Morgunblaðið - 10.02.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 10.02.2007, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR S é litið til staðsetningar elliheimila, skóla og sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu vaknar sá grunur að loftmengun hafi ekki verið ofarlega í huga skipulagsfræðinga þegar ákvörðun um staðarval var tekin, flestar lyk- ilbyggingar eru nærri fjölförnustu umferðaræðunum. Margt hefur hins vegar breyst á undanförnum ára- tugum, bílaumferðin þyngist ár frá ári, notkun nagladekkja er enn út- breidd og svifrykið fer marga daga ársins yfir hættumörk í Reykjavík. Því leitaði blaðamaður álits lækna og aðila sem koma að skipulags- vinnu í Reykjavík, eina sveitarfé- laginu þar sem svifryk hefur verið mælt á kerfisbundin hátt yfir lengra tímabil. Kom þar margt athyglisvert í ljós. Verkfræðingur sagði umfjöllun blaðsins um loftmengun hafa breytt afstöðu sinni til vægi hennar í skipulagi og lungnalæknir efaðist um staðarval fyrir Hátæknisjúkra- hús og umdeilt vegarstæði við Helgafell. En eins og blaðið hefur rakið á undanförnum tveimur vikum bendir ný bandarísk rannsókn til að meng- un frá hraðbrautum hafi skaðleg áhrif á lungnaþroska barna. Þá taldi Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri hjá Línuhönnun, í samtali við blaðið mega áætla útfrá reynslu Norð- manna að heilsufarskostnaður vegna svifryksmyndunar frá nagla- dekkjum á höfuðborgarsvæðinu nemi árlega hundruð milljónum króna. Læknar sem blaðið ræddi við telja á sama hátt loftmengun langt í frá aukaatriði í skipulagi borg- arinnar. Á hinn bóginn er kostnaðarsamt að reka skóla, þjónustuíbúðir, elli- heimili og sjúkrastofnanir og áherslan á gott aðgengi virðist hing- að til hafa verið forgangsatriði í skipulaginu. Sú stefna Reykjavík- urborgarar að staðsetja nýjar þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða nærri helstu þjónustukjörnum vitnar um þessa áherslu. Helgafellsvegur raskar ró Reykjalundarsvæðisins Magdalena Ásgeirsdóttir, yf- irlæknir lungnaendurhæfingar á Reykjalundi, segir aðspurð um starfsemina í Mosfellsdal enga sam- bærilega endurhæfingu starfrækta á landinu. Undantekningin sé vísir að henni norður á Kristsnesi á veg- um Fjórðungssjúkrahúss Akureyr- ar. Hún segir staðsetningu Reykja- lundar ákjósanlega, þar hafi hingað til verið ró og friður og lítil umferð. Enda hafi smithætta af berklum verið ofarlega í huga við staðarvalið. „Á Reykjalundi eru níu meðferð- arsvið,“ segir Magdalena. „Úti- ganga í meðferðarskyni er fastur liður allt árið. Göngurnar eru allt frá einum og upp í fjóra kílómetra um svæðið og niður að [Álafoss- ]kvosinni. Þetta er einstakur staður, við erum nærri höfuðborginni en samt nokkuð einöngruð. Í ljósi þessa hlýtur vegalagning um Helgafell í nokkur hundruð metra fjarlægð að hafa áhrif á loftgæði umhverfisins.“ Spurð um afstöðu sína til stað- setningar sjúkrahúsa og elliheimila á höfuðborgarsvæðinu segir Magda- lena „bagalegt að allar sjúkrastofn- anir þurfi að vera miðsvæðis“. „Þær þurfa ekki að vera nærri mestu umferðarmannvirkjunum í borginni. Þegar lungnadeildin á Víf- ilsstöðum var flutt niður í Fossvog á stórt bráðamóttökusjúkrahús voru sjúklingar settir í umhverfi þar sem er meiri streita og því erfiðara að slaka á. Í þessum hópi er fólk með andnauð svo þetta skiptir máli. Það er einnig vitað að á stilludög- um halda sjúklingar með önd- unarfærasjúkdóma sig innandyra til að forðast mengunina. Því má segja að önnur staðsetning fyrir hátækni- sjúkrahúsið hefði verið heppilegri en sú sem fyrirhuguð er hjá flug- velli og umferðaræðum.“ Magdalena er þeirrar hyggju að sama eigi við um elliheimili og sjúkrahús, æskilegt sé að þau séu ekki við helstu stofnæðarnar Umfjöllun blaðsins hafði áhrif Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur hjá framkvæmda- sviði Reykjavíkurborgar, hefur tek- ið þátt í stýrihópi fyrir uppbygg- ingu húsnæðis fyrir eldri borgara. Hann segir lítið hafa verið horft til loftmengunar við staðarval á síð- ustu áratugum og í dag sé fyrst og fremst litið til þess að slíkt húsnæði sé í nágrenni þjónustukjarna. Hann nefnir sem dæmi fyrirhug- aðar þjónustuíbúðir við Spöngina í Grafarvogi og S-Mjódd, sem verði stutt frá verslununum og þjónustu. Þá séu 250 þjónustuíbúðir við Sléttuveg, vestur af Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, á teikniborðinu og þar sé gert ráð fyrir hljóðmön við Kringlumýr- arbraut. Inntur eftir því hvort ekki sé tímabært að gefa meiri gaum að þætti svifryks í borgarskipulaginu segir Guðmundur umfjöllun Morg- unblaðsins að undanförnu hafi vakið athygli hans á loftmengun í borg- inni. „Umfjöllunin hefur haft áhrif á mína skoðun að því marki að ég tel að taka þurfi meira tillit til svif- ryksins,“ segir Guðmundur. „Það hefur verið litið svo á að hér væri alltaf rok og rigning sem blési menguninni á haf út en bættar mælingar síðustu ár hafa sýnt að full þörf er á að skoða frekar loft- mengunina.“ Hafa ekki mikið velt fyrir sér loftmengun í höfuðborginni Arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg sem blaðið ræddi við tóku undir það sjónarmið með Guðmundi að loftmengun hefði fram að þessu ekki verið ráðandi þáttur við staðarval fyrir elliheimili og skóla á höfuðborgarsvæðinu. Ágústa Sveinbjörnsdóttir, starf- andi skipulagsfulltrúi Reykjavík- urborgar, segir yfirvöld ekki mikið hafa velt fyrir sér loftmengun við staðarval fyrir leik- og grunnskóla. „Við staðsetningu er horft til þess að það sé stutt fyrir íbúana að sækja skólana,“ segir Ágústa, sem hefur komið að skipulagsvinnu í nýjum hverfum höfuðborgarinnar. „Götur hafa verið hannaðar með til- liti til hávaðamengunar sem kann að haldast í hendur við loftmeng- un.“ Lilja Grétarsdóttir, arkitekt hjá Skipulagsfulltrúa Reykjavík- urborgar, segir að ekki hafi verið horft sérstaklega til loftmengunar í skipulagi höfuðborgarinnar. Hún segist ekki telja að staðsetja eigi byggð fyrir aldraða á öðrum for- sendum með hliðsjón af loftmengun en byggð fyrir aðra þjóðfélagshópa. Almennt hafi ekki verið litið á loft- mengun sem vandamál á höf- uðborgarsvæðinu. „Borgin hefur reynt að nýta mannvirki sín sem best og þétta byggð eldri borgara nálægt þjón- ustukjörnum,“ segir Lilja. „Grunn- og leikskólar hafa verið staðsettir í góðum tengslum við íbúðabyggð.“ Komin af stað umræða Að frátöldum börnum og eldri borgurum eru þeir einstaklingar sem þjást af öndunarfæra- sjúkdómum einna viðkvæmastir fyrir menguninni. Þórarinn Gísla- son lungnalæknir telur fjögur til sex prósent Íslendinga þjást af astma, sjúkdómi sem veldur því að stór hópur fólks heldur sig innan- dyra þegar loftmengunin nær há- marki. Líkt og greint var frá hér í blaðinu þriðjudaginn 30. janúar sýnir ný rannsókn Þórarins og Dav- íðs Gíslasonar ofnæmislæknis fram á sterka fylgni loftmengunar við heimili og nálægðar við helstu stofnæðar. Inntur eftir því hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða stefnu um staðarval sjúkrahúsa, skóla og elliheimila í ljósi þessara niðurstaðna segir Davíð „mjög skynsamlegt“ að grípa til aðgerða gegn menguninni. „Það er nú komin af stað umræða um hvað sé hægt að gera til að draga úr svifryksmengun,“ segir Davíð. „Loftmengun hefur áhrif á heilsu barna og eldra fólks og það ætti að taka tillit til þessa í skipu- lagi, ef ekki er hægt að draga veru- lega úr henni með aðgerðum. Marg- ir hafa verið þeirrar skoðunar að loftmengun væri aðeins vandamál tvo tíma á ári, í kringum miðnætti á gamlárskvöld.“ Hver eru þolmörk mengunar? Spurður um staðsetningu fyr- irhugaðs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í Reykjavík segist Davíð velta því fyrir sér hvað sé hægt að umbera mikla mengun við það sem verði helsta sjúkrastofnun landsins. Sigurður Þór Sigurðarson lungnalæknir tekur í sama streng en eins og lesendur blaðsins hafa veitt athygli er hann þeirrar skoð- unar að svifryksagnir geti skaðað lungun. Hins vegar yrði t.d. erfitt að að- skilja lungnadeildina í Fossvogi frá annarri starfsemi og staðsetja hana fjarri umferðaræðunum. Hann er jafnframt sammála Magdalenu um áhrif vegar við Helgafell á sérstöðu Reykjalundar. Hvað varðar staðsetningu elliheim- ila og skóla er hann þeirrar skoð- unar að ekki sé skynsamlegt að staðsetja slík mannvirki við fjöl- farnar götur. „Loftmengun í Reykjavík er óneitanlega vandamál,“ segir Sig- urður, sem bætir við að ekki borgi sig að hræða fólk. Á sama tíma sé brýnt að grípa til aðgerða. Svifrykið vanmetinn þáttur í skipulaginu Þrátt fyrir að mælingar á svifryki í Reykjavík á síðustu árum hafi bent til töluverðrar loft- mengunar er lítið tillit tekið til hennar í skipu- lagi skóla og elliheimila. Baldur Arnarson kynnti sér málið.                                                      !"#$  %& #& !&!%    '(#$ )  *  + , -  -  . #$ /   ,0-  %   /   1, 2 3 #  04$   ! * 5  EINS og sjá má á kortinu eru margar af helstu sjúkrastofnunum höfuðborgarsvæðisins stað- settar nærri umferðaræðum þar sem loftmeng- unin er hvað mest. Hringirnir tákna mæling- arstaði í rannsókn Þórarins Gíslasonar lungnalæknis og Davíðs Gíslasonar ofnæm- islæknis. Þótt ekki hafi verið mælt við Mjóddina eða Hringbraut frá Suðurgötu að Ánanaustum má áætla að mengun sé þar töluverð. Sérstaða Reykjalundar sem sjúkrastofnunar langt frá helstu umferðaræðunum kemur glöggt fram en mælingu við Spöngina skortir. Á kortinu er ekki að finna skólastofnanir sem eru fjölmargar á svæðinu séu öll skólastig tekin með í reikning- inn. Mengun og heilsa Magdalena Ásgeirsdóttir Guðmundur Pálmi Kristinsson baldura@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.