Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR Ársþingi Knattspyrnu-
sambands Íslands, sem fram fer
um helgina, liggur tillaga um að
fjölga liðum í efstu deild karla á
Íslandsmótinu í knattspyrnu. Slík
breyting kallar á lengingu keppn-
istímabilsins, notkunartímabils
knattspyrnuvalla landsins. Miðað
við núgildandi for-
sendur virðist ekki
mikið svigrúm til
þess. Vellirnir hafa
oft verið í slæmu
ástandi þegar leik-
tíðin hefst og er því
eðlilegt að velta vöng-
um yfir því hvort
hægt sé að byrja fyrr
á vorin að nota gras-
velli landsins.
Í þessu samhengi
hefur komið til tals að
heimila notkun gervi-
grasvalla í fyrstu um-
ferðum Íslandsmóts-
ins, leika jafnvel hluta þess innan
veggja hinna nýju knattspyrnu-
húsa sem nú hafa risið víða. Ekki
eru allir hrifnir af því og um slíkt
skref eru skiptar skoðanir. Und-
irritaður telur fjarstæðukennt að
gervigras muni nokkru sinni verða
allsráðandi á heimsvísu. Ætli það
sé því vænlegt fyrir íslenska
knattspyrnu að veðja á þann hest
á meðan knattspyrnuöfl heimsins
kjósa fremur að leika á grasi?
Yrði stóraukin notkun á gervigrasi
hérlendis þá ekki til að takmarka
möguleika ungs og upprennandi
knattspyrnufólks á Íslandi að fóta
sig erlendis? Við þessari spurn-
ingu er e.t.v. ekkert rétt svar, en
brjóstvit undirritaðs segir honum
að svara henni játandi.
Hvað sem því líður, þá er engu
líkara en að valkostir séu hér hug-
leiddir í rangri röð. Því fer nefni-
lega fjarri að hér hafi verið gerð
einhver úrslitatilraun til að bjóða
upp á viðunandi grasvelli eins
lengi og mögulegt er. Færa má
haldbær rök fyrir því að hérlendis
hafi aldrei verið byggður fullkom-
inn knattspyrnuvöllur, þar sem
saman fara sannaðar bygging-
araðferðir og efni, nýleg og nyt-
samleg tækni og hugvit. Grein-
arhöfundi hefur hingað til reynst
ómögulegt að finna íslenskan
knattspyrnuvöll þar sem gras-
plöntunni eru sköpuð þau vaxt-
arskilyrði sem raunhæfur mögu-
leiki er á. Á enn betri
íslensku heitir þetta
að byggja vellina rétt.
Slíkur völlur er not-
hæfur lengur yfir ár-
ið, hugsanlega vel á
sjötta mánuð. Þess
vegna telur undirrit-
aður ráðlegra að gera
loks heiðarlega til-
raun til þess og sjá
hverju það skilar áður
en valin er mun af-
drifaríkari leið, sem
er þar að auki óvinsæl
meðal margra.
Við hvað er átt með
því að byggja vellina rétt? Full-
kominn knattspyrnuvöllur er
byggður upp með sendnum jarð-
vegi með ákveðinni dreifingu
kornastærðar. Henni er ætlað að
skapa plöntunni ákjósanleg vaxt-
arskilyrði, þar sem leitað er m.a.
eftir ákveðnu jafnvægi vatnshrips
gegnum jarðveginn, loftflæðis og
næringarhalds. Þess utan er hug-
að enn fremur að þurrkun vall-
arins, vökvunarkerfi komið fyrir
og jafnvel hitalögnum.
Síðan greinarhöfundur vann
lokaritgerð sína í sérnámi í hönn-
un golfvalla við European Insti-
tute of Golf Course Architects árið
2001 hefur hann safnað upplýs-
ingum um upphitun grasflata,
þ.m.t. knattspyrnuvalla, og hvern-
ig huga skuli að markvissum til-
raunum á því sviði.
Ákveðnar vísbendingar eru fyrir
hendi um að skynsamleg jarðvegs-
hitun geti lengt notkunartímabil
vallanna og aukið gæði þeirra.
Vissulega eru hitalagnir nú þegar
undir nokkrum íslenskum knatt-
spyrnuvöllum, en þær eru til lítils
ef annar aðbúnaður og kunnátta
eru ekki fyrir hendi.
Mikið verk er óunnið í gras-
vallamálum á Íslandi og eru téðar
tilraunir með jarðvegshitun ekki
endilega efstar í röðinni. Stórefla
þarf, eða raunar hefja, skipulagð-
ar grasvallarannsóknir á Íslandi,
gera þarf umhirðu knatt-
spyrnuvalla að heils árs starfi og
bjóða þarf upp á menntun í gras-
vallafræðum hér á landi. Í fram-
haldi af því mætti t.d. gera kröfur
um menntun hjá vallarstjórum fé-
laga í efstu deild, eins og tíundað
var á aðalfundi Samtaka íþrótta-
og golfvallastarfsmanna á Íslandi
(SÍGÍ) í lok janúar. Innan þeirra
skortir ekki áhugann og er KSÍ
hvatt til að efla samstarf við félag-
ið.
KSÍ hefur að undanförnu sett
félögum í efstu deild ströng skil-
yrði um aðbúnað á völlunum. Fé-
lögin hafa svarað kallinu. Aðstaða
til knattspyrnuiðkunar hefur einn-
ig tekið stakkaskiptum á örfáum
árum með tilkomu knattspyrnu-
húsanna. Stigin hafa verið mörg
skref fram á við. Þess vegna skýt-
ur skökku við að grasflöturinn,
þar sem sjálfur leikurinn fer fram,
skuli enn sitja á hakanum.
Ársþing KSÍ: Gervi eða ekta
Edwin Roald Rögnvaldsson
fjallar um knattspyrnuvelli
á Íslandi
» Stigin hafa veriðmörg skref fram á
við. Þess vegna skýtur
skökku við að grasflöt-
urinn, þar sem sjálfur
leikurinn fer fram, skuli
enn sitja á hakanum.
Edwin Roald
Rögnvaldsson
Höfundur er golfvallahönnuður, fé-
lagi í SÍGÍ, fyrrverandi fræðslustjóri
Golfsambands Íslands og var
áður íþróttafréttamaður á Morg-
unblaðinu.
PRÓFESSORAR við Háskóla
Íslands eru ekki á eitt sáttir um
misskiptinguna og ójöfnuðinn í ís-
lensku þjóðfélagi. Þeir Stefán
Ólafsson og Þorvaldur Gylfason
hafa sýnt fram á það,
að ójöfnuður hafi auk-
ist mikið hér á landi
síðustu 12–13 árin.
Þeir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson og
Ragnar Árnason kom-
ast að annarri nið-
urstöðu. Þeir segja,
að ójöfnuður hafi ekki
aukist.
Hefur dregist
aftur úr
Stefán Ólafsson
prófessor hefur rann-
sakað þróun velferð-
arkerfisins á Íslandi. Niðurstaða
þeirrar rannsóknar er sú, að vel-
ferðarkerfið á Íslandi hafi dregist
aftur úr velferðarkerfinu á hinum
Norðurlöndunum. Ísland býður
ekki öldruðum, sjúkum og at-
vinnulausum jafngóð kjör og hin
Norðurlöndin gera. Tekjuteng-
ingar og skerðingar á lífeyri
vegna atvinnutekna eru hér mun
meiri en þar. Í Svíþjóð eru engar
skerðingar á lífeyri vegna atvinnu-
tekna. Ísland hefur fjarlægst vel-
ferðarkerfi Norðurlanda og nálg-
ast óðfluga kerfið í
Bandaríkjunum en þar er það
einna verst og misskipting mest.
Stefán Ólafsson hefur einnig sýnt
fram á það, að tekjuskattar hafa
þyngst á þeim lægst launuðu und-
anfarin ár en minnkað á þeim
hæst launuðu. Þetta er einkum
vegna þess, að skattleysismörkin
hafa ekki fylgt launavísitölu. Ef
svo hefði verið frá
1988 væru skattleys-
ismörkin í dag 136
þúsund krónur á
mánuði en þau eru
aðeins 90 þúsund á
mánuði. Skattar á
þeim hæst launuðu
hafa meðvitað verið
lækkaðir.
Ójöfnuður einna
mestur hér
Þorvaldur Gylfason
prófessor bað rík-
isskattstjóra á síðasta
ári að reikna út Gini-
stuðul fyrir Ísland frá 1993. Gini-
stuðull er mælikvarði á misskipt-
ingu tekna milli manna og er
reiknaður úr gögnum um neyslu-
útgjöld heimila eða tekjur, ýmist
samkvæmt neyslukönnunum eða
skattframtölum og tekur í minnsta
lagi gildið 0, ef allir hafa sömu
tekjur eða neyslu (fullkominn jöfn-
uður) og í mesta lagi 100, ef allar
tekjur og neysla falla einum
manni í skaut (fullkominn ójöfn-
uður). Niðurstaða ríkisskattstjóra
var sú, að ójöfnuður hefur aukist
mikið hér á landi á tímabilinu
1993–2005. Gini-stuðullinn hefur
hækkað um 1 stig á hverju ári frá
1993 eða um 12 stig í 36 stig.
Byggt er á heildartekjum fram-
teljenda. Niðurstaða ríkisskatt-
stjóra í þessu efni liggur fyrir.
Það þýðir ekki að deila við dóm-
arann. Í Danmörku er Gini-
stuðullinn aðeins 25 stig.
Markmið Sjálfstæðisflokksins
hafa náðst
Það er engin tilviljun, að ójöfn-
uður hér á landi hefur aukist á því
tímabili sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið við völd. Áður en
Sjálfstæðisflokkurinn komst til
valda var jöfnuður hér svipaður og
á hinum Norðurlöndunum. Það
hefur verið markmið Sjálfstæð-
isflokksins að bæta hag atvinnu-
rekenda og fjármagnseigenda.
Þessu markmiði hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn náð. Hitt er und-
arlegra, að Framsóknarflokkurinn
skuli hafa stutt þessa stefnu mis-
skiptingar og ójafnaðar. Fram-
sókn hefur í því efni gengið gegn
upphaflegri stefnu sinni og þess
vegna hefur fylgið hrapað hjá
flokknum.
Velferðarkerfið hér hefur
dregist aftur úr
Björgvin Guðmundsson skrifar
um ójöfnuð í samfélaginu » Ísland býður ekkiöldruðum, sjúkum
og atvinnulausum jafn-
góð kjör og hin Norð-
urlöndin gera.
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Á ÞVÍ herrans ári 2005
flaug Gunnar Örn Örlygsson
úr hreiðri Frjálslynda flokks-
ins og í faðm sjálfstæðisfálk-
ans. Af samflokksmönnum sín-
um var hann kallaður liðhlaupi
og hrópað að hann ætti að
segja af sér þingmennsku;
annað væri svik við kjósendur
flokksins. Einn þingmaður
flokksins sagði að þegar Gunn-
ar útskýrði umbreytingu sína
úr hörðum stjórnarandstæð-
ingi yfir í einlægan stuðnings-
mann ríkisstjórnarinnar minnti
hann á Ragnar Reykás.
Eftir að hafa verið sturtað
niður í prófkjöri Samfylking-
arinnar skolaði salernisfar-
anum Valdimar Leó Friðriks-
syni á land hjá Frjálslynda
flokknum og nú síðast ákvað
Kristinn H. Gunnarsson, fyrr-
um stuðningsmaður rík-
isstjórnarinnar, að láta sleggju
ráða kasti og slást í för með
Frjálslyndum enda sleginn út
af framsóknarmönnum í Norð-
vesturkjördæmi.
Valdimar Leó er hvalreki
fyrir Frjálslynda og formað-
urinn fagnaði innkomu Krist-
ins. En af hverju vænir þá
enginn um svik við kjósendur
Samfylkingar og Framsókn-
arflokks? Maður bara áttar sig
ekkert á þessu.
Sveinn Andri Sveinsson
Örninn, ljónið
og sleggjan
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
NÚ förum við Álft-
nesingar eins og aðrir
landsmenn að fá inn
um bréfalúguna
álagningarseðla fast-
eignagjalda fyrir árið
2007. Þess vegna er
nauðsynlegt fyrir okk-
ur að bera saman þær
hækkanir sem orðið
hafa á Álftanesi.
Þriðjudaginn 9. jan-
úar birti verðlagseft-
irlit ASÍ upplýsingar
um breytingar á
álagningu og gjald-
skrám 15 fjölmenn-
ustu sveitarfélaga
landsins. Það er at-
hyglisvert að skoða
þessar niðurstöður
þar sem kemur meðal
annars fram að þrjú
nágrannasveitarfélög
hafa lækkað fast-
eignaskatt en hin
halda óbreyttum fast-
eignaskatti og láta
hækkanir á fast-
eignamati íbúða
nægja.
Nú hefur komið fram að Á-
listinn er eina stjórnmálaaflið á
höfuðborgarsvæðinu sem hefur
ákveðið að hækka fasteignaskatta
á íbúa síns sveitarfélags. Þrjú
sveitarfélög hafa ákveðið að lækka
fasteignaskatt á sína íbúa. Mos-
fellsbær og Reykjavík hafa ákveð-
ið að lækka fast-
eignaskatt í 0,225%
og Seltjarnarnes
lækkar í 0,24%. Á
meðan Hafnarfjörður
(0,27%) og Garðabær
(0,24%) halda óbreytt-
um fasteignaskatti.
Á-listinn ætlar að
hafa þann vafasama
heiður að láta íbúana
greiða hæsta fast-
eignaskatt á höf-
uðborgarsvæðinu –
0,32%.
Hér koma tvö
dæmi um hækkanir
fasteignagjalda. Þar
sjást hækkanir frá
árinu 2006 til 2007.
Um er að ræða íbúð-
arhús og íbúð í fjöl-
býlishúsi.
Því miður hafnaði
Á-listinn tillögu okkar
í D-lista um að halda
óbreyttum fast-
eignaskatti fyrir árið
2007 eða 0,26%. Það
er því greinilegt að Á-
listinn hefur ekki
meiri trú á þeirri fjár-
hagsáætlun sem þeir hafa lagt
fram, en þar er talað um hagnað
uppá 167 milljónir.
Álftanes og ASÍ –
hækkun álagningar
Kristinn Guðlaugsson skrifar
um fasteignagjöld á Álftanesi
Kristinn Guðlaugsson
» ...Á-listinn ereina stjórn-
málaaflið á höf-
uðborgarsvæð-
inu sem hefur
ákveðið að
hækka fast-
eignaskatta á
íbúa síns sveit-
arfélags.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisfélags Álftaness.
Árið 2006 Árið 2007
Fasteignamat 14.930.000 16.210.000
Fermetrar 76,2 76,2
Fasteignaskattur 0,26% 38.818 0,32% 51.872
Fráveitugjald 0,13% 18.663 0,15% 24.315
Vatnsgjald, fastagj. 2.907 3.261
Vatnsgjald, ferm.verð 112 kr. 8.534 126 kr. 9.601
Sorpgjald 16.000 17.600
Samtals 84.922 106.649
Hækkun 21.727 krónur eða 25,59%
Hækkun fasteignaskatts 13.054 krónur eða 33,63%
Árið 2006 Árið 2007
Fasteignamat 31.980.000 35.050.000
Fermetrar 182,6 182,6
Fasteignaskattur 0,26% 83.148 0,32% 112.160
Fráveitugjald 0,125% 39.975 0,15% 52.575
Vatnsgjald, fastagj. 2.907 3.261
Vatnsgjald, ferm.verð 112 kr. 20.451 126 kr. 23.008
Sorpgjald 16.000 17.600
Samtals 162.481 208.604
Hækkun 46.122 krónur eða 28,39%
Hækkun fasteignaskatts 29.012 krónur eða 34,89%