Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 45
Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu
Suðurhraun - G.bæ - 5-6 þús. fm.
Glæsilegt og stórt atvinnuhúsnæði á besta stað í Hraunum í Garðabæ.
5.000 fm, þar af 1.000 fm skrifstofu- og starfsmannaaðstaða. Samþykkt
stækkun í vestur upp á 1.000 fm þannig að þessi hluti gæti verið u.þ.b.
6.000 fm. Viðbygging verður tilbúin 1. júní 2007. Húsið er fjölnotahús, þ.e.
með fjölmörgum innkeyrsludyrum, góðum skrifstofum,
starfsmannaaðstöðu, kaffistofu og fl. Mikil lofthæð í sölum. Lóðin er
12.700 fm og er malbikuð og mjög vel staðsett. Einnig má geta þess
að hinn nýi Álftanesvegur mun liggja með húsinu að sunnanverðu og
er auglýsingagildi þess því mikið.
Heildarstærð hússins með nýbyggingu verður samtals 6.000 fm.
2.000 fm í austur eru í leigu til BYKO og Vídd.
Grensásvegur - Reykjavík
Heilt hús á horni Grensásvegar og Fellsmúla
Vandað og vel staðsett 1.440 fm skrifstofuhúsnæði.
Um er að ræða heila húseign á 4 hæðum með lyftu.
Eignin skiptist í fjölmörg skrifstofuherbergi, opin
vinnurými, kaffistofur, snyrtingar og skjalageymslur.
1. hæðin gæti hentað vel fyrir verslun eða
veitingarekstur. Tilbúið til afhendingar strax.
Næg bílastæði; 8 í bílageymslu og 26 á steyptum palli
við húsið. Samtals 33 bílastæði fylgja þessari eign.
Húsið hefur mikið auglýsingagildi.
Leigist eingöngu í einu lagi
Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 eða á karl@kirkjuhvoll.com • Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. • www.kirkjuhvoll.com
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KLUKKAN 15 OG 16
ÞÓRÐARSVEIGUR 4 - ÍBÚÐ 205
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58
Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is
Pétur Pétursson lögg. fasteignasali
Mjög falleg og vel skipulögð 84,5 fm íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi með
sérinngangi auk stæði í bílageymslu. Íbúðin er með vönduðum innrétt-
ingum, gólfefnum og tækjum. Tvö góð svefnherbergi. Baðherbergi flísa-
lagt og með sturtu. Sérþvottahús í íbúð. V. 20,5 millj.
Jón og Þórey taka á móti gestum.
Um er að ræða tæplega 1.900
fm atvinnuhúsnæði, þar af 400
fm milliloft á 3.600 fm lóð.
Húsið skilast fullbúið að utan
með frágenginni lóð og tilbúið
til innréttinga að innan. Húsið
er stálgrindarhús frá Atlas
Ward. V. 360 m. 6450
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
BÆJARFLÖT - GLÆSILEGT ATVINNUHÚS
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HINN 29. des. sl. gerði félags-
málaráðuneytið saming við AE-
verksala með gildistíma í tvö ár
upp á tæpar 30
milljónir. Þegar
maður les samn-
inginn sést að
það er ekki
þjónusta sem
málið snýst um
heldur úttekt.
Verksali á á
þessu ári að
taka út starf-
semi á Flóka-
götu og Esju-
grund og gera samanburð við
heimili fyrir geðfatlaða á Sléttu-
vegi í Reykjavík. Framkvæmd
samningsins hlýtur að verða tor-
sótt því samkvæmt upplýsingum
félagsmálaráðuneytisins sjálfs
verður Flókagatan ekki tilbúin
fyrr en eftir tæpt ár, þ.e. áramótin
2007–08. Eftir stendur þá hitt
heimilið sem lendir í úttekt en þar
eru fimm manns skv. upplýsingum
frá LSP. Á þá að eyða rúmum 14
milljónum 2007 í úttekt á fimm
sjúklingum?
Það eru til a.m.k. þrjár úttektir
á jafnmörgum árum um fjölda
sjúklinga og væntingar þeirra um
búsetu og eftirfylgni. Sú fyrsta frá
2003 frá Svæðisskrifstofu fatlaðra,
önnur frá 2005 sem Geðhjálp og
Rauði krossinn gerðu og sú nýj-
asta frá félagsmálaráðuneytinu
sjálfu í des. 2006. Þessar úttektir
voru allar mjög ítarlegar og þver-
faglega unnar af sálfræðingum og
doktor í geðhjúkrun.
Verksali á einnig að sjá um
fræðsluefni. Stofnanir sem annast
geðfatlaða starfa í lagaumhverfi
heilbrigðismála og þar er verksali
ekki með sérþekkingu. Sléttuveg-
urinn og heimili fyrir geðfatlaða á
Akureyri hafa gengið afar vel án
fræðsluefnis frá verksala enda
sérmenntað fólk sem vinnur á
þessum stöðum.
Sjúklingar með skerta heila-
starfsemi eru afar áhrifagjarnir.
Hér verður að fara með mikilli
gát. Þessir sjúklingar sem hér um
ræðir hafa verið afskiptir og því
tekur þetta fólk fagnandi áhuga
og athygli annarra. Fólk í hópi
AE-verksala hefur í ræðu og riti
lýst þeim skoðunum sínum að lyf
séu skaðleg og óþörf. Við höfum
mörg hörmuleg dæmi um afleið-
ingar sem rofin lyfjagjöf hefur í
för með sér.
Ísland er aðili að Helsinkisátt-
málanum frá 2005, en skv. honum
verða stjórnvöld að taka allar
ákvarðanir í samvinnu við heil-
brigðisyfirvöld og aðstandendur
auk sjúklinga. Það ákvæði sátt-
málans var brotið þar sem ekkert
samráð var haft við ofantalda aðila
varðandi þennan samning.
Í 5. gr. samningsins stendur:
„Verksali skal skrá umfang og
meta árangur í starfsemi sinni.“ Í
samningi félagsmálaráðuneytisins
við Byrgið var álíka ákvæði,
þ.e.a.s. þeir áttu sjálfir að meta
verkið. Miðað við uppljóstranir um
þá starfsemi skyldi maður að
óbreyttu halda að ráðuneytismenn
hefðu fengið nóg af sjálfskipuðum
sérfræðingum sem eiga sjálfir að
meta verk sín.
Af hverju er Ísland eina landið
sem býr fyrst til eftirlit á undan
úrræðum? Af hverju þurfum við
að fara aðra leið en hin löndin þar
sem þverfagleg teymi sjá um
heimili fyrir geðfatlaða?
Er þetta leiðin sem fjárveit-
ingavaldið vill fara? Á að eyða
tæpum 30 milljónum í fjórðu út-
tektina á jafnmörgum árum? Er
ekki nóg komið af rúmlega 400
bls. pappírslausnum og kostnaði
við þær? Nú verða verkin að tala.
ERNA
ARNGRÍMSDÓTTIR,
aðstandandi.
Opið bréf til Alþingis
Frá Ernu Arngrímsdóttur:
Erna
Arngrímsdóttir