Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ I. Eins og menn muna, þá var sjö- undi tugur 20. aldarinnar einhver harðasti kaflinn um langt skeið eink- um árin 1966–1969. Mér er einkar minnisstæð helgin 30.–31. janúar 1966, en þá gekk fárviðri mikið yfir landið og olli milljónatjóni mjög víða. Vindhraðinn komst þá í 12 vindstig í Reykjavík í verstu hryðjunum. Þök tók af húsum, járnplötur fuku, skip slitnuðu frá bryggju og fólk hlaut minniháttar meiðsli, er það fauk um koll í veðurofsanum. Mig minnir að það hafi verið á sunnudeginum 30. janúar, að ég afréð að aka inn í Fáks- húsin neðri, þar sem ég hýsti hesta mína og athuga hvort ekki væri farið að lægja eitthvað veðurofsann. Ekki taldi Gunnar Tryggvason (l924–1984) hestahirðir frá Skrauthólum á Kjal- arnesi neitt ferðaveður fyrir hesta- menn og tjáði mér að þeir hestah- irðarnir myndu bíða eftir mér í fimm mínútur, þá myndi ég örugglega vera kominn aftur. Ég sagði við Gunnar, að það gæti ekkert hindrað mig í að komast upp í Efri-Fák í Selási, en þar voru hin hesthús Fáks, þá nýbyggð. Skildum við Gunnar þá að sinni, sátt- ir að kalla. Sæmilegasta veður var í gegnum Blesugrófina og upp að stíflugarðinum, en þá tók veðrið mjög að harðna. Árbæjarhverfið var þá í byggingu og fauk mikið af bygging- arplasti yfir Elliðaárstífluna og í gaddavírsgirðingu, sem þar var með- fram veginum. Ég var einhesta á gamla Villingi mínum frá Gelding- arlæk, sem fæddur var Skúla Thor- arensen útgerðarmanni (l892–1963). Það eina, sem Villingur hræddist á leiðinni upp í Efri-Fák, var þegar byggingarplastið, sem hékk á gadda- vírnum, slóst til. Það þoldi hann illa og kipptist til. Svo var veðrið hart, að ekki var hægt að hafa augun opin, en ég hlífðargleraugnalaus. Sandurinn af veginum upp með Elliðaánum fauk framan í mig, þannig að ég var með harðsperrur í augnalokunum fram á fimmtudag. II. Ekkert félagsheimili var búið að byggja þar efra, svo hestahirðar höfðust við í svo kölluðum „Hringj- arabæ“, en það var skúrræfill með sæmilegri upphitun og var notalegt að koma þar inn eftir að hafa komið Villingi í hús. Eigi hafði ég langa við- stöðu í „Hringjarabænum“, en hélt aftur sömu leið til baka og tóku þeir Neðri-Fáksmenn mér fagnandi, höfðu óttast um mig, þar sem veðrið hafði ekkert lægt. En hvaða þrá- kelkni var þetta í mér að fara á hest- bak í þessu veðri, sem varað hafði verið við í útvarpi margsinnis? Svarið var einfalt: Ég vildi vera eini mað- urinn á Reykjavíkursvæðinu, sem farið hafði á hestbak í þessu fárviðri. Eigi veit ég um sannleiksgildi þess, en ef einhver annar hestamaður hef- ur verið á ferð þennan sunnudag, þá var hann jafnvitlaus og ég. III. Ég stundaði hestamennsku í Reykjavík árin 1957–1992. Henni lauk með því, að hestur minn, Kópur, hnaut með mig við Rauðavatn og féll ég fram af honum og fór úr vinstri axlarlið. Góðviljaður hestamaður kom þar að og bað ég hann að taka í hægri hönd mína og við það stóð ég upp og small í liðinn. Tognað hafði á taugum og tók nú við löng endurhæf- ing á Borgarspítalanum og varð ég svo til jafngóður á eftir. IV. Þróun hestamennsku á Ís- landi frá 1957–2007 Ég stundaði því hestamennsku í 35ár, hætti 65 ára, en hafði búist við að geta stundað hana allt til áttræðs, svo sem þeir bræður frá Eyrarbakka, Nils Ísaksson (l893–1991) og Óli Ís- aksson (l898–1995) gerðu og jafnvel til níræðs eins og þeir Þorlákur Otte- sen (1894–1986) og Ingólfur Krist- jánsson (1902–1998) frá Skerðings- stöðum í Reykhólahreppi, lengst tollvörður á Siglufirði, en bjó í Reykjavík eftir starfslok á Siglufirði. Ingólfur lét hafa það eftir sér í blaða- viðtali, að unnt væri að stunda hesta- mennsku svo langt fram eftir aldri, ef menn hefðu ekkert annað tóm- stundagaman en hestamennskuna. Hann var ávallt í glanspússuðum leð- urstígvélum og allur hinn snyrtileg- asti og minnti á enskan herragarðs- eiganda. Hann stundaði jafnvel tamningar, kominn á níræðisaldur. Það varð æ erfiðara fyrir mig að komast á bak, enda klettþungur mað- ur, 118 kg um það bil, sem ég hætti hestamennskunni. Eitt sinn sagði ég við vin minn Þórarin Péturs (l908– 1999): „Við þurfum öfluga hesta, þessir klettþungu menn.“ „Við erum ekkert þungir, Leifur minn, við erum bara svona miklir að vallarsýn.“ Orð- hagur maður Þórarinn, enda sonur Helga Péturs (l872–1949) hins ritsn- jalla náttúrufræðings. Á fyrstu árum mínum í hestamennskunni mátti telja þá hesta á fingrum sér, sem hægt var að kalla gæðinga. Hitt voru meira og minna miðlungshestar eða jafnvel bikkjur. Nú er öldin önnur, það er eins sjaldgæft að sjá bikkjur eins og það var sjaldgæft áður að sjá gæð- inga. Fyrsta landsmót, sem ég kom ríðandi á, var á Þingvöllum 1958 (á Skógarhólasvæðinu). Þar var valinn besti gæðingurinn Blær, Hermanns Sigurðssonar frá Langholtskoti (1922–1999). Móðir Blæs var Gola og hafði hún átt Blæ í lausum leik í víð- erni afréttarins. Blær er glæsilegasti hestur, sem ég hefi nokkurn tíma séð, bar af öllum öðrum hestum á Landsmóti hestamanna 1958. En nú hófust miklar deilur, hvort væri betra að rækta góð hrossakyn eða fara eftir reglu Hesta-Bjarna, að betra væri að gæðingsefnið kæmi undir í frjálsum ástum á heiðum uppi, en gæðingar væru framleiddir með sæðisgjöfum. Þetta var áður en lausaganga stóðhesta var bönnuð. Nú verður hver að dæma fyrir sig, nóg er af sýningum, bæði hér á landi og erlendis. V. En hver var Hesta-Bjarni? Hann hét fullu nafni Bjarni Jóhannesson og var fæddur að Reykjum í Hjaltadal árið 1892, sonur hjónanna Jóhann- esar bónda Þorfinnssonar (l832–l894) og Herdísar Bjarnadóttur (l839– 1922). Bjarni dó árið 1941. Í fyrra bindi hins merka ritverks Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp (1877–1963), „Horfnir góðhestar“ er lýst nokkrum af merkustu reiðhestum Hesta- Bjarna, bls. 264–279. Ásgeir var frá- bærlega ritfær maður og það á svo tæra íslensku, að bækur hans ættu að vera skyldulesning í æðri skólum. Gaman er að minnast þess, nú þegar 100 ár eru liðin frá heimsókn Friðriks VIII, að hestur sá, er Hannes Haf- stein reið mest í konungsheimsókn- inni, var áður í eigu Hesta-Bjarna. Var það Glæsir sem Bjarni seldi Hirti Líndal (1854–1940), hrepp- stjóra á Stóra-Núpi í Miðfirði, en hann seldi síðan Hannesi. „Hann ætti að vera þjóðkunnur vegna mynda þeirra, sem bárust um landið frá kon- ungsförinni 1907. En Friðrik kon- ungur reið Grána frá Esjubergi.“ Þannig lýsir Ásgeir þessum gæð- ingum. Glæsir var rauðskjóttur, fæddur í Húsey í Hólmi 1897. VI. En fleiri þurftu hesta en kóngsi og Hannes Hafstein. Fjöldi kvenna fylgdi þessum stórmennum og fylgd- arliði þeirra. „Det flyvende korps“ hét 5–10 kvenna hópur, sem átti að ganga frá öllu eftir veislurnar á Þing- völlum, Geysi, Gullfossi, Þjórsártúni og víðar, þar sem veitinga var neytt. Föðursystur mínar tvær voru báðar í „Flugsveitinni“, þær Sigurveig Sveinsdóttir (l887–1972), matreiðslu- kennari og Júlíana Sveinsdóttir (l889–1966), listmálari, og eru báðar á myndinni í bókinni „Islandsfærden“, bls. 94. Eftir að hafa gengið frá öllu á síðasta veitingastað, urðu þær að ríða fram úr aðalhópnum og vera komnar á næsta áningarstað og hafa allt til reiðu þar, þegar stórhöfðingjarnir kæmu í áfangastað. VII. Þess verður vonandi veglega minnst í sumar, að 100 ár eru frá kon- ungsheimsókninni í júlí 1907, en fræg er ræða Friðriks VIII er hann hélt á Kolviðarhóli, er hann missti út úr sér „begge rigene“. Sú setning var áfangi að fullveldinu 1. des. 1918 og lýðveld- isstofnunarinnar 17. júní 1944. Læt ég svo lokið þessu sundur- lausa spjalli og vona að einhver hafi haft gaman að upprifjun þessari. Heimildir: 1. Horfnir góðhestar I–II eftir Ásgeir Jóns- son frá Gottorp, bókaútgáfan Norðri hf., Akureyri, Prentverk Odds Björnssonar, 1946. 2. Islandsfærden eftir Svenn Poulsen og Holger Rosenberg, Gyldendalske Bog- handel, Köbenhavn og Kristiania, 1907. 3. Öldin okkar 1961-1970, Forlagið Iðunn, Reykjavík 1978. Hekluveðrið 1966, Hesta–Bjarni og Konungskoman 1907 Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Hekluþakið fokið og liggur í portinu. (Úr Öldinni okkar 1961-1970.) Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Haraldur Sveinsson með Villing frá Geldingalæk. Hannes Hafstein á Glæsi frá Húsey í Hólmi. Veitingakonurnar, þar á meðal „Det flyvende korps“. Eftir Leif Sveinsson Greinarhöfundur á Jarpi frá Hæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.