Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 65
fótaaðgerðastofa,
Laugavegi 163c
Ný, glæsileg stofa! Fótaaðgerðir,
tölvugöngugreining, innlegg.
Sjá: www.fotatak.net, sími
551 5353. Guðrún Svava Svav-
arsdóttir fótaaðgerðafræðingur.
Húsgögn
Glæsileg áklæði á sófa, stóla og
borðstofus. Glæsileg áklæði á sófa,
stóla og borðstofustóla.- Sófalist -
Garðatorgi - Garðabæ - www.sofa-
list.is - S. 553 0444 - Op. mán.-föst.
12.00-18.00.
Dýrahald
Fuglabúr á frábæru verði. Stærð
l. 93 x b. 69 x h. 160. 35 kg . Eru til
græn og grá/svört. Verð 30.000 kr.
www.liba.is
Gisting
Gisting á Spáni
Barcelona, Costa Brava, Menorca,
Valladolid. Uppl. í síma: 899 5863,
www.helenjonsson.ws.
Bækur
Fermingar
Frábært tilboð á fermingar-
myndum Myndataka frá aðeins
19.900. Nánari upplýsingar hjá Óskari
Hallgrímssyni ljósmyndara í síma
659 0322 eða á skari@grapevine.is.
Dómasafn Hæstaréttar 1920-1988
o.fl. Til sölu innbundið: Dómasafn
Hæstaréttar 1920-1988, Úlfljótur
1947-1978 og Tímarit Lögfræðinga
1951-1981. Uppl. í síma 897 4304
eða ingibjorgbjorns@internet.is.
Heilsa
YOGA YOGA YOGA Konur og karl-
ar! Hæfileg áreynsla, rétt öndun,
slökun og jákvætt hugarfar. Morgun-,
hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Því
ekki að prófa. Yogastöðin Heilsubót.
www.yogaheilsa.is, sími 588 5711.
Yoga fyrir hressa- KRAFT YOGA.
Kraft Yoga er fyrir vana yogaiðkend-
ur. Mikil áreynsla,hiti og sviti! Því
ekki að prufa? Yogastöðin Heilsubót,
Síðumúla 15. Sími 588 5711.
Menning
SEQUENCES
Alþjóðleg myndlistarhátíð með
áherslu á tímatengda list.
www.sequences.is
http://www.youtube.com/pro-
file?user=sssequencesss
Stjórn SEQUENCES auglýsir eftir
umsóknum fyrir listahátíðina 2007.
SEQUENCES leggur áherslu á tíma-
tengda myndlist og er æskilegt að
þau verk sem sýnd verða á hátíðinni
falli innan þess ramma.
Umsækjendur eru hvattir til þess að
skila inn umsóknum á skrifstofu
SEQUENCES í Nýlistasafninu, Lauga-
vegi 26, eða rafrænt á info@sequen-
ces.is. Öllum umsóknum verður
svarað.
Frekari upplýsingar veitir Andrea
Maack í síma 699 7562.
Vélsleðar
Vélsleði til sölu
Polaris SKS 700 árg. 2003. Rafstart,
bakkgír og neglt belti. Ásett verð 630
þús. Upplýsingar í síma 699 3686.
Málverk
Málverk - Hafnarfjörður. Til sölu
málverk af Hafnarfirði eftir Jón Gunn-
arsson. Stærð 100x65 cm. Tilboð
óskast. Upplýsingar í síma 868 5906.
Vinnuvélar
Til sölu múrbrotstæki. Til sölu
Brokk robot 180 á beltum með fjar-
stýringu, sagir, brotvélar og kjarna-
borsvélar. Lítill flutningabíll með
lyftu. Einnig mini-grafa ásamt kerru.
Uppl. í síma 893 2963.
Til sölu Massey Ferguson 240
dráttarvél árgerð 1986.
Dráttarvélin er með ámoksturs-
tækjum og er í góðu ástandi.
Upplýsingar í síma 862 8551.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
FRÉTTIR
„ENGAR viðurkenndar rannsóknir
hafa sýnt fram á hægt sé að breyta
kynhneigð fólks með meðferðarúr-
ræðum af nokkru tagi né að slíkt sé
yfirleitt æskilegt,“ segja Samtökin
’78 í tilefni af umræðu um úrræði
sem eiga að snúa einstaklingum frá
samkynhneigð til gagnkynhneigð-
ar.
„Afstaða hins akademískra
fræðasamfélags, sem byggist á við-
urkenndum og endurteknum rann-
sóknum, er mjög skýr og afdrátt-
arlaus, þ.m.t. landlæknis.
Bandaríska sálfræðifélagið (Amer-
ican Psychological Association,
APA) hefur einnig sent frá sér þá
yfirlýsingu að engar útgefnar rann-
sóknir styðji þá fullyrðingu að til sé
meðferð sem breytt geti kynhneigð
fólks né að slíkt sé yfirleitt æski-
legt. Þá hefur Bandaríska sálfræði-
félagið einnig gert alvarlegar at-
hugasemdir við þau
„meðferðarúrræði“ sem ýmsir
trúarhópar bjóða upp á og er ætlað
að leysa fólk úr viðjum kynhneigð-
ar sinnar, jafnframt því sem þau
hafa ítrekað afstöðu fræðasam-
félagsins til slíkra úrræða og sagt
þau vera gagnslaus og jafnvel skað-
leg. Einnig hefur Bandaríska
læknafélagið (American Medical
Association, AMA) mælt gegn með-
ferð við samkynhneigð.
Skoðanir þær sem komið hafa
fram að undanförnu um að hægt sé
að breyta kynhneigð eru forneskju-
legar, niðurlægjandi og lýsa mikilli
vanþekkingu á lífi samkynhneigðra.
Til Samtakanna ’78 leitar árlega
stór hópur fólks sem lengi hefur
reynt að lifa lífi gagnkynhneigðra
og talið sig ekki hafa haft um ann-
að að velja. Það skiptir máli hvaða
skilaboð eru gefin í samfélaginu.
Séu skilaboðin á þá lund að sam-
kynhneigð sé synd og eitthvað ann-
ars flokks, gerir það samkyn-
hneigðum vitanlega erfitt fyrir að
horfast í augu við sjálfa sig. Sú já-
kvæða þróun, sem hefur orðið á
viðhorfum til samkynhneigðra hér
á landi, er afrakstur áralangrar
baráttu homma og lesbía fyrir við-
urkenningu á réttindum sínum,
réttinum til að lifa í sátt við sjálfa
sig. Það er því sorglegt að enn
þann dag í dag þurfi hommar og
lesbíur að sitja undir forneskjuleg-
um viðhorfum þar sem lítið er gert
úr tilveru þeirra og fjölskyldum.“
Ekki sé hægt að
breyta kynhneigð
KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands
hélt upp á 100 ára afmæli sitt 27. jan-
úar sl. Í kjölfar aukinna styrkja frá
ríkinu réðst félagið í að ráða fram-
kvæmdastjóra að nýju frá 1. janúar.
Nýr framkvæmdastjóri er Halldóra
Traustadóttir.
Í stjórn Kvenréttindafélags Ís-
lands sitja nú Þorbjörg Inga Jóns-
dóttir, formaður, Margrét K. Sverr-
isdóttir, varaformaður, Margrét Kr.
Gunnarsdóttir, ritari, Margrét
Steinarsdóttir, gjaldkeri, Hildur
Helga Gísladóttir, Ragnhildur G.
Guðmundsdóttir, Rósa Björk Brynj-
ólfsdóttir og Svandís Ingimund-
ardóttir, sem skipa framkvæmda-
stjórn félagsins. Auk þeirra eru
fulltrúar þingflokkanna í stjórninni
og eru það Helga Guðrún Jón-
asdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
Aðalheiður Franzdóttir fyrir Sam-
fylkinguna, Silja Bára Ómarsdóttir
fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt
framboð, María Marta Einarsdóttir
fyrir Framsóknarflokkinn og Sól-
borg Alda Pétursdóttir sem var fyrir
Frjálslynda flokkinn en er nú óháð.
Skrifstofa Kvenréttindafélags Ís-
lands er opin alla virka daga frá kl.
9–12. Síminn er 551 8156 og net-
fangið krfi@krfi.is. Heimasíða fé-
lagsins er www.krfi.is
Stjórn Aftari röð f.v.: Silja Bára Ómarsdóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Helga Guðrún
Jónasdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Margrét Kr. Gunnarsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fremri röð frá
vinstri: Margrét K. Sverrisdóttir, Halldóra Traustadóttir, Margrét Steinarsdóttir, Svandís Ingimundardóttir og
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Aðalheiði Franzdóttur og Maríu Mörtu Einarsdóttur.
Nýr framkvæmdastjóri KRFÍ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Krýsuvíkursamtökunum:
„Í ljósi þeirrar umræðu, sem fram
hefur farið í þjóðfélaginu undan-
farnar vikur og hefur skaðað okkur
sjáum við okkur knúin til að senda
frá okkur eftirfarandi fréttatilkynn-
ingu:
Krýsuvíkursamtökin eru samtök
einstaklinga, fyrirtækja og félaga-
samtaka um allt land, sem undan-
farin ár hafa stutt dyggilega við
bakið á rekstri Meðferðarheimilis-
ins í Krýsuvík og hefur sá stuðn-
ingur verið ómetanlegur fyrir stað-
inn. Samtökin eru aðilar að
„European therapeutic community“.
Í Krýsuvík er ekki afvötnun, en
þar er rekin langtímameðferð fyrir
vímuefnaneytendur eldri en 18 ára
og að jafnaði dveljast þar 20 ein-
staklingar í 6 mánuði eða meira.
Meðferðin er byggð á faglegum
grunni og þar starfa 10 manns í
fullu starfi og 6 í hlutastarfi, allir
ráðgjafar eru með alþjóðleg réttindi
sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar.
Meðferðarheimilið er í nánu sam-
starfi við aðra fagaðila s.s. Land-
spítala – háskólasjúkrahús, Stíga-
mót, félagsþjónustur, lækni
heimilisins, Menntaskólann í Kópa-
vogi, prest, geðlækna og sálfræð-
inga.
Starfsemi Meðferðarheimilisins í
Krýsuvík heyrir undir heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið og all-
ar nánari upplýsingar um það er
hægt að nálgast hjá Landlæknis-
embættinu og þar liggur einnig fyr-
ir mat sem gert var á árangri með-
ferðarinnar árið 2004 af
matsfræðingum frá Háskóla Ís-
lands.
Heimasíða samtakanna er í breyt-
ingu og verður tilbúin innan
skamms.
Unnið á faglegum grunni í Krýsuvík