Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 37 GÓÐ HEILSA GULLI BETRI IT´S NOW OR NEVER C-500 FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA HÚSNÆÐISMÁL Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) eru löngu komin í þrot og er nú svo komið að mjög erfitt er orðið að sinna grundvall- arstarfsemi sjúkra- hússins á ásættanlegan hátt. Aðstaða fyrir sjúklinga og aðstand- endur er alls óvið- unandi. Auk sívaxandi eftirspurnar þjónustu bætast óhjákvæmilega við nýjungar í starf- semina og vandinn mun því aukast enn frekar ef ekkert verður að gert. Á heimasíðu nýs há- skólasjúkrahúss www.haskola- sjúkrahus.is segir m.a. „Núverandi húsnæði er margra áratuga gamalt, kostnaðarsamt í viðhaldi og hefur ekki þann sveigj- anleika sem þarf til að mæta stöð- ugum breytingum í tækni og vinnu- fyrirkomulagi. Byggingar voru reistar fyrir mun minni og einfaldari starfsemi en er í þeim núna. Þær fullnægja alls ekki kröfum samtím- ans um þarfir sjúklinga, góða vinnu- aðstöðu fyrir starfsfólk og því síður lágmarksþörfum spítala framtíð- arinnar. Margar sjúkrastofur eru óviðunandi og lítil aðstaða fyrir að- standendur. Þarfir, réttindi og kröfur sjúk- linga hafa stóraukist en víða eru sjúklingar á fjölbýlum og mörg dæmi eru um að örfá salerni og bað- herbergi séu á stórum legudeildum. Slíkar aðstæður stuðla að útbreiðslu spítalasýkinga sem breiðast út milli sjúklinga og starfsfólks og hafa vald- ið faröldrum á sjúkrahúsinu.“ Tvær aðalbráða- móttökur eru starf- ræktar á spítalanum, og það hefur ítrekað valdið vandkvæðum við greiningu og fyrstu meðferð mikið veikra sjúklinga. Það er því al- veg ljóst að brýn þörf er á nýbyggingum við LSH. Nýr spítali verð- ur hins vegar vart tilbúinn fyrr en eftir áratug. Því þarf að leysa núverandi hús- næðisvanda LSH hið fyrsta og brúa þannig bilið þar til nýtt sjúkrahús verður reist. Þörf er á húsnæði til bráða- birgða Það þarf að endurskoða hvort unnt sé að færa bráðastarfsemina betur saman en nú er gert og æski- legt er að flytja megnið af dag- og göngudeildarstarfsemi sjúkrahúss- ins frá meginbyggingum þess til að skapa aukið rými fyrir þjónustu við inniliggjandi sjúklinga. Til þess að það sé hægt þarf að finna annað hús- næði fyrir starfsemi dag- og göngu- deilda í námunda við sjúkrahúsið. Spítalinn á töluvert af eignum sem nýtast illa við þjónustu við sjúklinga. Þeim eignum mætti skipta fyrir hentugra húsnæði þannig að ekki þurfi fjárútlát til. Til þess þarf hins vegar heimild stjórnvalda. Þegar ráðamenn eru spurðir hvaða úrræði þeir sjái er svarið að það verði að þrauka. Það má vera að hluti starfsmanna sé tilbúinn til að þrauka, en er slík afstaða boðleg fyr- ir sjúklinga? Þegar bent er á að hús- næði, sem byggt var fyrir heilbrigð- isþjónustu, standi autt í nágrenni spítalans og geti létt á húsnæð- isvandanum er haft eftir ráðuneyt- isstjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu (HTR) í Blaðinu þann 30. janúar sl. að sú lausn komi ekki til greina, án þess að það sé rök- stutt frekar. Er hugsanlegt að skiln- ingsleysi á húsnæðisvanda LSH ríki meðal embættismanna HTR? Breytt rekstrarform? Í Morgunblaðinu þann 22. sept- ember sl. var rætt við Ingólf Þór- isson, þáverandi framkvæmdastjóra tækni og eigna á LSH. Þar segir hann að læknastofum verði boðin að- staða á LSH og að í hönnunarferli nýs sjúkrahúss Landspítalans sé gert ráð fyrir sérstöku göngudeilda- húsi þar sem búast megi við að deild- irnar verði reknar með talsvert öðru sniði en nú þekkist, þ.e. að þær verði mögulega einkareknar. Þá liggur fyrir heimild HTR að sjúkrahúsið geti gert sérfræðilæknum kleift að reka göngudeildir í samvinnu við sjúkrahúsið þar sem læknarnir reki og stýri starfseminni enda hefur ráðuneytið litið svo á að slík fram- kvæmd samrýmist vel stefnu þess um fjölbreytileg rekstrarform í heil- brigðisþjónustu. Er það ef til vill tímabær lausn að flytja nú þegar hluta af dag- og göngudeildarþjónustu sjúkrahússins í annað rekstrarform, þar sem tryggingaraðili heilbrigðisþjónustu þyrfti hvorki að reka starfsemina né eiga húsnæðið? Að mínu mati skulda stjórnvöld starfsmönnum LSH og lands- mönnum öllum útskýringu á því hvernig unnt verði að þrauka þar til nýr spítali rís. Hvernig verður þraukað næsta áratug? Friðbjörn Sigurðsson skrifar um húsnæðisvanda LSH » Að mínu mati skuldastjórnvöld starfs- mönnum LSH og lands- mönnum öllum útskýr- ingu á því hvernig unnt verði að þrauka... Friðbjörn Sigurðsson Höfundur er formaður læknaráðs LSH. REYKINGAR eru eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans og helsta orsök margra sjúkdóma. Hvers konar tóbaksnotkun er skað- leg heilsunni og skaðsemi reykinga er meiri eftir því sem meira er reykt og byrj- að fyrr. Reykingar eru meginorsök 18–19% dauðsfalla á landinu á hverju ári. Eitt af sjö forgangs- verkefnum heilbrigð- isáætlunar til ársins 2010 er áfengis-, vímu- efna- og tóbaksvarnir. Markmið tóbaksvarna er að hlutfall fólks á aldrinum 18–69 ára sem reykir verði undir 15% og hlutfall barna og unglinga á aldrinum 14–17 ára verði undir 5%.Vonandi nást þessi markmið fyrir 2010. Landspítali – há- skólasjúkrahús er yf- irlýstur reyklaus vinnustaður og hefur verið það um nokkurra ára skeið. Í reglum um tóbaksvarnir á vinnu- stöðum frá 15. júní 1999 segir í 2. grein: „Bannið: Reykingar eru bann- aðar á sjúkrahúsum, nær bannið til allra húsakynna sjúkrahúsanna og skal ekki reykt á svölum og ekki í eða við anddyri. Ekki er heimilt að hafa neins konar afdrep fyrir reykingar starfsmanna. Séu reykingaafdrep fyrir sjúklinga á sjúkrahúsum er starfsfólki óheimilt að reykja þar.“ Hér er skýrt kveðið á og eru þessar reglur í samræmi við tóbaksvarn- arlögin en þar segir í 10. grein: Tób- aksreykingar eru með öllu óheimilar á sjúkrahúsum, þó má leyfa reyk- ingar sjúklinga í vissum tilvikum. Á árinu 2006 voru því miður enn nokkrir starfsmenn sem reyktu í vinnutímanum, því var ákveðið að nota árið 2006 til að aðstoða þá starfs- menn sem reyktu til að hætta og skipaði forstjóri LSH starfshóp til að koma af stað átaki af því tilefni. Átak- ið fékk nafnið „Göngum alla leið …“ Gripið var til ýmissa aðgerða, m.a var boðið upp á reykleysisnámskeið fyrir starfsmenn og eftirfylgni að þeim loknum. Þá var gerð könnun á LSH til að skoða umfang reykinga meðal starfsmanna, gerð þarfagreining með- al stjórnenda og starfs- manna um reyk- ingavenjur starfsmanna og leiðir til úrbóta. Skilti voru sett upp við inn- ganga LSH um að spít- alinn væri reyklaus vinnustaður og það tek- ið fram í auglýsingum frá LSH. Staða verkefn- isins var könnuð á haustdögum og boðið aftur upp á reykleys- ismeðferð og eftirfylgni að því loknu ef þess þurfti með. Könnun var síðan aftur gerð í lok árs meðal stjórnenda og starfsfólks til að meta árangur Eðlilegt er að starfs- menn heilbrigðisþjón- ustunnar sýni fordæmi í þessum efnum, engum ætti að vera betur ljóst hve mikill ógnvaldur tóbaksreyk- ingar eru. Við í stjórn hjúkrunarráðs fögnum þessu framtaki stjórnenda og óskum öllum til hamingju með þetta átak og vonum að þeim starfs- mönnum sem reyktu gangi vel að hætta og fái áfram aðstoð til reyk- leysis ef þeir þurfa. Næsta skref vonum við að verði að LSH verði reyklaus með öllu sem fyrst og fylgjum þannig fordæmi FSA sem varð reyklaus stofnun 1. október 2006. Þá komumst við alla leið. Göngum alla leið Álfheiður Árnadóttir fjallar um nauðsyn þess að Landspítali Háskólasjúkrahús verði alveg reyklaus vinnustaður Álfheiður Árnadóttir »Eðlilegt erað starfs- menn heilbrigð- isþjónustunnar sýni fordæmi í þessum efn- um... Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og formaður hjúkrunarráðs. „Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið og Reykjavík- urborg lýsa yfir vilja sínum til að efla og byggja upp þjónustu fyrir aldraða í Reykjavík með eftirfarandi hætti á árunum 2007.“ Og svo kemur loforðalistinn: „Reist verði 100 rýma hjúkr- unarheimili í Reykjavík á um 10.000 fm lóð í Sogamýri....“ sem taka átti í notkun í ársbyrjun 2005. „Aðilar eru sammála um að hefja á tímabilinu 2003-2005 undirbúning að byggingu nýs 100 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem tekið verði í notkun á árinu 2007....“ Hér eru 200 hjúkrunarrými á blaði sem kölluð er viljayfirlýs- ing og undirrituð 13. maí 2002 af borgarstjóra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Íslands. Hvar eru þessi hús og hvar eru rúmin? Hvar er það fólk niður komið sem átti að fá þá þjónustu sem hér um ræðir? Hver getur svarað því? Í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu er fátt um svör. Hjá Reykjavíkurborg vísa menn á HTR. Hjá HTR er enn verið að vinna í málinu. Bent á Lýsislóð og Mörkina. Sogamýrin er ekki lengur á dagskrá. Gamla fólkið liggur í sjúkrarúmum sem ætluð eru bráðasjúku fólki. 200 rými er há tala miðað við fólksfjölda á Íslandi. Einkum ef 200 rúm eru tekin fyrir fólk sem ekki vantar bráðahjúkrun. Það hlýtur að bitna á þeim sem vantar bráða- hjúkrun. Hvar liggur ábyrgðin? Stjórn LEB telur að verulega skorti á að staðið hafi verið við viljayfirlýsinguna frá 13. maí 2002. Þar vantar 200 rými af þeim 284 sem lofað var. Ólafur Ólafsson og Borgþór S. Kjærnested Hvar eru húsin og hvar eru íbúarnir staðsettir? Ólafur er formaður LEB. Borgþór er framkvæmdastjóri LEB. Á UNDANFÖRNUM árum hefur almenn bílaumferð aukist mikið. Þetta á við í kirkjugörðum eins og annars staðar. Á jólum koma margir í kirkjugarða til að vitja leiða ástvina og ættingja. Margir skreyta leiði með jóla- skreytingum og kveikja ljós á leiðum. Þessi siður hefur tíðk- ast mjög lengi og ekk- ert nema gott um það að segja. Starfsfólk Kirkju- garða Reykjavík- urprófastsdæma sinn- ir þjónustu við þá sem koma í garðana á Þor- láksmessu og að- fangadag. Margir leita eftir upplýsingum um staðsetningu leiða. Eins og við má búast koma flestir á einkabíl og getur þá orðið þröng á þingi en um- ferð fólks um kirkju- garða nær hámarki á aðfangadag skömmu áður en helgin gengur í garð. Starfsfólk kirkjugarðanna hefur átt gott samstarf við lögreglu varð- andi umferðarstjórn umhverfis garðana. Áður fyrr var sá háttur hafður á að ekki fengu aðrir að aka um kirkjugarðinn í Fossvogi á að- fangadag en þeir sem af einhverjum ástæðum gátu ekki gengið að við- komandi leiði. Þessi háttur á um- ferðarstjórn krafðist þess að þeir sem vildu aka um garðinn þurftu að biðja starfsmann leyfis og tilgreina ástæðu þess að þeir gátu ekki farið gangandi. Undanfarin ár hefur málum hins vegar verið háttað þannig að allir fá að fara akandi um kirkjugarðana í Reykjavík (að Hólavallagarði und- anskildum) hvort sem er á að- fangadag eða aðra daga. Ástæður fyrir því að umferð bíla var gefin frjáls voru nokkrar. Meðal annars þótti það greiða úr umferðarteppu sem gjarnan myndaðist á bílastæð- um. Einnig var erfitt fyrir starfsfólk kirkjugarðanna að standa frammi fyrir því að leyfa einum að aka um garðinn en banna öðrum. Við kirkjugarðana eru yfirleitt stór og góð bílastæði og margir leggja bíl sínum þar eins og æskilegt er. En þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar um að fólk skuli ekki aka að óþörfu um garðana virðast alltof margir sækjast eftir því að komast sem næst áfangastað á bílnum. Leitast hefur verið við að stýra bíla- umferðinni ákveðnar leiðir í gegnum garðana til að greiða fyrir og forðast umferðarteppu. Þróun bílaumferðar um kirkjugarðana á að- fangadag hefur orðið á þann veg að þeir sem kjósa að ferðast gang- andi um garðana til að vitja leiða verða fyrir miklu ónæði af umferð hinna akandi. Þessi þróun er slæm og ekki í takt við friðhelgi kirkjugarða. Það er sérstaklega slæmt þeg- ar ökumenn fara of hratt um og sýna þeim sem eru gangandi ekki viðeigandi nærgætni. Aukin bílaumferð um kirkjugarðana hefur líka leitt til þess að um- hverfið lætur á sjá. Gras og annar gróður hefur orðið fyrir skemmdum svo garðarnir eru útjaskaðir að sjá eins og eftir útihátíð. Ökumenn skeyta sumir hverjir ekki um það hvort þeir aka á götunni eða utan hennar og yf- ir gróður. Jafnvel eru dæmi um að ökumenn láti sig litlu varða þótt þeir aki yfir leiði hinna látnu. Ljóst er að bílaumferð í kirkju- görðum Reykjavíkurprófastsdæma er komin upp fyrir þau mörk er við verður unað. Starfsmenn garðanna munu því fljótlega grípa til ráðstaf- ana til að takmarka akstur innan garðanna með því að loka ákveðnum akstursleiðum. Aðstandendur sem vitja leiða verða þess eflaust varir en verða þó vonandi ekki fyrir óþæg- indum. Starfsfólk kirkjugarðanna mun eftir sem áður leitast við að að- stoða þá sem þurfa við að komast leiðar sinnar. Takmörkun umferð- ar í kirkjugörðum Þorgeir Adamsson fjallar um Kirkjugarða Reykjavíkur vegna greinar Sveinbjörns I. Baldvinssonar Þorgeir Adamsson » Við kirkju-garðana eru yfirleitt stór og góð bílastæði og margir leggja bíl sínum þar eins og æskilegt er. Höfundur er garðyrkjustjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.