar og náttúru. Þeir eru ekki lausir við ádeilu. Í sjötta þætt- inum, sem sýndur var síðastliðinn mánudag, var til dæmis vakið máls á hlýnandi loftslagi jarðar og sýnt með áhrifamiklum hætti hvaða áhrif það hefur á einhverja þekktustu íbúa norðurskautsins, ísbirnina. Um boðskap þáttanna segir fram- leiðandinn Forthegill: „Eins og segir í fyrsta þættinum vorum við mann- fólkið einn milljarður fyrir hundrað árum. Í dag erum við sex milljarðar en samt eru enn ótrúlegar víðáttur jarðar sem enn eru ósnortnar. Þótt við höfum eyðilagt mikið á jörðinni er meirihlutinn enn ósnertur og það gerir hann að spennandi umfjöll- unarefni.“ Hoppípolla Þar sem landsmenn gleðjast jafn- an við tengingar við Ísland er gaman frá því að segja að lagið sem hljóm- aði undir kynningarstiklu fyrir þætt- ina í Bretlandi var „Hoppípolla“ Sig- ur Rósar af plötu þeirra Takk. Lagið varð svo vinsælt í kjölfar stiklanna að það var endurútgefið á smáskífu þar í landi. Meirihluti jarðar enn ósnertur Planet Earth (Jörðin) er sýndur í Sjónvarpinu á mánudagskvöldum og endursýndur á sunnudögum. Jörðin Sjónvarpsþættirnir Planet Earth sýna líf á jörðinni með ótrúlegum myndskeiðum. Lítill Örsmáir sæhestar koma með- al annars við sögu í níunda þætti Furðufugl Ýmsar furðuverur koma fyrir í þáttunum eins og þessi fugl. Sjónvarpið sýnir þættina Planet Earth, náttúrulífsþætti sem eiga engan sinn líka Ókindin Það hefur líklega farið um kvikmyndatökumennina sem tóku myndir af hvíthákarlinum í návígi. 40 tökumenn koma að þáttunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.