Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 25
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 25 Ein helsta ástæða þess að Ís-lendingar hafa á ýmsum svið-um náð undraverðum árangri á alþjóðavísu þrátt fyrir að vera álíka margir og íbúar einnar götu í stór- borg, er fólgin í sjálfstrausti. Það má jafnvel segja að þetta sjálfstraust sé mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. Vissulega getur þetta sama sjálfs- traust stundum birst sem fáránleg kokhreysti, afkáraleg sjálfumgleði og botnlaus dýrkun og upphafning hér heima á fólki, athöfnum og af- urðum, sem alls ekki ná meðalstaðli í stærra samhengi. En því má engu að síður slá föstu að í hvert sinn sem Íslendingar ná góðum árangri úti í heimi, er sjálfs- traust verulegur hluti af skýring- unni, því í samanburði við millj- ónaþjóðir er hlutfall Íslendinga í fremstu röð í ýmsum greinum alger- lega andstætt öllum líkindareikn- ingi. Fræg er sú líking sem einhver er- lendur gestur notaði eitt sinn á hinu íslenska kvikmyndavori, er hann líkti íslenskri kvikmyndagerð við bý- flugu. Staðreyndin væri sem sé sú að væri hið búttaða skordýr vegið og metið vísindalega væri hægt að sanna að það gæti alls ekki flogið, en flugan sjálf hefði bara ekki hugmynd um það og flögraði því áhyggjulaus áfram. Sama ætti við um kvik- myndagerð landans. Samkvæmt öll- um rauntölum væri ógjörningur að stunda hana, en íslenskir kvik- myndagerðarmenn vissu það greini- lega ekki. Þessa líkingu má yfirfæra á ýmis svið þar sem Íslendingar láta til sín taka á alþjóðavettvangi, að minnsta kosti sem viðhorf margra erlendra kunnáttumanna til fyrirbærisins. Til að sigrast á tölfræðinni, rökhugs- uninni og líkindunum telja þeir gjarnan að Íslendingar njóti þess of- urmáttar sem felst í sælli vanþekk- ingu á eigin takmörkunum. Við sjálf kjósum frekar að líta á það sem sjálfstraust. Hið rétta er auðvitað að hvort tveggja getur átt hlut að máli, en við skulum halda okkur við sjálfs- traustið að sinni. Hvaðan sprettur þá þetta sjálfs- traust sem fleytir hæfileikaríkum Ís- lendingum jafnlangt og raun ber vitni í harðri samkeppni við urmul jafnflinkra útlendinga? Jú, það sprettur af nokkuð eðlilegu stolti af eigin þjóð, sögu, menningu og landi. Íslendingar eru jú þjóð sem lifað hef- ur af ótrúlegar hörmungar og áþján án þess að bugast og án þess að glata tungu sinni og menningu, en stendur keik eftir, fjölmennari þjóðum til eft- irbreytni. Eins er landið fagurt og mikilfenglegt, einkum ósnortin víð- ernin, jöklar, fjöll, hraun, fossar, fljót og spúandi hverir. Eða þannig var það að minnsta kosti. En á síðustu árum hafa hlutirnir breyst hratt. Fortíðin er að vísu enn hin sama, sagan blasir enn víða við. En hvað með landið? Hvað verður um hið bráðnauðsynlega sjálfstraust ungra Íslendinga á erlendri grund, þegar myndir af hinu eitt sinn stór- brotna landi, flæða um heiminn og birta nýjan sannleik, sannleik fullan af raflínum og möstrum, þvers og kruss, í stað ósnortinna víðerna, af leirbrúnum uppistöðulónum í stað flúða, fossa og kynngimagnaðra gljúfra, af eiturspúandi álverk- smiðjum þriðja heimsins í stað þekk- ingariðnaðar og skapandi atvinnu- vega framtíðarinnar í þróuðum ríkjum. Þá verður erfitt að segjast vera frá Íslandi og láta það hljóma eins og hinn eina sanna tón. Það verður hjá- róma píp fólks frá fámennu landi á eftirnýlendustigi, þar sem ráðamenn keppast um að falla kylliflatir fyrir gylliboðum auðhringa með blóðuga slóðina á eftir sér um allan heim og lifa og hrærast í eigin draumsýnum um eilífar valdaklíkur og auðkeypt atkvæði. Eins og skáldið sagði: Hvað er þá orðið okkar starf? Landið var fagurt og frítt Sveinbjörn I. Baldvinsson SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 16. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. A›eins er hægt a› sækja um á heimasí›u sjó›sins og skal umsókn send í sí›asta lagi á mi›nætti flann 16. mars n.k. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 16. MARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.