Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,9% í gær og er lokagildi hennar 7.234 stig og hefur aldrei verið hærri í lok viðskiptadags. Mest hækkun varð á hlutabréfum Atlantic Petrolium, eða 3,9%. Þá hækkuðu bréf Landsbank- ans um 1,9% og bréf Kaupþings banka um 1,7%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Alfesca, en þau lækkuðu um 1,9% í gær og bréf Öss- urar sem lækkuðu um 1,4%. Úrvalsvísitala hækkar ● HEILDAR- ÚTLÁN Íbúðalána- sjóðs í janúar námu samtals tæpum 4,3 millj- örðum króna. Þar af voru tæplega 800 milljónir leiguíbúðalán en almenn útlán námu um 3,5 milljörðum. Útlán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman undanfarna mánuði og á það jafnt við um heildarútlán sjóðsins sem og almenn lán hans. Þannig námu heildarútlánin 4,9 milljörðum króna í desember og þar af voru al- menn lán 3,6 milljarðar. Í nóvember voru heildarútlánin 4,7 milljarðar og almenn lán 4,1 milljarður. Í október voru heildarútlánin hins vegar 6,2 milljarðar en þá voru leiguíbúðalán óvenju há, eða 2,2 milljarðar, og al- menn lán námu 4,0 milljörðum króna. Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman ● DÓTTURFÉLAG Loftleiða Ice- landic, LatCharter Airlines, hefur gert samning við maltneska rík- isflugfélagið Air Malta um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. Er leigusamningurinn upp á rúman milljarð króna. Fimm þotur verða þar með í rekstri hjá LatCh- arter Airlines, en þær eru í leigu frá bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu KJ Aviation. Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, eignuðust LatCharter Airlines á miðju síðasta ári. Félagið hafði þá tvær Airbus þotur í rekstri. Sam- kvæmt tilkynningu er gert er ráð fyrir frekari vexti flugflotans á næstunni. Milljarðasamningur við Air Malta SKULDATRYGGINGAR viðskipta- bankanna hafa lækkað eftir nýleg uppgjör þeirra fyrir árið 2006. Landsbankinn birti uppgjör sitt 26. janúar síðastliðinn og Kaupþing og Glitnir 30. janúar. Hagnaður bankanna á síðasta ári var meiri en nokkru sinni fyrr. Sam- anlagður hagnaður þeirra jókst um liðlega 70 milljarða króna frá fyrra ári og nam um 164 milljörðum á árinu 2006. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans kemur fram að fyrir birtingu ársuppgjöranna hafi skuldatryggingaálag Landsbankans og Glitnis verið 0,33% og 0,44% hjá Kaupþingi. Nú sé álagið hins vegar 0,30% hjá Landsbanka og Glitni og 0,40% hjá Kaupþingi. Í Vegvísinum segir að skulda- tryggingaálag (e. CDS-spreads) sé einn besti mælikvarðinn á þau mark- aðskjör sem bankarnir standa frammi fyrir á alþjóðamörkuðum. Álagið mæli hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skulda- bréfs geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar. Kostnaðurinn sé mæld- ur sem álag ofan á grunnvexti. Þá segir í Vegvísinum að skulda- tryggingaálagið hafi fyrst farið að lækka að einhverju marki eftir níu mánaða uppgjör bankanna í fyrra, þegar fyrir hafi legið að endurfjár- mögnun ársins 2007 hafi verið lokið. Ársuppgjörin hafi svo staðfest að bankarnir séu vel í stakk búnir til að takast á við ýmis áföll sem skili sér í áframhaldandi lækkun á skulda- tryggingaálaginu. Skuldatryggingar við- skiptabankanna lækka Aukinn hagnaður bankanna hefur áhrif á kjör þeirra kjör er fram líður. „Öfugt við það sem fullyrt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum þá hefur vaxtamunur hér á landi ekki aukist, heldur minnk- að.“ Fram kom í máli Björgólfs að hann teldi fulla ástæðu fyrir Lands- bankann að efla til muna upplýs- inga- og fræðslustarf og að bankinn muni leita eftir samstarfi við félaga- samtök og aðra þá sem ábyrgð bera um þá framkvæmd. Deilir áhyggjum fólks af háum vöxtum Landsbankinn vill takast á við yfirstandandi vanda Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð viðvörun Björgólfur Guðmundsson segir að gagnrýnin á bankana á síðasta ári hafi að hluta verið réttmæt og góð viðvörun. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÓSTÖÐUGLEIKI og verðbólga er mein sem allir þurfa að sameinast um að fjarlægja. Þetta sagði Björg- ólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, á aðal- fundi bankans í gær. Hann sagðist skilja fullkomlega og deila áhyggjum fólks af háum vöxtum, en það sé ekki við viðskipta- bankana að sakast. Óstöðugleiki og verðbólga sé sameiginlegur óvinur bankans og viðskiptavina hans. „Annar bankastjóri Landsbank- ans sagði á kynningarfundi í London nýverið að það væri þess virði að fórna milljarða hagnaði bankans í eitt ár ef það losaði okkur við verð- bólguna,“ sagði Björgólfur. „Það lýsir vel hug okkar og vilja til að tak- ast á við yfirstandandi vanda.“ Gagnrýni að hluta réttmæt Björgólfur sagði í ávarpi sínu að nokkrar efasemdir hefðu verið uppi um íslenskt efnahagslíf og hvort full innstæða væri fyrir vexti og vel- gengni útrásarfyrirtækjanna. Landsbankinn hefði tekið tillit til réttmætra athugasemda en leiðrétt misskilning. „Án þess að taka undir allt það sem sagt var um íslensku bankana á síðasta ári, var gagnrýnin að hluta réttmæt og góð viðvörun til allra sem að starfsemi þeirra koma,“ sagði hann. Þá sagði Björgólfur að mörgum vaxi í augum mikill hagnaður banka. Hann sé þó ekki meiri en svo að hann mætir kröfum alþjóðlegra matsfyrirækja um afkomu og styrk- leika bankanna. Góð afkoma nú auki líkur á að bankinn geti boðið betri FRÉTTASKÝRING Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÞAÐ ER engum blöðum um það að fletta: Fríblaðaútgáfa hefur alls ekki reynst vera gróðavegur í Danmörku og raunar útlit fyrir að það sé bein- línis óþægilega eða jafnvel ískyggi- lega langt í að hún verði það. Auglýsingatekjur fríblaðanna þriggja í fyrra námu innan við 300 milljónum íslenskra króna að því er fullyrt er í úttekt Journalisten. Tvennt skal þó tekið fram, fyrst það að sú tala og útreikningar blaðsins hafa ekki verið staðfest af talsmönn- um fríblaðanna, og svo hitt að Jo- urnalisten hefur frá upphafi verið mjög gagnrýnið á fríblaðaútgáfuna. En gott og vel og að þeim varnögl- um slegnum: Dato náði aðeins að hala inn 24 milljónir á auglýsingum í fyrra, 24timer náði 120 milljónum og Nyhedsavisen 145 milljónum. Og nei, þetta eru íslenskar krónur en ekki danskar. Útgjöld fríblaðanna þriggja námu aftur á móti 4,6 millj- örðum króna þannig að samanlagt tap þeirra í fyrra samkvæmt út- reikningum Journalisten var um 4,3 milljarðar íslenskra króna. Áætlanir gengu ekki eftir Vissulega hafa eigendur fríblað- anna, sem hófu göngu sína síðasta haust, reiknað með umtalsverðu tapi í upphafi en varla þó svona miklu enda hafa áætlanir þeirra um dreif- ingu og lestur og þar með auglýs- ingatekjur hreint ekki gengið eftir. Raunar er svo komið að öll fríblöðin þrjú reiða sig orðið að töluverðu leyti á almenna dreifingu en ekki bara dreifingu í heimahús eins og upphaf- legu hugmyndirnar gengu út á. Skýrt dæmi um það hversu víð- áttulangt fríblöðin eru frá markmið- um sínum er það verð sem þau hafa fengið fyrir auglýsingarnar. Þannig er fullyrt í Journalisten að stjórn- endur Nyhedsavisen hafi reiknað með að fá 650 íslenskar krónur á hvern auglýsingamillimetra en sam- kvæmt upplýsingum birtingahús- anna greiða auglýsendur í reynd 110 krónur á millimetrann. Hjá Dato er þetta enn verra. Reiknað var með 370 krónum á millimetrann en nið- urstaðan er 50 krónur. Skást er þetta hjá 24timer, blaðið fær 130 krónur en reiknaði með 420 krónum. Þótt upphafið lofi þannig ekki góðu er þó erfiðara að reyna að spá því hvert framhaldið verður, meðal annars vegna þess að það er engan veginn loku fyrir það skotið að eitt- hvert þeirra geispi golunni í ár. Sérfræðingar Journalisten láta það þó ekki aftra sér og spá fríblöð- unum áframhaldandi hrakningum og ógæfu; þeir reikna með að auglýs- ingatekjur þeirra muni rétt ná að losa um 900 milljónir íslenskra króna á þessu ári en að útgjöldin verði fast að 13 milljörðum króna. Blaðamenn fluttir Frá því var greint í gær að blaða- menn verða fluttir frá Dansk Ny- hedsbureau, fréttaþjónustu Nyheds- avisen, yfir á blaðið sjálft og avisen.dk, fréttavef blaðsins. Þetta kom fram á fundi, sem David Trads, aðalritstjóri, hélt með starfsmönnum í gær. Spá fríblöðunum hrakförum Morgunblaðið/Brynjar Gauti BREYTT skatta- umhverfi í Dan- mörku getur haft þau áhrif að áhugi FL Group á fjárfestingum þar í landi minnki. Þetta segir Hannes Smárason, for- stjóri FL Group, í viðtali við danska viðskiptablaðið Børsen. Hannes tekur þó fram í viðtalinu að ótímabært sé að úttala sig um þessi mál fyrr en heildarmyndin liggur fyrir. Þá ráðleggur Hannes dönsku ríkisstjórninni að fara var- lega í skattkerfisbreytingar sem kunni að verða túlkaðar sem óvin- veittar viðskiptalífinu. Danska ríkisstjórnin hefur sett fram hugmyndir um að lækka skattgreiðslur fyrirtækja úr 28% í 22%. Á móti vill stjórnin hins vegar takmarka möguleika fyrirtækjanna til þess að gjaldfæra fjármagns- kostnað og er það einkum sá þáttur sem hefur gert að verkum að tillög- urnar hafa mætt andstöðu. Í viðtalinu í Børsen kemur fram að Hannes telur að FL Group muni verða meira áberandi í fjárfest- ingum á þessu ári. Félagið muni skerpa línurnar í fjárfestingum sín- um og árið verði spennandi en fjár- festingargeta félagsins sé meiri nú en áður. Ráðleggur dönsku rík- isstjórninni Hannes Smárason  !"#$%&'(%)%*+&'(!,& !"#-.,/,'01%234#+ 4556                  !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6      )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3       14 * + 13 -     !  ($  -  ( 35   "  #$   6 7 67 8  7   8 9 87 76 66   7 89 7 76 9 99                                                                  (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1                                              2  2 2 2 2 2                 2   2 2 2                    2    2 2 2   ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#           2  2 2 2 2 2 1@3  3# 3 9 - D 1E  06 0689 : :7 F F "=1) G< 0898 0 ; ; F F HH  ;0< 1 ##  0 0 6 ; : F F ;0< . % 9## 696 70 ; ; F F 8H)< GI J 70 86  09 ; : F F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.