Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 43
UMRÆÐAN
www.ellingsen.is
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Meðal fjölda nýjunga á
sýningunni má nefna hin frábæru
Fleetwood Evolution-fellihýsi.
Þau eru eins og sniðin að
íslenskum fjallvegum, með
flutningspalli fyrir fjórhjól,
torfæruhjól eða önnur
útivistarleikföng.
Opið sunnudag 12–16
Nýjasta nýtt í fellihýsum
Sýning um helgina
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Áttu í viðskiptum við
viðskiptafulltrúa
Viðtalstímar
Bandaríkin?
R
A
PI
P
•
AÍ
S
•
70
32
5
Morgunverðarfundur miðvikudaginn
21. febrúar 2007, kl. 08.30-10.00.
Í Hátegi 4. hæð, Grand Hótel, Sigtúni 38.
Viðskiptafulltrúi utanríkisþjónustunnar í New York,
Hlynur Guðjónsson, heldur erindi á morgunverðar-
fundi auk þess sem hann og skattasérfræðingur frá
KPMG svara spurningum fundargesta.
Umræðuefni:
1. Hvaða fyrirtækjaform eru æskileg fyrir útlend-
inga í viðskiptum í Bandaríkjunum?
2. Hverju ber að huga að þegar farið er af stað?
3. Hvernig er hægt að opna bankareikning
í Bandaríkjunum án þess að stofna um það
fyrirtæki?
Nánari upplýsingar gefur Svanhvít Aðalsteinsdóttir,
svanhvit@utflutningsrad.is.
Þann 22. febrúar verður Hlynur Guðjónsson, viðskipta-
fulltrúi utanríkisþjónustunnar í New York til með
viðtalstíma á skrifstofu Útflutningsráðs fyrir
fyrirtæki sem óska eftir því að ræða við hann um
viðskipti sín í umdæmislöndum aðal ræðisskrif-
stofunnar í New York.
Auk Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó sinnir aðalræðis-
skrifstofan viðskiptamálum í Mið- og Suður- Ameríku og
á Karíbahafseyjum.
Hægt er að panta viðtalstíma í síma 511 4000 eða
senda tölvupóst á utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Í LJÓSI vaxandi þunga í um-
ræðunni um loftslagsmál verður sífellt
meira aðkallandi að taka höndum
saman um frumlegar og
óvæntar aðferðir í þágu
bjartrar framtíðar fyrir
börnin okkar. Meðal
annars þarf að „ala
þjóðir upp“ við um-
hverfisvænan hugs-
unarhátt í öllum dag-
legum athöfnum.
Almenn fræðsla, sem
beinist ekki síst að
börnum og ungmenn-
um, getur haft mikil
áhrif, líka á þá sem eldri
eru. Fjalla þarf um
samgöngur, sorphirðu,
sorpflokkun, lífshætti og heilsu, um-
gengni og náttúruvernd o.s.frv.
Á dögunum lögðum við Vinstri
græn fram nýstárlega tillögu í borg-
arstjórn um grænan árgang í Reykja-
vík. Tillögunni var afar vel tekið og
vísað til umhverfisráðs til nánari um-
fjöllunar. Tillagan er nýstárleg en í
breyttri veröld þurfum við nýstár-
legar og frumlegar hugmyndir. Í
henni felst að beina sjónum okkar að
ákveðnum árgangi sem fái það hlut-
verk að taka höndum saman með
borgaryfirvöldum til að rjúfa víta-
hring og halda inn í nýja öld með um-
hverfisvænni sjónarmið að leiðarljósi.
Breytt sýn á strætó
Til skamms tíma hefur umræðan
um Strætó einkennst um of af mis-
munandi skoðunum á gjaldtöku. Þá
hefur verið rætt að tilteknir hópar
ættu að fá ókeypis en aðrir ekki og
Strætó þannig haft á sér yfirbragð fé-
lagslegs úrræðis. Leið fyrir þá „sem
minna mega sín“. Það er skoðun okk-
ar Vinstri grænna að nú sé lag að
rjúfa þessa umræðu og leggja í leið-
angur þar sem Strætó er ekki síður
kostur fyrir fólk sem kýs að ferðast á
umhverfisvænan hátt. Þá þarf að
breyta ásýnd Strætó og samtvinna
hann borg í sátt við umhverfi. Grænn
árgangur er hluti af slíku átaki.
Brjótum upp vanann
Grænn árgangur gæti orðið til þess
að ungmenni nútímans brjóti upp
okkar vanabrynju og verði öðrum fyr-
irmynd í því að hafa umhverfissjón-
armið ævinlega að leiðarljósi. Verk-
efninu er ætlað að hafa jákvæð
langtímaáhrif á umhverfis- og sam-
göngumenningu borgarbúa. Farsæl-
ast er að árgangurinn sé 10–12 ára
þegar verkefnið hefst –
til að seinni hluti grunn-
skólans nýtist til að
festa verkefnið vel í
sessi.
Hluti af hlutverki ár-
gangsins fælist í að
koma á samvinnu
Strætó, skólanna, um-
hverfissviðs og Sorpu.
Lagt er til að starfs-
hópur verði settur á
laggirnar til að gera til-
lögu um að skilgreina
hlutverk árgangsins
betur með það að leið-
arljósi að verkefnið megi þjóna hags-
munum borgarbúa og umhverfis
framtíðarinnar sem best. Verkefnið
gæti verið tímabundið, nokkur ár til
að byrja með og væri fylgt eftir með
úttekt ár hvert.
Hvað fær árgangurinn?
Grænn árgangur fengi ókeypis í
strætó, ókeypis í sund og mikla um-
hverfisfræðslu í grunnskólanum. Auk
þess sérstaka hvatningu til hjólreiða
og göngu hvort sem það er í formi
styrkja, námskeiða eða annars. Eins
er mikilvægt að árgangurinn fengi
sérstaka kynningu á sorpflokkun, loft-
gæðamælingum, umhverfi og náttúru
í og kringum Reykjavík og á mik-
ilvægi sjálfbærrar þróunar.
Einnig má tvinna saman við verk-
efnið ungmennalýðræði, öfluga þátt-
töku barna og ungmenna að stefnu-
mótun og umræðu og loks tryggja
aðkomu árgangsins að skilgreindum
starfshópum eftir því sem verkefninu
vindur fram. Árgangurinn hefði líka
skyldum að gegna gagnvart borginni.
Grænar keðjur í heiminum!
Unnt væri að koma á samstarfs-
verkefnum þar sem myndaðar væru
grænar keðjur árganga Norðurlanda.
Árgangurinn gæti notið sambæri-
legra möguleika í umræddum löndum
og einnig mætti tengja árgangana
saman með vefsíðum, námi á vef og
samvinnu við námsefnisgerð og aðra
þætti verkefnisins. Jafnvel kæmu til
greina samstarfsverkefni innan Evr-
ópu þar sem íslensk sveitarfélög eiga
aðgang í gegnum EES-samninginn,
samstarf við borgir í Eystrasaltsríkj-
unum eða austanverðri Evrópu, jafn-
vel í Hollandi og Belgíu þar sem
margar borgir eru framarlega í um-
hverfismálum.
Rímar við megin-
markmið borgarinnar
Samkvæmt gildandi stefnu í átt að
sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til
ársins 2014 kemur fram að Reykjavík
hefur einsett sér að vera til fyr-
irmyndar á öllum sviðum umhverf-
isgæða. Eitt af höfuðmarkmiðum
hennar er að virkja borgarbúa til þátt-
töku í umhverfismálum og mótun
borgarinnar og jafnframt á að stuðla
að fræðslu um umhverfismál á að-
gengilegan hátt fyrir íbúa.
Meginmarkmið gildandi sam-
göngustefnu Reykjavíkurborgar eru
að tryggja greiðar samgöngur án þess
að ganga á verðmæti á borð við um-
hverfi, heilsu og borgarbrag, að upp-
fylla fjölbreyttar ferðaþarfir borg-
arbúa á jafnréttisgrundvelli og að
stuðla að fullnýtingu samgöngukerfa
borgarinnar.
Grænn árgangur er verkefni sem
rímar við meginmarkmið borgarinnar
um sjálfbært samfélag og auk þess
metnaðarfullt og uppbyggilegt, þar
sem borgarbúar væru virkjaðir til að
fylgja stefnu borgarinnar og hafa
jafnframt áhrif á hana.
Ábyrg framtíðarsýn
Verkefnið Grænn árgangur er hluti
af ábyrgri framtíðarsýn þar sem um-
hverfisgæði eru í fyrirrúmi og einka-
bíllinn er ekki eini kosturinn. Þar sem
raunverulegt val ríkir um samgöngu-
máta og borgaryfirvöld taka af alvöru
á loftmengun. Þar sem önnur gildi eru
í fyrirrúmi en hraði og stundarhags-
munir. Framtíðarsýn þar sem borgin
snýst um fólk, samfélag og umhverfi.
Skapandi hugmynd í breyttri veröld
Svandís Svavarsdóttir fjallar
um borgarmálefni og framtíð-
arsýn í umhverfismálum
» Grænn árgangurfengi ókeypis í
strætó, ókeypis í sund
og mikla umhverf-
isfræðslu í grunnskól-
anum.
Svandís Svavarsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Vinstri grænna.