Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 21
Fundarstjóri
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs
DAGSKRÁ
Léttur morgunverður
Fundarsetning
Ávarp
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Tónlist og viðskipti
Barði Jóhannsson, Bang Gang
Hönnun, ímynd og viðskipti
Sigurður Þorsteinsson, Design Group Italia
Tónlistaratriði
Hundur í óskilum
Nýsköpunarverðlaunin fyrir árið 2007 afhent
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Þingslit
Vinsamlega tilkynnið þátttöku
Rannís, sími 515 5800, rannis@rannis.is
Útflutningsráð, sími 511 4000,
utflutningsrad@utflutningsrad.is
2007
Nýsköpunarþing Rannís og Útflutningsráðs
verður haldið fimmtudaginn 22. febrúar nk.
kl. 8.00-10.00 á Grand Hótel Reykjavík.
Kastljósinu verður beint að virðisaukanum
frá sköpun til markaðar. Á þinginu verða
veitt Nýsköpunarverðlaun fyrir árið 2007.
VIRÐISAUKI
SKÖPUNAR
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Pssst!
Taktu þátt.
Og láttu skilaboðin ganga.
Fyrirtæki ársins er árleg könnun VR á aðbúnaði og ánægju starfsfólks íslenskra fyrirtækja.
Mikilvægt er að sem flestir taki þátt, því þannig fæst skýrari mynd af stöðu vinnustaðar
þíns í samanburði við aðra.
Skilafrestur er til 20. febrúar næstkomandi.
»En dómari verður að ráðasínu þinghaldi.
Sigurður Tómas Magnússon, settur rík-
issaksóknari í Baugsmálinu, um þá ákvörð-
un dómsformanns að stöðva skýrslutöku
Sigurðar Tómasar af Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni. Sigurður Tómas kvað ákvörðun
dómsformannsins, Arngríms Ísberg, hafa
komið sér á óvart.
» Síðan þeir fóru að vesenast útaf þessum vökva eru þeir
hættir að taka af manni prjón-
ana.
Lilja Valdimarsdóttir, hornleikari í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, eftir að tollverðir
í Leifsstöð höfðu tekið vasilín og lúðraolíu
af blásurum sveitarinnar í nafni öryggis.
Lilja, sem fer nú prjónandi um þrjú Evr-
ópulönd, upplýsir að hún noti prjóna númer
tvö sem séu fínir og oddhvassir.
»Ég varð að sprauta hanastrax svo hún myndi lifa á
meðan ég hringdi.
Egill Vagn Sigurðsson, átta ára, sem út-
nefndur var skyndihjálparmaður ársins
2006. Móðir Egils Vagns er með bráðaof-
næmi og féll fyrirvaralaust meðvitund-
arlaus á stofugólfið á heimili þeirra á Sval-
barðseyri í sumar.
Egill Vagn brást hárrétt við, náði í adr-
enalínpenna og sprautaði móður sína um
leið og hann hringdi í Neyðarlínuna.
» Suma daga förum við ekki útmeð börnin. Við bjóðum þeim
ekki upp á þetta.
Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri Fálka-
borgar í Breiðholti, um svifryksmengun í
nágrenni skólans.
»Maður hefur aldrei séð neittþessu líkt.
Magnús Flygenring, umsjónarmaður hest-
húsahverfis Sörla, eftir að stórfelldar
skemmdir höfðu verið unnar á bílum og
húsum í Hafnarfirði. Tjónið skiptir millj-
ónum króna og hafa þrír piltar á aldrinum
15 til 17 ára játað á sig verknaðinn.
»Ég er þeirrar skoðunar aðengin sátt náist um þetta mál
nema núverandi virkjunaráform-
um sé slegið á frest.
Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, í umræðu á Alþingi um frum-
varp varðandi rannsóknir og nýtingu á auð-
lindum í jörðu.
»Loksins.
Lárus H. Bjarnason, rektor Mennta-
skólans við Hamrahlíð, þegar íþróttahús
skólans var vígt á miðvikudag. Skólinn hef-
ur verið án íþróttaaðstöðu frá upphafi.
»Könnunin er ekki rétt ogmaður sér á hinum marktæku
stofnunum sem vinna eftir mark-
vissum reglum, viðurkenndum á
alþjóðavísu, eins og Gallup, að
þar er Framsóknarflokkurinn í
allt öðrum stærðum.
Guðni Ágústsson, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, um fylgiskönnun Frétta-
blaðsins um liðna helgi þar sem fylgi Fram-
sóknarflokksins mældist 3,9%
»Það er meiri hagnaður afóbreyttu náttúrufari, þjóðin
verður að læra að virða landið og
elska það.
Finnbogi Jóhannsson bóndi sem var í hópi
þeirra er andmæltu áformum Landsvirkj-
unar um virkjun í neðanverðri Þjórsá á
opnum fundi í Árnesi.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/Sverrir
Stöðvaður Sigurður Tómas Magnússon settur ríkissaksóknari í Baugsmál-
inu, fer yfir gögnin í dómssal. Síðdegis á fimmtudag var hann stöðvaður í
miðri spurningu við skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra
Baugs, er dómsformaðurinn, Arngrímur Ísberg, kvað tímamörk þau sem
hann hafði ákveðið liðin.
asta árs viðurkenndi Haggard loks
að Jones hefði sagt satt og lét í
kjölfarið af störfum sínum. Hann
skrifaði tilfinningaþrungið bréf
sem var lesið upp fyrir söfnuðinn
og það sama gerði Gayle kona
hans, sem stendur þétt við hlið
manns síns nú sem áður. Frétta-
stofur sýndu frá því þegar lesið
var upp úr bréfum þeirra hjóna á
samkomu þar sem þúsundir safn-
aðarmeðlima voru samankomnir og
grétu margir þeirra hástöfum yfir
óförum leiðtoga síns og konu hans.
Ætla saman í sálfræðinám og
vilja síðan lækna aðra
Það kemur fátt á óvart í máls-
vörn Haggards. Hann segist
„breyskur eins og allir menn“ og
að „hið illa“ hafi „náð tökum á sálu
hans og þess vegna hafi hann gert
þessa „viðurstyggilegu hluti“. Og
nú, fáeinum vikum síðar, sendir
hann frá sér tilkynningu þar sem
hann segist vera orðinn „algjörlega
gagnkynhneigður að lokinni
þriggja vikna meðferð. Fjölmiðlar
hafa verið duglegir við að benda á
þær einkennilegu áherslur sem
birtast í máli Haggards. Allt snýst
um samkynhneigðina ógurlegu, og
lítið er minnst á að hann skuli hafa
svikið konu sína í tryggðum, fram-
ið lögbrot og ítrekað sagt ósatt. Þá
er ótalin hræsnin sem liggur í
kjarna þessa máls og þykir vænd-
iskarlinn Mike Jones hafa sýnt af
sér hugrekki með því að leysa frá
skjóðunni þegar honum fannst nóg
um þessa hræsni, en það sem varð
til þess að Jones kom fram var
barátta Haggards gegn lagafrum-
varpi um aukin réttindi samkyn-
hneigðra.
Það er svo að frétta af þeim
hjónum Ted og Gayle Haggard, að
þau ætla saman í mastersnám í
sálfræði og vilja síðan helga líf sitt
því að lækna fólk af samkynhneigð
sinni. Slíkt tal fær þó lítinn hljóm-
grunn í fjölmiðlum hér og síðast
nú í vikunni áréttaði dagblaðið
New York Times að það er í raun
rangt að orða það sem svo að með-
ferð af þessu tagi sé umdeild, því
engar rannsóknir innan læknis-
eða sálfræðinnar hafi sýnt að hægt
sé að breyta kynhneigð fólks með
þar til gerðri meðferð. Þannig þyk-
ir umræðan um þessi mál meðal
kristinna bókstafstrúarmanna vís-
vitandi ruglandi og villandi og er
henni líkt við tilraunir þeirra til að
reyna að draga þróunarkenn-
inguna í efa.