Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Svavar GuðjónJónsson fædd
ist á Molastöðum í
Fljótum 15. októ-
ber 1928. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á
Blönduósi 31. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 17.
ágúst 1895, d. 8.
júlí 1985, og Jón
Sigmundsson, f. 30.
júní 1890, d. 27.
nóvember 1962. Systkini Svavars
eru Guðmundur Ingimar, f. 26.
september 1914, d. 15. mars
1999; Sigurlína Jónína, f. 31.
janúar 1922, d. 1. febrúar 1994;
Aðalbjörn Snorri, f. 16. mars
1927, d. 9. ágúst 1979; Ásgeir
Hólm, f. 4. mars 1933; og Anna
Sigurbjörg, f. 10. mars 1936, d.
desember 1993.
Svavar kvæntist Sigurbjörgu
Sigríði Guðmundsdóttur 7. apríl
1951. Hún fæddist á Refsteins-
stöðum í Vestur-Húnavatnssýslu
28. september 1929, d. 9. ágúst
2001. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Pétursson, f. 24.
desember 1888, d. 14. ágúst
1964, og Sigurlaug Jakobína
Sigurvaldadóttir, f. 17. desember
1893, d. 28. desember 1968. Sig-
urbjörg ólst upp hjá fósturfor-
eldrum, þeim Jóni Jónssyni, f.
21. október 1893, d. 17. sept-
ember 1971, og Sigríði Björns-
dóttur, f. 4. nóvember 1892, d.
29. nóvember 1976 í Öxl í A-
Húnavatnssýslu. Börn Svavars
og Sigurbjargar eru: 1) Jón
Reynir, f. 1. ágúst 1951, maki
Hildur Rannveig Diðriksdóttir, f.
13. desember 1952. Þau skildu.
1964; barnsfaðir og sambýlis-
maður Georg Jónsson, f. 22.
október 1957. Ásdís og Georg
slitu sam vistum. Börn þeirra
eru: a) Svala Magnea, f. 12. maí
1979, sonur hennar er Guð-
mundur Flóki, f. 26. janúar
1999. b) Svava Guðbjörg, f. 20.
september 1982, maki Kristinn
H. Þorgrímsson, sonur hans er
Gabríel Logi, f. 7. nóvember
2003. c) Svandís Jóna, f. 28.
október 1983. Sambýlismaður
Marcus Holmén, f. 6. nóvember
1980. Þau slitu samvistum. Maki
Reynir Karlsson, f. 30. júlí 1947.
Þau skildu. Börn þeirra eru: d)
Aldís Bára, f. 28. mars 1989. e)
Einar Bjarni, f. 31. október
1990. 4) Guðmundur Jakob, f. 1.
maí 1965, maki Anna Margrét
Arnardóttir, f. 24. nóvember
1964. Börn þeirra eru: a) Örn
Steinar, f. 10. desember 1983,
dóttir hans er Anna Rakel, f. 7.
september 2004. b) Elín Björg, f.
8. janúar 1985. c) Sigurjón Þór,
f. 13. maí 1998. d) Dagmar Ósk,
f. 13. maí 1998. 5) Dröfn, f. 5.
júlí 1966, maki Torfi Gunn-
arsson, f. 21. október 1965. Börn
þeirra eru: a) Svavar Leópold, f.
5. júní 1992. b) Kári, f. 31. októ-
ber 1997. c) Hildur, f. 15. októ-
ber 1999.
Svavar ólst upp í Fljótum í
Skagafirði. Hann kvæntist ungur
og flutti að Öxl í A-Húnavatns-
sýslu, gerðist þar bóndi ásamt
því að reka vörubílaútgerð.
Hann var sjálflærður harm-
onikuleikari og lék á dans-
leikjum í Skagafirði á sínum
yngri árum. Svavar sinnti ýms-
um félagsstörfum og sat í nefnd-
um, meðal annars í hreppsnefnd
og byggingarnefnd Sveins-
staðahrepps. Hann söng með
kirkjukór Þingeyrarsóknar og í
samkórnum Glóðinni til margra
ára. Hann var einnig félagi í
Harmonikuklúbbi Húnvetninga.
Útför Svavars verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Börn þeirra eru: a)
Hilmar Andri, f. 6.
september 1974,
maki Sanita, f. 26.
janúar 1978. Dóttir
þeirra er Marta
Alexandra, f. 5. júní
2005. b) Elísabet
Anna, f. 11. júní
1976, dætur hennar
eru Laufey Ösp, f.
23. nóvember 1997,
og Þórdís Harpa, f.
27. mars 2000. c)
Berglind Alda, f. 10.
ágúst 1977. d) Sara
Alísa, f. 4. apríl 1986. e) Karól-
ína Alma, f. 1. apríl 1988. f)
Matthías Aron, f. 30. nóvember
1989. 2) Sigríður Bára, f. 13.
októ ber 1953, barnsfaðir Eyjólf-
ur Guðmundsson, f. 17. júlí 1953.
Sonur þeirra er a) Svavar Guð-
jón, f. 10. maí 1972, Svavar ólst
upp hjá afa sínum og ömmu í
Öxl, maki Thelma Hrund Andr-
ésdóttir, f. 13. desem ber 1977,
dóttir þeirra er Sædís Sól, f. 9.
september 2004. Sigríður giftist
Óskari Sigurvin Pechar, f. 15.
apríl 1956. Þau skildu. Synir
þeirra eru b) Róbert Elías, f. 7.
júní 1977, maki Margrét Ágústa
Sigurðardóttir, f. 7. júní 1980;
og c) Kjartan Már, f. 21. júní
1980, maki Sara Jónsdóttir, f. 3.
ágúst 1985, dóttir þeirra er Kol-
brún Laufey, f. 23. desember
2006. d) Elvar Daði, f. 7. mars
1982. Fóstursonur Sigríðar og
Óskars er Svanur Ólafsson, f. 20.
apríl 1971, maki Stella Marís
Þorsteinsdóttir, f. 5. desember
1977. Synir þeirra Kristófer
Orri, f. 25. janúar 1999, og
Bergsveinn Leó, f. 2. júlí 2001.
3) Ásdís, f. 30. júlí 1959, maki
Jörgen Inge Persson, f. 31. mars
Elsku pabbi minn, þá ertu far-
inn, baráttunni er lokið. Farinn að
takast á við ný verkefni á öðrum
slóðum þar sem eilífðin er og al-
mættið finnst, þangað sem við öll
eigum eftir að fara fyrr eða síðar.
Minningarnar streyma í huga mér
um okkur fjölskylduna saman í Öxl
í blíðu og stríðu, þar sem í mörg
horn var að líta á stóru heimili.
Sem barn fékk ég alltaf að skottast
með þér og mömmu í fjárhúsunum
og fjósinu full af áhuga. Við áttum
það sameiginlegt að þekkja hverja
kind og áttum við margar ljúfar
stundir í fjárhúsunum þar sem við
röktum saman ætterni kindanna.
Við gátum setið á garðabandinu og
horft hreykin yfir fallegu kinda-
hjörðina sem þá fannst á húsi
hverju sinni. Þið mamma byggðuð
nýtískuútihús á sínum tíma. Úti-
húsin teiknaðir og hannaðir þú eft-
ir þörfum bóndans og þínum eigin
hugmyndum, framsýnn varstu þar
sem þú byggðir vélgengan kjallara,
hlaðan hafði súgþurrkunarkerfi og
í mjólkurhúsinu var stór mjólk-
urkælir fyrir mjólkurbrúsana. Þú
varst langt á undan þinni samtíð
en þetta var byggt 1961. Þú hafðir
frumkvæði að ýmsu öðru, til dæmis
þjónustu við bændur. Þú keyptir
vörubíl (Mercedes Benz) sem þú
notaðir til að sækja síld til Sigló
eða Akureyrar, flytja fé fram til
heiða, heim úr réttum eða til slátr-
unar. Þið Elli stofnuðuð fyrirtæki
saman og fluttuð til landsins fóð-
urblöndu af merki KFK-fóður. Ég
man hvað mér fannst gaman og
stolt var ég þegar stórt vöruflutn-
ingaskip (Dísarfellið) kom beint frá
útlöndum til Blönduóss fullhlaðið
með KFK-fóður fyrir þig og Ella.
Allar geymslur fylltust með fóð-
urblöndu og ánægðir bændur
komu alls staðar frá til að kaupa
heim birgðir fyrir veturinn.
Þetta voru skemmtilegir tímar,
alltaf eitthvað um að vera heima í
Öxl. Þér féll sjaldan verk úr hendi.
Þú varst frábær smiður og véla-
viðgerðarmaður, sjálflærður snill-
ingur. Margir nutu góðs af því. Þú
hafðir gott auga fyrir fegurð og
mönnum og hafðir mikið yndi af
náttúrulegum auðlindum. Fram til
heiða fékkstu frelsistilfinningu
„villta mannsins“, talaðir oft um
söguna um Fjalla-Eyvind og Höllu.
Þið mamma studduð mig heilshug-
ar við hestamennskuna og saman
ræktuðum við ágætis hrossastofn.
Við áttum fleira sameiginlegt,
pabbi minn, og vil ég nefna tónlist
af öllu tagi en mesta uppáhaldið í
heiðartúrunum var hljómsveitin
Hollies. Svo var það harmonikan
sem naut sín alltaf best í örmum
þínum. Sem betur fer eigum við
tónlist sem er spiluð af þér, okkur
til sællar minningar. Þú varst
mannþekkjari og sálfræðingur í
þér og dýrmæt auðlind að leita til
á erfiðum tímum í lífi mínu. Þú
varst höfðingi heim að sækja,
kvartaðir aldrei. Tókst lífinu með
auðmýkt og umhyggju. Alltaf
þakklátur og virðingarfullur í garð
náungans, en ákveðinn ef á þurfti
að halda.
Ég kveð þið með söknuði og full
af þakklæti fyrir allt, elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Ásdís.
Ég kveð í dag minn elskulega
tengdaföður sem lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á Blönduósi eftir löng
veikindi. Hann lést úr sjaldgæfum
blóðsjúkdómi og tók örlögum sín-
um með miklu æðruleysi og ró.
Hann var glaðvær fram til síð-
asta dags, var búinn að kveðja sína
nánustu og dó sáttur við líf sitt.
Hans trú var að nú fengi hann
að hitta Sillu sína sem andaðist í
ágúst 2001 en þau voru einstaklega
góð hjón.
Ég kynntist tengdaföður mínum
árið 1988 þegar ég fluttist hér að
Öxl með manninum mínum Guð-
mundi. Þá voru þau hjónin með bú-
skap sem við yngri hjónin tókum
síðan við.
Þau hjónin tóku mér og syni
mínum afskaplega vel og urðum
við strax hluti af fjölskyldunni. Við
bjuggum í sátt og samlyndi í sama
húsi í tæp 19 ár og höfum átt
margar gleðistundir hér.
Svavar var lífsglaður og jákvæð-
ur maður. Gestrisni hans var með
afbrigðum, hann tók jafnt á móti
öllum og fór ekki í manngrein-
arálit. Það var ekki svo sjaldan
sem heyrðist á tröppunum: „Ja, nú
koma allir inn og fá sér kaffi.“
Hann var lítið fyrir að ferðast en
engu að síður fylgdist hann vel
með umheiminum og þeirri þróun
sem átti sér stað. Hann var mikill
grúskari og vísindi voru honum
hugleikin. Handlagni var honum í
blóð borin, hvort sem um vélar eða
trésmíði var að ræða. Mörg hand-
brögðin liggja eftir hann hér í Öxl.
Hann var í góðu sambandi við sína
nánustu og tók virkan þátt í lífi
þeirra í gegnum síma. Það var
gaman að skreppa á loftið og fá
fréttir af fólkinu yfir kaffibolla.
Hann var mikill landsbyggðarmað-
ur og unni náttúrunni.
„Tónlistin er mitt hálfa líf,“
sagði Svavar sem hafði yndi af að
spila á harmoniku bæði fyrir sig og
aðra. Hann samdi lög sem hann
gaf út á disk. Það verður tómlegt
að heyra ekki nikkutónlist ofan af
lofti. Svavar var mikill gleðigjafi og
reyndi eftir megni að gleðja aðra,
sérstaklega með harmonikuspili.
Hann sagðist alltaf vera ríkur, ekki
af peningum heldur hamingju og
gleði.
Ég þakka Svavari samfylgdina,
hann var sá allra besti tengdafaðir
sem hægt var að hugsa sér. Af
honum lærði ég mikið um gildin í
lífinu. Hans verður sárt saknað.
Minning þín mun ávallt lifa.
Anna Margrét.
Þá hefur afi í Öxl haldið á feðra
sinna fund, jú, og ömmu auðvitað
líka. Sú hefur orðið glöð að hitta
hann aftur eftir rúmlega fimm ára
aðskilnað.
Það er næstum eins og það hafi
gerst í gær. Sitjandi aleinn, fimm
ára í Norðurleiðarrútu, á leiðinni
til afa og ömmu í Öxl. Þá var þetta
nú ekki skotist á rúmlega tveimur
tímum, heldur stoppaði rútan
örugglega í tvo tíma bara í Stað-
arskála. Allavega er minningin
þannig hjá litlum snáða á leið í
sauðburðinn. Hólarnir nálgast og
skömmu síðar brúsapallurinn. Þar
bíður afi á græna Skódanum og
blár Half and Half-tóbaksreykur
líður út um gluggann. Fjórum ár-
um seinna, eftir að stórfjölskyldan
fluttist búferlum frá Eyjum og
settist að „niðurfrá“, tóku afi og
amma okkur strákpjakkana upp á
sína arma. Á meðan færðu foreldr-
arnir björg í bú ofarlega í Blöndu-
dalnum. Er ég þeim ævinlega
þakklátur fyrir þennan tíma. Svona
regla, agi og fastar skorður eru svo
greyptar í minninguna; matmáls-
tímar alltaf á réttum tíma, sussað á
mann yfir fréttunum, hádegislúr-
inn hans afa, kaffið í mjólkurglasi
með tveimur sykurmolum og
blómapotturinn í eldhúsglugganum
sem tók við svörtu reyktu tób-
akinu. Pípan.
Fyrir mér var afi handlaginn og
mesta heljarmenni sem ég þekkti.
Hvort sem það var að taka flís úr
snöktandi snáða, búa um hand-
leggsbrot með pappanum utan af
tíu lítra mjólkurkassanum, smíða
alla heimsins hluti uppi á lofti,
gera við Uni-moggana eða spila á
harmonikuna. Allt lék þetta í hönd-
unum á honum.
Heimspekilegar umræður sköp-
uðust oft í kringum afa, sé hann al-
veg fyrir mér þar sem hann situr í
eldhúskróknum með olnbogana á
hnjánum og tóbaksbrunnið parket-
ið fyrir neðan sig. Þegar komið var
við hjá afa núna síðustu ár var allt-
af bros á vör og brjóstsykur eða sí-
ríussúkkulaði tilbúið í skápnum:
„Svona nú, taktu einn í nesti.“
Þannig var það líka í síðustu heim-
sókninni, aðeins örfáum dögum
fyrir fundinn við feðurna og ömmu.
Elsku afi, takk fyrir allt saman.
Róbert.
Elsku afi minn. Mikið er ég feg-
in að hafa náð að hitta þig áður en
þú fórst. Þessi kvöldstund verður
mér ávallt ógleymanleg og ég æv-
inlega fegin því að hafa náð að
kveðja þig. Og þú okkur.
Ég viðurkenni það að ég var
frekar smeyk við að hitta þig í
þessu ástandi, svona veikburða og
hjálparlausan. Þess vegna dró ég
svona lengi að hafa samband við
þig. Einhvern veginn fannst mér
bara að þú mundir hrista þetta af
þér og fara aftur heim í sveitina og
þangað langaði mig miklu frekar
að heimsækja þig. Því það var eitt
það besta sem ég vissi, að fara
norður í sveitina, því þar leið mér
alltaf best.
Þar myndir þú taka á móti
manni með opnum örmum og smit-
andi hlátri, og Ópal-brjóstsykri.
Svo myndirðu setjast inn og hlusta
á fréttir eða tónlistina þína og
kveikja þér í pípu og spekúlera.
Stundum tókstu líka fram nikkuna
þína og spilaðir fyrir okkur og
brostir svo út að eyrum.
Mínar bestu bernskuminningar
eru frá heimsóknum í sveitina. Þú
varst alltaf einhvers konar ofur-
hetja í mínum augum. Þú áttir
heilt fjall sem þú leyfðir mér að
eiga með þér og svo áttir þú alveg
fullt af hrossum. Það fannst mér
alveg rosalega merkilegt og ég
montaði mig mikið yfir því. Svo var
alltaf svo gaman að fá að koma upp
á loft með þér þegar þú varst með
smíðaverkstæðið þitt þar. Þú áttir
lítinn hamar sem þú leyfðir mér að
smíða með og það fannst mér sko
alveg best í heimi.
Ég man svo vel þegar þú lagaðir
dúkkukerru sem ég hafði einu
sinni með mér. Þetta var nú engin
meiriháttar viðgerð, en mér fannst
þú mesta hetja í heimi fyrir að
hafa getað lagað þetta. Afi minn
kunni sko allt! Það var bara eitt-
hvað sem mér fannst ég geta stól-
að á. Og svo áttir þú líka alltaf nóg
af kandísi eða brjóstsykri sem þú
laumaðir óspart að manni. Það
vantaði sko ekki heldur þegar ég
sá þig síðast. Þú gafst okkur mola
hvort sem okkur langaði í eða ekki.
Svo hlógum við saman og gerðum
að gamni okkar. Eins og alltaf áð-
ur. Og þó svo að ég væri orðin full-
orðin þá fannst mér samt alltaf
jafngaman að vera með þér.
Ekki grunaði mig, elsku afi, að
þú myndir kveðja þennan heim
fyrir fullt og allt daginn eftir þessa
heimsókn. Ég var nokkuð viss um
að ég myndi tala við þig aftur. En
þú varst greinilega tilbúinn að
fara, og ég er nokkuð viss um að
amma hafi verið þarna með okkur
að bíða eftir þér. Ég veit það að
þið eruð saman núna og að ykkur
líður vel. Þannig á það líka að vera.
Og það hughreystir mig mikið og
auðveldar mér að takast á við sorg-
ina. Mér þykir verst að ófædda
langafabarnið þitt skuli aldrei fá að
kynnast þér, en þú náðir allavega
að sjá og klappa „fótboltanum“
framan á mér eins og þú orðaðir
það.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
stundir sem við áttum saman og
fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég
kveð þig með miklum söknuði, en
ég veit að þið amma verðið ætíð
hér á meðal okkar.
Þín nafna,
Svava Guðbjörg.
„Hann Svavar frændi þinn í Öxl
er dáinn.“ Fréttin var ekki óvænt
en hvenær er maður í fullkomnu
jafnvægi til að heyra andlát þess
sem manni er kær?
Þegar ég var að alast upp norð-
ur í Fljótum í Skagafirði voru
bræður mömmu, þeir Ásgeir og
Svavar, aðaltöffararnir í sveitinni.
Sætir strákar með krullað hár og
grallarar eins og vera ber. Fyrir
mér var það heiður að vera frænka
þeirra.
Svavari fylgdi einstök gleði og
eitt er víst að í minningunni var
hann alltaf tilbúinn að leika sér
með okkur Ella bróður þegar hann
kom í heimsókn til Línu, stóru
systur sinnar, í Fyrir-Barði. Ekki
spillti það vinsældunum að hann
spilaði á harmoniku.
Ungur að árum eignaðist Svavar
félaga sem var dyggur förunautur
hans þar til yfir lauk. Ég finn enn
sætan ilminn þegar hann hafði lok-
ið við að troða tóbaki, líklega
Grúnó, í pípuna sína og kveikt í
henni. Þá reyndi krakkinn ég að
vera nálægt frænda, helst í fangi
hans. Í þá daga var manndóms-
vígsla að læra að reykja. Engan
óraði fyrir hættunni.
Mikið vatn er runnið til sjávar
síðan en alltaf var Svavar þessi
bóngóði, glaðlegi ljúflingur, sem
var tilbúinn að gera gott úr öllu.
Hlátur hans var smitandi og höfð-
inglegar móttökur þeirra hjóna
Sillu og Svavars í Öxl munu merla
á bandi minninganna um ókomin
ár.
Ég vil með þessum ljóðlínum
kveðja Svavar frænda minn í Öxl
sem kveður lífið sáttur og í sátt við
alla:
Nú eru komin leiðarlok,
lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæti máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Við Haukur, börnin okkar og
fjölskyldur þeirra, kveðjum kæran
samferðamann og frænda.
Svavar Guðjón
Jónsson