Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 46

Morgunblaðið - 10.02.2007, Side 46
46 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Garðar Vigfús-son fæddist á Húsatóftum á Skeið- um 14. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu 3. febrúar síð- astliðinn. Hann var elstur 12 barna hjónanna Þórunnar Jónsdóttur frá Hlemmiskeiði, f. 28. september 1905, d. 13. janúar 2001, og Vigfúsar Þorsteins- sonar á Húsatóftum, f. 14. ágúst 1894, d. 3. febr. 1974. Systkini Garðars eru Sigríður, f. 28. ágúst 1928, d. 6. júní 1959, gift Gunnari Guðmundssyni, f. 1925, d. 1. janúar 1983, þau áttu tvö börn; Vilborg, f. 9. nóv. 1929, gift Sigurði K. Árnasyni, f. 1925, þau eiga sjö börn; Inga Guðrún, f. 22. des. 1933, gift Andrési Bjarna- syni, f. 1934. Þau eiga þrjú börn; Alda Jóna, f. 7. febr. 1935, var gift Páli Zophoníassyni, f. 1933 (þau skildu), þau eiga fjögur börn; Þor- steinn, f. 7. febr. 1935, hans kona er Steinunn Finnbogadóttir, f. 1924; Guðjón, f. 15. júní 1936, kvæntur Valgerði Auðunsdóttur, f. 1947, þau eiga þrjú börn; Hjördís, f. 5. nóv. 1938, gift Jóni Guðmundssyni, f. 1936, þau eiga fjögur börn; Jó- hanna, f. 3. apríl 1942, gift Guð- mundi T. Gíslasyni, f. 1946, d. 31. þórsdóttir, f. 1987. 4) Sigríður, f. 9. júní 1963, gift Steinþóri Guðjóns- syni, f. 1962. Þau eiga þrjú börn, Helenu, f. 1984, Guðjón Garðar, f. 1988, og Bjarka f. 1994. 5) Davíð, f. 18. maí 1965, kvæntur Hrafnhildi Jónsdóttur, f. 1968. Þau eiga þrjú börn, Unu Dögg, f. 1990, Davíð Óskar, f. 1992, og Elmu Dís, f. 1997. Þá átti Garðar dóttur, fyrir hjóna- band: 6) Helgu, f. 14. ágúst 1955, með Magneu Árnadóttur, og einnig á Elín dóttur: 7) Hugrúnu, f. 1954, fósturdóttur Garðars. Garðar og Elín hófu búskap á Húsatóftum 1957 og bjuggu þar alla tíð, fyrst á neðstu hæðinni í eldra húsinu en byggðu síðan ný- býli á Húsatóftum III. Garðar ólst upp á Húsatóftum, gekk í barna- skóla og unglingaskóla í Braut- arholti og fór síðar á bændaskólann á Hólum og lauk búfræðiprófi það- an 1949. Garðar var elstur systkina sinna og vann búi foreldra sinna mikið og vel, alveg frá barnsaldri og þar til hann stofnaði sitt heimili. Síðan var aðalvinna hans við byggingar. Hann var ekki menntaður smiður, en hafði aflað sér góðrar þekk- ingar og reynslu á því sviði og eins var hann góður múrari. Fljótlega eftir að sæðingastöðin í Laugardælum var stofnuð fór hann til starfa þar og vann þar fram yfir sjötugt. Útför Garðars verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður á Ólafsvöllum. jan. 2003, þau eiga þrjár dætur; Stefanía, f. 3. desember 1945, gift Þorkeli Hjörleifs- syni, f. 1945, þau eiga þrjár dætur; Þorgeir, f. 29. ágúst 1948; og Jón Vigfússon, f. 29. ágúst 1948. Vigfús Þór Gunnarsson, f. 31. maí 1958, sonur Sigríðar systur hans, ólst einnig upp sem einn úr hópnum. Garðar kvæntist Elínu Ingvarsdóttur frá Hvítárbakka, f. 9. maí 1933. Hún var dóttir hjónanna Jónínu Ragnheiðar Kristjánsdóttur, f. 30. ágúst 1890, d. 26. des. 1974, og Ingvars Jóhannssonar, f. 11. mars 1897, d. 23. apríl 1983 á Hvít- árbakka. Börn Garðars og Elínar eru: 1) Ingvar, f. 29. jan. 1958. Dótt- ir hans er Bryndís Ósk, f. 1988. Móðir hennar er Rósa Þorleifs- dóttir. 2) Vigfús, f. 1. maí 1959, kona hans er Pascale Cécile Darri- cau, f. 1967. Dætur þeirra eru Katr- ín, f. 2000, og Matthildur, f. 2002. 3) Unnar, f. 15. maí 1962, kona hans er Elínborg Harðardóttir, f. 1966. Þau eiga einn son, Garðar, f. 1997. Unnar á einnig son, Sigurð Þráin, f. 1986, með Berglindi Sigurð- ardóttur og fósturdóttir hans og dóttir Elínborgar er Sandra Stein- Pabbi dáinn. Það getur ekki verið. Heilsuhraustur alla tíð og að mínu mati engan veginn tilbúinn að kveðja. Hann sem ég gat alltaf leitað til. Í hjarta mér finn ég að íþróttaiðkun mín gladdi hann mikið. Ég sem íþróttamaður hefði ekki getað fengið betri föður. Frá fyrstu tíð var pabbi alltaf á hliðarlínunni mér til stuðn- ings og voru þau ófá mótin sem hann fylgdi mér á. Ef líkja ætti íþrótta- áhuga hans við trjágrein væri hún kvistalaus og bein. Pabbi aflaði sér réttinda til dóm- gæslu. Var hann sæmdur gullmerki Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir störf sín á þeim vettvangi. Dæmi um íþróttaáhuga pabba, við vorum að taka upp rófur og heyrum í útvarpinu að Mac Wilkins (þekktur kringlukastari) ætlaði að keppa á Laugardalsvelli eftir tvo tíma. Að heiman tók einn og hálfan tíma að keyra í bæinn. Vindur var mikill (er það hagstætt fyrir kringlukastara.) Verður pabba að orði að í þessum vindi gæti Wilkins kastað nálægt heimsmeti. Eigum við ekki að drífa okkur í bæinn? Auðvitað rukum við að stað í vinnugallanum og náðum í tæka tíð. Að vísu var síðan logn í bænum og engin urðu heimsmetin. Íþróttaáhugi pabba minnkaði ekki með aldrinum, hafði hann t.d. fært í dagbók sína öll úrslit og hálfleikstöl- ur landsliðsins á HM í handbolta. Eins var hann spenntur að fylgjast með framförum Davíðs barnabarns síns í spjótkasti, enda við báðir sam- mála um að hann væri mikið efni. Það gleður mig líka að pabba auðn- aðist að sjá heimildarmyndina um Jón Pál Sigmarsson fullgerða, þar sem Garðar nafni og barnabarn hans leikur Jón Pál í æsku. Ég er þakk- látur fyrir að sonur minn Sigurður Þráinn varð þeirrar gæfu njótandi í æsku að vera mikið með pabba og mömmu og njóta barngæsku hans sem var óendanlega mikil. Uppeldi okkar systkina var þannig að aldrei fann ég fyrir bönnum eða takmörkunum, en gildin voru sterk samt sem áður. Pabbi og mamma gáfu okkur mjög hamingjuríka og góða æsku. Talaði pabbi oft um það að æskuárin væru þau bestu á ævinni og börn ættu að fá að njóta þeirra áhyggjulaus því nógu fljótt byrjaði lífið að hlaða okkur verkefnum og skyldum. Hvergi leið pabba betur en í félagsskap barna. Það er kannski einkennilegt að segja það að nú þegar pabbi deyr svona skyndilega þá átta ég mig á að þetta er í fyrsta og eina skiptið sem hann á einhvern hátt tengist því að mér líði ekki vel. Að sjálfsögðu veit ég að hann fékk engu þar um ráðið. Þegar ég skrifa þessar línur lít ég út um gluggann og býst hálfpartinn við að pabbi renni í hlað, enda vorum við á leið til Kanaríeyja hinn 6. febr- úar. Veit ég að hann hlakkaði mikið til samverustunda með Garðari syni mínum og átti margt að bralla þar. Af þessari ferð verður því miður ekki, en ferðin í fyrra verður þeim mun verð- mætari í minningabanka mínum sem geymir stórar innstæður góðra minn- inga um pabba minn. Og nú til þín, pabbi, þú varst ekki bara besti faðir sem ég hefði getað óskað mér, heldur líka besti og traustasti vinur sem ég hef átt. Kærar þakkir fyrir allt, elsku pabbi. Þinn sonur Unnar. Að skrifa minningargrein um pabba er mjög óraunverulegt, hann var ennþá sterki pabbi minn, eins og þegar ég var lítil, hann var ennþá sá sem vissi svo margt. Í minningunni er æskan eiginlega bara einn leikur, alltaf nóg um að vera, oft aukabörn á heimilinu, frændsystkini okkar. Þá var enn skemmtilegra, sennilega nóg að gera hjá mömmu, en aldrei sögðu mamma og pabbi nei við fleiri börnum. Ég man vel eftir því þegar kalt var í veðri og við úti að leika, oft á skaut- um og okkur orðið kalt á tánum, að þá var það allt í lagi því við vissum að þegar við kæmum inn þá myndi pabbi blása hita í tærnar. Þá settumst við og pabbi gekk á röðina og blés og nuddaði hita í fæturna og fór nokkrar umferðir. Það var mjög notalegt. Þegar ég var lítil var ég alveg viss um að það ætti enginn eins skemmti- legan og góðan pabba og við. Hann var ekki síður skemmtilegur afi, barnabörnin sóttu í að vera með afa, enda var hann alltaf til í að leika eða lesa fyrir þau á sinn hátt og það var enginn venjulegur lestur, grettur og leikræn tjáning fylgdu með. Bækurn- ar urðu ógleymanlegar fyrir vikið. Lönguvitleysurnar gátu orðið mjög langar, eða eins langar og barnið hafði þol til. Líka var gaman að syngja og spila á orgelið með afa. Textum var oft breytt eða bætt við þá. Gamli gítarinn var tiltækur fyrir barnabörnin og var hann oft þaninn svo að foreldrunum þótti stundum nóg um hávaðann, en pabbi sagði gjarnan eitthvað á þá leið, nei ekki láta hann hætta, þetta er bara mjög gott hjá honum. Það var líka gaman að fara í kapp- hlaup við afa úti í hænsnakofa, mark- miðið var að verða nógu stór til að geta unnið hann. Afi taldi að það væri í kringum sex ára aldurinn sem það næðist. Pabbi hafði áhuga á mjög mörgu. Til dæmis garðrækt, öllum pakkan- um, blómum, trjám og nytjarækt. Það blómstraði allt hjá honum, gul- ræturnar og rófurnar langbestar og blómin fallegust, fannst mér og fleir- um sem kynntust því. Ferðalög voru líka ofarlega í huga pabba. Hann var mjög fróður um kennileiti og virtist vita eitthvað um hvern stað sem við komum á og fylgdi þá gjarnan einhver saga með. Síðari ár ferðaðist hann töluvert til útlanda. Það fannst honum mjög gaman, tók margar myndir, flestar af blómum og talaði um að það væri nú gaman að geta ræktað svona hér heima. Ef hann var svo heppinn að sjá útlensk- ar beljur tók hann einnig myndir af þeim. Mér fannst það svolítið skondið og honum líkt. Pabbi teiknaði og málaði. Sérstak- lega gaman fannst honum að teikna skopmyndir af fólki og vissum at- burðum tengdum því. Hann var einn- ig góður penni og hafði fallega rit- hönd. Við vildum alltaf að hann skrifaði formála í gestabækur og átti hann þá til að skrifa eitthvert „bull- nafn“ undir, ásamt sínu, bara svo fólk gæti velt því fyrir sér hver þetta væri. Pabbi hafði alltaf mjög mikinn áhuga á íþróttum, nánast sama hvaða íþrótt var um að ræða. Þegar ég kynntist tilvonandi eiginmanni mín- um, var ekki verra að hann var góður sundmaður. Pabbi vissi þá allt um hans íþróttaferil. Honum fannst hann reyndar hætta of fljótt að stunda sundið, því hann ætti meira inni. Þeg- ar Steinþór byrjaði svo aftur að æfa varð pabbi spenntur, mætti á sund- mótin og var mikið stoltur af sínum manni. Hann synti mikið sjálfur, 2-3svar í viku í mörg ár. Gott fannst honum að fara í gufuna og pottinn í góðum félagsskap. Stundum urðu umræðurnar heitari en potturinn og hafði hann lúmskt gaman af því. Ég og fjölskylda mín erum svo heppin að búa í nágrenni við mömmu og pabba og hefur það verið okkur ómetanlegt. Söknuður okkar er sár, en minningin um pabba mun lifa sterk, ekki síst í garðinum hans, sem hann hafði svo mikið yndi af. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi. Sigríður. Þessu símtali mun ég aldrei gleyma. Sigga systir hringdi og sagði þessi orð: „Hann pabbi er dáinn.“ Maður vissi að einhvern tímann kæmi að þessu, en ekki núna. Svona snöggt. Hann sem var hraustur og bar aldurinn ótrúlega vel. Eins og ein systir hans sagði „Sjáðu hvað hann var mikill töffari,“ þegar hún var að skoða myndir af honum frá síðasta jólaboði. Á svona stundu reikar hug- urinn til bernskuminninga. Ég man eftir pabba þannig að hann var alltaf eitthvað að gera. Sýsla í húsinu, garð- inum eða snyrta rófurnar og öll fé- lagsstörfin, íþróttirnar, söngurinn og ungmennafélagið. Ófáar myndir teiknaði hann sem voru settar upp í Brautarholti fyrir þorrablót eða hjónaböll. Frá því ég man eftir mér starfaði hann sem sæðingamaður, eða sem frjótæknir á tæknimáli. Þær voru ófáar ferðirnar sem við krakk- arnir fórum með honum á bæina. Sér- staklega ef það var þungt færi og mikill snjór. Þá voru teknar með skóflur og keðjur og síðan var brotist inn á heimreiðarnar og gátu sumir dagarnir orðið langir. En í minning- unni voru þetta skemmtilegar ferðir. Út af starfinu kynntist pabbi flest- öllum bændum í Flóanum og hrepp- unum. Man líka eftir að Landmæl- ingar Íslands höfðu samband við hann til að láta hann skoða hvort vegakerfið í Flóanum væri rétt fyrir nýtt kort sem átti að gefa út. Leið- rétti hann nokkrar villur hjá þeim. Svo voru ferðirnar með rófurnar eft- irminnilegar. Þá var hlaðið í Gypsann rófum, krökkunum einhvers staðar troðið inn og haldið til Reykjavíkur, þar sem hann seldi í búðir sem voru fastir viðskiptavinir. Yfirleitt var stoppað úti á Nesi hjá systrum hans. Þegar ég var að verða eldri var byggður bílskúr heima með gryfju og öllu. Þar vorum við Bói bróðir sem lærðum báðir bifvélavirkjun komnir með aðstöðu og minntist pabbi oft á það hvað þessi bílskúr hefði verið mikið gæfuspor að byggja og get ég ekki verið meira sammála honum. Þótt hann hafi ekki verið mikið fyrir að gera við bíla var hann alltaf nálæg- ur, kannski að snyrta rófur í poka eða slá garðinn eða bara að spjalla. Svona gæti ég skrifað lengi, en verð svo að minnast á hvað afabörnin voru honum ofboðslega kær. Hvað hann entist til að leika við þau, lesa, spila og bara fíflast í þeim þar sem hann hló ekki minna en þau. Enda ég orð mín með því að minn- ast á sögina hans sem hann spilaði ótrúlega vel á þó að hann hefði aldrei lesið nótur. Megi þér líða sem allra best þar sem þú ert. Bless, bless pabbi minn. Davíð (Dassi). Hinn 3. febrúar vaknaði ég upp við skelfilegar fréttir. Pabbi var í síman- um og sagði mér að afi Garðar hefði orðið bráðkvaddur. Mér fannst þetta svo óraunverulegt. Að afi Garðar, sem í raun ól mig upp að miklu leyti, væri dáinn. Ég var mikið í sveitinni hjá afa og ömmu þegar ég var lítill og leit á heimili þeirra sem mitt annað heimili. Afi minn, þegar ég hugsa til baka koma fram í hugann þær mörgu og góðu minningar sem ég á um þig. Sem dæmi má nefna gönguferðirnar sem við fórum oft í til Donda og Nonna á Brúnavöllum. Það er svo skrýtið að að þær voru alltaf farnar þegar gott veð- ur var og himinninn stjörnubjartur. Þá kenndirðu mér hvernig á að finna Karlsvagninn og Sjöstjörnuna. Ég var bara smástrákur þegar þetta var og enn þann dag í dag kemur þú alltaf strax upp í hugann þegar ég horfi á stjörnurnar. Og ég veit að það á alltaf eftir að vera svoleiðis því þetta voru svo góðar stundir. Svo ég tali nú ekki um hversu gaman var að fara með þér í vinnuna um allar sveitir, fara í bíltúr í afabíl, fara í rófugarðinn þinn, hjálpa þér í garðinum, gróðurhúsinu og kíkja á hænurnar. Þó er þetta bara brot af öllum þeim minningum sem ég á um þig. Þú varst alltaf svo góður við okk- ur krakkana, alltaf til í að fíflast eitt- hvað með okkur. Mér gafst aldrei færi á að segja þér hvað ég varð ofboðslega glaður þegar þið amma komuð í útskriftarveisluna mína, því þið voruð eiginlega búin að afboða komu ykkar. Það mætti kalla þetta hápunkt dagsins, því mér þykir svo vænt um ykkur bæði. En nú kveð ég þig með tárin í aug- unum, og alltaf skal ég muna þig og hugsa til þín þegar mér verður litið upp til stjarnanna. Bless, þú mikli vinur minn. Þinn afastrákur, Sigurður Þráinn Unnarsson. Afi var mjög góður maður sem vildi næstum því alltaf gera það sem barnabörnin vildu. Við fórum oft í sund þegar ég var hjá honum í sveitinni. Það var alltaf gaman í sundi með afa og síðan eftir sund fórum við oft til Bjarka frænda. Afi var alltaf til í að spila og borða endalaust af ís. Og afa fannst gaman að lesa bókina Geiturnar þrjár fyrir barnabörnin sín. Í fyrra þegar við fórum til Kanarí fannst honnum gaman í míní-golfi og í sólbaði. Þegar afi gisti hjá mér gerð- um við virki í stofunni með skjöld og sjóræningjafána, þá var mjög gaman. Afi spilaði oft við mig ólsen ólsen og veiðimann. Hann fór oft með mér í ís- búðina og tók mig oft með í sveitina. Þar var alltaf mjög gaman. Ég hjálp- aði honum í garðinum og fór oft með honum að sækja rófur og gulrætur. Þegar ég var með afa leið mér alltaf mjög vel. Bless bless, afi minn. Ég mun alltaf minnast þín. Þinn afastrákur Garðar. Garðar var elstur okkar 12 systk- inanna og var óneitanlega leiðandi í hópnum fram eftir aldri. Sem elsti sonur vann hann á búi pabba og mömmu mjög mikið og vel, alveg frá barnsaldri, en síðar var aðalvinna hans útífrá við byggingar. Hann var ekki skólagenginn smiður, en hafði aflað sér góðrar þekkingar og reynslu á því sviði og eins var hann góður múrari. Hann byggði t.d. fjósið og hlöðuna á Húsatóftum. Þegar íbúðar- húsið á Húsatóftum var byggt vann hann mikið við það, t.d. múrverkið. Húsið er byggt 1945–6, svo hann hef- ur ekki verið gamall þá. Fljótlega eftir að sæðingastöðin í Laugardælum var stofnuð fór hann til starfa þar, og vann þar fram yfir sjö- tugt. Garðari féll þetta starf vel, þar sem hann kynntist svo mörgu og góðu fólki, sem hefur sýnt honum mikla ræktarsemi alla tíð. Honum var margt til lista lagt. Hann hafði sérstakt yndi af tónlist, myndlist, íþróttum og leiklist, spilaði t.d. á böllum með Villunum um tíma og spilaði þá á gítar og sög. Og ekki naut hann sín síður við að spila á org- elið sitt heima. Það eru áreiðanlega ekki margir á áttræðisaldri sem kaupa sér vandað rafmagnsorgel og leita sér lærdóms á það, en það gerði hann og naut þess. Hann var mjög góður teiknari og var kómíkin þá oft ofarlega og sýndu margar skopmyndir hans þann eigin- leika hans vel. Þá hafði hann mjög fallega rithönd Garðar Vigfússon ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Fjölnisvegi 7, Reykjavík. . Jón Hrafnkelsson, Margrét Björnsdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Ívar Valgarðsson, Sigríður Hrafnkelsdóttir, Lothar Pöpperl, Stefán Hrafnkelsson, Anna Ólafía Sigurðardóttir, Hannes Hrafnkelsson, Sigríður Ólína Haraldsdóttir, Guðrún Hrafnkelsdóttir, Bjarni Hermann Smárason, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.