Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 65 fótaaðgerðastofa, Laugavegi 163c Ný, glæsileg stofa! Fótaaðgerðir, tölvugöngugreining, innlegg. Sjá: www.fotatak.net, sími 551 5353. Guðrún Svava Svav- arsdóttir fótaaðgerðafræðingur. Húsgögn Glæsileg áklæði á sófa, stóla og borðstofus. Glæsileg áklæði á sófa, stóla og borðstofustóla.- Sófalist - Garðatorgi - Garðabæ - www.sofa- list.is - S. 553 0444 - Op. mán.-föst. 12.00-18.00. Dýrahald Fuglabúr á frábæru verði. Stærð l. 93 x b. 69 x h. 160. 35 kg . Eru til græn og grá/svört. Verð 30.000 kr. www.liba.is Gisting Gisting á Spáni Barcelona, Costa Brava, Menorca, Valladolid. Uppl. í síma: 899 5863, www.helenjonsson.ws. Bækur Fermingar Frábært tilboð á fermingar- myndum Myndataka frá aðeins 19.900. Nánari upplýsingar hjá Óskari Hallgrímssyni ljósmyndara í síma 659 0322 eða á skari@grapevine.is. Dómasafn Hæstaréttar 1920-1988 o.fl. Til sölu innbundið: Dómasafn Hæstaréttar 1920-1988, Úlfljótur 1947-1978 og Tímarit Lögfræðinga 1951-1981. Uppl. í síma 897 4304 eða ingibjorgbjorns@internet.is. Heilsa YOGA YOGA YOGA Konur og karl- ar! Hæfileg áreynsla, rétt öndun, slökun og jákvætt hugarfar. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Því ekki að prófa. Yogastöðin Heilsubót. www.yogaheilsa.is, sími 588 5711. Yoga fyrir hressa- KRAFT YOGA. Kraft Yoga er fyrir vana yogaiðkend- ur. Mikil áreynsla,hiti og sviti! Því ekki að prufa? Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15. Sími 588 5711. Menning SEQUENCES Alþjóðleg myndlistarhátíð með áherslu á tímatengda list. www.sequences.is http://www.youtube.com/pro- file?user=sssequencesss Stjórn SEQUENCES auglýsir eftir umsóknum fyrir listahátíðina 2007. SEQUENCES leggur áherslu á tíma- tengda myndlist og er æskilegt að þau verk sem sýnd verða á hátíðinni falli innan þess ramma. Umsækjendur eru hvattir til þess að skila inn umsóknum á skrifstofu SEQUENCES í Nýlistasafninu, Lauga- vegi 26, eða rafrænt á info@sequen- ces.is. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Andrea Maack í síma 699 7562. Vélsleðar Vélsleði til sölu Polaris SKS 700 árg. 2003. Rafstart, bakkgír og neglt belti. Ásett verð 630 þús. Upplýsingar í síma 699 3686. Málverk Málverk - Hafnarfjörður. Til sölu málverk af Hafnarfirði eftir Jón Gunn- arsson. Stærð 100x65 cm. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 868 5906. Vinnuvélar Til sölu múrbrotstæki. Til sölu Brokk robot 180 á beltum með fjar- stýringu, sagir, brotvélar og kjarna- borsvélar. Lítill flutningabíll með lyftu. Einnig mini-grafa ásamt kerru. Uppl. í síma 893 2963. Til sölu Massey Ferguson 240 dráttarvél árgerð 1986. Dráttarvélin er með ámoksturs- tækjum og er í góðu ástandi. Upplýsingar í síma 862 8551. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl FRÉTTIR „ENGAR viðurkenndar rannsóknir hafa sýnt fram á hægt sé að breyta kynhneigð fólks með meðferðarúr- ræðum af nokkru tagi né að slíkt sé yfirleitt æskilegt,“ segja Samtökin ’78 í tilefni af umræðu um úrræði sem eiga að snúa einstaklingum frá samkynhneigð til gagnkynhneigð- ar. „Afstaða hins akademískra fræðasamfélags, sem byggist á við- urkenndum og endurteknum rann- sóknum, er mjög skýr og afdrátt- arlaus, þ.m.t. landlæknis. Bandaríska sálfræðifélagið (Amer- ican Psychological Association, APA) hefur einnig sent frá sér þá yfirlýsingu að engar útgefnar rann- sóknir styðji þá fullyrðingu að til sé meðferð sem breytt geti kynhneigð fólks né að slíkt sé yfirleitt æski- legt. Þá hefur Bandaríska sálfræði- félagið einnig gert alvarlegar at- hugasemdir við þau „meðferðarúrræði“ sem ýmsir trúarhópar bjóða upp á og er ætlað að leysa fólk úr viðjum kynhneigð- ar sinnar, jafnframt því sem þau hafa ítrekað afstöðu fræðasam- félagsins til slíkra úrræða og sagt þau vera gagnslaus og jafnvel skað- leg. Einnig hefur Bandaríska læknafélagið (American Medical Association, AMA) mælt gegn með- ferð við samkynhneigð. Skoðanir þær sem komið hafa fram að undanförnu um að hægt sé að breyta kynhneigð eru forneskju- legar, niðurlægjandi og lýsa mikilli vanþekkingu á lífi samkynhneigðra. Til Samtakanna ’78 leitar árlega stór hópur fólks sem lengi hefur reynt að lifa lífi gagnkynhneigðra og talið sig ekki hafa haft um ann- að að velja. Það skiptir máli hvaða skilaboð eru gefin í samfélaginu. Séu skilaboðin á þá lund að sam- kynhneigð sé synd og eitthvað ann- ars flokks, gerir það samkyn- hneigðum vitanlega erfitt fyrir að horfast í augu við sjálfa sig. Sú já- kvæða þróun, sem hefur orðið á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi, er afrakstur áralangrar baráttu homma og lesbía fyrir við- urkenningu á réttindum sínum, réttinum til að lifa í sátt við sjálfa sig. Það er því sorglegt að enn þann dag í dag þurfi hommar og lesbíur að sitja undir forneskjuleg- um viðhorfum þar sem lítið er gert úr tilveru þeirra og fjölskyldum.“ Ekki sé hægt að breyta kynhneigð KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands hélt upp á 100 ára afmæli sitt 27. jan- úar sl. Í kjölfar aukinna styrkja frá ríkinu réðst félagið í að ráða fram- kvæmdastjóra að nýju frá 1. janúar. Nýr framkvæmdastjóri er Halldóra Traustadóttir. Í stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands sitja nú Þorbjörg Inga Jóns- dóttir, formaður, Margrét K. Sverr- isdóttir, varaformaður, Margrét Kr. Gunnarsdóttir, ritari, Margrét Steinarsdóttir, gjaldkeri, Hildur Helga Gísladóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir og Svandís Ingimund- ardóttir, sem skipa framkvæmda- stjórn félagsins. Auk þeirra eru fulltrúar þingflokkanna í stjórninni og eru það Helga Guðrún Jón- asdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Aðalheiður Franzdóttir fyrir Sam- fylkinguna, Silja Bára Ómarsdóttir fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, María Marta Einarsdóttir fyrir Framsóknarflokkinn og Sól- borg Alda Pétursdóttir sem var fyrir Frjálslynda flokkinn en er nú óháð. Skrifstofa Kvenréttindafélags Ís- lands er opin alla virka daga frá kl. 9–12. Síminn er 551 8156 og net- fangið krfi@krfi.is. Heimasíða fé- lagsins er www.krfi.is Stjórn Aftari röð f.v.: Silja Bára Ómarsdóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Margrét Kr. Gunnarsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Margrét K. Sverrisdóttir, Halldóra Traustadóttir, Margrét Steinarsdóttir, Svandís Ingimundardóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Aðalheiði Franzdóttur og Maríu Mörtu Einarsdóttur. Nýr framkvæmdastjóri KRFÍ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Krýsuvíkursamtökunum: „Í ljósi þeirrar umræðu, sem fram hefur farið í þjóðfélaginu undan- farnar vikur og hefur skaðað okkur sjáum við okkur knúin til að senda frá okkur eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: Krýsuvíkursamtökin eru samtök einstaklinga, fyrirtækja og félaga- samtaka um allt land, sem undan- farin ár hafa stutt dyggilega við bakið á rekstri Meðferðarheimilis- ins í Krýsuvík og hefur sá stuðn- ingur verið ómetanlegur fyrir stað- inn. Samtökin eru aðilar að „European therapeutic community“. Í Krýsuvík er ekki afvötnun, en þar er rekin langtímameðferð fyrir vímuefnaneytendur eldri en 18 ára og að jafnaði dveljast þar 20 ein- staklingar í 6 mánuði eða meira. Meðferðin er byggð á faglegum grunni og þar starfa 10 manns í fullu starfi og 6 í hlutastarfi, allir ráðgjafar eru með alþjóðleg réttindi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar. Meðferðarheimilið er í nánu sam- starfi við aðra fagaðila s.s. Land- spítala – háskólasjúkrahús, Stíga- mót, félagsþjónustur, lækni heimilisins, Menntaskólann í Kópa- vogi, prest, geðlækna og sálfræð- inga. Starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og all- ar nánari upplýsingar um það er hægt að nálgast hjá Landlæknis- embættinu og þar liggur einnig fyr- ir mat sem gert var á árangri með- ferðarinnar árið 2004 af matsfræðingum frá Háskóla Ís- lands. Heimasíða samtakanna er í breyt- ingu og verður tilbúin innan skamms. Unnið á faglegum grunni í Krýsuvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.