Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 27 Safna›u 5 toppum af Merrild kaffipokum og flú gætir unni› gjafabréf í Marimekko, Laugavegi 56, a› ver›mæti 50.000 kr. fiví fyrr sem flú sendir inn, flví meiri vinningsmöguleikar! 1. útdráttur: 20. febrúar - 6 gjafabréf 2. útdráttur: 20. mars - 6 gjafabréf 3. útdráttur: 20. apríl - 6 gjafabréf 4. útdráttur: 20. maí - 6 gjafabréf 5. útdráttur: 20. júní - 6 gjafabréf Samtals 30 gjafabréf a› ver›mæti 1,5 milljónir. Sendu inn flátttökuse›il ásamt 5 toppum af Merrild: Merrild & Marimekko Pósthólf 4322 124 Reykjavík fiú fær› flátttökuse›il í næstu matvöruverslun. KL IPP TU TOPPINN Margir ræða um nýjan uppbyggðan heilsárs Kjalveg þessa dagana og hefur forseti bæjarstjórnar Blöndu- óss meira að segja verið spurður álits. Valgarður Hilmarsson forseti hafði svo sem ekkert mikið um vega- framkvæmdir á Kili að segja annað en að það kæmi Blönduósingum lítið við þótt aðgengi að hálendinu væri bætt en lagði jafnframt áherslu á það að vegaframkvæmdir ættu fyrst og fremst að tengjast byggðum hring- inn í kringum landið. Það var á sínum tíma mikið rætt og ritað um Kjalveg í tengslum við Blönduvirkjun og fannst sumum nóg um að hleypa óbreyttum almúganum upp á hálendið á óbreyttum bílum og hreinasta firra að brúa Seyðisá. Þessar vegabætur hafa gert það að verkum að allir geta nú farið Kjalveg að sumarlagi og er það að heyra á mönnum hér nyrðra að sú leið verði áfram greið án þess að fyrir það sé sérstaklega greitt fyrir utan hina hefðbundnu skattheimtu. Þeir sem kjósa að fara gjaldskylda einkaveg- inn fara þann veg eða eins og stend- ur í kvæðinu „Ég vil fara minn veg, þú mátt fara þinn veg“. Það er einnig fróðlegt að rifja það upp að þegar hugmyndin um veg yfir Þverárfjall kom upp þótti mörgum hún arfavitlaus og sóun á almannafé. En á þeim stutta tíma sem vegurinn hefur gegnt hlutverki sínu í því að tengja byggðir á norðvestanverðu landinu og stytta leiðina til Reykja- víkur fyrir þá sem austar búa í þessu kjördæmi heyrast nú þær raddir að byggja hefði þurft veginn mun breiðari.    Þegar þetta birtist þá er svokölluð Skólastíkumessa í 17. viku vetrar og einungis vika lifir af þorra. 10. febr- úar er kenndur við Skólastíku og kallast því Skólastíkumessa. Skóla- stíka var fyrsta konan sem gerðist nunna í svokallaðri benedikt- ínareglu. Fyrstu munkaklaustrin á Íslandi voru Þingeyraklaustur í Húnavatns- sýslu, stofnað 1133, og Munkaþver- árklaustur í Eyjafirði, stofnað 1155, sem eins og nunnuklaustrin voru af reglu Benedikts af Núrsíu (um 480– 547) sem stofnaði ekki aðeins frægt munkaklaustur heldur einnig nunnu- klaustur sem eins og fyrr segir var stýrt af systur hans, Skólastíku. Í tengslum við þessa örlitlu tilvitnun í klaustursögu er rétt að geta þess að reist hefur verið myndarlegt þjón- ustuhús við Þingeyrakirkju sem kall- ast Klausturstofa og á án nokkurs vafa eftir að gegna þýðingarmiklu hlutverki í ferðamálum sýslunnar.    Þó svo að niðurstöður úr svoköll- uðum hagvexti landshluta séu okkur hér frekar óhagstæðar og fækkun þingmanna blasi við eru Húnvetn- ingar ekki á því að gefast upp, heldur spýta menn í lófana. Hafin er bygging á fyrsta íbúðar- húsinu á Blönduósi í langan tíma og jafnframt er hafin viðbygging við leikskólann og bændur byggja stór- fjós þannig að trúin á vöxt og við- gang samfélagsins er fyrir hendi og einungis frosthörkur síðustu daga koma í veg fyrir steypuvinnu svo fari saman framkvæmdahugur og -hönd. Menn þreyja þorrann og góan bíður handan við hornið, sólin hækkar á himni. Þannig gengur lífið fyrir sig hér í austanverðu Húnaþingi svona upp og niður eins og gangur him- intunglanna.Á fáki fráum Á Blönduósi þreyja menn nú þorrann og spýta í lófana. BLÖNDUÓS Jón Sigurðsson fréttaritari Valdimar Gunnarsson kennarisendi vísnalausa fyrirspurn á Leirinn, póstlista hagyrðinga, um uppruna vísunnar: Margur ágirnist meira en þarf: maður fór að veiða skarf – hafði fengið fjóra. Elti þann fimmta en í því hvarf undir bjargið stóra. Hermann Jóhannesson lærði vísuna sem barn vestur í Gilsfirði. Og fékk á tilfinninguna að það væri gamall húsgangur ættaður utan úr Breiðafirði eða norðan af Ströndum. Pétur Þorsteinsson rifjaði upp skopstælingu sem ort var í verkfalli BSRB um Jón Sigurðsson, formann samninganefndar ríkisins og síðar framkvæmdastjóra járnblendisverksmiðjunnar: Margur ágirnist meira en þarf: maður fór að veiða skarf – tókst honum fjóra að fanga. Elti fimmta en í því hvarf uppað Grundartanga. Erlingur Sigtryggsson spann aðra útgáfu: Íslenskukennsla er ærið starf ef maður brýtur meira en þarf heilann í sínum hausi. Hættu nú bara að hugsa um skarf Valdimar vísnalausi. Loks bætti Hálfdan Ármann Björnsson við: Íslensku kennsla er erfitt starf oft er þá reynt að troða í skarf með heimskunnar hugaróra. Ágætur kennari oft þá hvarf ofan fyrir bjargið stóra. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af ágirnd og skarfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.