Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                           !          "      !  #   $ %     &   !  $    $ '       ((($ $         ") *  +   ,  -  $ ./0 12 13 40 30 5  )  6 $ 7  8  9  -  $./0 /4 34 :3 :; 5  ) "6 $ '  "    -      $                     !    "   " # $ %& '  &  !     % (  '      )  * %%  +,  ! * %%  $-%         ( "   .%)  / 0 ) $-% ! 1'             ! "    #$$% & ' ()*&(   ./0-:3 03 /1 0/ <$=$ >?  7 @ A  B? ! > $-  $ $ 2:-2C ' $ !  ) 22-2C C4 4 1   + &    , -.  /01 23 '4 5 16' 7689' 4 5 16': Á þessum fundi (einkaviðtal) getum við skýrt nánar frá byggingarmöguleikum þínum út frá hústegundum okkar, byggingaraðferðum og afgreiðsluskilyrðum (kjörum) við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða hjá söluráðgjafa: Trine Lundgaard Olsen - farsími nr. +45 61 62 05 25 – netfang: tlo@ebk.dk Anders Ingemann Jensen - farsími nr. +45 40 20 32 38 – netfang: aj@ebk.dk Söluráðgjafar eru dönsku- og enskumælandi. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. EBK Huse A/S hefur yfir 30 ára reynslu við að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæðahönnun og er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með fjögur útibú í Danmörku og fjögur útibú i Þýskalandi. Einnig margra ára reynslu af byggingu húsa á Íslandi, í Svíþjóð, Þýskalandi og Færeyjum. BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán., mið. og lau. 13-17, sun. og helgidaga: 11-17 DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra hefur skrifað undir samning sjávarútvegsráðuneytisins við Fjölmenningarsetur á Ísafirði, sem felur í sér að Fjölmenningar- setrið, í samstarfi við Starfsfræðslu- nefnd fiskvinnslunnar, tekur að sér að annast undirbúning og skipulagn- ingu starfstengds íslenskunám- skeiðs fyrir erlenda starfsmenn í fiskvinnslu á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að byggja upp orðaforða og þekkingu í hverjum námsþætti fyrir sig, auka færni starfsmanna í íslensku, auð- velda þeim þannig tjáskipti innan fyrirtækisins og dagleg störf og hvetja til enn frekara íslenskunáms. Einnig að auka starfsánægju sem aftur mun leiða til betra starfsum- hverfis og meiri virðisauka í starfi. Fjölmenningarsetur mun bera ábyrgð á og hafa umsjón með verk- efninu, bæði hvað snertir aðlögun námsefnisins, þjálfun væntanlegra leiðbeinenda og námskeiðið sjálft. Setrið mun hafa náið samstarf við Alþjóðahúsið um verkefnið. Byrjað verður á einu 80 klst. nám- skeiði fyrir starfsmenn Íslandssögu á Suðureyri og í framhaldi af því er ætlunin að halda sambærileg nám- skeið um allt land. Námsefni Starfs- fræðslunefndarinnar verður lagað að þörfum erlendra starfsmanna í fisk- vinnslu sem hafa litla íslenskukunn- áttu, sett fram á myndrænan hátt og með margvíslegum verkefnum. Að námskeiðinu loknu mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða meta ár- angur og ávinning námskeiðsins, bæði fyrir fyrirtækið og starfsmenn- ina. Nýmæli þessa verkefnis felast einkum í því að með því að laga námsefnið sérstaklega að þörfum er- lendra starfsmanna sitja þeir við sama borð og íslensk starfssystkini þeirra hvað það varðar að nýta sér þá fræðslu sem í boði er, jafnframt því að styrkja íslenskukunnáttu sína, sem er ein aðalforsenda þess að þeir verði virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Mikilvægt verkefni Í tilefni samningsins var haldinn kynningarfundur í Fjölmenningar- setrinu á Ísafirði í dag. Við það tæki- færi sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra m.a.: „Með þessu móti verður íslenskan kennd í gegnum starfið, en á vinnustaðnum hafa útlendingar betra tækifæri en annars staðar til að eiga samskipti við Íslendinga. Markmiðin eru skýr og ávinningurinn augljós. Þetta er því mikilvægt verkefni og til mikils að vinna fyrir alla sem að þessu koma og samfélagið í heild“. Íslenskan kennd með starfinu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Menntun Samningurinn undirritaður. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri, Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Fjölmenning- arseturs á Ísafirði, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. ÍSLENDINGAR þurfa ekki að óttast loftslags- kvóta, heldur eiga þeir að fagna slíku fyrirkomu- lagi því að kvótarnir auka verðmæti orkulindanna. Þetta kom fram í erindi Þor- kels Helgasonar orkumála- stjóra á hádegisverðarfundi Samorku um orkumál í hnatt- rænu samhengi á Grand Hótel í gær. Þorkell Helgason ræddi um stöðuna í orku- og loftslagsmál- um veraldar og jafnframt um stöðu Íslands og hvað Íslend- ingar geta lagt af mörkum í þessum efnum. Hann benti á að gróðurhúsaáhrifin væru hnattræn. Því skipti ekki máli hvar lofttegundirnar væru losaðar heldur hvert magn þeirra væri. Íslendingar gætu litlu breytt um álnotkun í heiminum og losun vegna framleiðsluferilsins minnkaði því ekki þótt Íslend- ingar höfnuðu álverum. Iðnferilslosun álveranna ætti hvorki að koma Íslendingum til tekna né gjalda þegar losunin væri vegin og metin. „Þannig væri út í hött að við fengjum að sóða meira út ef við lokuðum álverum og færum að flytja rafmagnið út um sæstreng, til dæmis til að knýja álver í Fær- eyjum eða á Grænlandi [...] menn kunna að vera andvígir álvinnslu vegna umhverfisáhrifa virkjana en það er engin umhverfisdyggð fólgin í því að flytja til losun frá iðnferli álveranna milli landa.“ Hann sagði mikilvægt að samstaða næðist með- al þjóða um kröftuga stjórn á loftslagsmálum, helst með almennum, framseljanlegum losunar- kvótum, og markaðsöflin sæju þá til þess að lausn- ir fyndust. Tækifæri Íslendinga Íslendingar eiga að hasla sér völl í vistvænni orku í alþjóðasamfélaginu, að mati Þorkels. Hann sagði að beinast lægi við að hefja stórútrás í jarð- hitamálum, ekki aðeins á þekkingu og vísindum á þessu sviði heldur einnig á rekstrarþættinum. Einnig gætu Íslendingar orðið brautryðjendur á sviði vistvæns eldsneytis. „Okkur skortir heildstæða orkustefnu um það hvað við viljum nýta og í hvaða áföngum,“ sagði Þorkell. „Um það hvernig við viljum útdeila orku- gæðunum og hvað eigi að verða um vaxandi arð af þeirri nýtingu.“ Hann sagði að sama ætti við um losunarkvóta og nú þegar þyrfti að móta heild- arstefnu um útdeilingu þeirra. „Verði kvótakerfi á losun víðtækt í heiminum, og þrengt að losuninni svo einhverju nemur, fá þessir kvótar hátt verð- gildi; kannski 50 til 100 evrur á tonnið en ekki að- eins þær 20 evrur eða svo sem verðið er í nú.“ Loftslagskvótar auka verðmæti Þorkell Helgason Í HNOTSKURN » Þorkell Helgason segir Íslendinga hafaöll tromp á hendi til að gera sig verulega gildandi í jarðhitamálum heimsins og eigi hvorki að einskorða fé né mannafla við það sem fæst innanlands. » Þorkell leggur til að Íslendingar takimeðvitaðar ákvarðanir um nýtingu orkuauðlindanna og læri af aldarfjórðungs- deilum um eignarhald og auðlindaarð af auðlindum sjávar. VERÐI áætlanir Norðurvegar ehf. að veruleika með uppbyggingu heilsársvegar um Kjöl, má fastlega reikna með að ráðast þurfi í um- talsverðar styrkingar og end- urbætur á þjóðvegakerfinu á Suð- urlandi vegna stóraukinnar umferðar. Ekki síst ef um mikla umferð flutningabíla verður að ræða. Gert er ráð fyrir að upphaf Kjal- vegarins myndi verða nálægt Gull- fossi og lægi að Silfrastöðum í Skagafirði. Mikill umferðarþungi er nú þegar yfir sumartímann á leiðinni að Gullfossi og Geysi vegna ferðamannaumferðar. Að sögn Eymundar Runólfs- sonar, forstöðumanns hjá Vega- gerðinni, er meðalumferð á neðri hluta Biskupstungnabrautar yfir 3.000 bílar á dag yfir sumartímann og yfir 1.000 bílar á dag þegar komið er upp í Bræðratungu. Að stærstum hluta er vegurinn aðeins 6½ metri á breidd. Ekki liggja fyrir tölur um núver- andi umferð fólksflutningabíla á Biskupstungnabraut en þar sem umferð fólksflutningabíla er hvað mest á hringveginum eru rútur allt að 2% af heildarumferðinni og aðr- ir flutningabílar sem fara um hringveginn eru um 6–7% af heild- arumferð þar sem umferðarþung- inn er mestur. Ný brú yfir Brúará Vegagerðin hefur nýlega auglýst útboð brúargerðar á Brúará á Biskupstungnabraut en gamla ein- breiða brúin verður rifin. Er gert ráð fyrir að smíði brúarinnar verði að fullu lokið 1. október 2007. Yfir 3.000 bílar á dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti hljóma með sýnilegri hætti,“ segir hann. „Ég vil byrja á því að óska Röskvu til hamingju með árang- urinn,“ segir Sigurður Örn Hilm- arsson, oddviti Vöku og formaður Stúdentaráðs. Hann sagði að nið- urstaðan hefði komið svolítið á óvart, en Vaka væri ánægð með baráttu sína, málefnin sem félagið hefði sett á oddinn og starfið í sam- eiginlegu Stúdentaráði undanfarið ár. „Þó svo að Vaka sé ekki í meiri- hluta í Stúdentaráði komum við að sjálfsögðu til með að halda áfram að vinna að hagsmunum stúdenta.“ Fyrir líðandi tímabil var oddviti Háskólalistans formaður Stúd- entaráðs, Vaka var í meirihluta þrjú ár þar á undan og Röskva frá 1991 til 2001. KÁRI Hólmar Ragnarsson, efsti maður á lista Röskvu, segir að breytinga sé að vænta í kjölfar sig- ursins í kosningum til Stúd- entaráðs. Röskva náði meirihluta, fékk fimm menn kjörna. Vaka fékk fjóra menn og Háskólalistinn náði ekki inn manni. Kosningin fór fram á miðvikudag og fimmtudag og lauk talningu at- kvæða í fyrrinótt. Kjörsókn var 38% og skiptust atkvæði þannig í kosningu til Stúdentaráðs að Röskva fékk 1.635 atkvæði, Vaka 1.615 atkvæði, Háskólalistinn 241 atkvæði og 81 seðill var auður eða ógildur. Í kosningu til Háskóla- fundar fékk Röskva 1.780 atkvæði, Vaka 1.664 atkvæði og 126 seðlar voru auðir eða ógildir. Röskva og Vaka fengu sína fjóra mennina hvor. „Þetta eru stórkostleg úrslit,“ segir Kári Hólmar. Hann segir að Röskvufólk hafi varla þorað að vona að kjörið færi svona en margir hefðu unnið vel og þetta væru stór tíðindi, stór sigur miðað við úrslitin í fyrra. Kári Hólmar segir að Röskva hafi komið fram mörgum málum í meirihlutasamstarfinu á liðnu ári en framundan sé að gera ráðið sýni- legra og virkara út á við. „Við vilj- um reyna að láta rödd stúdenta Breytingar með sigri Röskvu Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.