Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
NEFND, sem skipuð var samkvæmt
ályktun Alþingis til að fjalla um að-
gang að opinberum gögnum um ör-
yggismál Íslands 1945-1991 leggur til
að stofnað verði sérstakt öryggis-
málasafn sem heyri undir Þjóð-
skjalasafn Íslands, sem varðveiti öll
skjöl og skráðar heimildir úr kalda
stríðinu.
Jafnframt leggur nefndin til að
fræðimenn fái frjálsan aðgang að
gögnunum með því skilyrði að þeir
skuldbindi sig til að skýra ekki frá
eða miðla persónugreinanlegum upp-
lýsingum um lifandi einstaklinga
nema sá sem í hlut eigi veiti sam-
þykki. Þetta bann fellur niður þegar
liðin eru 80 ár frá því gögn urðu til. Þá
fái þeir, sem minnst er á í gögnunum,
ótakmarkaðan aðgang að því sem
sagt er um þá sjálfa. Verði tillagan að
lögum megi gera ráð fyrir að almenn-
ingur fái ótakmarkaðan aðgang að
95% þeirra gagna sem til eru um ör-
yggismál á tímabilinu 1949-1968.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem boðað var til í Alþingishús-
inu í gær. Þar kynntu Páll Hreinsson,
stjórnarformaður Persónuverndar,
lagaprófessor og formaður nefnd-
arinnar, og Anna Agnarsdóttir, for-
seti Sögufélagsins, skýrslu nefnd-
arinnar sem jafnframt geymir drög
að frumvarpi til laga um breytingu á
lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn
Íslands.
Á fundinum kom fram að nefndin
hefði tekið viðtöl við lykileinstaklinga
til að fá yfirsýn yfir verklag við hler-
anir á árunum 1945-1991, bæði af
hálfu lögreglustjórans í Reykjavík og
Pósts og síma. Umræddir ein-
staklingar voru ekki bundnir þagn-
arskyldu þegar þeir komu fyrir
nefndina, en í lögum nr. 127/2006 var
mælt svo fyrir að öllum opinberum
starfsmönnum væri skylt að svara
fyrirspurnum nefndarinnar um verk-
lag við öflun, skráningu og varðveislu
upplýsinga um öryggismál Íslands á
árunum 1945-1991 þrátt fyrir ákvæði
laga um þagnarskyldu. Aðspurður
sagði Páll fátt nýtt hafa komið fram
um umfang gagna sem fræðimenn
vissu ekki fyrir. Benti hann jafnframt
á að hlerunarmálin hefðu ekki tekið
til fleiri einstaklinga en áður var talið.
Þeir sem besta yfirsýn
höfðu eru ekki lengur á lífi
Í máli Önnu kom fram að þeir ein-
staklingar sem helst hefðu getað
varpað skýru ljósi á hlerunarmálin í
heild og öflun gagna væru nú látnir. Á
fundinum kom fram að helstu nið-
urstöður úr viðtölunum voru þær að
staðfest er að hleranir varðandi ör-
yggi ríkisins áttu sér stað á árunum
1949-68. Lögreglan átti frumkvæði að
hlerunum í apríl 1951 og 1968, en um
annað er ókunnugt. Ávallt var kveð-
inn upp dómsúrskurður sem heim-
ilaði hleranir áður en þær voru fram-
kvæmdar. Lögreglan gat ekki hlerað
með þeim búnaði sem hún hafði á
þessum árum án atbeina starfsmanna
Pósts og síma. Þessar hleranir voru
ekki teknar upp á segulbönd og við
þær varð til lítið af skriflegum gögn-
um. Í skýrslunni er bent á að vinnu-
brögð og verklag voru almennt þann-
ig að lítið var skráð af upplýsingum
um öryggismál. Gögnum hjá Útlend-
ingaeftirlitinu í lögreglustöðinni við
Hverfisgötu var eytt kerfisbundið
1976.
Að sögn Önnu fullyrða allir heim-
ildarmenn að engar tengingar hafi átt
sér stað fyrr en dómsúrskurður lá
fyrir. Úrskurðurinn var sendur póst-
og símamálastjóra sem skrifaði sam-
þykki sitt á hann. Afrit fór síðan til
línudeildar Pósts og síma sem sá um
framkvæmd tenginga. Benti hún á að
þessi gögn væri að finna í skjalasafni
Pósts og síma sem tekur yfir 45 bretti
hjá Þjóðskjalasafni og enn hefur ekki
verið skráð. Nefndin gerir það að til-
lögu sinni að útbúin verði skrá yfir öll
mál og skjöl þeirra sem tilheyra ör-
yggismálasafni. Aðspurð segir Anna
líklegt að það sé 1-3 ársverk að færa
öll gögn undir öryggismálasafn og
skrá þau. Bendir hún á að skráning
skjalasafns Pósts og síma gæti kostað
um 20 milljónir króna. Páll benti á að
99% þeirra gagna sem enn eru í
vörslu stjórnvalda er að finna í utan-
ríkisráðuneytinu, en þar eru mörg
hundruð hillumetrar af gögnum sem
enn á eftir að skrá. Spurður hvort
ljóst lægi fyrir á þessu stigi hver
heildarkostnaður yrði við að koma
upp svonefndu öryggismálasafni
svaraði Páll því neitandi, en tók fram
að kostnaðurinn yrði umtalsverður.
Í athugasemd við frumvarpið skil-
greinir nefndin hugtakið fræðimann,
en það er „hver sá sem stundað hefur
fræðirannsóknir í hug- eða fé-
lagsvísindum og birt rannsóknir sínar
á viðurkenndum vettvangi óháð því
hvort hann hefur lokið háskólaprófi á
þessum þekkingarsviðum.“ Fram
kemur einnig að fræðimaður sem
hyggst fá aðgang að öryggis-
málasafni skuli sækja um sérstakt
leyfi til þess konar aðgangs og rök-
styðja hvers vegna skjöl með per-
sónugreinanlegum upplýsingum hafi
þýðingu fyrir rannsókn hans.
Vill auka aðgengi jafnt
fræðimanna og almennings
Morgunblaðið/RAX
Niðurstaða Fulltrúar kaldastríðsnefndar, þau Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur og Páll Hreinsson prófessor.
Í HNOTSKURN
»Kaldastríðsnefndin leggurtil að stofnað verði sér-
stakt öryggismálasafn er
heyri undir Þjóðskjalasafn Ís-
lands, sem varðveiti öll skjöl
og skráðar heimildir úr kalda
stríðinu.
»Gert er ráð fyrir að fræði-menn fái frjálsan aðgang
að gögnunum með því skilyrði
að þeir skuldbindi sig til að
skýra ekki frá eða miðla per-
sónugreinanlegum upplýs-
ingum um lifandi einstaklinga
nema sá sem í hlut eigi veiti
samþykki.
Kaldastríðsnefndin
svokallaða hefur lokið
störfum og leggur til að
fræðimenn fái frjálsan
aðgang að opinberum
gögnum um öryggis-
mál Íslands á árunum
1945-1991.
VEGAGERÐIN hefur óskað eftir
tilboðum í gerð 1,4 kílómetra langs
varnargarðs austan við Múlakvísl á
Mýrdalssandi.
Töluverðar landskemmdir hafa
orðið í vatnavöxtum í kvíslinni og er
garðinum m.a. ætlað að koma í veg
fyrir þær. Hægt er að skila tilboðum
til 20. febrúar. Verkinu skal vera að
fullu lokið 15. júní næstkomandi.
Verjast
Múlakvísl
GEIR H. Haarde, forsætisráðherra,
segir að Breiðavíkurmálið sé hörmu-
legt mál en undanfarið hafa fjöl-
miðlar fjallað um
aðbúnað ungra
drengja sem
þangað voru
sendir um og upp
úr miðri síðustu
öld. Ríkisstjórnin
fjallaði um mál-
efni drengjaheim-
ilisins í Breiðavík
á fundi sínum í
gær. Geir segir
að tillögur séu í undirbúningi um það
hvernig eigi að bregðast við.
Geir sagði að verið væri að ræða
aðgerðir til að bregðast við vanda
þeirra manna sem hefðu verið að
koma fram að undanförnu og hjálpa
þeim, meðal annars að veita þeim
eins konar síðbúna áfallahjálp. Ekki
hefur verið rætt sérstaklega um
bætur til þolenda.
Geir sagði að rætt hefði verið um
það á ríkisstjórnarfundinum að afla
skriflegra heimilda og rekja söguna
um það sem gerst hefði á drengja-
heimilinu að Breiðavík. Leitast yrði
við að komast að hinu sanna í mál-
inu.
Að sögn Geirs verður rætt við fólk
sem kom að heimilinu, bæði starfs-
menn og þá sem þar dvöldu. Til þess
yrði fengið fólk með sérfræðikunn-
áttu á þessu sviði og brugðist yrði
við í kjölfarið.
Sagði Geir að öllum væri aug-
ljóslega brugðið vegna þeirra fregna
sem borist hafa af meðferð á heim-
ilinu, en að hins vegar þyrfti að fara
mjög varlega í þessu máli. Bæði
vegna þolenda og allra þeirra sem
komu að málinu.
Að Breiðavík hefðu margir dval-
ist, bæði starfsmenn og drengir sem
þangað voru sendir, meðal annars af
félagsmálayfirvöldum. Allt hefur
þetta fólk rétt, sem og afkomendur
þess, segir Geir.
„Hörmu-
legt mál“
Geir H. Haarde
ÞAÐ er aldrei of seint að breyta um lífsstíl,“
sagði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, við undirritun sam-
starfsverkefnisins Hreyfing fyrir alla í gær.
„[...] hreyfingarleysi er einn af helstu or-
sakavöldum lífsstílstengdra sjúkdóma eins
og ofþyngdar, aukins kólesteróls og hækk-
aðs blóðþrýstings, ásamt reykingum, áfeng-
is- og vímuefnaneyslu og óhollu mataræði.
Allt eru þetta þættir sem við getum tekið á
sjálf og bætt þannig heilsu okkar,“ bætti
hún við.
Hreyfing fyrir alla er tilraunaverkefni í
samstarfi heilbrigðisráðuneytisins, Lýð-
heilsustöðvar og Íþrótta- og Ólympíusam-
bands Íslands. Var samstarfssamkomulag
um samstarfið undirritað í gær í höf-
uðstöðvum Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands í Laugardal.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykja-
víkurborg, Akureyrarbæ, Hafnarfjarðarbæ,
Mosfellsbæ, Ungmennafélagið Breiðablik í
samstarfi við Kópavogsbæ, Héraðssamband
Vestfirðinga og Héraðssamband Bolung-
arvíkur í samstarfi við Ísafjarðarbæ, Bol-
ungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.
Einnig mun samstarf verða við heilsu-
gæslu og íþróttafélög í viðkomandi sveit-
arfélögum. Þá munu stéttarfélögin VR og
Efling veita verkefninu stuðning, sem og
fleiri aðilar.
Vilja ná til mikils
meirihluta landsmanna
Tilgangur verkefnisins Hreyfing fyrir alla
er að fjölga tilboðum um skipulagða hreyf-
ingu, einkum fyrir fullorðna og eldra fólk, í
skipulögðu samstarfi við sveitarfélög, heilsu-
gæslu og íþróttafélög.
Verkefninu er ætlað að höfða til ólíkra
hópa og með mismunandi þarfir sem stunda
ekki reglulega hreyfingu.
Standa vonir til að verkefnið geti náð til
allt að 2/3 hluta landsmanna og hafa rúm-
lega 13 milljónir króna þegar verið tryggðar
til að hleypa því af stokkunum.
Aldrei of seint að breyta um lífsstíl
Ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir og samtök taka höndum saman um verkefnið Hreyfing
fyrir alla Fjölga á tilboðum um skipulagða hreyfingu, einkum fyrir fullorðna og eldra fólk
Morgunblaðið/RAX
Holl hreyfing Eftir undirritun samnings um heilsuátakið í gær var fulltrúum þátttakenda í
verkefninu sýnt hvernig á að bera sig að í stafagöngu. Sú íþrótt nýtur vaxandi vinsælda.
♦♦♦