Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Falleg 107 fm 5 herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0201, með sérinngangi af svölum auk 17 fm geymslu og bílastæði í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, rúmgott eldhús með hvítri innréttingu, bjarta stofu með útgengi á vestursvalir, 4 rúmgóð herbergi og endurnýjað baðher- bergi með þvottaaðstöðu. Parket og flísar á gólfum. Laus til afhend- ingar strax. Verð 27,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Íbúð merkt 0201. Verið velkomin. Skeljagrandi 6 Góð 5 herb. íbúð með sérinngangi Opið hús í dag frá kl. 14-16 Falleg 86 fm íbúð á 2. hæð, risi, þ.m.t. 8,8 fm geymsla í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu, bjartar samliggjandi stofur, 2 herbergi, eldhús með ljósum innréttingum og baðherbergi. Þvottaaðstaða í íbúð og þvottaherb./geymsla í kjallara. Auðvelt er að breyta annarri stof- unni í herbergi. Gott geymslupláss undir súð. Góð staðsetning. Göngufæri við Háskólann!! Áhv. 14,0 millj. Verð 22,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Brávallagata 24 Falleg 4ra herb. íbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 OPIN HÚS Í DAG Til sölu heil húseign 2361,5 fm ásamt ca 100 fm millilofti (skrifstofur o.fl.). Stórar innkeyrsluhurðir 3-6 metrar. Auðvelt er að skipta húsinu upp í minni einingar. Engar súlur, húsið er límtréshús. Húsið er á frábærum stað í bænum. Lóðin er hornlóð, ca 7500 fm, möguleiki að byggja verslunar-/skrifstofuhúsnæði á lóðinni. Upplýsingar gefur Helgi Jón sölufulltrúi, s. 893-2233. Verðtilboð. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Kaplahraun - Hf. - Heil húseign TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Sími 533 4040 jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., STÓRT OG GLÆSILEGT NÝLEGT EINBÝLISHÚS Í KÓPAVOGI Húsið er byggt árið 1999 og er það á tveimur hæðum með tvöföld- um, innbyggðum bílskúr. Stærð alls 328,6 fm. Sérlega vandaðar innréttingar og gólfefni. Frábær staðsetning innst í lokaðri götu. Gott útsýn. Eign fyrir vandláta. Upplýsingar gefa Dan V.S. Wiium í s. 896 4013 og Kristinn Wiium í s. 896 6913. lögg. fasteignasali Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Sérlega vönduð og glæsileg 132,3 fm útsýnis- íbúð í klæddu húsi. Þar af 18 fm bílskúr og 13,8 fm yfirbyggður sólskáli. Vandaðar innr. og nýtt eldhús, kirsuberjaparket og flísar á gólfum. Glæsileg stáltæki í eldh., Blomberg/Brandt. Frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu, verslanir og leikskóli alveg við. Verð 29,8 millj. LYNGMÓAR - 210 GBÆ Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson sölufulltrúi s. 822 7300. Glæsilegt 5 herb. einlyft einbýli með inn- byggðum bílskúr samtals 160,1 fm. Rúm- góð forstofa, náttúruflísar á gólfi, vandaðir skápar, góð gestasnyrting m. glugga. Inn af forstofu er rúmgott þvottaherbergi m. skáp og innréttingu, gluggi, flísar á gólfi og veggjum, sérinngangur í þvottaher- bergi. Þaðan innangengt í góðan bílskúr m. geymslu/millilofti, skápur m. vaski. Frá forstofu er gengið inn í hol. Mjög fallegt, vandað eldhús með rúmgóðri borðstofu við eldhús, vönduð innrétting og tæki, keramikhelluborð. Útgengi út í garðinn (verönd) frá eldhúsi og borðstofu. Góður sjónvarpsskáli og björt stofa, svefnálma, 3 ágæt barna- herbergi og rúmgott svefnherbergi m. skáp. Glæsilegt baðherbergi m. vandaðri inn- réttingu. Granít borðplata. Baðkar og sturtuklefi. Hiti í gólfi, gluggi. Gólfefni eru nýleg, parket og náttúruflísar. Hiti í gólfum í eldhúsi og borðstofu. Innfelld lýsing að mestu. Sérlega fallegur garður í suður. Ca. 100 fm verönd m. skjólgirðingu. Hellulagt bílaplan m. hita. Sérlega vönduð og falleg eign. Róleg og góð staðsetning. V. 58,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sigurhæð - Gbæ. Einbýli FÉLAG grunnskólakennara og Skólastjórafélag Ís- lands gera kjara- samning vegna grunnskólans við Launanefnd sveitar- félaga en hún semur fyrir hönd allra sveit- arfélaga í landinu. Öllum landsmönnum er ljóst hversu hörmuleg samskipti þessara aðila voru í síðustu kjaradeilu ár- ið 2004. Afleiðingar hennar var hið langa verkfall félaganna á haustdögum 2004. Flestir töldu að aðilar myndu læra af þeirri deilu og reyna að koma samskiptum sín- um á jákvæðari nótur. Í samningnum sem var undirrit- aður 17. nóvember 2004 er sú fræga grein 16.1. Þar segir m.a.: „Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi til- efni til viðbragða og ákveða þær ráðstaf- anir sem þeir verða sammála um.“ Stjórnir FG og SÍ töldu að fyr- ir löngu hefðu skapast aðstæður til að fara yfir þessu mál og sendu LN bréf þar um bæði í desember 2005 og mars 2006. Fóru félögin fram á við- ræður en ekkert varð af fundum. Fulltrúar áðurnefndra félaga og fulltrúar LN hittust eins og fyrir var mælt 23. ágúst sl. og hafa síðan hist á sautján fundum. Fundatörn þessi hefur því miður verið árangurs- laus. Á fundi 29. ágúst bauð LN að hækka áramótahækkunina 06/ 07 samkvæmt samningnum úr 2,25% í 3% gegn því að uppsagn- arákvæði samningsins 31.12. 2007 verði ekki nýtt. Á níunda fund- inum 10. janúar sl. ítrekaði LN fyrra tilboð sitt og bauð einnig að áramótahækkunin 07/08 hækkaði úr 2,25% í 3,5% gegn því að samn- ingnum yrði ekki sagt upp um næstu áramót. Undirritaður sem hefur tekið þátt í þessum viðræðum fyrir hönd SÍ ætlar ekki að fara að velta sér upp úr því hver beri ábyrgð á því að samkomulag hefur ekki tekist. Til þess er hann of tengdur mál- inu. Aftur á móti legg ég það í dóm samfélagsins hvað því finnst um þessi tilboð. Ég bið foreldra og almenna sveitarstjórnarmenn að velta þessum tölum fyrir sér mið- að við það sem aðrir hafa verið að fá í bætur og þá hækkun sem kjararáð ákvað á dögunum handa þeim sem ekki hafa samningsrétt. Þessa fundi hafa setið níu manns, þrír fulltrúar frá LN, þrír frá FG og þrír frá SÍ. Fyrir við- ræðunefndina hafa komið fulltrúar frá ASÍ, SA, SÍB og LR og út- skýrt hvernig hefur verið staðið að greiðslu bóta vegna efnahags- og kjaraþróunar. Aðilar hafa hlustað á sömu rökin hjá öllum þessum fulltrúum. Fulltrúar LN telja þetta fullbætt með 0,75% hækkun, en fulltrúar KÍ telja bæturnar þurfi að lámarki að vera um 6% miðað við að samningnum verði ekki sagt upp um næstu áramót. Ég furða mig á því hvernig þessi hópur getur eftir öll þessi fund- arhöld verið með eins mismunandi túlkun á staðreyndum málsins og raun er. Þegar ég velti þessu fyrir mér setur að mér hroll þegar ég hugsa til næstu alvöru kjara- viðræðna aðila. Fyrir liggur að aðilar eru sam- mála um tvennt. Í fyrsta lagi nauðsyn þess að fara í vinnu við að greina stöðu grunnskólamála og leitast við að móta framtíðarsýn og finna leiðir til jákvæðrar skólaþróunar. Ennfremur að greina gildandi kjarasamning m.t.t. þeirrar framtíðarsýnar og hugmynda um skólaþróun sem fyrir liggja og skilgreina hverju þurfi að breyta í kjarasamningi svo ákvæði hans styðji við nauð- synlega framþróun í samræmi við sameiginlega framtíðarsýn í skóla- málum. Hér erum við komin að kjarna málsins. Mismunandi sýn á efna- hagsþróun frá árinu 2004 til ársins 2006 virðist ætla að verða til þess að eyðileggja þá merkilegu vinnu sem menn voru sammála um að fara í, en fyrst þarf að finnast við- unandi lausn á grein 16.1. Telja menn virkilega, að fulltrúar KÍ komi samstarfsfúsir að þessum samstarfsvettvangi um skólaþróun með fulltrúum sveitarfélaga eftir að hafa fengið aðeins 0,75% bætur vegna efnahagsþróunar síðustu tveggja ára? Hvers vegna er ekki hægt að koma á jákvæðu samstarfi um grunnskólann? Jón Ingi Einarsson fjallar um samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kenn- arasambandi Íslands Jón Ingi Einarsson » Viðræður Kennarasambands Íslands og Launa- nefndar sveitarfélaga vegna grunnskólans hafa nú staðið yfir í tæpt hálft ár. Hver verður afleiðingin? Höfundur er framkvæmdastjóri Skólastjórafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.