Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 60

Morgunblaðið - 10.02.2007, Page 60
60 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HÆ LÍSA... HVAÐ? ER DÝRALÆKNARÁÐSTEFNA Í KVÖLD? ENDILEGA, HLJÓMAR SKEMMTILEGA Í HVERJU ÆTTI ÉG AÐ FARA Á RÁÐSTEFNU? ÉG MÆLI MEÐ EINLÆGUM SVIP AF TILBÚNUM ÁHUGA ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR ÆTLA ÉG AÐ VERÐA LÆKNIR UPPI Í SVEIT HA! ÉG SÉ ÞIG EKKI ALVEG FYRIR MÉR BÚANDI UPPI Í SVEIT! ÉG SAGÐIST ALDREI ÆTLA AÐ BÚA UPPI Í SVEIT! ÉG ÆTLA AÐ KEYRA ÚR BORGINNI Á SPORTBÍLNUM MÍNUM ERTU AÐ KOMA KALVIN? VIÐ ERUM TILBÚIN! MIKIÐ ER LANGT SÍÐAN ÉG FÓR Í DÝRAGARÐINN OG KALVIN HEFUR ALDREI KOMIÐ ÞANGAÐ ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA HONUM FRÁ ÞESSU ALLA VIKUNA. HANN ER MJÖG SPENNTUR DRÍFÐU ÞIG KALVIN! HVERT ÞURFUM VIÐ AÐ FARA? HEF EKKI HUGMYND. ÞAU DRAGA MIG ALLTAF Á ASNALEGA STAÐI! ÉG SKORA Á ÞIG Í EINVÍGI ÓKUNNUGI MAÐUR! VAPP! ÉG TEK ÞVÍ! EN AF HVERJU ERTU AÐ SKORA Á FÓLK SEM ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR? FÓLK SEGIR AÐ ÉG SÉ ORÐINN LEIÐUR Á LÍFINU! VAPP! HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA ?!? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. ÞAÐ LÍTUR ÚT EINS OG OSTRA JÁ, ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA OSTRA... ÞAÐ ER AÐ SPILA PEARL JAM ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ AMERICAN PARCEL ÆTLI AÐ HÆTTA AÐ NOTA OKKUR SEM VERKTAKA! HVAÐ?!? RAJIV, ÞETTA ER ALVEG HRÆÐILEGT! VIÐ SKULUM EKKI ALVEG MISSA OKKUR. ÞEIR ERU NÚ EKKI EINI VIÐSKIPTA- VINUR OKKAR NEI, BARA SÁ ALLRA STÆRSTI! VIÐ ÆTTUM AÐ MINNSTA KOSTI EKKI AÐ GERA ÞAÐ BÁÐIR Í EINU LÖGREGLAN ÞARF MÍNA HJÁLP VIÐ AÐ NÁ ÞESSUM BÚNINGSKLÆDDA KAKKALAKKA NÁÐI ÞÉR! ÚÚÚÚFFFF!! EÐA KANNSKI EKKI Ásunnudag höldum við íþriðja sinn 112-daginn,sem ber upp á 11/2 árhvert,“ segir Garðar H. Guðjónsson verkefnisstjóri. „Dag- skráin hefst strax 9. febrúar með opnun ljósmyndasýningarinnar Út- kall 2006 í Kringlunni. Þar verður til sýnis úrval ljósmynda af við- bragðsaðilum að störfum á liðnu ári, en Neyðarlínan 1-1-2 boðar slökkvi- lið, lögreglu, björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila í neyð- artilvikum.“ Á sunnudag verður mikið um að vera í tilefni dagsins: „Á hádegi leggur tilkomumikil bílalest af stað frá Skógarhlíð, og aka lögreglubílar, slökkviliðs- og sjúkrabílar og öku- tæki björgunarsveita með blikkandi ljósum um borgina,“ segir Garðar. „Þetta verða væntanlega allt að 40 bílar, og þyrla í ofanálag, sem síðan enda förina á bílaplaninu við Smára- lind og verða þar til sýnis fram eftir degi.“ Skyndihjálparmaður ársins Haldin verður athöfn í Smáralind kl. 13.20 þar sem veitt verða verð- laun í Eldvarnagetraun Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna auk þess sem Skyndihjálparmaður Rauða kross- ins 2006 verður heiðraður: „Að at- höfninni lokinni verður sérstök kynning á starfi Slysavarnafélags- ins Landsbjargar og Rauða kross Íslands, en dagurinn er sérstaklega helgaður hlutverki sjálfboðaliða í björgun og almannavörnum,“ segir Garðar. „Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir hversu mikið afl býr í starfi sjálfboðaliða Lands- bjargar og Rauða kross Íslands. Þúsund manna um land allt hafa fengið undirbúning og þjálfun til að sinna ýmsum verkefnum og eru reiðubúin til starfa þegar kallið kemur. Sjálfboðaliðar eru til taks að veita neyðaraðstoð, fjöldahjálp, skyndihjálp og sálrænan stuðning, svo nefnd séu nokkur dæmi.“ Í návígi við gott fólk Auk þess að geta fengið að skoða þau tæki og tól sem viðbragðsaðilar nota við störf sín geta gestir í Smáralind rætt við þá fagmenn og sjálfboðaliða sem svara neyð- arköllum allan ársins hring: „Þetta er gott tækifæri til að kynnast vel fjölbreyttu starfi lögreglu, slökkvi- liðs, Rauða krossins og björg- unarsveita,“ segir Garðar. „Styrkur sjálfboðaliðastarfsins er sá fjöldi góðs fólks sem býður fram krafta sína og stöðug þörf fyrir nýliðun. Það er aldrei að vita nema kynn- ingin á sunnudag veki áhuga fleiri á að taka þátt í starfinu.“ Ljósmyndasýningin Útkall 2006 stendur til 16. febrúar. Nánari upp- lýsingar um dagskrá 1-1-2 dagsins má finna á www.112.is. Víða á lands- byggðinni eru viðburðir í tilefni dagsins, og veittar eru frekari upp- lýsingar hjá viðbragðsaðilum á hverjum stað. Neyðarlínan | Hægt að kynnast starfi við- bragðsaðila í Smáralind á sunnudag 1-1-2 dagurinn 11. febrúar  Garðar H. Guðjónsson fæddist á Akra- nesi 1963. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi 1983 og námi frá Blaða- mannaháskólanum í Ósló 1989. Garðar var blaðamaður á Þjóðvilj- anum og síðar ritstjóri Neyt- endablaðsins og Skagablaðsins. Hann var upplýsinga- og kynning- arfulltrúi Neytendasamtakanna og síðar Rauða kross Íslands. Und- anfarin ár hefur Garðar verið sjálf- stæður kynningarráðgjafi. Garðar er kvæntur Kristínu Hallbjörns- dóttur þjónusturáðgjafa og eiga þau eina dóttur. JAPÖNSK stúlka í bænum Hakone vestur af Tókíó bragðar á baðvatninu í hveralaug. Laugin er þó ekki gruggug eins og ætla mætti, heldur blönduð dýrindis kakódufti sem sagt er að mýki húðina og græði. En svo skemmir það varla fyrir að laugin er einstaklega gómsæt. Reuters Í himnaríki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.