Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BÚIST er við því að útgáfufyr- irtæki í tónlist fari óðum að af- nema höfund- arréttarvarnir á þeirri tónlist sem þau setja á Netið. Það var Steve Jobs, forstjóri Apple fyrirtæk- isins sem skrifaði opið bréf til tónlistariðnaðarins þar sem hann hvatti sérstaklega stóru útgáfurisana Sony BMG, Universal, EMI og Warner Music til að ganga á undan með góðu fordæmi og hætta að skikka Apple fyrirtækið og aðra þá sem miðla músík á Netinu, til að nota DRM hugbúnað (Digital Rights Management), sem stjórnar því í hvaða tegundum spilara fólk getur spilað tónlist sem það sækir á Netið. Steve Jobs segir á vef fyrirtæk- isins að afnám hugbúnaðarins verði bersýnilega besta lausnin fyrir neyt- endur, því þá geti þeir spilað hvaða tónlist sem er í hvaða spilara sem er og séu ekki bundnir af því hvort Apple eða aðrir framleiði hann. Stjórnendur útgáfufyrirtækjanna höfðu vonast til að frumkvæði kæmi frá Apple um að þar á bæ yrði unnið að því að samræma einkarétt- arhugbúnað þeirra, Fairplay, sem notaður er á tónlist úr iTunes tón- listarbúðinni þeirra á Netinu og á iPod græjunni öðrum réttinda- hugbúnaði, en yfirlýsing Jobs bend- ir ekki til þess að svo verði. Steve Jobs benti hins vegar á að afnám réttindahugbúnaðarins væri eina mögulega lausnin, þar sem DRM hugbúnaðurinn væri mein- gallaður og hefði í raun ekki komið í veg fyrir að fólk hlæði niður þeirri tónlist sem því sýndist á vefnum og gerði við hana það sem það kysi. Tónlistin frelsuð Apple vill afnema réttindahugbúnað Steve Jobs MÁLVERK eftir Francis Bacon seldist fyrir 14 milljónir punda eða um 1,6 millj- arða íslenskra króna á uppboði í Christies í Lond- on á fimmtudags- kvöldið. Það var nafn- laus bjóðandi sem keypti verkið sem heitir „Study for Portrait II“ og var málað árið 1956. Búist var við að málverkið, sem sýnir einn af yfir fimmtíu leiðtogum kaþólsku kirkjunnar sem Bacon málaði, færi á um 12 milljónir punda. Fyrra sölumet á verki eftir Bacon var 7,8 milljónir punda en það var verkið „Version No 2 of Lying Fig- ure with Hypodermic Syringe“ sem seldist fyrir það í New York í fyrra. „Study for Portrait II“ er sögð samúðarfull mynd sem sýnir páfann sem raunalega hetju, bugaða af ytri öflum. Verkið þykir það mikilvægasta úr Páfa-seríu Bacon og setti hann á stall sem einn af leiðandi listamönn- um 20. aldarinnar. Fyrir uppboðið hafði málverkið ekki verið sýnt opinberlega síðan 1963. Á uppboðinu seldist líka mynd af Brigitte Bardot eftir Andy Warhol á 5,3 milljónir punda, helmingi meira en hún var metin á. Hver metsalan af annarri á sér stað núna í uppboðsheiminum. Í Sot- heby uppboðshúsinu náðust 45,7 milljónir punda í vikunni á einu upp- boði og er það met fyrir sölu á nú- tímalist í Evrópu. Sölumet á Bacon Verk Bacons SVOKALLAÐ Russendisko verður haldið í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, á móti Þjóð- leikhúsinu, í kvöld. Það er ,,DJ- Sergey“, diplómat í sendiráði Rússlands í Reykjavík sem þeytir skífur fram eftir nóttu. Russendisko er vel þekkt menningarfyrirbæri í næt- urklúbbum Berlínar, Prag og öðrum borgum Mið-Evrópu og nýtur mikilla vinsælda en þetta er gamaldags diskótek með slavneskum blæ. Rus- sendisko er einstakur menningarviðburður og sjón er sögu ríkari. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Rússadiskó í Alþjóðahúsinu Alþjóðahúsið LEIKBRÚÐULAND frum- sýnir brúðuleikritið Vináttu í Gerðubergi í Breiðholti klukk- an 14 í dag, en önnur sýning verður á sama tíma á morgun. Sýningin samanstendur af fjórum ævintýrum sem öll fjalla um vináttu. Fjöldinn all- ur af brúðum kemur fram sem þær Erna Guðmarsdóttir og Helga Steffensen hönnuðu, en þær hafa báðar starfað í Leik- brúðulandi frá upphafi þess árið 1968. Vinátta er ferðasýning og verður hún sýnd eftir pöntunum í leikskólum, skólum, kirkjum eða samkomuhúsum um allt land. Leikstjóri verksins er Örn Árnason. Leikhús Brúðuleikritið Vin- átta í Gerðubergi Helga Steffensen ERLINGUR Jón Valgarðsson opnar myndlistarsýningu í dag, laugardaginn 10. febrúar, kl. 14.00 í Jónas Viðar Galleríi, Kaupvangsstræti 12, Lista- gilinu á Akureyri. Erlingur er fæddur árið 1961 og stundaði listnám við Myndlistarskólann á Akureyri, hjá Rafael Lopes í Falun í Sví- þjóð og við Haraldsboskolan á sama stað. Hann hefur áður haldið nokkrar einkasýningar á Akureyri og víð- ar. Sýningin stendur til 25. febrúar. Jónas Viðar Gallerí er opið kl. 13.00 til 18.00 föstudaga og laugardaga. Myndlist Erlingur Jón sýnir á Akureyri Jónas Viðar Gall- ery er á Akureyri KVIKMYNDAKLÚBBURINN Fjalakötturinn hefur starfsemi sína sunnudaginn 25. febrúar, en það er Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík sem starfrækir klúbbinn. Sýningar verða tvivar í viku, á sunnu- dögum og mánudagskvöldum. Hrönn Marinósdóttir er framkvæmdastjóri Kvikmyndahátíðarinnar. „Við erum búin að móta dagskrá fram í miðjan maí. Við sýnum eldri myndir í bland við nýjar og byrjum á því að sýna all- ar myndir með James Dean og nýja heimildamynd um hann,“ segir Hrönn. Hún vonast til þess að ráðist verði í einhverjar endurbætur á húsnæðinu í Tjarnarbíói í sumar, þörf er á því að hennar sögn, en hugmyndin er að hægt verði að bjóða upp á alíslenska sumardagskrá, og að ferðamenn – og Íslendingar – geti gengið að íslensk- um myndum vísum í klúbbnum yfir sumarið. Sýningarárinu verður skipt í tímabil; vor, sumar og vetur, þar sem Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík markar hápunkt að hausti. Vettvanginn hefur lengi vantað Hrönn segir ástæðuna fyrir því að Kvikmyndaklúbburinn Fjalakött- urinn var stofnaður þá að aðstand- endum Kvikmyndahátíðarinnar hafi þótt vanta vettvang fyrir sígildar kvikmyndir og óháðar, sem hafa ekki jafnstórt markaðsbatterí á bak við sig og Hollywoodframleiðslan sem oftast ratar í bíóhúsin. „Það eru til ógrynni af spennandi myndum í heiminum og þær berast of sjaldan hingað, því vettvanginn hefur vantað. Okkur finnst klúbbur af þessu tagi eiga að sinna menntunarhlutverki og sýna verk gömlu meistaranna, nýjar óháð- ar myndir frá Evrópu og víðar að og setja þannig kvikmyndasöguna í sam- hengi. Við finnum að fyrir það er þörf. Þetta er ekki síst nauðsynlegt fyrir ungt fólk sem hefur heyrt um myndir en kannski aldrei fengið tækifæri til að sjá þær í bíósal en eldra fólk man betri tíð, því það er gömul hefð fyrir kvikmyndaklúbbum hér á landi.“ Í spor Fjalakattar Friðriks Hrönn nefnir Fjalaköttinn, kvik- myndaklúbb framhaldsskólanna sem starfræktur var um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, lengst af undir stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerðarmanns. „Margir muna eftir Fjalakettinum, og okkur langar að starfa í þeim anda. Með þessu viljum við feta í hans fótspor. Við verðum í góðri samvinnu við Frið- rik, félög kvikmyndagerðarmanna og aðra áhugasama um gott bíó. Við lít- um alls ekki svo á að við séum í sam- keppni við bíóhúsin, því þau eru bara að gera allt aðra hluti,“ segir Hrönn. Klúbbfélagar fá fréttabréf með upplýsingum um nýjar hræringar í óháðri kvikmyndagerð og fleira. Sýningar verða á sunnudögum kl. 16, 18, 20 og 22 og á mánudags- kvöldum kl. 18, 20 og 22 og kort á vor- misserið allt kostar fjögur þúsund krónur. James Dean sýndur allur Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn hefur starfsemi sína innan skamms og sýnir bæði gamla klassík og nýjar myndir frá Evrópulöndum og víðar að Morgunblaðið/Ásdís Bíódagar „Okkur finnst klúbbur af þessu tagi eiga að sinna ákveðnu menntunarhlutverki og sýna verk gömlu meistaranna,“ segir Hrönn. Í HNOTSKURN » Allar myndir JamesDean verða sýndar ásamt heimildamyndinni Forever Young, um ævi hans og störf. » Systurmyndirnar StillLife og Dong gerast á áhrifasvæði einnar stærstu stíflu heims í Yangtze-ánni í Kína. Sú fyrrnefnda hefur farið sigurför um heiminn og vann aðalverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. » Örsmátt yfirlit yfir rúss-neska kvikmyndasögu; tvær mynda Andreis Tarkov- skys verða sýndar í bland við myndina Trönurnar fljúga frá 1957 og myndina Dauð- inn á ferð frá árinu 2004. » Úrval ljósblárra jap-anskra mynda frá átt- unda áratugnum, en myndir af þessu tagi voru einkenn- andi á ákveðnu tímabili í jap- anskri kvikmyndasögu og hafa síðan orðið að hálf- gerðu „költ“-fyrirbæri. Helsti leikstjóri „bleiku myndanna“ var Tatsumi Ku- mashiro. » Franski kvikmyndagerð-armaðurinn Raymond Depardon er einn sá fremsti á sviði heimildamynda. Í samstarfi við menningarhá- tíðina „Pourquoi Pas?“ sýnir klúbburinn átta mynda hans í þremur dagskrárhlutum sem nefnast Le Reporter, Le Justice og Le Monde Paysan. » Þá verður sýnt úrvalnýrra þýskra mynda.TENGLAR..............................................www.filmfest.is Dagskrá klúbbsinsí vor LISTMÁLARINN Tryggvi Ólafs- son er á batavegi eftir fall þann 1. janúar sl. með þeim afleiðingum að sjötti og sjöundi hálsliður brák- uðust og féllu saman. Að sögn dótt- ur Tryggva, Gígju Tryggvadóttur, er ljóst að faðir hennar hefur orðið fyrir einhverjum skaða á mænu við fallið þar sem hann hefur enn sem komið er litla hreyfigetu í vinstri hendi. Tryggvi losnaði af gjörgæsludeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn í fyrradag, en þar hefur hann legið frá því slysið varð. Þar af var hann í öndunarvél fyrstu þrjár vikurnar. „Hann er búinn að vera mjög veikur og er ennþá mjög veikur. Nú er hann hins vegar kominn á al- menna deild og það gengur allt mun betur hjá honum. Við erum að vonast til að hann komist í næstu viku í endurþjálfun,“ segir Gígja og kveður lækna Ríkisspítalans von- góða um að faðir hennar nái frekari bata. „Þetta er búið að vera mikil óvissa, allt of lengi, en þetta er von- andi allt á beinu brautinni núna.“ Tryggvi hefur verið búsettur í Danmörku ásamt eiginkonu sinni, Gerði Sigurðardóttur, frá árinu 1961. Tryggvi Ólafsson á batavegi Morgunblaðið/Sverrir Tryggvi Ólafsson Tryggvi lenti í slysi á fyrsta degi ársins og lá á gjör- gæsludeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn þar til í fyrradag. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.