Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 23 MENNING Húseignir í Flórída Kynning á skrifstofu Garðatorgs í Garðabæ, miðbæ Garðabæjar, laugardag og sunnudag kl. 13-17. ● Húseignir í Florida eru góður fjárfestingarkostur. ● Mjög auðvelt er að leigja út hús í Flórída. ● Góðir og ódýrir fjármögnunarmöguleikar. ● Óendanlegir afþreyingarmöguleikar. ● Ótrúlegt úrval frábærra golfvalla. ● Hagstætt verðlag. ● Ýmis góð tilboð í gangi - núna. ● Skoðunarferðir í skipulagningu. Garðatorg eignamiðlun, í samstarfi við Meredith Mahn hjá Domus Pro Realty, kynna allt það besta sem Flórída hefur uppá að bjóða. Fasteignir í öllum verðflokkum, allt frá íbúðum til stærstu glæsihúsa. - Á öllum verðbilum - Um er að ræða nýbyggingar frá nokkrum byggingaraðilum sem og endursölueignir. Nýtt einbýlishús með öllu í Orlando þarf ekki að kosta meira en sumarhús í Grímsnesi. Nánari upplýsingar: Þórhallur hjá Garðatorgi í síma 545 0800/896 8232 / thor@gardatorg.is Meredith Mahn, livinfl@aol.com / www.livinfl.com Nýttu tækifærið til að hitta fagfólk og fáðu góðar upplýsingar. NÚ ER RÉTTI TÍMINN ÞAÐ er hugsanlegt að ný alda raunsæis í málaralist sé í uppsiglingu hérlendis, en undanfarin ár hefur verið mikill uppgangur í málverkinu. Raunsæi í málverki sem leitast við að ganga alla leið og birta myndefnið á sjónrænan máta svo næstum líkist ljósmynd er frekar sjaldgæft en nú sýna tveir ungir málarar verk unnin í að nokkru í slíkum anda í Listasafni Reykjanesbæjar. Hlaðgerður Íris Björnsdóttir sýnir hér portrett- myndir en myndefni hennar er barnið í íslenskum veruleika. Hún leggur mikið upp úr smáatriðum við vinnu sína, pensildrættirnir eru þó ekki það fíngerðir að myndirnar virðist vera ljósmyndir eins og stundum getur verið raunin, pensilskrift er hluti af myndunum. Myndefnið börn á sér langa sögu, en fyrr á öldum birtast börn þó helst sem hluti af fjöl- skylduportrettum þó konungborin börn hafi líka verið máluð ein og sér. Nálgun á borð við þá sem sjá má hjá Hlaðgerði þar sem barnið er stundum eitt á myndfletinum og bakgrunnur óræður eða enginn sést þó varla fyrr en hjá t.d. Manet þegar hann málar hinn Flautuleikarann. Áþekka nálgun má sjá hjá Corot sem einnig málaði börn ein og sér með óræðan og nokk- uð flatan bakgrunn, úr tengslum við umhverfið þannig að fókus mynd- arinnar er barnið sjálft, svipbrigði þess og hugarheimur en það er ein- mitt þetta sem einkennir myndir Hlaðgerðar. Í samfélaginu í dag eru börn, umhverfi þeirra og hversdagur og ef til vill ekki síst dýrmætt sak- leysi mjög til umræðu og því má segja að málverkin hafi nokkurn sam- félagslegan slagkraft. Þegar við bæt- ist einbeittur svipur barnanna sem einkennist að mínu mati af nokkurri þrjósku og sjálfstæði, með áherslu á eigin hugarheim má segja að Hlað- gerður nái að skapa áhugaverð myndverk sem allt í senn eru innlegg í samfélagsumræðu sem hluti af sí- gildri listasögu, þó að ekki sé hægt að segja að málverkin séu sígild, til þess er tækni listakonunnar enn í of mikilli þróun. Stundum siglir hún hættulega leið milli skers og báru kitch- listarinnar og væmninnar, en þegar best tekst eru myndirnar nokkuð áhrifamiklar og fela í sér innri heim. Við skoðun þeirra komu börnin í sögu Ian McEwan, Steinsteypugarðurinn ítrekað upp í huga mér. Þau áttu sér hræðilegra leyndarmál en börnin sem hér sjást, en eitthvað við svip þeirra gefur þó í skyn sakleysi sem er í þann mund að glatast, eitthvað dul- ið. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa áhugaverða mynd- efnis með vaxandi tæknilegri kunn- áttu listakonunnar. Myndir Aron Reyrs eru einnig málaðar í raunsæis- stíl en myndefni hans er arktitektúr í umhverfi sínu og landslag. Húsa- myndir hans minna að nokkru á Edw- ard Hopper hvað myndefni varðar en líkingin nær tæpast lengra. Aron málar hugmyndir um einbýlishús og glefsur úr náttúru, eins og séðar út um flugvélar-, lestar- eða bílglugga, einnig út um húsglugga þar sem gluggatjöld byrgja áhorfandanum að nokkru leyti sýn. Líkt og segja má um Hlaðgerði er tæknikunnátta Ar- ons hvað varðar myndbyggingu og pensilskrift enn í þróun, þannig eru sumir hlutar málverkanna full- líflausir og sérstaklega í stærri myndunum háir það verkunum nokk- uð. Í minni myndum skapast meira sannfærandi mynd sem dregur áhorf- andann með sér í ferðalag til landa hugarheima, þar sem náttúra og tækni mætast í einskismannslandi þess sem er á ferð milli staða, farinn, ókominn og ekki hluti af umhverfinu heldur sér það í gegnum rúðu far- kostsins. Þetta val á sjónarhorni und- irstrikar fjarlægð nútímamannsins frá náttúrunni og staðsetur mynd- verkin í samtímanum. Myndverk listamannanna vinna ágætlega saman og sýningin í heild er bæði aðgengileg og býður upp á tímabærar hugleið- ingar. Leyndardómar og ferðalög Veruleiki Hlaðgerður Íris Björns- dóttir sýnir hér portrettmyndir en myndefni hennar er barnið í ís- lenskum veruleika. MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Til 4. mars. Opið alla daga frá kl. 13– 17.30. Aðgangur ókeypis. Tvísýna – Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Ar- on Reyr Sverrisson Ragna Sigurðardóttir FÉLAG skólasafnskennara hefur tilnefnt Brynhildi Þórarinsdóttur til Norrænu barnabókaverð- launanna 2007 af Íslands hálfu. Brynhildur er tilnefnd fyrir bæk- urnar Njálu, Eglu og Laxdælu. „Þar endursegir hún þekktar og vinsælar Íslendingasögur á afar skemmtilegan og aðgengilegan hátt fyrir börn og unglinga, og veit- ir þeim þannig innsýn í heim forn- sagnanna. Persónur stíga ljóslif- andi fram og fróðleiksmolar um sögusvið og sögutíma auka enn á gildi verkanna. Bækurnar veita kærkomið tækifæri til að kynna sagnaarf Íslendinga innan skóla og utan, og dómnefnd Félags skóla- safnskennara telur þær afar verð- ugt framlag til norrænna barna- bókmennta,“ að því er segir í tilkynningu. Edda – útgáfa hf. gefur bæk- urnar út. Njála er til í enskri þýð- ingu, norskri og sænskri, en unnið er að fleiri þýðingum. Brynhildur Þórarinsdóttir er fædd 1970. Hún er MA í íslenskum bókmenntum og lauk kennslurétt- indanámi árið 2005 við Háskólann á Akureyri, þar sem hún starfar nú. Hún hefur skrifað skáldsögur og smásögur fyrir börn og unglinga og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Íslensku barnabókaverð- launin 2004 fyrir Leyndarmál ljóns- ins, Vorvinda IBBY 2003 fyrir Njálu og verðlaun fyrir smásögu í samkeppni Félags móðurmálskenn- ara. Hún er bæjarlistamaður Ak- ureyrar júní 2006 – maí 2007. Af hálfu Dana eru tilnefnd Nils Hartmann og Dorte Karrebæk fyr- ir bókina I Guder, Færeyingar til- nefna Olav og Sonju Schneider með bókina Heystsuita, Norðmenn til- nefna Arne Svingen fyrir Svart el- fenben og Svíar Christinu Herrst- röm fyrir bókina Tusen gånger stärkare. Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. Þau hafa verið veitt um árabil og þrisvar fallið Íslandi í skaut; 1992 hlaut Guðrún Helga- dóttir þau fyrir bókina Undan ill- gresinu, 2003 komu þau í hlut Kristínar Steinsdóttur fyrir bókina Engill í Vesturbænum, og 2005 hlaut Ragnheiður Gestsdóttir þau fyrir höfundarferil sinn með sér- stakri áherslu á Sverðberann, að því er segir í tilkynningu. Verðlaunin verða afhent í Dan- mörku í júlí næstkomandi, en dóm- nefnd fundar í lok mars og fulltrúi Íslands þar er Þóra Sjöfn Guð- mundsdóttir, skólasafnskennari í Langholtsskóla. Brynhildur Þórarinsdóttir tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rithöfundur Brynhildur Þórarins- dóttir hefur hlotið ýmisleg verð- laun fyrir ritstörf sín. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.