Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KYRRÐ ÖRÆFANNA Ferðafélag Íslands á sér merki-lega sögu. Félagið hefur starf-að í 80 ár og ekki sízt unnið að því að kenna Íslendingum að um- gangast óbyggðir landsins. Árbækur Ferðafélagsins eru gagnmerkar heimildir um einstaka landshluta og í raun ómissandi lesning fyrir þá, sem ferðast og vilja kynnast landinu og sögu þess og mannlífinu hér og þar. Árbækurnar endurspegla líka ólík- ar þarfir ferðamanna á mismunandi tímum. Í elstu árbókunum er þess gjarnan getið að á tilteknum stöðum séu góðir hagar. Svo varð minna um ferðalög á hestum um óbyggðir en þau hafa stóraukizt á seinni árum á nýjan leik. Sú var tíðin að þeir sem ferðuðust um óbyggðirnar gátu nánast ein- göngu leitað skjóls í skálum, sem reistir höfðu verið á vegum Ferða- félags Íslands eða Ferðafélags Akur- eyrar, þegar komið var á slóðir þess. Þessir skálar féllu og falla vel að landslagi og gera enn. Starfsemi Ferðafélags Íslands hefur jafnan ver- ið til fyrirmyndar. Nú hefur Ferðafélag Íslands kvatt sér hljóðs um Kjalveg og byggir í mati sínu á hugmyndum um upp- byggðan og malbikaðan veg um Kjöl á langri reynslu. Í ályktun Ferðafélags Íslands, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær segir m.a.: „Uppbyggður vegur yfir Kjöl með hraðri og þungri umferð mun stór- spilla óbyggðum hálendisins. Hávaði og gnýr frá slíkri umferð á malbik- uðum vegum berst gríðarlega langt, umferðin stingur algerlega í stúf við þá náttúrustemmningu, sem þarna ríkir, ævintýri óbyggðaferða á sumri og vetri eru úr sögunni, enn einu sinni verður gengið á takmarkað land óbyggðanna og það rist í sundur, um- ferðinni fylgir margvísleg þjónusta, sem ekki á heima á hálendinu.“ Síðan segir í ályktun stjórnar Ferðafélags Íslands; „Stjórn Ferðafélags Íslands leggst alfarið gegn hugmyndum um um- ræddan veg. Félagið hefur á 80 ára ferli greitt för þeirra, sem vilja ferðast og dvelja á Kili en valda lág- marksröskun. Elzti skáli Ferða- félagsins, sem var reistur 1930 stend- ur enn og verður friðlýstur og hefur það verið stefna félagsins að skálar á Kili séu fjallaskálar, sem með hóg- værum hætti falla að fegurð lands og náttúru.“ Þannig tala þeir, sem hafa einna mesta reynslu af umgengni um óbyggðir landsins. Það er kominn tími til að slá skjald- borg um óbyggðirnar og skapa þjóð- arsamstöðu um að þar verði ekki frekari framkvæmdir. Það eigi við um virkjanir og framkvæmdir tengdar virkjunum. Það eigi við um vegi, hús og allt það, sem fólk lætur sér detta í huga að framkvæma í óbyggðum. Sláum skjaldborg um þessi landsvæði og látum þau í friði héðan í frá. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra á að taka forystu um þetta verkefni. ÖRYGGI SJÚKLINGA Matthías Halldórsson landlæknirsagði á málþingi um öryggi sjúklinga á fimmtudag að hann hefði áhyggjur, meðal annars af Landspít- alanum, sem hefði verið í fréttum vegna stjórnunarerfiðleika og mann- eklu. „Við verðum vör við það hjá embættinu að fólk er orðið dálítið tor- tryggið og að samskiptaerfiðleikar eru á milli stjórnenda og þeirra sem vinna verkin gagnvart sjúklingunum. Slíkar aðstæður geta verið einna hættulegastar,“ sagði hann. Kvörtunum til Landlæknisemb- ættisins og kærum hefur fjölgað ár frá ári. Nú á að takast á við málin og hefja rannsókn á umfangi læknamis- taka hér á landi. Gestur þingsins á fimmtudag var Liam Donaldson, landlæknir Bret- lands, sem hefur gegnt starfinu frá 1998 og lagt ríka áherslu á öryggi sjúklinga. Í viðtali Kristjáns Jóns- sonar við Donaldson í Morgunblaðinu á miðvikudag segir hann að rann- sóknir, sem gerðar hafi verið við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum, hafi bent til þess að tíundi hver sjúkling- ur, sem lagður væri inn, fengi ranga meðhöndlun. Kannanir annars staðar í Bandaríkjunum, í Ástralíu, á Nýja- Sjálandi og í Bretlandi hefðu staðfest að hlutfallið væri líklega nálægt þessu. Í lýsingu frá landlæknisembættinu á rannsóknarverkefninu, sem nú á að ráðast í, er vísað í skýrslur á borð við þær, sem Donaldson nefnir. Síðan segir: „Á Landspítalann leggjast rúmlega 30 þúsund manns á ári og sé meðaltal ofangreindra niðurstaðna heimfært þangað má gera ráð fyrir að um 2500 manns verði fyrir óvæntum skaða á spítalanum árlega, unnt hefði verið að koma í veg fyrir um 1000 þeirra, tæplega 600 manns hefðu orð- ið fyrir tímabundnum örkumlum, um 225 hefðu orðið fyrir langvinnum ör- kumlum og svipaður fjöldi hefði lát- ist.“ Með öðrum orðum hefðu rúm- lega 200 manns látist vegna mistaka ef heimfæra má þessar rannsóknir hingað. Samkvæmt því er Landspít- alinn hættulegasti staður á Íslandi. Tilgangurinn með fyrirhugaðri rannsókn á þessu máli er ekki að finna sökudólga, heldur að koma á umbótum. Heilbrigðiskerfið á ekki að fara í vörn vegna þessa máls heldur ganga til verks með opnum huga. Markmiðið með því að fara ofan í saumana á öryggi sjúklinga er að byggja upp öruggt heilbrigðiskerfi. Það hlýtur að vera markmið allra þeirra, sem starfa að heilbrigðismál- um. Þeir hljóta að fagna því að nú eigi að skapa andrúmsloft þar sem um- ræðan verður opnuð, óhikað verði hægt að segja frá óhöppum og segja sjúklingum frá því og biðjast afsök- unar. Það myndi draga úr þeirri tor- tryggni, sem landlæknir nefndi, og skila sér í auknu öryggi fyrir sjúk- linga. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is É G veit að það er dýrt að fá gervihönd, en ég myndi ekki vilja óska þess ef ég ætti barn sem á vantaði hönd að það þyrfti að ganga í gegnum það að vera sífellt minnt á það hvað þetta kostar mikið,“ segir Sigríður Jónsdóttir. Hún er ósátt við að fólk sem glímir við fötlun á borð við handarmissi sé reglulega gert meðvitað um kostnað ríkisins við að útvega því gervi- handleggi. Jafnframt gagnrýnir hún að ein- staklingar sem vilja nýta sér þær framfarir sem nýlega hafa orðið við smíði slíkra hand- leggja þurfi að gangast undir niðurlægjandi skilyrði til þess að eiga kost á gervihandlegg sem uppfyllir skilyrði um bestu gæði slíkra handleggja. Fólk sem þarf á gervihandlegg að halda getur sótt um slíkan handlegg til Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR) og má end- urnýja hann árlega. Í reglugerð TR vegna hjálpartækja er gervihandleggjunum skipt upp í mismunandi flokka og aukast útlits- gæðin eftir því sem verð handleggjanna er hærra. Þar kemur fram að óski fólk eftir gervihönd með hágæðaútliti þurfi að liggja fyrir „rökstudd staðfesting sérfræðings á viðkomandi sviði (t.d. geðlæknis, sálfræð- ings) á að þörf sé á þessu til að rjúfa ein- angrun“. Þar til nýlega var ákvæði reglu- gerðarinnar aðeins beitt vegna umsókna um hendur sem eru nákvæm eftirlíking heilu handar einstaklingsins, en frá því um ára- mót nær það einnig til staðlaðrar gerðar gervihanda sem flokkast sem hágæða- hendur. Dreymdi um hönd sem væri gerð eftir hennar eigin Sigríður hefur verið fötluð frá fæðingu en á hana vantar hægri höndina rétt fyrir neð- an olnboga. Hún segir að ef börn fæðast án handar eða fótar skipti það gífurlegu máli að þau fái strax gervilim til þess að venjast. Sjálf fékk hún fyrstu gervihöndina um tveggja ára aldur sem hún segir hafa verið helst til seint og sem barn vildi hún ekki nota gervihandleggi. Það var ekki fyrr en Sigríður var um tvítugt og komin í nám að hún fór að sækjast eftir því að nota gervi- hendur og ganga með þær reglulega, en Sig- ríður menntaði sig í tónlist og hélt til Banda- ríkjanna í söngnám. Á þessum árum dreymdi hana um að geta notað gervihönd sem gerð væri eftir hennar eigin og væri með litarafti sem líktist húðlit hennar. Ekki var þó um slíkt að ræða og þurfti Sigríður á þessum árum að notast við gervihendur sem voru ljótir, brúnir plasthólkar. Oft hafi verið erfitt að standa uppi á sviði og syngja þegar plasthendurnar voru í sínu versta ástandi en Sigríður var ákveðin í að láta fötlun sína og ljótar gervihendur ekki koma í veg fyrir að hún léti drauma sína rætast. Vottorð um einangrun Nýlega sótti Sigríður um endurnýjun gervihandar sinnar. Hún vildi vera laus við að þurfa að leggja fram vottorð um að hún væri „félagslega einöngruð“ enda tekur hún virkan þátt í samfélaginu og er um þessar mundir við nám í viðskiptafræði viði Há- skóla Íslands. Því sótti hún ekki um hönd sem er nákvæm eftirlíking heilu handar hennar, heldur þá stöðluðu gerð gervi- handar, sem nú þarf einnig að framvísa vott- orði vegna. Sigríður framvísaði slíku vottorði til þess að eiga kost á að fá þá hönd en kveðst vona að enginn þurfi að skila slíku vottorði framar. Bylting í gerð gervihanda Sigríður segir að undanfarin ár hafi orðið bylting í gerð gervihanda. Núorðið sé hægt að fá hendur sem gerðar eru að fyrirmynd heilu handar einstaklingsins og þetta sé ólýsanlegur munur fyrir fólk sem hefur ver- ið fatlað frá fæðingu eða lent í slysi og misst hönd. „Hönd er svo sýnileg,“ bendir hún á. Hágæðagervihendur hafi verið til um nokk- urt skeið en þær hafi fram til þessa verið svo dýrar að TR hafi ekki viljað borga fyrir þær án þess að vottorð liggi fyrir um nauð- syn þeirra fyrir einstaklinginn. Það sé fárán- legt að TR setji það skilyrði að fólk sem ósk- ar eftir því að fá gervihönd í hágæðaflokki þurfi að skila inn vottorði um að það sé fé- lagslega einangrað. Þó hvaða sálfræðingur eða geðlæknir sem er myndi skrifa upp á slíkt vottorð fyrir fólk sem eftir því óskar. Þeir viti hvað það skiptir miklu máli fyrir vellíðan fólks að hafa gervihönd sem það er sátt við „Það sækir enginn um slíkar hendur nema hann þurfi á þeim að halda. Það eru ekki svo margir einstaklingar sem sækja um svona,“ segir Sigríður og bætir við að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að flóðgátt opnist ef skilyrð snýst u eins og inberu félagsle sér þes alveg f Sigrí fræðing gervihe ur út í útlitshö sjálfsag slíkar h gervihe fari eft um. Fó framko fundum sjálfsög ina að f Stoð um að fáanleg mennsk tækjafr henni a dýrari geðlæk „Væri mun að sjálfsag Sigríðu Varð að skila vottorði frá geðlækni til að eiga kost á gerv Það þarf að bre hugarfari sem Fólk sem glímir við fötlun er reglulega gert meðvitað um kostnað ríkisins við að veita því þá aðstoð sem það þarf. Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, en hún hefur verið fötluð frá fæðingu og þarf reglulega að skipta um gervihandlegg. » „Auðvitað á maður að horfa á þetta ákvæði sem samið er af fólki sem h maður á ekki að láta svona hafa áhrif » „Það þarf að skoða kerfið og endur það að markmiði að breyta því hug sem eru í dag, að öryrkjar séu fólk sem kerfinu. Þetta kerfi á að vera til að hjá Fötluð Þegar Sigríður fæddist vantaði á hana hægri hö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.