Morgunblaðið - 10.02.2007, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 10.02.2007, Qupperneq 59
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 59 menning Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is PAT Steir missti af flugi til Ís- lands frá Bandaríkjunum á mið- vikudagskvöldið. Síðan seinkaði fluginu á fimtudagskvöldið um fimm tíma. Það var því dösuð listakona sem mætti loks í vest- ursal Kjarvalsstaða í gær, til að stýra uppsetningu tröllvaxinna málverka sinna. Þar biðu starfs- menn safnsins með hanska, reiðu- búnir að færa flekana til, og svo mikið gekk á að fyrr en varði var blaðamaður orðinn þátttakandi; þung málverkin voru borin fram og til baka. Á miðju gólfi stóð Steir, lágvaxin og svartklædd og ráðfærði sig við Hafþór Yngvason safnstjóra og Birgi Snæbjörn Birgisson sem annaðist uppheng- inguna. Steir hlýddi á hugmynd- irnar, sammála sumu en öðru ekki, með ákveðnar skoðanir á því hvar verkin færu best. „Aðeins meira til vinstri, og svo 31 cm frá gólfi.“ „Það er eins gott að fara var- lega,“ hvíslaði einhver. „Þessi mál- verk kosta ekki undir tíu millj- ónum.“ Þessi bandaríska listakona nálg- ast sjötugt og hefur um langt skeið verið í fremstu röð banda- rískra listmálara. Fyrir 1990 kom hún fram með þann stíl sem hefur verið einkenni hennar allar götur síðan, flæðandi expressjónisma, þar sem olíumálningin rennur eft- ir striganum og minnir á vatn eða fossa, og undir er eins og lífræn og viðkvæm gróðurþekja. „Ég hef verið undir áhrifum frá tækni gömlu kínversku landslags- málaranna,“ segir Steir þegar hún loks gefur sér tíma til að setjast niður yfir kaffibolla; „hvernig þeir túlkuðu forna steina og smágerða þætti náttúrunnar.“ Eins og þekkti þetta landslag Steir kom í fyrsta sinn til Ís- lands seint síðasta sumar, „til að kynnast og skoða landslag sem ég hafði aldrei séð áður,“ segir hún. Þá hitti blaðamaður hana nokkr- um sinnum, á milli bílferða þar sem Steir rannsakaði íslenska fossa, fjöll og birtu. „Þetta var ótrúlega sterk upp- lifun hér í sumar. Mér fannst stundum eins og ég þekkti þetta landslag, eins og það væri þegar í huga mér. Himinninn, mosavaxið grjótið og fossarnir voru á stund- um eins og út úr málverkum sem ég hafði þegar málað!“ Þessi stóru og persónulegu mál- verk segist hún skipuleggja í huga sér áður en hún hefst handa, og þá tekur við erfið og líkamleg vinna. „Þessi verk mín byggjast mikið á þyngdaraflinu, ég læt olíu- litinn flæða yfir strigann.“ Hún vitnar í Jackson Pollock, sem sagði eitt sinn: Ég er náttúr- an! „Þetta kann að hljóma hégóm- legt, en við erum samt hluti af náttúrunni,“ segir Steir. „Ég skipulegg samt hvert verk vel áð- ur en ég hefst handa; vil að þau séu í senn abstrakt og frásagn- arleg.“ Hún gengur aftur inn salinn, þar sem fyrstu málverkin eru komin upp. „Þetta er gott,“ segir hún. „Það þarf bara að lækka þau um þrjá sentimetra!“ Morgunblaðið/Einar Falur Fossamálari „Að mála þessi verk er mjög erfitt líkamlega. Ég klifra upp og niður stiga allan daginn og kem dauð- þreytt heim á kvöldin, rétt eins og byggingaverkamaður,“ segir bandaríska listakonan Pat Steir. Byggja á þyngdaraflinu » „Það var eins og landslagið hér á Íslandi væri þegar í huga mér.“ Enginn viðbættur sykur Engin viðbætt vítamín Engin rotvarnarefni Engin litarefni Engin bragðefni Knorr Vie 100% náttúrulegur ávaxta- og grænmetisdrykkur Úr hverri flösku af Knorr Vie fást 200 g af því besta og hollasta úr ávöxtum og grænmeti F í t o n / S Í A F I 0 1 9 8 9 7 Ferskt úr kæli ÓSKUM EFTIR FASTEIGNUM FYRIR A.M.K. 10 MILLJARÐA Traustur fjárfestir hefur beðið Eignamiðlun ehf. að útvega góðar fasteignir svo sem: skrifstofuhúsnæði, verslunarpláss, ýmiskonar atvinnuhúsnæði og hótel. Eignirnar þurfa helst að vera í útleigu til traustra aðila. Lágmarksfjárfesting í hverju tilviki væri um 100 milljónir króna. Kaup á fasteignafélagi koma einnig til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. ÓPERUFERÐ TIL SAN FRANCISCO Á VEGUM VINAFÉLAGS ÍSLENSKU ÓPERUNNAR 11.-18. JÚNÍ 2007 Farið verður á eftirtaldar sýningar í San Francisco-óperunni: Der Rosenkavalier eftir Richard Strauss & Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Kristinn Sigmundsson syngur í báðum þessum uppfærslum. Enn fremur verður boðið upp á skoðunarferðir um San Francisco og Yosemite þjóðgarðinn og verður því um fjölbreytilega menningarferð að ræða. Fararstjórar eru Tómas H. Heiðar, formaður stjórnar Vinafélags Íslensku óperunnar, og Edda Jónasdóttir, starfsmaður markaðssviðs Íslensku óperunnar og jafnframt starfsmaður Vinafélagsins. Upplýsingar og skráning eru í höndum Eddu Jónasdóttur, sími 562-1077, netfang edda@opera.is. Hin fjölhæfaJennifer Lopez segist vera tilbúin til að eignast börn. Lopez giftist söngv- aranum og lagahöfund- inum Marc Anthony í júní 2004 og segir að það sé tímabært að fara að fjölga mann- kyninu. Þegar blaðamaður New York Post spurði hana hvort hún væri tilbúin fyrir móðurhlutverkið svar- aði hún játandi og klappaði sér á magann. „Þegar ég giftist fyrir nokkrum árum ákvað ég að draga mig í hlé frá öllum hasarnum. Það gaf mér svigrúm til að hugsa um hvað skiptir mig raunverulega máli. Fyrir mig sem listamann er það að hafa svigrúm, að hafa tíma til að láta hlutina gerast hið innra.“ Marc er þriðji eiginmaður Lopez. Hún var áður gift veitingahúsaeig- andanum Ojani Noa og dans- aranum Chris Judd. Hún var einnig í sambandi við rapparann Diddy í tvö og hálft ár og trúlofaðist Ben Affleck á sínum tíma. Auk þess að vera ein af vinsælli söngkonum heims í dag hefur hún leikið í 22 myndum, sett þrjá ilmi á markað auk þess að vera með eigin fatalínu.    Óskarsverðlaunaleikkonan HalleBerry getur ekki hugsað sér að vera í burtu frá ástmanni sínum, Gabriel Aubry, á Valentínus- ardaginn, 14. febrúar nk. Halle og Gabr- iel – sem búa sitt í hvoru lagi, hún í Los Angeles, hann í New York – segja að ekkert muni koma í veg fyrir það að þau eyði degi elskendanna sam- an. Gabriel, sem er fyrirsæta og veitingahúsastjóri, segir að sam- veran með Halle sé mikilvægari en að senda henni dýrar gjafir. „Ég held ekki að Valentínus- ardagurinn gangi út á gjafir. Hann gengur út á samveru. Það er í raun- inni ómögulegt að eyða ekki deg- inum saman. Ég get ekki verið í New York og hún í Los Angeles. Það gengur bara ekki upp,“ sagði Gabriel og bætti því við að hann reyndi sömuleiðis að vera eins mik- ið með kærustunni sinni og hann gæti aðra daga ársins. „Ég get ekki beðið eftir því að vera með stúlk- unni minni.“ Að sögn hins ástfangna Gabriels hefur það að búa á sitt hvorum staðnum ekki dregið úr ást þeirra enn þá og hann ítrekar að þau muni halda áfram að ferðast um þver og endilöng Bandaríkin til að vera saman. „Við erum á stöðugum ferðalög- um. Við eyðum meiri tíma saman en fólk heldur.“ Fólk folk@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.