Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 21 ERLENT Ramallah. AFP, AP. | Talið er að sam- komulag helstu stjórnmálafylkinga Palestínumanna, Fatah og Hamas, beri ekki tilætlaðan árangur nema Vesturlönd hætti að sniðganga Hamas-hreyfinguna og fallist á að veita heimastjórn Palestínumanna fullan fjárhagsstuðning. Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínumanna og leiðtogi Fatah, og Kha- led Meshaal, leiðtogi Hamas, undir- rituðu samkomulag um þjóðstjórn í Mekka í fyrradag og vonast er til að það verði til þess að átökum fylking- anna ljúki. Átökin hafa kostað um hundrað manns lífið síðustu tvo mán- uði. Einangrast Bandaríkjastjórn? Palestínskir fréttaskýrendur spáðu því að samkomulagið yrði til þess að arabalönd og Evrópuríki milduðu afstöðu sína til Hamas og féllust á að veita palestínsku stjórn- inni fullan fjárhagsstuðning. Þeir sögðust hins vegar efast um að sam- komulagið fullnægði skilyrðum Bandaríkjamanna og Ísraela sem hafa krafist þess að Hamas viður- kenni tilvistarrétt Ísraelsríkis. Í samkomulaginu er ekki skírskot- að beint til Ísraelsríkis og Hamas skuldbindur sig þar ekki til að virða friðarsamninga Frelsissamtaka Pal- estínumanna (PLO) við Ísraela. Þess í stað hvetur Abbas Hamas-hreyf- inguna til að virða friðarsamningana í bréfi þar sem hann felur Meshaal formlega að mynda þjóðstjórn. Palestínskir fjölmiðlar fögnuðu samkomulaginu og létu í ljós þá von að það yrði til þess að Vesturlönd hættu að sniðganga stjórn Palestínu- manna. Nokkrir palestínskir fréttaskýr- endur sögðu að samkomulagið gæti orðið til þess að samstaða Vestur- landa rofnaði; afstaða Evrópuríkja til Hamas yrði sveigjanlegri en Ísr- aelar og Bandaríkjamenn einangr- uðust í deilunni með því að halda til streitu þeirri kröfu að Hamas við- urkenndi tilvistarrétt Ísraels. Bandaríkjastjórn kvaðst í gær ekki ætla að taka afstöðu til sam- komulagsins fyrr en hún hefur kynnt sér það í smáatriðum. Bandarískir embættismenn létu þó í ljósi áhyggj- ur af því að mynduð yrði palestínsk þjóðstjórn sem viðurkenndi ekki til- vistarrétt Ísraels og hafnaði ekki of- beldi. Samstaða Vestur- landa gæti rofnað Í HNOTSKURN » Ráðamenn í Evr-ópuríkjum fögnuðu sam- komulagi leiðtoga Hamas og Fatah í gær og sögðust vona að það yrði til þess að átökum hreyfinganna linnti. » Utanríkisráðherra Bretasagði samkomulagið „mik- ilvægt“ og franska stjórnin hvatti til þess að Vesturlönd styddu nýja þjóðstjórn Palest- ínumanna. Utanríkisráðherr- ar landa ESB ræða málið á fundi á mánudag. Hollywood. AP. | Móðir fyrirsætunnar fyrrverandi og sjónvarpsstjörn- unnar Önnu Nicole Smith kvaðst í gær telja að hún hefði dáið af völd- um taumlausrar lyfjaneyslu. „Ég held að hún hafi tekið of mörg lyf, alveg eins og Danny [son- ur hennar sem dó tvítugur],“ sagði móðirin, Vergie Arthur, í sjónvarps- viðtali. „Ég reyndi að vara hana við lyfjunum og fólkinu sem hún um- gekkst. Hún hlustaði ekki.“ Lík Smith fannst á hótelherbergi í Flórída í fyrradag. Krufning sem gerð var í gærkvöldi leiddi að sögn lækna ekki dánarorsökina í ljós, ekki fundust nein lyf í maga hennar og engin ólögleg lyf í herberginu. Því var slegið föstu að ekki væru neinir áverkar á líkinu sem gætu skýrt lát Smith en talið er að það geti tekið nokkrar vikur að finna dánarorsökina. Sonur Smith dó nokkrum dögum eftir að hún ól dóttur, Dannielynn. Deilt hefur verið um faðerni stúlk- unnar. Lögmaðurinn Howard K. Stern, síðasti unnusti Smith, er skráður faðir stúlkunnar og hermt er að hann hafi verið með henni á hótelinu í Flórída þegar hún dó. Fyrrverandi unnusti Smith, Larry Birkhead, segist vera faðir stúlk- unnar og hefur höfðað mál vegna faðernisdeilunnar. Rétta átti í málinu í Los Angeles í gær og taka átti fyrir kröfu lögfræð- ings Birkheads um að tekið yrði DNA-sýni úr Smith. Lögfræðingur Sterns sagði að sú krafa væri óskiljanleg. „Það leikur enginn vafi á því að hún er móðirin,“ sagði hann. „Hvers vegna þurfa þeir þá að fá DNA-sýni úr henni?“ Fundu ekki dánarorsök AP Deilt um faðernið Anna Nicole Smith með dóttur sinni, Dannielynn Hope, og unnustanum Howard K. Stern sem skráður er faðir stúlkunnar. PALESTÍNUMENN fylgja særðum félaga sínum í sjúkra- bíl í gamla borgarhlutanum í Ísrael í gær þegar hörð átök blossuðu þar upp milli Palestínumanna og ísraelskra lög- reglumanna. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum, en þau hófust vegna uppgraftar sem Palestínumenn segja geta veikt grunn al-Aqsa moskunnar, eins af helstu helgi- stöðum múslíma. Reuters Tugir særast í Jerúsalem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.