Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 32
ferðalag 32 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg fræðsla og samskipti Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband! DAGUR 1 – 2 Frá Keflavík yfir Klettafjöllin Ef menn hafa áhuga á að skoða markverðustu vestraslóðir kvik- myndasögunnar á aðgengilegan hátt vil ég benda á magnaða leið sem flyt- ur mann á fáeinum dögum á nánast alla stórbrotnustu og kunnuglegustu tökustaði stórvestranna. Fyrst af öllu er að gera grófa ferðaáætlun sem hægt er að fínpússa frá degi til dags, vera í góðum félagsskap, hafa traust- an bíll og þolinmæði, því landflæmið er víðáttumikið. Ef ferðalangurinn hefur áhuga á vestrum, fjölbreyttri náttúrufegurð, framandi mannlífi og seyðandi upplifunum, þarf engum að leiðast. Ekki eitt augnablik, heldur aka á vit eins af þessum alltof fágætu og heillandi ævintýrum lífsins. Við Arnaldur Indriðason, vinur minn, vestramaður og samstarfs- maður á Morgunblaðinu til langs tíma við kvikmyndaskrif, lögðum upp í margáætlaða draumareisu síðla í maí, 2006. Tímasetningin er mik- ilvæg, áður en hitamollan og túrism- ininn ætlar allt að drepa uppi á há- sléttunni vestan Klettafjallanna. Við flugum til Baltimore, þar sem við lentum undir kvöld (að staðartíma) og gengum snemma til náða, sem gerði að verkum að við fundum lítið fyrir tímamuninum. Tekið var fyrsta flug til Denver í morgunsárið og vorum við komnir á áfangastað um hádegisbil. Þar beið okkar fararskjótinn, spánnýr, silfur- gljándi Chevrolet Trailblazer, þannig að við héldum vel ríðandi inn í Villta vestrið, með fjögurhundruð hross undir vélarhlífinni. Pike’s Peak, þetta fræga kennileiti úr landnámssögunni, ævintýrum bernskuáranna og fjölda vestra, ber við himinn í hásuðri frá flugvallasvæðinu og minnti okkur á að ævintýrið var hafið. Handan Den- ver, í vestri, gladdi augað langþráð sjón, sjálf Klettafjöllin og fljótlega bar okkur á Interstate 70, þessa frægu hraðbraut sem við áttum eftir að fylgja næstu tvo dagana. Áður en lagt var á fjöllin fengum við okkur hádegisverð hjá þýskætt- uðum blómarósum, ylhýra málið vakti óumbeðna athygli, nánast frá fyrsta viðkomustað til þess síðasta. Það hafði líka sína kosti. Frá sér numdar af kátínu yfir því að hafa augum barið afkomendur víkinga, sungu þær og trölluðu fyrir okkur Ei- delweiss og jóðluðu með tilþrifum. Fyrstu kynni okkar af fólkinu við þjóðveginn voru frábær og á þau bar aldrei skugga, öðru nær. Notalegt viðmót Bandaríkjamanna er ólíkt því sem maður á að venjast víða í Evr- ópu, þeim virðist það ósvikið áhuga- mál að láta gestum sínum líða vel. Milli okkar í Trailnlazernum var staðsetningartæki sem reyndist jafn- vel betra veganesti en söngvaseyður gengilbeinanna. Þessi þarfaþjónn, sem hélt okkur á réttri braut með sinni „hljómfögru rödd“, var um- svifalaust tekin í manna tölu og skírð Málfríður. Gráni skeiðaði með okkur upp austurhlíðar Klettafjallanna, þung umferð var á I 70, það var sunnudag- ur langrar helgar, kenndrar við Me- morial Day. Farartæki af öllum stærðum og gerðum brunuðu áfram, allt frá örsmáum Aveoum upp í hákrómaða, margra mannhæða háa dráttarvagna með tröllvaxna vörugáma í eftirdragi. Þá vakti fjöldi voldugra húsbíla (einkum Winnebago), óskipta athygli okkar. Margir á stærð við einbýlishús að flatarmáli, með jeppling á afturhjólunum í eftirdragi og einn og einn með hraðbát á toppnum. Enginn skortur á akreinum og umferðin gekk gegnumsneitt vandræðalaust fyrir sig, enginn að böðlast fram úr, engir drollarar til armæðu. Eftir klukkustundarakstur frá Denver vorum við komnir að munna Eisenhower ganganna, sem eru þau hæstu á jarðríki, í rösklega 3400 metra hæð og skaflar sátu í brekkum. Síðan fór að halla vesturundan, við geystumst framhjá skíðaparadísunum og niður í Glenwoodgljúfrið, þar sem við fórum í fyrsta skipti yfir heillandi Colorado fljótið. Vegarlagningin í gljúfrinu var verkfræðilegt afrek en ekki tókst að ljúka við þennan 25 km langa tálma fyrr en 1992 og var hann síðasti kaflinn í gjörvöllu hraðbrautakerfi landsins. Í nokkur skipti krossar vegurinn fljótið, sem enn er tiltölulega sakleysislegt. Hraðbrautin hangir víða utan í gljúfurbörmunum og hámarkshraðinn aðeins 50 mílur og enn minni þar sem beygjur eru krappastar. Á þessu flöskuðu margir ökumenn; Glenwoodgljúfrið var eina Blönduósgildran, allt til San Fransisco, þar sem við sáum lögregluna stöðva ökutæki fyrir að virða ekki hraðatakmörkin. Eftir fjórar stundir og 250 mílur, komum við í fyrsta áningastað, bæinn Grand Junction, miðstöð blómlegs landbúnaðarhéraðs sem nýtur skjólsins af Klettafjöllunum. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, vínrækt, golfvelli og er innan tíguls þar sen fundist hafa veigamestu jarðvistarleifar risaeðla og er eitt stæsta uppgraftrarsvæðið rétt við bæjarmörkin. Yfir honum gnæfir Colorado National Monument, óvenju formfagurt fjall úr rauðgulum sandsteini mótuðum af mikilli kúnst af veðrum og vindi. Við komum okkur fyrir á huggulegu Double Tree hóteli, sem hafði m.a. á sínum snærum frábæran dyravörð, Phil, fyrrum kalifornískan eplabónda sem lóðsaði okkur á límósínu um bæinn um kvöldið. Sem endaði á besta matsölustaðnum á svæðinu, í gamalli slökkvistöð. DAGUR 3 Á kúrekaslóðum í Moab, Utah Í býtið á mánudeginum, eftir viðkomu í óguðlega freistandi morgunverðarsölum Double Tree, gölluðum við og birgðum okkur upp í The Mesa Mall. Áður en lagt var á I 70 ókum við á fjallið og nutum tignarlegs útsýnis til allra átta í sumarblíðunni. Malbikaður hringvegur þræðir eggjarnar og liggur lengst af á blábrúninni, er lofthræddum bent á að aka réttsælis. Komið var fram á miðjan dag þegar við héldum aftur út á hraðbrautina og stefnan tekin á næsta áfangastað, bæinn Moab í Utah. Dagleið var stutt, röskir 200 km með útúrdúrum. Af og til var Coloradofljótið á vegi okkar og fór Á vestraslóðum Vestrar voru feikivinsæl afþreying og risu í hæstu hæðir um og eftir miðja síðustu öld. Eftir því sem nær dró aldamótum dofnaði yfir þessari skemmtilegu kvikmyndagrein, sem er örlítið að rétta úr kútnum upp á síðkastið. Öðrum fremur voru það tveir menn, John Ford og John Wayne, sem settu svip á vestrann svo og Monument Valley-dalurinn frægi á mörkum Utah og Arizona. Sæbjörn Valdimarsson fór á fornfrægar slóðir og rifjar upp kynnin af Jónunum tveimur, kúrekum og indjánum.  '       "()$ *!# " ( +,     #   $%%  " #        ! " #  $ % " &    "# " ' ( (  )* + , - .   - / 0 " ! 0 1  , "    " 0   ! , 0 " 2  3    -* 456 3 4   % '       # 4 & *7)  &,*%% + &  + ! # -./ -0- 12    Fögur West Mitten Butt, ein fegursta hamraborgin í dalnum. Á 50 ára afmæli The Searchers var tímabært að halda í pílagrímsferð um Villta vestrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.