Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIRALÞINGI FRJÁLSLYNDA flokkinum barst enn meiri liðsstyrkur í vikunni þegar Kristinn H. Gunnarsson tilkynnti að hann gengi til liðs við flokkinn. Þing- mennirnir eru nú fimm talsins og mögulegar uppstillingar flokksins í næstu kosningum eru mikið ræddar á Alþingi. Áhugasamastir um málefni Frjálslynda flokksins eru án efa þingmenn Framsóknar, sem hafa margt við innflytjendapælingar þeirra fyrrnefndu að athuga, og hafa gengið hart fram í að fá úr því skorið hvort hinir stjórnarandstöðuflokk- arnir, þ.e. VG og Samfylking, geti sætt sig við þær. Enn sem komið er fer lítið fyrir svörum en á göngunum hvísla menn að Frjálslyndi flokk- urinn sé smám saman að mála sig út í horn. Augljóst er af yfirlýsingum fram- sóknarþingmanna að litlar líkur eru á samstarfi F-flokkanna tveggja eftir kosningar. Þótt sjálfstæðismenn hafi haldið sig til hlés í þessari umræðu þá heyrast raddir úr þeirra herbúðum að samstarf við Frjálslynda myndi ekki ganga upp. Það er samt kannski eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn stígi varlega til jarðar í þessum efnum enda hefur ríkisstjórn hans staðið fyrir umdeildum lagabreytingum í málefnum útlendinga. Skemmst er að minnast breytinga á útlendingalög- unum á vorþingi árið 2004 sem vöktu mikla umræðu í samfélaginu. Ung- liðahreyfingar allra stjórnmálaflokka mótmæltu frumvarpinu og þá sér- staklega svonefndri 24 ára reglu, sem kveður á um að maki yngri en 24 ára fái ekki sjálfkrafa dvalarleyfi á land- inu, sem og því ákvæði að heimila Út- lendingastofnun að taka lífsýni úr fólki sem sækir um dvalarleyfi. Í umræðu á Alþingi var Jónína Bjartmarz, sem þá var varaformaður allsherjarnefndar, eini framsókn- arþingmaðurinn sem tók til máls og gerði m.a. grein við fyrirvara sínum við 24 ára regluna. Framsókn greiddi engu að síður atkvæði með frumvarp- inu en stjórnarandstaðan stóð sam- einuð gegn því. Fremstur í flokki Frjálslyndra fór Magnús Þór Haf- steinsson, sem er hvað mest orðaður við „rasismadaður“ í dag. Magnús mótmælti 24 ára reglunni og líf- sýnatökum og sagði þær „lykta af nokkurs konar nesjamennsku sem kannski má útskýra með einhverri landlægri hræðslu sem liggur í þjóð- arsálinni sem sennilega var plantað þar inn þegar Tyrkjaránin stóðu sem hæst árið 1627 eða þar um bil“. Magnús sagði að gera ætti ákveðnar kröfur til útlendinga en þótti skjóta skökku við að byggja lagasetningu á einöngruðum tilvikum. „Ég get ekki séð að slík einöngruð tilvik sem ef- laust má einmitt rekja til þess að við erum sem þjóðfélag að laga okkur að því að það eru breyttir tímar og flutn- ingur fólks sem er af erlendu bergi brotið er smám saman að aukast hingað til Íslands. Þetta eru miklu frekar dæmi um það að við erum sjálf í aðlögun ekki síður en það fólk,“ sagði Magnús og blés á rökstuðning um að 24 ára reglan gæti hugsanlega komið í veg fyrir ofbeldi á konum. „Það er líka framið ofbeldi gegn ís- lenskum konum af íslenskum karl- mönnum. Ég get ekki séð að þessi lagabreyting muni breyta nokkru þar um,“ sagði Magnús. Nú má spyrja hvort tónninn í mál- flutningi Magnúsar hafi breyst eitt- hvað síðan 2004 og hvort kannski hafi hlutverkin snúist við, þ.e. Frjáls- lyndir kalli á harðari lagasetningu en Framsókn vilji fara öllu með gát. Að- för Framsóknarflokksins að Frjáls- lynda flokkinum er að sjálfsögðu skiljanleg, eða hvaða flokkur kæmi annars fyrst til greina til að vera dreginn með í mögulega „vinstri stjórn“ ef Frjálslyndir detta út? Það breytir þó ekki því að Sam- fylkingin og Vinstri græn geta ekki hundsað spurningu Framsóknar því þetta er einmitt sama spurning og fjöldi kjósenda þeirra spyr sig. Frjálslyndir og Tyrkjaránið ÞINGBRÉF Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HELGI Magnús Gunnarsson sak- sóknari hefur lýst því yfir að úr- skurður héraðsdóms verði kærður til Hæstaréttar þar sem reynt verður að fá honum hnekkt í því skyni að fá málið tekið til efnismeðferðar fyrir héraðsdómi. „Ég er ósammála niðurstöðu hér- aðsdóms þess efnis að 10. gr. sam- keppnislaga lýsi ekki refsiverðri hegðun einstaklinga heldur ein- göngu fyrirtækja og þar með sé per- sónuleg refsiábyrgð einstaklinganna ekki fyrir hendi. Nú í framhaldinu reynir svo á hvernig Hæstiréttur muni túlka samkeppnislögin að þessu leyti,“segir hann. „Ég er ennfremur ósammála þeirri niðurstöðu að jafnræðissjón- armið eigi að leiða til frávísunar, enda á það sér engin fordæmi að ákæru hafi verið vísað frá dómi á þeim forsendum,“ segir hann. „Það ber líka að líta til þess að ákærðu voru ekki valdir úr hópi jafningja því þeir voru stjórnendur olíufélaganna. Það var því ástæða fyrir því að þeir sættu ákæru.“ Táknar endalok málsins Um þann þátt er lýtur að athuga- semdum dómsins um verknaðarlýs- ingu ákærunnar bendir Helgi á að rannsókn málsins sjálfs hafi leitt ákveðna þætti í ljós og ákæruefnun- um verði ekki lýst nákvæmar en gögn gefa tilefni til. „Ég tel að ekki eigi að þurfa að vísa í einstök sam- skipti forstjóra og undirmanna þeirra, en ef þess verður krafist, þ.e. upplýsinga um fyrirmæli eða slíkt, þá táknar það endalok málsins, því slíkum samskiptum verður ekki lýst nákvæmlega vegna svo löngu liðinna brota. Sönnunarfærslan undir efnis- meðferð málsins átti að leiða í ljós vitneskju forstjóranna og stefnu- mörkun þeirra í tengslum við sak- arefnið. Það kemur mér þó ekki á óvart að ýmsir fletir á rannsókninni séu óheppilegir, en þó vil ég taka skýrt fram að með því er ég ekki að álasa samkeppnisyfirvöldum fyrir sína vinnu enda tel ég rannsókn þeirra hafa verið mjög góða á meintum brotum félaganna. En það er erfið- ara að leiða í ljós einstök samskipti sakborninga og vitna þegar sakborn- ingar neita að tjá sig við lögreglu með þeim rökum að þeir hafi verið búnir að tjá sig hjá samkeppnisyf- irvöldum.“ „Reynir á túlkun Hæstaréttar“ Morgunblaðið/Sverrir Frá dómtöku Munnlegur málflutningur hófst 26. janúar sl. Ystur til vinstri er Einar Benediktsson, þá tveir verj- endanna, þeir Gísli Baldur Garðarsson og Ragnar Tómas Árnason, Geir Magnússon og Kristinn Björnsson. Héraðsdómur vísaði frá máli gegn einstaklingum í olíumálinu „Tímabært að leiða málið til lykta“ KRISTINN Björnsson fyrrverandi forstjóri Skeljungs hf. segist gera sér vonir um að senn fari að sjá fyrir endann á lögsókn einstaklinga í olíumálinu. „Það er komið á sjötta ár síðan aðgerðir Sam- keppnisstofnunar gegn olíufélögunum hófust í mál- inu og kannski er orðið tímabært að leiða málið til lykta. Það hafa 36 einstaklingar verið með rétt- arstöðu sakbornings í þessum máli og síðan var ákveðið að ákæra þrjá. Þetta er niðurstaða héraðs- dóms og við verðum að bíða og sjá hver niðurstaða Hæstaréttar verður ef málið fer þangað.“ „Afar mikilvægt að fá þessa niðurstöðu“ ÞAÐ var afar mikilvægt að fá þessa niðurstöðu fram og það er óhætt að segja að rökstuðningur dómsins hafi verið í samræmi við væntingar okkar að flestu leyti,“ segir Gísli Baldur Garðarsson verjandi Einars Bene- diktssonar fyrrverandi forstjóra Olíuverzlunar Íslands hf. „Með þessum úrskurði getum við átt von á því að mál fari að þróast á jákvæðari hátt en raunin hefur ver- ið hingað til. Að mínu mati vegur einna þyngst sú niðurstaða dómsins að ekki hafi verið lagagrundvöllur til að beita starfsfólk umræddra fyrirtækja refsingu.“ Braut gróflega gegn jafn- ræðisreglu Í ÞESSUM úrskurði er fallist á þau sjónarmið sem við lögðum mesta áherslu á,“ segir Ragnar H. Hall verjandi Kristins Björns- sonar fyrrverandi forstjóra Skelj- ungs hf. „Það sem vegur lang- þyngst er annars vegar spurningin um hvort refsiheimild í samkeppnislögum nái til ein- staklinga sem starfa hjá fyr- irtækjum þegar um er að ræða ætluð brot gegn 10. gr. sam- keppnislaga um samráð fyr- irtækja á markaði. Hinsvegar er það síðan verknaðarlýsingin í ákærunni sem að mínu áliti er heldur sérkennileg. Þá fellst dóm- ari á að ákæruvaldið hafi við meðferð málsins brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórn- arskrár. Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir ákærðu í málinu að fallist sé á frávísunarkröfuna,“ segir Ragn- ar. „Þetta er mjög mikilvæg nið- urstaða og mér sýnist ákæruvald- ið hafa svolítið verkefni að reyna að hnekkja þessum þrem liðum [fyrir Hæstarétti].“ Hvorki Geir Magnússon fyrr- verandi forstjóri Olíufélagsins, né verjandi hans, Ragnar Tómas Árnason, tjáðu sig um úrskurð- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.