Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu flugsætunum til Austurríkis. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Flogið verður í beinu morgunflugi til Salzburg. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn er t.d. í Zell am See, Flachau eða Lungau. Fjöldi af lyftum og allar tegundir af brekkum eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undanskilin. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 á skíði til Austurríkis 24. febrúar og 3. mars frá kr. 19.990 Síðustu sætin Nú eru síðustu forvöð að fara á skíði til Austurríkis með beinu morgunflugi. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 24. febrúar - 3. mars. Netverð á mann. Verð kr. 59.990 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann. Innifalið: Flug, skattar og gisting á Skihotel Speiereck í Lungau í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur. 3. mars - 10. mars. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli m/ morgunmat í 7 nætur m.v. stökktu tilboð. Netverð á mann. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. 24. febrúar - 3. mars og 3. mars - 10. mars. Netverð á mann. Fjárinn sjálfur, á bara valta yfir mann?? VEÐUR Ríkisstjórnin er klofin í hvalveiði-málum. Það er ljóst eftir ræðu Valgerðar Sverrisdóttur utanrík- isráðherra á fundi Félags íslenzkra stórkaupmanna í fyrradag.     Valgerðursagði: „Þó að ég sé sannfærð um réttmæti mál- staðar okkar í hvalveiðimálum getum við ekki skellt skollaeyr- um við varnaðar- orðum þeirra sem varað hafa við neikvæðum áhrifum hvalveiða á íslenzka viðskiptahagsmuni … Að sjálfsögðu munu stjórnvöld fara vandlega yfir hvaða áhrif hval- veiðar geta haft á ímynd Íslands og íslenzka viðskiptahagsmuni áður en ákvörðun verður tekin um frek- ari stórhvalaveiðar á þessu ári. Sterk og öflug ímynd Íslands getur orðið ein af okkar dýrmætustu auð- lindum í framtíðinni en við verðum að fara varlega í umgengni okkar við þessa auðlind eins og aðrar auð- lindir okkar.“     Utanríkisráðherra er yfirmaðursendiherra Íslands í útlöndum. Sl. haust var það verkefni þeirra að útskýra fyrir ráðamönnum annarra þjóða hvalveiðar Íslendinga.     Eftir þessi ummæli utanrík-isráðherra er ljóst að Val- gerður Sverrisdóttir telur að það þurfi nýja ákvörðun til að hefja hvalveiðar á þessu ári og ekki fer á milli mála að framsóknarmenn verða ekki jafn tilbúnir að sam- þykkja þær og þeir voru sl. haust. Þetta eru tíðindi.     Jafnframt má telja víst að sendi-herrar Íslands í útlöndum fá ekki sama erindisbréf frá ráðherr- anum og þeir fengu sl. haust um að útskýra og verja hvalveiðar Íslend- inga. STAKSTEINAR Valgerður Sverrisdóttir Klofin í hvalveiðimálum SIGMUND                        !"    #$%  & '                          ( & )  * + ,  $ -   .    ) +                   "            " ## #    /0      /  1  2 0 + 0  (+  3/ #  4 &56 7 2 " &             $$  %   $$       "     8  ("9:;$$                   !      ( "" 9 (  & '( $  $' $   # )# <0  < <0  < <0  &( $*  +$,#-   :=6+ >         <5  &# #  $$'(# .  #$ #  . $ $' #/    6  &# #  $$'(# .  #$ #  . $ $' #/ 9    0  0#  ($ .$' $$+ $ $ $ % $ $ ) #/ 1$$ $!$ / 2%$ $#33  #$  $4 #  #$*  1%23?2 ?(<3@AB (C,-B<3@AB *3D.C',B / /! . . . / !/   /   5/  /  / 5/ 5/ 5/ !/ !/ !/  / . . . . . . . . . . . . .            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björg Kristjana Sigurðardóttir | 17. febrúar 2007 Hugsað upphátt um kynjahlutverkin Hefur einhver heyrt konu segjast vera að passa þegar hún er heima með börnunum sínum? Ákvað bara að deila ofangreindum hugleið- ingum mínum með þessum gríð- arlega stóra lesendahópi mínum sem býður í ofvæni eftir nýju bloggi um helstu hitamál samtímans … djók Meira: bjorgkristjana.blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 16. febrúar 2007 Tómasarguðspjall Flottur var hann Tómas Jóhann- esson jarðeðlisfræð- ingur í Kastljósi í gær. Fáir Íslendingar munu vera eins vel að sér um hnattræna hlýnun og þá ekki síður afleiðingar hennar hér á landi. Hann sýndi á líkani hvernig Lang- jökull og Hofsjökull munu hverfa á næstu hundrað árum ef svo fer fram sem horfir. Meira: nimbus.blog.is Jónína Benediktsdóttir | 17. febrúar 2007 Öfundsjúkir Danir? Frábært viðtal Jóhönnu Vilhjálms- dóttur við ritstjóra Extrablaðsins. Hann sagði það sem ýmsir hafa haldið fram í mörg ár. Krosseign- arhald og ógegnsætt bókhald einkenna ís- lensk viðskiptalíf. Má ekki laga það? Það verður aldrei annað sagt en að íslensku útrásarmennirnir séu duglegir og hugmyndaríkir. Meira: joninaben.blog.is Bjarni Harðarson | 16. febrúar 2007 Nauðgun á íslenskri náttúru! Auðvitað er ég eins og Flosi Ólafsson og allir aðrir karlmenn á Ís- landi svag fyrir klámi. Annars væri eitthvað að mér. En ég geri mér grein fyrir að bakvið kynlífsiðnað heimsins stendur hrottaleg glæpastarfssemi mansals, eiturlyfja, mannfyrirlitningar og kúgunar. Og þegar ég sé kynbræður mína og réttsýna menn um margt reyna að mæla því bót að Ísland verði vett- vangur þessarar iðngreinar er mér nóg boðið. Einn af kostum Íslands sem við höldum í vegna fámennis og velmegunar er að hér er ekki sjáan- legur kynlífsiðnaður. Það er vitaskuld til einhver slík starfssemi og verður alltaf, - því miður. En ef við erum samstíga í okkar góða landi gegn slíkri starfs- semi getum við haldið verulega aftur af þessari tegund glæpa. Það hve margir vilja nú sjá í gegnum fingur sér með þessa starfsemi er mér áhyggjuefni. Hafa menn gleymt að landið á dætur! Ætlun þessara manna er að nota íslensk fjöll og íslenska náttúru sem leiktjöld fyrir klámmyndir. Ég trúi ekki öðru en að hægt sé að koma í veg fyrir aðra eins nauðgun á okkar fagra landi. Með þessu er ég ekki að taka und- ir það öfgafyllsta sem haldið er fram í baráttu gegn kynlífsiðnaði. Ég tel til dæmis alveg mögulegt að ein- hverjar heilbrigðar konur stundi vændi og leik í klámmyndum af fús- um og frjálsum vilja. En ég er jafn sannfærður um að fjölmargar konur gera þetta af nauðung fátæktar og vímu- efnaneyslu og eigi sökum kúgunar litla sem enga möguleika á að rífa sig undan lífi sem er þeim þó heilt helvíti. Eigendur þessa iðnaðar eru ekki venjulegir heiðarlegir kapítal- istar heldur gangsterar og glæp- onar. Mér er sagt þessir tignu gestir komi á Hótel Sögu í byrjun mars og geri þaðan út í sínar reisur. Dagana á undan ætlum við Framsókn- armenn að halda flokksþing í sama hóteli sem enda er mörgum okkar frammara mikill uppáhaldsstaður,- sjálf Bændahöllin. Meira: bjarnihardar.blog.is BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.