Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 38
ÞANN 5. janúar kom úrskurður umhverfisráðherra um að leið B, 2. áfangi Vestfjarðarvegar (nr. 60) Þórisstaðir – Kraká í Gufufirði, væri heimil með skilyrðum og sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar sem hafnaði þessari leið alfarið. Það kemur ekki á óvart að um- hverfisráðherra Framsóknarflokks- ins hafi gefið út þennan úrskurð gegn öllum sérfræðiálitum þar sem flokkurinn hefur verið í fararbroddi við eyðingu náttúrunnar. Íbúar þessa lands hljóta að spyrja sig til hvers höfum við umhverf- isráðherra? Flestir landsmenn standa í þeirri trú að hann eigi að gæta hagsmuna vistkerfisins og tryggja að náttúru landsins verði ekki spillt að óþörfu. Sumir umhverfisráðherrar hafa reyndar gert það en ekki ráðherrar Framsóknar. Aftur á móti er und- arlegt að samgöngu- ráðherra hafi stutt þessa leið þar sem hann fer hér beint gegn stefnu síns flokks, samanber ályktun 36. lands- fundar Sjálfstæðisflokksins í apríl síðastliðnum. Þar segir í Ályktun um umhverfis- og skipulagsmál 6. grein 7. mgr. „Leggja þarf sérstaka áherslu á að efla og vernda nátt- úrlega birkiskóga.“ Í áramótaávarpi til þjóðarinnar sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra: „Öll viljum við leggja áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda og að gengið sé af umhyggju og nærgætni um náttúru landsins. Við skulum efla samstöðu okkar á þessu sviði.“ Einnig segir í stefnumörkun ís- lenskra stjórnvalda til sjálfbærrar þróunar til ársins 2020 að forðast skuli eins og kostur er að skerða frekar votlendi, birkiskóga og önnur lykilvistkerfi Íslands. Til hvers erum við að álykta á fundum, setja lög og reglugerðir, ef ekki er ætlunin að fara eftir þeim Rætt hefur verið við samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins um að velja vistvænni leiðina, með engum ár- angri enn sem komið er og stefnir hann á að vegur verði lagður frá Þórisstöðum í Þorska- firði, yfir bæjarhlaðið í Gröf, í gegnum Teigs- skóg, eftir endilöngu Hallsteinsnesi, fyrir mynni Djúpafjarðar, yfir Grónes og fyrir mynni Gufufjarðar að Skála- nesi. Á þessari leið er mikið af forn- minjum, jafnvel frá landnámi, hinn einstaki Teigsskógur, friðaðar fjörur samkv. lögum nr. 54/1995 um vernd- un Breiðafjarðar. Á Grónesi er arn- arvarp. Það er ekki aðeins vegarstæðið sem spillist heldur fer stórt land- svæði undir malarnám og vegaslóða að námunum þó að umhverf- isráðherra hafi hafnað flestum til- lögum um námur á þessari leið. Hlíðin þar sem vegurinn liggur er mjó, þ.e. stutt frá fjallsbrún að fjöru og mun vegurinn þurrka upp landið í kring og spilla gróðri langt frá vegi. Til er ódýrari leið og styttri en það er að leggja göng undir Hjallaháls og í framhaldi af því undir Gufudals- háls og stytta leiðina um 8 km miðað við leið B. Vegagerðin ætti að fara þá leið sem er vistvænni jafnvel þótt hún væri dýrari, og enn frekar ef hún er ódýrari eins og allt bendir til. Þarna eru tveir valkostir og Vega- gerðin tekur þann kost að kröfu samgönguráðherra að velja leið B vegna þrýstings frá sýslumanninum á Patreksfirði sem hefur undanfarin ár barist hart fyrir að þessi leið verði valin. En upphaflega var þessi val- kostur ekki inni í myndinni hjá Vegagerðinni þegar umræða um endurbætur hófst. Sýslumaður var formaður sjálfstæðismanna í kjör- dæmisráði Norðvesturkjördæmis og formaður fulltrúaráðs flokksins í Vesturbyggð. Það er ekki gott þegar hreppa- pólitík ræður ferð. Það þarf að gæta framtíðarhagsmuna þjóðarinnar allrar og fara eftir þeim reglum og markmiðum sem menn hafa sett sér, hvort sem það eru samþykktir rík- isstjórnar, flokks eða lög. Það er kominn tími til að láta verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu í náttúruverndarmálum. Úrskurður umhverfisráðherra Þóroddur S. Skaptason fjallar um umhverfismál » Það er kominn tímitil að láta verkin tala og Sjálfstæðisflokk- urinn taki forystu í nátt- úruverndarmálum. Þóroddur S. Skaptason Höfundur er formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði. 38 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STJÓRN og starfs- fólk Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins (SHS) hefur á und- anförnum misserum fjallað ítarlega um al- mannavarnir og hug- myndafræði í störfum að almannavörnum og björg- unarmálum. Við gerðum nýverið grein fyrir megindráttum í sýn okkar á þetta efni. Þar ítrekuðum við meðal annars mikilvægi þess að auka sam- vinnu og samhæfingu þeirra sem starfa að almannavörnum og björgun en að okkar mati ber að hafa þessi lykilorð sérstaklega að leiðarljósi við endurskoðun laga um almannavarnir og björgunarmál. Við kynntum einnig fjórar meg- inreglur viðbúnaðar sem eru und- irstaða hugmyndafræði í björg- unarstarfi á Norðurlöndunum og víðar. Ástæða er til að gera nánari grein fyrir þessum meginreglum. Sviðsábyrgð Sviðsábyrgðarreglan gerir ráð fyr- ir að hver viðbragðsaðili sinni sínu daglega ábyrgðar- og starfssviði í stórum aðgerðum sem smáum, hvort sem um er að ræða algeng verkefni eða stórslys og hamfarir. Þannig breytist ábyrgð aðila ekki eftir um- fangi atburða og nauðsynlegum við- búnaði vegna þeirra. Þekking og reynsla sem ávinnst í daglegum störf- um nýtist í hvers kyns aðgerðum. Grennd Grenndarreglan er að mörgu leyti í heiðri höfð á Íslandi því fulltrúar sveitarstjórna, slökkvilið og sýslu- menn eru ævinlega lykilaðilar í björgunarstörfum og almannavörn- um, auk þess sem deildir og félög Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands starfa um allt land og hafa sérstakan viðbúnað sem miðast við fólkið og aðstæður á staðn- um. Það fer vel á að þessir aðilar stýri verkefnum á sínum svæðum því þekking á aðstæðum, björgum og mannauði svæðanna liggur hjá þeim. Þótt verkefni á einstökum svæðum verði svo umfangsmikil að stuðningur þurfi að koma frá öðrum svæðum þarf þetta skipulag ekki að raskast. Þannig myndi virkjun samhæfing- arstöðvar í Skógarhlíð í Reykjavík vegna björgunaraðgerða á Vest- fjörðum eða sinubruna á Mýrum að- eins verða til stuðnings heimamönn- um. Samkvæmni Samkvæmnisreglan býður að starfað skuli eftir sama skipulagi hvort sem atburðir teljast stórir eða smáir. Með þessum þremur fyrst- nefndu reglum er leitast við að tryggja að þekking og reynsla sem ávinnst í daglegum störfum nýtist í stærri atburðum. Í þessu sambandi má segja að viss brotalöm sé á ríkjandi fyrirkomu- lagi hérlendis því gert er ráð fyrir því samkvæmt lögum um almannavarnir að stjórnskipan breytist þegar ástand hefur verið skilgreint sem almannavarnaást- and. Þá riðlast að nokkru það skipulag sem starfað er eftir dags daglega. Auð- velt væri að koma í veg fyrir þetta og raunar hafa sérfræð- ingar í nágranna- löndum okkar nú til- hneigingu til þess að leggja hugtakið al- mannavarnir til hlið- ar en ræða þess í stað um varnir gegn vá í víðum skilningi. Samhæfing Samhæfingarreglan er að mörgu leyti forsenda þess að fyrrnefndar reglur geti þjónað tilgangi sínum. Hún felur í sér að allir hafi lögbundna skyldu til að bjóða fram aðstoð og vinna með öðrum sem málin snerta. Og hér er átt við samhæfingu í víðum skilningi, jafnt við gerð áhættugrein- ingar, áhættumats, viðbragðsáætlana og í aðgerðum. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að það sem lýtur að áætlunum, undirbúningi, fín- stillingu aðgerða og leiðréttingu þarf að fara fram í aðgerðum þar sem af- leiðingar eru minni, það er að segja í daglegum verkefnum og flóknari verkefnum sem þó flokkast ekki und- ir stórslys eða þaðan af verra, eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Und- irbúningurinn fyrir hið óvænta verð- ur að fara fram þegar við fáumst við það fyrirsjáanlega. Aukið öryggi og velferð Með stofnun samhæfingarstöðv- arinnar í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð hafa skapast forsendur til þess að innleiða þessa reglu í lög um björgunarmál hér á landi. Nú á að- eins eftir að stíga skrefið til fulls. Sinubrunar á Mýrum eru mörgum í fersku minni. Þar kom glöggt í ljós mikilvægi þess að björgunaraðilar ut- an héraðs buðu fram aðstoð sína. Hins vegar hefði virk samhæfing- arstöð komið að góðu gagni við þess- ar aðstæður. Samhæfingarstöðin kom hins vegar ekki mikið við sögu enda fékk ástandið fyrir vestan aldrei stimpilinn „almannavarnaástand“. Það er skoðun okkar hjá SHS að verði þessi sjónarmið höfð að leið- arljósi við endurskoðun löggjafar um björgunarmál muni það gera björg- unarstörf skilvirkari og auka þannig öryggi fólks og velferð. Fjórar meginreglur viðbúnaðarstarfs Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Jón Viðar Matthíasson fjalla um meg- inreglur og hug- myndafræði björg- unarmála » Samhæfingarreglanfelur í sér að allir hafi lögbundna skyldu til að bjóða fram aðstoð og vinna með öðrum sem málin snerta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vilhjálmur er borgarstjóri, formaður stjórnar SHS og formaður almanna- varnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Jón Viðar er slökkviliðsstjóri SHS og framkvæmdastjóri almannavarna- nefndar. Jón Viðar Matthíasson Myndin undirstrikar mikilvægi þess að vinna við áætlanir, undirbúning, fínstillingu aðgerða og leið- réttingu þarf að fara fram í aðgerðum þar sem afleið- ingar eru minni, það er að segja í daglegum verk- efnum og flóknari verkefnum sem þó flokkast ekki undir stórlys eða þaðan af verra. Þörfin fyrir sam- hæfingu eykst í hlutfalli við alvarleika afleiðinganna. ALDRAÐIR og kjör þeirra hafa verið töluvert í umræðunni und- anfarið og hefur mikið verið talað um framboð aldraðra. Þessi umræða um framboð er að mestu til- komin vegna frammi- stöðu stjórnmálaflokk- anna í málefnum aldraðra, en allir stjórn- málaflokkarnir telja sig bera hag aldraðra fyrir brjósti, en engum þeirra dettur í hug að taka tillögur aldraðra í kjaramálum í stefnu- skrá sína, heldur koma með tillögur, sína úr hverri áttinni, og eru síðan sammála um að vera ósammála um úr- ræði fyrir aldraða. Gerð hefur verið könnun í einstaka félagi eldri borgara um sér- framboð og hefur meiri hluti þátttakenda verið hlynntur því, en vegna ákvæðis í lögum félag- anna um hlutleysi í stjórnmálum vilja stjórnir félaganna ekki standa fyrir framboði. Sama hefur verið með stjórn Öryrkjabandalagsins, það hef- ur ekki gefið sig að framboði. Hverjir eru það þá sem eru að til- kynna og vinna að framboði í nafni aldraðra? Það eru ekki trúnaðarmenn félaganna eða menn sem valdir hafa verið af félögunum til starfa. Það virð- ast vera einhverjir sjálfskipaðir aðilar, sem eru að koma sér á framfæri og jafnvel að næla sér í gott og vellaunað starf. Ekki hefur heyrst að for- ystumenn eða stjórnir félaga eldri borgara hafi sýnt þessum umbrotum neinn áhuga, heldur hafa forystumenn félaganna hvatt sína menn til að reyna að ná sambandi við frambjóðendur stjórnmálaflokkanna og reyna að vinna þá á okkar band. Í vetur skeðu þau undur og stór- merki að kaffibandalagið, það er vinstri grænir, Samfylking og frjáls- lyndir komu sér saman um sameig- inlega stefnu í málefnum okkar og er sú stefna ekki mjög langt frá óskum okkar. Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknaflokkur, eru enn við sama heygarðs- hornið og hæla sér af þessum smánar- og nauðungarsamningum, sem gerðir voru s.l. sumar og síðasta afrekið þeirra var núna þegar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra tók peninga úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra til að fjármagna áróð- ursbækling sinn núna skömmu fyrir kosn- ingar. Sjóður þessi á að vera til að byggja upp hjúkrunar- og dval- arheimili fyrir aldraða en í þeim fram- kvæmdum sjáum við ekkert nema loforð, sem svikin eru jafnóðum. Er þetta nýja fram- boð, sem sagt er í nafni aldraðra, líklegt til að skila okkur einhverjum árangri eða fella ríkisstjórnina? Ég er hræddur um að það verði bara til að dreifa atkvæðum og til að hjálpa rík- isstjórnarflokkunum til að halda velli, þannig að það muni hafa þveröfug áhrif við það sem ætlast er til. Stjórnarflokkarnir lofuðu okkur fjölda hjúkrunar- og dvalarheimilis- rýma fyrir síðustu kosningar og nán- ast ekkert hefur verið gert, nema lagðar fram teikningar og hugmyndir, en ekkert fjármagn hefur fengist og núna er ráðherra búinn að gefa út bækling um sína framtíðarsýn og lof- orð, sem sjálfsagt eru svipuð og lof- orðin fyrir fjórum áum. Það verður því aðeins til að styrkja stjórnarflokkana að fjölga framboðum í stjórnarandstöðu. Aldraðir og framboð aldraðra Karl Gústaf Ásgrímsson fjallar um málefni aldraðra og framboð Karl Gústaf Ásgrímsson »Það verðurþví aðeins til að styrkja stjórnarflokkana að fjölga fram- boðum í stjórn- arandstöðu. Höfundur er eftirlaunaþegi og formaður FEBK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.