Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 45 Börnum hans og fjölskyldum þeirra, Ásgeiri og Gunnu, svo og öðrum syrgjendum, er vottuð djúp samúð. Guð gefi ykkur styrk til að finna gleði í minningum um geng- inn öðling. Blessuð sé minning Svavars Guðjóns Jónssonar. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Góður vinur er fluttur frá okkur og skilur svo mikið eftir sig af margskonar minningum sem ljúft er að rifja upp við margbreytilegar aðstæður. Hann var sérstaklega mikill grínisti, þar sem góðlátlegt grínið kom jafnan frá innstu hjartarótum. Þar sem nikkan var var Svavar að finna. Ungur stofnaði hann vísi að danshljómsveit ásamt Ásgeiri bróður sínum þar sem Ketilás í Fljótum í Skagafirði var vettvang- ur fyrir spilamennsku þeirra bræðra. Sagt var að jafnvel Gaut- landsbræður hefðu ýmislegt getað lært af þeim bræðrum til að halda uppi fjörinu á dansgólfinu. Seinna þegar leið hans lá vestur í Húnavatnssýslu að Öxl í Þingi breyttist lífsmynstur hans í það að verða bóndi ásamt konu og börn- um. Þar byggði hann bæði íbúðar- hús og útihús með fádæma dugn- aði. Margs konar smíðar létu honum sérlega vel og allar sínar vélar gerði hann við sjálfur. Versl- un stofnaði hann í Öxl og keypti sér vörubíl sem hann flutti allar vörur á, aðallega voru þetta fóð- urvörur sem hann ók út til við- skiptavinanna. Þessi akstur leiddi svo það af sér að hann fór að aka vörubíl í nokkur ár þegar upp- bygging vega hér á þessum slóðum stóð sem hæst, á meðan hugsaði konan um búið með hjálp barnanna. Fyrir svo sem þrem til fjórum árum fór að bera á þeim sjúkdómi sem varð til þess að hann neyddist til að hafa vistaskipti. Meðan á þessari hnignun stóð var hann alla jafna glaður og reifur eins og ekk- ert væri að. Margir komu til hans meðan biðtíminn stóð yfir. Á móti öllum tók hann jafn ljúfmannlega í risíbúðinni sinni í Öxl. Ég var einn af þeim sem komu hvað oftast til hans og á ég minningar um margar glaðværar stundir frá þessum heimsóknum sem ég geymi. Vertu svo kært kvaddur. Þinn vinur Gestur. Fyrir fjórum árum fluttum við hjónin í túnfótinn hjá Svavari í Öxl. Þetta bar brátt að og spurning hvernig heimamenn tækju þessum nýju nágrönnum. Kona mín var ró- leg enda hafði hún oft komið í Öxl á bernskuárum sínum og þekkti vel til Svavars. Við gengum upp heimtröðina að Öxl og bönkuðum upp á. Svavar tók á móti okkur með bros á vör og bauð þegar í kaffi. Frá þeim degi urðum við ekki aðeins nágrannar heldur góðir vinir. Svavar kom ungur í Öxl úr Fljótunum. Þá voru öll hús úr torfi og grjóti. Svavar var smiður góður og reisti hann nýtt íbúðarhús og nútíma fjárhús. Hann teiknaði sjálfur fjárhúsið og var hægt að moka út úr haughúsinu með trak- tor sem þótti mikið nýmæli á þeim tíma. Svavar var höfðingi heim að sækja. Hann sá um að aldrei væri tómt í glösum og að meðlæti væri ekki skorið við nögl. Að loknu borðhaldi var harmonikan sótt og Svavar lék af fingrum fram. Í augu hans kom glampi er hann spilaði og bros lék um varir. Tónarnir bárust út á tún þar sem hestar hættu að bíta gras og lögðu við hlustir. Svavar samdi fjölda laga og vann hann að því síðustu árin að taka þau saman og leika inn á snældur. Vonandi auðnast okkur að koma tónlist hans á framfæri við tónlist- arunnendur í framtíðinni. Við vottum afkomendum Svavars innilega samúð. Genginn er góður drengur. Helgi og Selma Öxl II. ✝ Eggert Reyn-arð Pálsson fæddist á Ill- ugastöðum í Aust- ur-Fljótum 4. des- ember 1919. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku 3. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Grímea Þorláks- dóttir húsfreyja, f. 1895, d. 1988, og Páll Jónsson, bóndi og sund- kennari, f. 1876, d. 1938. Albræð- ur Eggerts eru Kristinn, f. 1917, d. 2006, og Rögnvaldur Guð- mundur, f. 1925, sem dvelur nú á vistheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Hálfsystkini sam- feðra voru Guðfinna, f. 1904, d. 1987, og Hartmann, f. 1908, d. 1983. Móðir þeirra var Kristín Eðvaldsson frá Siglufirði, f. 3. febrúar 1943, þau eiga tvö börn: a) Björn Reynarð, f. 31. janúar 1962, maki Hugrún Ósk Heiðdal, f. 21. mars 1964, þau og eiga fjög- ur börn, og b) Bylgju Rúnu, f. 27. desember 1964, maki Hinrik Karl Hinriksson, f. 30. maí 1963, þau eiga þrjú börn. 2) Margrét Ólöf, f. 21. júlí 1950, maki Pétur Guð- mundsson frá Ófeigsfirði, f. 23. júní 1944, þau eiga fimm börn: a) Guðfinnu Dröfn, f. 24.október 1969, sambýlismaður Ásgeir Hrafnkelsson, f. 6. maí 1967, hún á þrjú börn; b) Guðmund, f. 2. júní 1972, maki Freyja Eiríksdóttir, f. 3. júlí 1976, þau eiga tvö börn; c) Eyrúnu, f. 27. júní 1973, hún á tvo syni; d) Björgu Maggý, f. 30. sept- ember 1980, maki Aron Hall- dórsson, f. 15. júní 1973, þau eiga þrjár dætur, og e) Eggert Reyn- arð, f. 10. janúar 1985. Fóst- ursonur þeirra er Mikael Gestur Mikaelsson, f. 20. október 1942, búsettur í Noregi, hann á þrjú börn og eitt barnabarn. Mikael var bróðursonur Bjargar. Eggert Reynarð verður jarð- sunginn frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristjánsdóttir, f. 1881, d. 1909. Hinn 7. febrúar 1943 kvæntist Eggert Björgu Maggý Guð- mundsdóttur, f. 18. júlí 1920, d. 22. júní 1993, foreldrar henn- ar voru Friðrikka Að- albjörg Gísladóttir og Guðmundur Kristinn Steinsson, ættuð úr Austur-Fljótum í Skagafirði. Eggert og Björg hófu búskap sinn hjá foreldrum Bjargar og byggðu síðan hús á Brimnesvegi 22 og bjuggu þar lengst af. Mestan hluta starfsævi sinnar var Eggert vörubílstjóri og síðar verkstjóri í Frystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. Börn þeirra Eggerts og Bjargar eru: 1) Minný Kristbjörg, f. 29. nóvember 1944, maki Ari Sigþór Í dag kveðjum við elskulegan föð- ur okkar Eggert Reynarð Pálsson, hann var okkur í senn góður faðir og vinur, börnum okkar einstakur afi og félagi. Faðir okkar fæddist á Illugastöð- um í Austur-Fljótum og ólst þar upp fyrstu árin, hann lærði mjög ungur að synda undir leiðsögn föð- ur síns sem var sundkennari bæði í Fljótum og Ólafsfirði. Hann var góður sundmaður og sagði okkur oft sögur af sundiðkun sinni, og lagið mikla áherslu á hve þetta væri heilsusamleg íþrótt. Sum barnabörn hans lærðu fyrstu sundtökin í litlu sundlauginni okkar á Reykjum og hafði hann mikla ánægju af að leiðbeina þeim. Bílarnir hans voru honum hug- leiknir, fyrst voru það vörubílarnir og síðar fólksbílarnir, þó aðallega Volvo árgerð 1971 sem hann átti í 35 ár, hann lagði mikla áherslu á að hafa allt í fullkomnu lagi og vel bón- aður bíll líkaði honum afar vel. Ófáar ferðir voru farnar á sunnu- dögum inn í Fljótin og voru þau honum mjög hugleikin og kunni hann margar sögur þaðan sem hann miðlaði til okkar, svo og bæj- arnöfn, nöfn á fjöllum og ýmsum kennileitum, einnig var oft farið til berja þangað. Gestrisni var þeim hjónum í blóð borin og oft gestkvæmt á því heim- ili. Foreldrar okkar voru mjög náin og var söknuður hans mikill þegar móðir okkar lést 1993. Einkar kært var með Eggert og systkinum hans og samband mikið þar sem Guðfinna systir hans og fjölskylda bjuggu alla tíð í Ólafs- firði, Hartmann og fjölskylda bjuggu þar líka fram yfir 1960, Kristinn og fjölskylda fram yfir 1950, Rögnvaldur flutti ungur til Reykjavíkur en þrátt fyrir fjar- lægðina var samband þeirra alltaf náið. Síðustu æviárin dvaldist faðir okkar á dvalarheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði og fékk mjög góða umönnun þar og viljum við systur og fjölskyldur okkar þakka starfsfólki og vistfólki fyrir mikla ljúfmennsku og hlýhug í hans garð. Minný Kristbjörg og Margrét Ólöf. Máltækið ungur nemur gamall temur er það sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til afa, hann hefur með sinni óþrjótandi þolin- mæði miðlað margvíslegri þekkingu til mín og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Afi var mikill skákáhugamaður og kenndi hann mér mannganginn þegar ég var smápolli. Sátum við oft lengi saman og tefldum, einnig var það hann sem kenndi mér sund- tökin, að hnýta hnúta, splæsa reipi, fletja og flaka fisk og margt fleira. Allt sem hann kenndi mér gerði hann af mikilli þolinmæði og alúð. Aldrei neinn flýtigangur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Afi hafði dálæti á bílum og hugs- aði hann alltaf vel um bílana sína. Þetta mátti vel sjá á Volvonum hans. „Sjáðu Gummi, það er ekki ryðblettur í honum, það væru nú margir sem vildu eiga svona flottan bíl,“ sagði hann og veifaði bónklútn- um. Ætli ég hafi ekki verið rétt kominn yfir fermingu þegar afi kenndi mér að keyra bíl og fór öku- kennslan yfirleitt fram á flugvell- inum eða á sandinum í Ólafsfirði, því þar var jú nóg pláss, enda veitti ekki af þar sem ökuneminn rétt sá yfir stýrið. Þessir ökutímar enduðu í fyrstu við afleggjarann inn í bæ- inn, en lengdust svo eftir því sem ökutímunum fjölgaði og ökuneminn stækkaði. Oft fórum við á rúntinn á Vol- vonum og enduðu þessar ferðir oft- ar en ekki úti í Múla. Þar sátum við og fylgdumst með bátum sem sigldu um fjörðinn. Þarna gátum við setið lengi og sagði hann mér þá oft ýmsar sögur, fjölluðu þær m.a. um ferðir hans á vörubílum og voru sumar hverjar þeirra oft ótrúlegar, t.d þegar hann hossaðist á vörubíl fullhlöðnum sprengiefni um ójafna vegi við hafnargerð í Ólafsfirði eða þegar hann keyrði með vörur um Siglufjarðarskarð á hálf-bremsu- lausum bílnum, ekki veit ég hvort allar þessar sögur hafa verið sann- ar en skemmtilegar voru þær. Eitt sem einkenndi hann afa var hversu mikið snyrtimenni hann var. Hann rakaði sig á hverjum degi og lét ekki þar við sitja heldur fékk hann ömmu til þess að plokka á sér nef- og eyrnahár. Fór þessi snyrt- ing þannig fram að afi lá með höf- uðið á lærunum á ömmu sem sat í sófanum. Ég held svei mér þá að amma hafi haft svolítið gaman af þessu öllu saman þar sem afi lá og kipptist við annað slagið þegar hún plokkaði hann. Eftir að amma dó fékk ég stundum þetta skemmti- lega hlutverk, en hvað gerir maður ekki til að eiga vel snyrtan afa. Ég myndi ekki segja að afi hefði verið mikill kokkur eða kannski var það bara, að hann vissi hversu góð- ar mér þóttu bjúgur og pylsur, því þegar ég kom í heimsókn spurði hann mig alltaf „Finnst þér ekki sperðlar eða pylsur góðar“ og þar með var matseðillinn fyrir þessa heimsókn ákveðinn, hvort sem heimsóknin varði í tvo daga eða tvær vikur. Ein af fyrstu minningum mínum um afa var þegar amma kallaði á mig innan úr eldhúsi „Stattu hérna uppá kollinum og við skulum fylgj- ast með þegar afi kemur heim“. Ég lét ekki segja mér það tvisvar held- ur stökk uppá kollinn og saman horfðum við í átt að frystihúsinu. Við fylgdumst með þegar gamli maðurinn í brúnu pjónapeysunni með derhúfuna kom röltandi heim til að gæða sér á vellingi og brauð- sneið sem amma hafði útbúið handa honum. Nú er biðin á enda og afi hefur fengið vellinginn sinn og brauðsneiðina sem amma hefur beðið með svo lengi, nú sitja þau loks saman á ný. Takk, afi, fyrir allt það sem þú kenndir mér. Guðmundur. Eggert Reynarð Pálsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 LEGSTEINAR Tilboðsdagar Allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður, afa og bróður, LÁRUSAR ARNARS PÉTURSSONAR tannlæknis, Heiðarbraut 61, Akranesi. Samhugur ykkar hefur verið okkur ómetanlegur í sorginni. Innilegar þakkir til þeirra sem studdu hann og hjálpuðu í veikindum hans. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness og Heimahjúkrunar Akraness fyrir mjög góða umönnun. Svanhildur Thorstensen, Pétur Atli Lárusson, Lilja Björk Lárusdóttir, Hulda Klara Lárusdóttir, Lára Björk Liljudóttir, Sólrún Pétursdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, afi, tengdafaðir og bróðir, HALLDÓR SNORRASON, Baldursgötu 37, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 5. febrúar. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Kristín Guðbjartsdóttir (Kristín G. Magnús), Magnús Snorri Halldórsson, Adine B. Storer, Dóra Halldórsdóttir, Haraldur Arngrímsson, Sigurlaug Halldórsdóttir, Pálmi Gestsson, f.h. barnabarna og systkina hins látna. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, GUNNARS SIGURÐAR VALTÝSSONAR, Nesi, Fnjóskadal, Þingeyjarsveit. Sérstakar þakkir til séra Arnaldar Bárðarsonar fyrir veitta aðstoð. Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir, Kristinn Elvar Gunnarsson, Gunnar Helgi Gunnarsson, Edda Elvý Hauksdóttir, Valtýr Smári Gunnarsson, Bjarney Sigurðardóttir, Berglind Ýr Gunnarsdóttir, Bríet Ýr Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.