Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 53
FRÉTTIR
Nova Scotia, Canada,
oceanfront luxury cottage rentals
www.heronshoal.com
Hjólhýsi
Vantar hjólhýsi!. Vantar minni
gerð af hjólhýsi, 5-6 metra langt.
Upplýsingar í síma 554 3036.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Ferðalög
Smáauglýsingar
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bókagjöf Sendiherra Bandaríkjanna, Carol van Voorst, afhendir Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra ríflega 4.500 barnabækur á
ensku í menntamálaráðuneytinu. Bækurnar eru gefnar út af bandaríska
útgáfufyrirtækinu Scholastic, sem er stærsti útgefandi barnabóka í heim-
inum. Afhendingin fór fram nú í vikunni.
Bókaafhending sendi-
herra Bandaríkjanna
FJÁRÖFLUNARDAGUR var hald-
inn í Snyrti-Akademíunni laugar-
daginn fyrir skömmu til styrktar
góðu málefni. Nemendur Snyrti-
Akademíunnar buðu fjölbreytta
snyrtiþjónustu, andlitsböð, hand-
snyrtingu, fótsnyrtingu, förðun, nag-
laásetningu o.fl. gegn vægu gjaldi.
Gestir og gangandi gátu því „notið
þess“ að láta gott af sér leiða og kom-
ust færri að en vildu, segir í frétta-
tilkynningu. Heildverslunin Hjölur
lagði til efnin sem til þurfti og nem-
endur og kennarar Snyrti-Akademí-
unnar gáfu vinnu sína þennan dag.
Afrakstur dagsins var 290 þúsund
krónur, sem renna munu í söfnun til
styrktar skóla sem rekinn er í einu af
mörgum fátækrahverfum í nágrenni
Nairóbí í Kenía og kallast „Little
Bees“ skólinn, en íslenskir stuðn-
ingsforeldrar barna, sem stunda
þennan skóla, hafa efnt til söfnunar
með það að markmiði að bæta húsa-
kost hans. Skv. upplýsingum frá að-
standendum söfnunarinnar er með
þessari söfnun Snyrti-Akademíunn-
ar fyrsta áfanga söfnunarinnar náð,
þ.e. búið er að safna fyrir byggingu
einnar kennslustofu auk landskika.
Söfnunin er ennþá í gangi því loka-
takmark hennar er 1,5 milljónir
króna. Þeim sem leggja vilja málefn-
inu lið er bent á að upplýsingar um
verkefnið er að finna á byflugur-
.blog.is.
Fjáröflun Brynhildur Jónsdóttir í félaginu Vinir Kenía tekur við söfn-
unarfénu úr hendi Ingu Kolbrúnar Hjartardóttur skólastjóra Snyrtiskólans.
„Skóli hjálpar skóla“
NÁTTÚRUVAKTIN hefur sent
Jónínu Bjartmarz umhverfisráð-
herra áskorun og vill með því vekja
athygli „á því skeytingarleysi sem
stjórnvöld víða um land eru að sýna
svæðum á Náttúruminjaskrá“. Bréf
Náttúruvaktarinnar fer hér á eftir:
„Náttúruvaktin tekur nú þátt í
að reyna að verja þrjú svæði á nátt-
úruminjaskrá fyrir óhóflegri fram-
kvæmdagleði ráðamanna og verk-
takafyrirtækja. Í fyrsta lagi er í
Álafosskvos hafin vegalagning við
árbakka Varmár sem er á Nátt-
úruminjaskrá frá upptökum til ósa.
Í öðru lagi vill Orkuveita Reykja-
víkur leggja metangaslögn um
fjörur í Blikastaðakró/Leiruvog í
Reykjavík, sem eru á Nátt-
úruminjaskrá, á Náttúruvernd-
aráætlun og eru viðurkenndar sem
alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði.
Bæði Varmá og Blikastaðakró hafa
vaxandi verndargildi ekki hvað síst
vegna nálægðar við byggð og mik-
ilvægis fyrir útivist, fræðslu og vel-
líðan íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Í þriðja lagi er um að ræða lagn-
ingu Vestfjarðavegar um Gufudals-
sveit þar sem náttúruverndarsam-
tökin hafa öll mælt með því vegur-
inn verði lagður í jarðgöng öllum
til hagsbóta í stað þess að fara um
fágætan skóg og ógna friðuðum
arnarhreiðrum.
Öll þessi svæði eru á nátt-
úruminjaskrá og njóta því sér-
stakrar verndar samkvæmt 37. gr.
laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.
Þessi lögverndun virðist léttvæg
þegar framkvæmdagleðin grípur
um sig og skiptir þá litlu hvað verð-
ur undan að láta, eða hvaða gildi
það hefur fyrir komandi kynslóðir.
Náttúruvaktin skorar á umhverf-
isráðherra að breyta stefnu sinni
og veita engar undanþágur til
framkvæmda á friðlýstum svæðum
eða á náttúruminjaskrá nema stað-
fest sé að brýnir almennahags-
munir liggi til grundvallar fram-
kvæmd og að allar aðrar leiðir hafi
fyrst verið kannaðar.“
Áskorun til
umhverfis-
ráðherra
DVALAR- og hjúkrunarheimilinu
Grund barst um daginn kærkomin
gjöf. Aðstandendur Guðbjörns
Jónssonar, klæðskerameistara og
íþróttaþjálfara, sem lést 2. janúar
sl., færðu heimilinu tvo LazyBoy-
hægindastóla að gjöf.
Stólarnir eru þakklætisvottur
fyrir þá aðhlynningu sem Guðbjörn
hlaut á heimilinu og einnig fyrir
hlýju og stuðning við aðstandendur
hans. Stólarnir voru keyptir hjá
Húsgagnahöllinni og kom verslunin
til móts við þetta framtak og með
hennar stuðningi urðu stólarnir
tveir. Eiginkona Guðbjörns, Sigríð-
ur María Sigmarsdóttir, afhenti
gjöfina fyrir hönd fjölskyldunnar.
Grund fær
stóla að gjöf
SENDINEFND EFTA-þingmanna
fundaði á þriðjudag og miðvikudag
um fríverslun með þingnefndum
kanadíska þingsins sem fara með ut-
anríkisviðskiptamál. Guðlaugur Þór
Þórðarson, formaður þingmanna-
nefndar EFTA, fór fyrir sendinefnd-
inni en í henni voru Jón Gunnarsson
alþingismaður og þingmenn frá Nor-
egi, Sviss og Liechtenstein.
Þingmannanefnd EFTA hefur á
undanförnum árum stutt dyggilega
við gerð fríverslunarsamninga sam-
takanna. Markmiðið fundanna í Ot-
tawa með kanadísku þingnefndunum
var að þrýsta á um jákvæða niður-
stöðu í yfirstandandi fríverslunar-
viðræðum EFTA og Kanada, og
tryggja stuðning kanadískra þing-
manna við slíkt samkomulag. Samn-
ingaviðræður EFTA og Kanada hafa
staðið í mörg ár en skriður hefur
komist á viðræðurnar á síðustu mán-
uðum og vonast þingmenn EFTA til
þess að þeim ljúki sem fyrst. Á fund-
unum var einnig rætt um stöðu
Doha-samningalotu Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar og fríverslun
almennt. Sendinefndin átti einnig
fundi með Peter Milliken, forseta
kanadíska þingsins, Marie-Lucie
Morin, aðstoðarráðherra utanríkis-
viðskipta, og David Plunkett, aðal-
samningamanni Kanada í fríverslun-
arviðræðunum við EFTA.
Á fundunum lagði Guðlaugur Þór
áherslu á nauðsyn þess að efla tví-
hliða fríverslunarsamninga vegna
óvissu um afdrif Doha-samningalot-
unnar. Fríverslunarsamningur milli
EFTA og Kanada mundi skapa ný
og spennandi tækifæri í viðskiptum
þjóðanna og verða þeim til mikilla
hagsbóta. Guðlaugur Þór sagði það
kappsmál fyrir Íslendinga að auka
viðskiptaleg tengsl við Kanada, land
sem Ísland hefur tengst sterkum
sögulegum og menningarlegum
böndum allt frá fólksflutningunum
miklu vestur um haf og stofnun
byggða Vestur-Íslendinga.
EFTA-þingmenn funda
um fríverslun við Kanada
Fundur Guðlaugur Þór Þórðarson, form. þingmannanefndarinnar, og
Hugh Segal, form. utanríkismálanefndar öldungadeildar Kanadaþings.
STJÓRNVÖLD í Japan bjóða
styrk til íslenskra framhalds-
skólanema, sem eru á aldrinum 16
til 17 ára frá 25. júní til 30. júlí
2007.
Markmiðið er að gefa íslenskum
ungmennum kost á því að kynnast
japanskri tungu, menningu og
lífsháttum. Japönskukunnátta er
ekki skilyrði en umsækjendur
verður að hafa góða enskukunn-
áttu.
Styrkurinn hljóðar upp á
greiðslu ferðakostnaðar, skóla-
gjalda, húsnæðis og fæðis. Um-
sóknareyðublöð liggja frammi í
sendiráði Japans á Íslandi, Lauga-
vegi 182, 6. hæð, eða á heimasíðu;
http://www.no.emb-japan.go.jp.
Frestur fyrir umsókn er til 28.
febrúar 2007 og skal umsókn skil-
að til sendiráðs Japans á Íslandi
sem jafnframt veitir allar frekari
upplýsingar. Kynningarfundur
verður haldinn í sendiráðinu 16.
febrúar kl. 15.30.
Styrkur til námsdvalar í Japan
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
samkvæmt fjárlögum átta milljónir
króna til ráðstöfunar til verkefna á
sviði mannréttindamála. Ráðu-
neytið hefur ákveðið að úthluta
þessu fé á grundvelli umsókna.
Því gefst nú félagasamtökum og
stofnunum, sem hyggjast sinna
verkefnum á þessu sviði, kostur á
að sækja um styrk til ráðuneytisins
og skal umsókn hafa borist fyrir 15.
febrúar næstkomandi.
Styrkveitingar síðasta árs má
finna á vef dómsmálaráðuneytisins.
Styrkir til verk-
efna á sviði
mannréttinda