Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 57 menning Þær miklu sorgarfréttir bárustúr Vesturheimi í fyrrakvöldað leikkonan og leikfélaginn Anna Nicole Smith hefði látist, að- eins 39 ára gömul. Smith fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi á Hard Rock-hótelinu í Hollywood í Flórída og lést skömmu síðar, en ekki er vitað með vissu hvernig andlát hennar bar að.    Smith átti það sameiginlegt meðParis Hilton að hafa ekki unnið sér margt til frægðar, annað en að vera fræg. Hún var valin leikfélagi ársins hjá Playboy árið 1993, og giftist svo hinum 89 ára gamla auð- kýfingi J. Howard Marshall árið 1994, en hún var 63 árum yngri en hann. Gamli maðurinn hrökk upp af ári síðar og þá hófust mikil mála- ferli um arfinn sem staðið hafa í meira en áratug, og standa raunar enn. Málið fór alla leið fyrir hæsta- rétt Bandaríkjanna enda þótti það að mörgu leyti sérstakt.    Smith kom fram í nokkrum kvik-myndum um ævina, en oftast var um lítil aukahlutverk að ræða enda var hún ekki menntuð leik- kona. Þá þóttu flestar bíómynd- irnar lélegar. Hún vakti hins vegar nokkra athygli fyrir nokkrum mán- uðum þegar hún lenti í miklum hörmungum á Bahamaeyjum. Þar eignaðist hún dóttur en á meðan hún var að jafna sig eftir barns- burðinn lést Daniel, tvítugur son- ur hennar. Niðurstaða krufn- ingar leiddi í ljós að Daniel hefði látist í kjölfar hjartsláttartrufl- ana sem raktar voru til lyfja- neyslu. Þetta var allt hinn mesti harmleikur, en auðvitað harm- leikur sem margt venjulegt fólk um allan heim upplifir á hverjum degi. Anna Nicole Smith þurfti þvíekki að gera margt til að verða fræg. Hún var hæfileikalaus að mestu og flest sem hún tók sér fyrir hendur reyndist misheppnað. Það er því hæpið að segja að hún hafi verið merkileg manneskja. Þrátt fyrir það rataði frétt um andlát hennar á forsíðu Morgunblaðsins og ofarlega á mbl.is. Mörgum þykir trúlega nóg um, að frétt um dauða svo „ómerkilegrar“ manneskju skuli fá slíka athygli fjölmiðla. En engan skal undra því á hádegi í gær höfðu rúmlega 30.000 manns smellt á fréttina á mbl.is, rúmlega tvöfald- ur sá fjöldi sem lesið hafði næstu frétt þar á eftir. Þetta mun vera einn mesti lestur fréttar á mbl.is frá því mælingar hófust. Það er því ljóst að Morgunblaðið er einungis að mæta áhuga lesenda sinna með því að gera fréttinni hátt undir höfði, ólíkt öðrum íslenskum dag- blöðum sem fjölluðu ekkert um mál- ið á síðum sínum í gær.    Fyrir skömmu vakti ég athygli áþví hversu gríðarlegan áhuga fólk hefur á slúðri, en slíkar fréttir eru iðulega mest lesnar á mbl.is, og trúlega í öðrum miðlum einnig. Þegar dauðinn fléttast inn í slúðrið magnast áhuginn svo um munar, enda eru minningargreinar mikið lesnar í Morgunblaðinu, líkt og slúðrið. Dauðinn heyrir alltaf til tíð- inda og þótt „venjulegar“ fréttir af Smith hafi aldrei ratað á forsíðu Morgunblaðsins, þykir dauði henn- ar nógu merkilegur til þess.    Það verður forvitnilegt að sjáhvað gerist þegar „merkilegri“ stjörnur en Anna Nicole Smith hverfa yfir móðuna miklu. Hvernig verður forsíða Morgunblaðsins til dæmis þegar Michael Jackson deyr, Madonna, Paul McCartney, Mick Jagger eða Bono? Miðað við að Anna Nicole Smith fái pláss á for- síðu ættu þessir listamenn að fá hálfa forsíðuna í það minnsta, og jafnvel sérstakt aukablað. Dauðinn og stúlkan AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson »Hvernig verður for-síða Morgunblaðsins til dæmis þegar Michael Jackson deyr, Madonna, Paul McCartney, Mick Jagger eða Bono? Fegurðardrottning „Hún var hæfileikalaus að mestu og flest sem hún tók sér fyrir hendur reyndist misheppnað.“ jbk@mbl.is MIÐASALA á Blúshátíð í Reykja- vík sem fer fram dagana 3.–6. apríl er hafin á midi.is. Hátíðin er einkar glæsileg í ár og hefst á stór- tónleikum á Nordica hóteli þriðju- daginn 3. apríl. Meðfram hátíðinni verður starfræktur klúbbur Blúshá- tíðar á Domo, Þingholtsstræti, og hefst dagskrá þar að öllum tón- leikum loknum, eða um kl. 22. Dag- skrá þar verður auglýst nánar síðar og enn eiga eftir að bætast við ein- hver atriði á Nordica hóteli. Eins og undanfarin ár verða í boði blúsmiðar sem gilda á allt nema Fríkirkjuna og kosta 6.000 kr. Uppfærð dagskrá er eftirfarandi: Þriðjudagur 3. apríl Nordica hótel kl. 17, setning í samstarfi við Rás 2. Blúslistamaður heiðraður. Blúsdjamm. Stórtónleikar á Nordica hóteli kl. 20: KK & Frakkarnir, sérstakur gestur Andrea. Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi. Ungir og upprenn- andi blúslistamenn. Miðvikudagur 4. apríl Stórtónleikar á Nordica hóteli: Kraftar alheimsins. Ronnie Baker Brooks og hljómsveit frá Bandaríkj- unum, 25 ára afmæli Kentár. Ungir og upprennandi blús- listamenn. Skírdagur, 5. apríl Stórtónleikar á Nordica hóteli: Zora Young og the Blue Ice band. Lay Low og hljómsveit, ungir og upprennandi blúslistamenn. Föstudagurinn langi, 6. apríl Fríkirkjan í Reykjavík: Sálmar og gospel. Zora Young, Andrea Gylfa- dóttir, KK, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Goðsagnir Íslands. Miðasala hafin á Blúshátíð í Reykjavík Nánar um dagskrá á www.blues.is Blúshetja Ronnie Baker Brooks Dýrðleg Zora Young Fréttir í tölvupósti Höfum fengið í einkasölu tvö hús við Veghúsastíg nr. 1 og 1A. Stærra húsið er 291 fm steinhús með fjórum íbúðum og minna húsið er ca 100 fm timburhús. Húsin standa á 371 fm lóð. Óskað er eftir tilboðum í eignirnar. 6434 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SKUGGAHVERFI - TVÖ HÚS Glæsilegt tvílyft einbýlishús innst í enda botnlangagötu á eftirsóttum stað í Ólafs- geisla í Grafarholtinu. Eignin skiptist í forstofu, hol, snyrtingu, sjónvarpshol, þvottahús, tvö herbergi og fataherbergi á neðri hæðinni. Á efri hæðinni er borð- stofa, stofa, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Timburverönd út af sjónvarps- holinu til suðurs. Öll lóðin er frágengin, hellulögð og með timburpalli. Fallegur náttúrulegur gróður sem hefur verið látinn halda sér. Hiti í stétt á bílaplani sem rúmar allt að sex bíla. Bílskúr flísalagður. Köld útigeymsla. Gegnheilt parket. V. 55,0 m. 5717 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali ÓLAFSGEISLI - GLÆSILEGT HÚS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.