Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 27
í sínum áherslum. Ég hef stutt og reynt að leggja mitt af mörkum í allri róttækri kven- frelsisbaráttu og ég tel mig eiga þó nokkuð í því, þótt það sé hálfvandræðalegt að þurfa að segja það sjálfur, að Vinstrihreyfingin - grænt framboð er sá merkisberi róttækrar kvenfrelsisbaráttu, sem flokkurinn er í dag. Ég gekk í Femínistafélgið fyrir mörgum ár- um og ég lít á mig sem róttækan femínista, enda tel ég að það sé gríðarlega mikilvægt að karlar leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og þess vegna vil ég sýna minn litla lit í verki.“ - Hversu föst eru vinstri græn í þeirri afstöðu að ekki verði um frekari stóriðju að ræða á Íslandi? Ef þið eigið kost á aðild að ríkisstjórn, sem myndi þýða, að um einhverja frekari stóriðju yrði að ræða, mynduð þið fallast á það, eða mynduð þið standa fast á ykkar prinsipum og láta þar með tækifærið til þess að komast til valda og áhrifa framhjá ykkur fara? „Við yrðum mjög föst fyrir í þessum efnum, vegna þess að það er ákaflega miðlægur hluti af okkar baráttu að stöðva þessa stefnu af og okkar víglína er einfald- lega sú, að allt sem hægt er að stöðva og öll áform sem eru ekki þegar óafturkræf, þau verða stöðvuð. Við höfum ekki rætt um þetta á þeim nót- um, að það liggi fyrir af okkar hálfu, að þetta yrði úrslitakostur, en ég lít þannig á, að það væri meira og minna óaðgengilegt fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, að fara inn í ríkisstjórn við aðrar aðstæður en þær, að allt sem hægt væri að stöðva, yrði stöðv- að.“ - Þú hefur fengið ýmsa ágjöfina úr þínu eigin kjördæmi, vegna eindreginnar andstöðu þinnar við nýtt álver við Húsavík, sem myndi, hvað sem öðru líður, notast við vist- væna orku, gufuafl. Ertu ekki í verulegum vandræðum heima í héraði og hvaða raun- hæfu lausnir í atvinnu- og byggðamálum bjóðið þið vinstri græn upp á sem valkost við nýtt álver sem myndi veita fleirihundruð manns atvinnu og skapa mikil verðmæti? „Nei, ég er ekki í neinum vandræðum með mína afstöðu og hef rökstutt af krafti hvers- vegna svo nauðsynlegt er að ná fram því stóriðjustoppi sem við berjumst fyrir. Ég hef nú orðið einhverja reynslu í þessum efnum og það verður væntanlega ekki erfiðara að bera höfuðið hátt með þessa afstöðu á Húsa- vík og nágrenni núna, borið saman við það sem var á Reyðarfirði og Austfjörðum fyrir fjórum árum. Ekki bognuðum við Þuríður Backmann mikið í hnjáliðunum þá, eða Vinstrihreyfingin - grænt framboð í heild sinni. Þegar upp er staðið, þá held ég að það sé borin meiri virðing fyrir þeim stjórn- málamönnum sem eru sjálf um sér sam- kvæmir og aka ekki seglum eftir vindi, í þágu einhverra meintra tímabundinna atkvæða- hagsmuna í einstökum héruðum.“ - Er þetta ekki spursmál um um atvinnu- og byggðahagsmuni þessa svæðis, sem þú ert reiðubúinn til þess að fórna og býður upp á ekkert í staðinn? „Nei, enn hefur þú á röngu að standa. Við hverfum að sjálfsögðu ekki frá okkar grund- vallarstefnu, þótt sú krafa sé gerð til okkar, í þágu þess að eitthvert tiltekið svæði í okkar kjðrdæmi eigi meintra hagsmuna að gæta. Það kemur aldrei til greina. Við vinstri græn erum ekki með atvinnu- stefnu sem byggir á þeirri hugsun að þróun atvinnulífsins eigi að ráðast af miðstýrðum stórákvörðunum um verksmiðjur, sem sé skellt inn í atvinnulíf viðkomandi svæða. Við viljum fjölbreytt, gróskumikið atvinnulíf, þar sem vaxtarmöguleikar og tækifæri alls staðar eru nýtt.“ Viss varnarbarátta - Þetta er nú bara pólitískt bla, bla og minnir helst á boðskap Kvennalistans sáluga um prjónastofur og fjallagrasatínslu. Hvaða raunhæfa valkosti ætla vinstri græn að bjóða upp á? „Við eigum að hlú að vaxtarmöguleikum í atvinnulífinu á almennum forsendum og leyfa fjölbreytni að blómstar. Við erum með ótal kraftmiklar vaxtargreinar innan íslensks at- vinnulífs, eins og ferðaþjónustu, ýmsar tækni- og þekkingargreinar og sívaxandi hlut þjónustustarfsemi í samfélaginu. Húsavík er mjög gott dæmi um það, því það sem hefur fleytt Húsavík í gegnum áföll á undanförnum árum, er mikil opinber þjónusta; þar er Heil- brigðisstofnun Þingeyinga, framhaldsskóli á Húsavík, sýslumaður og lögregla.“ - Steingrímur, þetta eru ekki frum- atvinnugreinar, heldur þjónusta. Heldur þú að það sé bara hægt að breyta Íslandi í eina allsherjar þjónustumiðstöð, þar sem engin verðmætasköpun og framleiðsla á sér stað? „Eru þetta ekki störf, sem ég er að nefna? Er ekki þjónustan að taka til sín sífellt stærri hlut í þjóðfélaginu?“ - Hver á að standa undir kostnaðinum af þjónustunni, þarf ekki framleiðni til þess að fjármagna hana? „Jú, heldur betur, enda er mikil framleiðni í samfélagi eins og Húsavík, sem skilar sín- um hlut í þjóðarbúið. Þar er sem betur fer enn fiskvinnsla, þar er Norðlenska, sem vinn- ur úr landbúnaðarafurðum í héraðinu og þar eru mörg ný sem rótgróin, lítil og meðalstór matvæla- og iðnfyrirtæki. Ég viðurkenni fúslega að víða á lands- byggðinni hefur verið háð erfið varnarbarátta í atvinnumálum, en þau vandamál verða ekki leyst með eintómum álverum.“ - Steingrímur segir að vinstri græn séu í grundvallaratriðum andvíg framkvæmdum á miðhálendinu og í óbyggðum, en fjarri lagi sé, að alhæfa á þann veg að vinstri græn munu ávallt og alfarið leggjast gegn öllum framkvæmdum. „Við viljum knýja í gegn gjörbreytt viðhorf gagnvart umgengni um landið og náttúruna. Við byggjum alla okkar pólitík á grundvallarreglum sjálfbærrar þró- unar. Þær eru okkar mikilvægasta leiðsögn. Við munum engar þær framkvæmdir sam- þykkja, sem stangast á við þær reglur og umhverfisréttinn eins og hann er séður í því ljósi. Af því leiðir að við höfnum algjörlega ósjálfbærum fjárfestingum og framkvæmdum á sviði atvinnu- og orkumála.“ Engin áform um þjóðnýtingu - Munuð þið beita ykkur fyrir auknum rík- isafskiptum, ef þið komist í ríkisstjórn? „Ég geri ekki ráð fyrir því að við munum beita okkur fyrir einhverri ríkisvæðingu á nýjan leik. Við höfum þó heitið því að færa þjóðinni aftur Ríkisútvarpið og um það sam- mæltist stjórnarandstaðan. En við erum ekki með nein áform um þjóðnýtingu í samfélag- inu. Við drögum hins vegar mjög hreinar víg- línur hvað það varðar, að við höfnum allri einkavæðingu í velferðarþjónustunni. Við munum slá út af borðinu allar hugmyndir Sturlu Böðvarssonar og ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu í samgöngukerfinu og sömuleið- is hugmyndir um einkavæðingu Landsvirkj- unar. Við verðum alveg ófeimin við að beita félagslegum úrræðum, eftir því sem við á, í sambandi við jafnvægi í byggð landsins og annað í þeim dúr.“ - Steingrímur segir að hækkun auðlinda- gjalds í sjávarútvegi komi vissulega til greina svo fremi sem afkoma greinarinnar leyfi það, enda verði þar um samræmda gjaldtöku að ræða. Skoða þurfi ráðstöfun gjaldsins til sveitarfélaganna eða viðkomandi svæða í stað ríkisins „Hugmyndin hefur jú verið að koma samræmi á gjaldtöku fyrir afnot af sameig- inlegum auðlindum þjóðarinnar á öðrum svið- um. Þar er vert að nefna orkulindir í þjóð- lendum.“ - Steingrímur segir sömuleiðis að vinstri græn vilji beita sér fyrir því að lagaákvæðið um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar verði stjórnarskrárbundið, sem og aðrar auð- lindir þjóðarinnar af því tagi. Hann segir að vinstri græn séu að ræða áherslur sínar í sjávarútvegsmálum, í undirbúningi fyrir landsfund Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem haldinn verður um næstu helgi, 23.-25. febrúar. Þar verði þær áherslur kynntar. Hann geti þó sagt, að vinstri græn vilji taka á kvótaleigu og kvótabraski strax. „Auk þess teljum við nauðsynlegt að taka á aðgengi innlendrar fiskvinnslu að hráefni. Það er alltaf að takmarkast, vegna þess að það fer æ minna magn yfir fiskmarkaði og æ meira óunnið úr landi. Þar kemur til greina að grípa inn í og setja því ákveðnar skorður, eða hrein- lega að skylda tiltekinn hluta aflans, sem ekki fer þá beint til vinnslu hjá sama aðila, að hann gangi yfir fiskmarkað. Þetta erum við að ræða sem fyrstu aðgerðir, sem vonandi væri hægt að fá menn til að sameinast um og í framhaldinu yrði síðan sest yfir grundvall- arbreytingar til framtíðar,“ segir Steingrímur. Líkur á ríkisstjórnarþátttöku „Ég vænti mikils af landsfundi vinstri grænna, sem er ákveðin samstillingar- og bar- áttusamkoma þar sem frambjóðenda- og bar- áttusveit okkar kemur saman. Við færðum hann til, og höldum í aðdraganda kosninga, rétt eins og flestir flokkar gera. Það er ekki svo, að við séum eitthvað vanbúin stefnulega séð. Við erum alveg tilbúin til þess að hefja kosningabaráttuna og raunar betur tilbúin en nokkru sinni fyrr. Við vitum að þetta verður kraftmikill lands- fundur, þar sem eindrægni, bjartsýni og bar- áttugleði mun ráða för. Fundurinn verður sá langstærsti sem við höfum haldið. Fulltrúar verða líklega vel á sjötta hundraðið. Þarna leggjum við lokahönd á það sem snýr að okk- ar kosningaáherslum. Við munum leggja sérstaka áherslu á heil- brigðis- og landbúnaðarmál á þessum lands- fundi. Atvinnumálin og nýsköpun munu einnig skipa veglegan sess á landsfundi. Það er auð- vitað okkar svar við hinni einhæfu þrengsla- hugsun stóriðju og álvæðingarstefnunnar, sem er forneskjuviðhorf í atvinnumálum, sem við erum enn að glíma við, því miður.“ Sláum botninn í viðtalið Steingrímur, með spurningunni: Verða vinstri græn í næstu rík- isstjórn Íslands? „Ég tel að það séu að minnsta kosti 75% líkur á því að Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð verði í næstu ríkisstjórn Íslands.“ agnes@mbl.is ur róttækur femínisti Morgunblaðið/RAX Bjartsýnn Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna er bjartsýnn og segir 75% líkur á því að VG verði í næstu ríkisstjórn Íslands. » „Við höfnum allri einkavæð- ingu í velferðarþjónustunni. Við munum slá út af borðinu allar hugmyndir Sturlu Böðv- arssonar og ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu í samgöngu- kerfinu og sömuleiðis um einka- væðingu Landsvirkjunar.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.