Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Damaskus. AFP. | Yfirmaður Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNHCR), Antonio Guterres, hvatti í gær alþjóðasamfélagið til að veita Sýrlendingum og Jórd- aníumönnum aðstoð vegna flótta- mannastraumsins frá Írak. Talið er að allt að milljón Írakar hafi síðustu mánuði flúið til Sýrlands og um 750.000 séu í Jórdaníu. Guterres var í Sýrlandi í gær og sagði að það væri „siðferðisleg og pólitísk skylda“ að veita umrædda aðstoð með tilliti til þess mikla vanda sem það hefði í för með sér að tvær milljónir íraskra flótta- manna dveldust nú utan landsins. Í Írak sjálfu hefðu auk þess 1,8 millj- ónir hrakist frá heimilum sínum. Guterres sagði að haldin yrði al- þjóðaráðstefna um vandann í Genf í apríl. Hann hrósaði Sýrlendingum fyrir „örlæti“ en þess ber að geta að stjórnvöld í Damaskus hafa kynnt reglur um að takmarka dvöl flótta- manna í landinu. Ríki heims veiti aðstoð vegna vanda flóttamanna frá Írak Reuters Örvænting Írösk kona í flótta- mannabúðum í Sýrlandi. Oruro í Bólivíu. AFP. | Hermenn Bólivíustjórnar lögðu í gær undir sig málmsteypuna Vinto, sem er í eigu sviss- nesks fyrirtækis, eftir að Evo Morales forseti gaf skipun um að þjóðnýta hana. Sagði hann málmsteypuna hafa verið einkavædda með ólöglegum hætti árið 2000. Morales er mjög vinstrisinnaður og er þegar byrjaður að þjóðnýta olíu- og gasfyrirtæki landsins. Hann skýrði frá því á fimmtudag að málmsteypan yrði einnig þjóð- nýtt og yrði það liður í að þjóðnýta námuiðnaðinn. „Tími er kominn til að þjóðnýta allar náttúruauðlindir okkar, endurnýjanlegar og ekki endurnýjanlegar, málmnámur og aðrar,“ sagði forsetinn í ræðu í höf- uðborginni La Paz. Vinto fór á hausinn 2003 og keypti þá Gonzalo Sanchez de Lozada, fyrr- verandi forseti Bólivíu, fyrirtækið án þess að kaupverð væri gefið upp. Hann seldi það síðan svissneska fyrirtækinu Glencore fyrir 200 milljónir dollara, tæpa 14 milljarða króna. Sanchez de Lozada einkavæddi á árunum 1993-1997 megnið af ríkisfyrirtækjum landsins. Morales þjóðnýtir af kappi náttúruauðlindir Bólivíu Evo Morales Bóli- víuforseti. Madríd. AFP. | Stjórnir Máritaníu og Spánar náðu í gær samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið leyfði skipi með um 370 ólöglegum innflytj- endum að sigla til hafnar í fyrr- nefnda landinu. Skipið lagði upp frá Gíneu um sl. helgi. Um 300 af farþegunum eru frá Kasmír-héraði í Indlandi og Pakistan. Talið er víst að skipinu hafi verið ætlað að sigla til hinna spænsku Kanaríeyja en þangað sigldu um 30.000 fátækir innflytjendur í fyrra í von um landvist. Vélarbilun olli því að skipið komst ekki alla leið og var spænskt varðskip sent á vett- vang þegar neyðarkall barst. Hjálp- arstofnunum tókst á fimmtudag að koma neyðargögnum um borð Reuters Flóttamannaskipið Siglt í höfn í Nouadhibou í Máritaníu. Fá landvist í Máritaníu London. AFP. | Kardínáli kaþólskra manna í Hong Kong, Joseph Zen, sakaði í gær stjórnvöld í Peking um að „heyja stríð“ með það að markmiði að grafa undan kirkjunni. Stjórnvöld í Kína létu í gær vígja allmarga biskupa án þess að leita samþykkis páfans í Róm. „Þessar ... ólögmætu vígslur í dag eru stríðsaðgerðir gegn kirkjunni,“ sagði Zen í samtali við breska ríkissjónvarpið, BBC. Spenna í samskiptum Páfagarðs og kommúnistastjórnarinnar hefur aukist eftir að ríkisstjórnin lét í fyrra vígja fjóra biskupa án þess að Benedikt páfi 16. hefði lagt bless- un sína yfir val þeirra. Kirkjudeild með um fimm milljónum manna og undir handarjaðri stjórn- valda er leyfð í Kína, hún telur sig vera kaþólska en kennir sig við „ætt- jarðarást“. Einnig starfar þar leynileg, kaþólsk kirkja með um 10 millj- ónum safnaðarbarna er lýtur páfa Kínastjórn ögrar Páfagarði SERGEI Ívanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, gagnrýndi í gær áform Bandaríkjamanna um gagn- flaugakerfi sem setja á upp í Pól- landi og Tékklandi, að sögn til að verjast „þrjótaríkjum“ eins og Íran. Gegn varnarkerfi BRESKA lögreglan handtók í gær 48 ára gamlan mann í tengslum við rannsókn á nokkrum bréf- sprengjum sem hafa sært átta manns á síðustu vikum. Grunaður í haldi HOLLENSKUR blaðamaður kom fyrir rétt í gær en hann hefur kært sjálfan sig fyrir að borða súkkulaði sem hann segir framleitt af þrælum á ekrum í Burkina Faso. Vill hann þannig vekja athygli á þrælahaldi. Kærir sjálfan sig JAPANSKT hvalveiðiskip við Suð- urskautslandið tekur nú þátt í leit að tveim hvalavinum úr áhöfn Sea Shepherd sem týndust er þeir tóku þátt í að fleygja illa þefjandi sýru að veiðimönnunum til að trufla þá. Leita hvalavina ÖRYGGISVÖRÐUR gengur framhjá málverkinu „Niagara“ eftir Jeff Koons á sýningu á verkum bandarískra listamanna í Þjóðarlistasafninu í Pek- ing. Á sýningunni, sem var opnuð í gær, eru verk 130 listamanna, allt frá nýlendutímanum til okkar tíma. Bandarísk list kynnt í Peking Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NORSK stjórnvöld hafa kynnt hönn- un svonefndrar „Dómsdagshvelfing- ar“ á Svalbarða þar sem ætlunin er að geyma fræ allra þekktra afbrigða matjurta á jörðinni. Hægt verður að geyma fræ um þriggja milljóna jurtategunda í hvelfingunni. Tilgangurinn með fræbankanum er að tryggja að fjölbreytni plöntu- lífs á jörðinni haldi sér þótt hugs- anleg kjarnorkustyrjöld, árekstur smástirnis við jörð, náttúruhamfarir eða loftslagsbreytingar eyði ákveðnum tegundum plantna í nátt- úrunni. Hvelfingin verður um 120 metra inni í fjalli á Svalbarða og fram- kvæmdirnar hefjast í mars. Gert er ráð fyrir því að þeim ljúki í septem- ber og að hvelfingin verði tekin í notkun næsta vetur. „Við höfum tekið tillit til hlýnunar- innar fyrir utan og ætlum að hafa hvelfinguna svo langt inni í klettin- um að hún verði í sífrera og hlýnunin hafi ekki áhrif á hana,“ sagði Magn- us Bredeli Tveiten, sem stjórnar verkefninu. Fræsýnin verða geymd í um átján stiga frosti í tveimur hólfum í klett- inum. Inn í þau verða 120 metra löng göng sem verða sprengd og boruð inn í fjallið. Á veggjum hvelfingar- innar verður þykkt lag af steypu. Hvelfingin, sem hefur einnig verið kölluð „Matarörkin hans Nóa“, verð- ur um 130 metra yfir sjávarmáli. Hún yrði því yfir sjávarmáli þótt all- ur ís á suðurskautssvæðinu bráðn- aði, en talið er að við það myndi sjáv- armálið hækka um 61 metra. Inngangur hvelfingarinnar verður þríhyrndur, úr steinsteypu og stáli, og lýsingin breytist eftir árstíðum. „Í miðnætursólinni á sumrin verð- ur inngangurinn eins og stór dem- antur,“ sagði Tveiten. „Á veturna þegar sólar nýtur ekki við varpar hún bjarma í myrkrið.“ Dómsdagshvelfing á Svalbarða kynnt Markmiðið er að tryggja að fræ allra matjurtategunda heimsins varðveitist verði ógurlegar hamfarir á jörðinni %&"%'"() /5B3 # - 5B3 KHG=L   3 43  + 3 %32  %3  @ MB  4 3   #  N' #  /+  + 3 # @  # N   0%+ N5  + 3 + 3  @ + @ - 3 5   /O- 4  "N 3 @ + @#5  ++5 /   !     * +    $, $,               %$ $   --   $  $   $ $ $  ./    7 8   /  0  .*  $    $  O   ?  '  &'  0 @  3  .  % (@+5B GO (   .     .   # 1 ,$ 0 ,$ 93B MP11&9G 9;M)QM 1R )G )9    !"   #$   !"   SB % &    # 2</=<3>? 2$  7   "N: 3 +> - 3   +  3$, A  5 3  N5 /++5 5B 5 +- 456$   . $   . /- $ . 0 $  , 1   , ( + 3    @ 5  -,  ,        ! ,     &   !  % 0 < , ,  7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.